Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 27

Fréttablaðið - 22.06.2004, Blaðsíða 27
Lengi vel leit út fyrir að við væntanlegar forsetakosningar yrðu ekki margir raunhæfir kost- ir í boði. Ég er því mjög ánægð með framboð Baldurs Ágústsson- ar og fagna því, að aðili sem ekki tengist neinum stjórnmálaflokki skuli hafa ákveðið að bjóða sig fram til embættisins. Ég hef alltaf haft þá trú, að á stóli forseta Íslands eigi að vera hlutlaus aðili, ópólitískur, sem geti verið sameiningartákn þjóð- arinnar og allir geti flykkt sér um, en þannig finnst mér það ekki hafa verið undanfarin ár. Eins og málum hefur verið háttað virðist mér sem eilífir árekstrar hafi verið milli forseta og ríkisstjórn- ar, og kann ég því afar illa. Ég er viss um að ef á Bessastöðum hefði setið ópólitískur aðili undanfarin ár, væri ekki búin að vera slík spenna milli forseta og ríkis- stjórnar sem raun ber vitni. Mér finnst með atburðum und- anfarinna daga koma berlega í ljós, hve illa það þjónar hagsmun- um okkar landsmanna að hafa fyrrverandi stjórnmálamann í embætti forseta Íslands. Að mínu mati hefur t.d. oft verið meiri ástæða til að nota neitunarvald forsetans en núna. Ég nefni sem dæmi öryrkjamálið, Kárahnjúka- virkjun og þátttöku okkar í Schengen-samstarfinu. Þegar lýðveldið Ísland var stofnað 1944, var ákveðið að þjóð- höfðingi landsins væri forseti, þannig að allir hefðu sömu mögu- leika og leyfi til að bjóða sig fram til embættisins að uppfylltum ákveðnum skilyrðum. Með framboði Baldurs Ágústs- sonar til embættis forseta Íslands er kominn fram raunverulegur valkostur fyrir þá sem vilja mann, sem ekki er tengdur stjórn- málum og hefur aldrei verið. Baldur er einlægur, traustur og mannlegur og vill hefja forseta- embættið aftur til aukinnar virð- ingar, sem honum hefur þótt skorta þó nokkuð á undanfarin ár og er ég sammála honum um það. Baldur kostar sína kosningabar- áttu sjálfur og er því öllum óháð- ur. Það er kominn tími til breyt- inga. Baldur á Bessastaði! ■ ÞRIÐJUDAGUR 22. júní 2004 AF NETINU Ég er viss um að ef á Bessastöðum hefði setið ópólitískur aðili undanfarin ár, væri ekki búin að vera slík spenna milli forseta og ríkisstjórnar sem raun ber vitni. HRAFNHILDUR PROPPÉ UMRÆÐAN FORSETAKOSNING- ARNAR ,, Útsölusta›ir Málningar: Byko Kópavogi • Byko Hringbraut • Har›vi›arval Krókhálsi • Litaver Grensásvegi • Byko Hafnarfir›i Málningarbú›in Akranesi • Byko Akranesi • Axel fiórarinsson, málarameistari, Borgarnesi • Verslunin Hamrar, Grundarfir›i Litabú›in Ólafsvík • Núpur byggingavöruverslun Ísafir›i • Vilhelm Gu›bjartsson, málarameistari, Hvammstanga Verslunin Eyri, Sau›árkróki • Byko Akureyri • Verslunin Valberg, Ólafsfir›i • Byko Rey›arfir›i • Verslunin Vík, Neskaupsta› Byko Selfossi • Mi›stö›in Vestmannaeyjum • Byko Keflavík • Rúnar Sig. Sigurjónsson, málarameistari, Grindavík Baldur á Bessastaði! Þriðja tegund simpansa Með aukinni þekkingu er orðið ljóst að skyldleiki milli simpansa (tvær tegundir sim- pansa Pan troglodytes og Pan paniscus) og manna er 99,4% í erfðaefninu DNA. Til að einfalda málið þá getum við sagt að erfða- efnið sé bókasafn. Þannig er eini munurinn á milli manna og simpansa sá að við eigum sama bóksafn en lesum ekki sömu bæk- urnar í því. Frelsarinn á vantru.net Peningakvarða á menninguna Ríkisútvarpið sinnir hlutverki sínu annars vegar með miðlun menningarefnis og hins vegar með varðveislu þess. Mikið af því sem telst til menningarefnis í þrengri merkingu er ekki efni sem fólkið hefur áhuga á. Það er efnið hefur ekki gildi fyrir fólkið. Viðtöl við útvegsbændur um dúntekjur þeirra eða við- töl við tónskáld sem aldrei náðu almenni- lega að semja neitt sem féll fólki í geð kunna að laða að sér einn eða tvo áhorf- endur. Fæstir þeirra yrðu þó tilbúnir til að greiða fyrir þess háttar efni. Efnið hefur sem sagt hverfandi, ef eitthvað, gildi. Snorri Stefánsson á frelsi.is Grátt í vöngum stjórnvalda Hvernig skyldu svo yfirvöld hér á landi styðja við ungt fólk og mæta hagsmunamálum þess? Eru íslensk stjórnvöld kannski svolítið karlmannlega grá í vöngum? Í það minnsta skortir hér heildstæða stefnumörkun í mál- efnum ungs fólks ólíkt flestum öðrum Evr- ópuþjóðum. Því væri ráð að auglýsa eftir slíkri stefnumörkun áður en grái liturinn fari alveg yfir í hvítt. Óskar Dýrmundur Ólafsson fjallar á vg.is/postur um áherslumun Evrópuþjóða í málefnum ungs fólks og um Evrópuráð- ið sem samstarfsvettvang í þeim efnum. Eitt tekur við af öðru Ríkulegar vísbendingar benda til þess að kjarnorkuáætlanir þeirra séu lengra á veg komnar en áður var haldið. Íranir neita vita- skuld öllum ásökunum og fullyrða að kjarn- orkuáætlun landsins sé aðeins til að fram- leiða rafmagn. Fáir taka þá vitleysu trúan- lega. Í lok næsta árs er talið líklegt að Íranir geti farið að smíða kjarnorkuvopn. Hörður Ægisson á deiglan.com. Kannski menn, ekki konur Enn og aftur fífla olíufélögin okkur neytend- ur upp úr skónum. Það er ekkert bensín- stríð, aðeins litlar skærur kringum örfáar bensínstöðvar á Reykjavíkursvæðinu. Halda menn og konur að það sé svona bullandi samkeppni og stríð á Kópaskeri eða Króks- fjarðarnesi? thethe á Innherjum á vísir.is Fleira til en rúmið eitt Ég rakst nýlega á bók, sem fjallar um það hvernig hleypa má lífi í það samband sem fólk er í, frekar en að fara aftur á stúfana, til þess að finna annan aðila, til að fara með í gegnum spennutímabilið og skipta svo bara aftur, þegar spennan líður hjá. [...] Talað var um, að þeir sem aldrei stunduðu kynlíf utan hjónarúmsins, væru að missa af tækifæri á fjölbreytileika og ekki síður að hleypa léttri spennu í samlífið aftur. Halldóra Bjarnadóttir á femin.is.

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.