Fréttablaðið - 22.07.2004, Side 1

Fréttablaðið - 22.07.2004, Side 1
● 0–0 jafntefli dugði ekki til Meistaradeild Evrópu: ▲ SÍÐA 28 KR-ingar úr leik ● spila með stóru nöfnunum Mínus: ▲ SÍÐA 42 Opna Reading MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík — sími 550 5000 FIMMTUDAGUR STJÓRNARSKRÁ ESB Denis Mac- Shane, ráðherra Evrópumála í Bretlandi, flytur fyrirlestur um Evrópusambandið á opnum fundi í Norræna húsinu. Mac- Shane mun fjalla um nýja stjórnarskrá sambandsins og áhrif hennar á EES- löndin. Fundurinn hefst klukkan 12. DAGURINN Í DAG VEÐRIÐ Í DAG BJART VESTAN OG NORÐAN Annars skýjað. Súld austan og suðaustan til. Hiti 10–20 stig hlýjast til landsins. Sjá síðu 6. 22. júlí 2004 – 198. tölublað – 4. árgangur DEILT Á ALÞINGI Deilur voru milli stjórnar og stjórnarandstöðu um hvort hægt sé að fella úr gildi fjölmiðlalögin sem forseti synjaði án þess að leggja þau undir þjóðaratkvæðagreiðslu. Sjá síðu 2 ARAFAT SAGÐUR BERA ÁBYRGÐINA Jasser Arafat, forseti Palestínu, sætir nú harðari gagnrýni en hann er vanur. Palestínska þingið brá út af venju sinni og gagnrýndi hann. Sjá síðu 4 MAKALAUSAR ÓVELKOMNAR Tveim konum um þrítugt, annarri ófrískri, var vísað frá Húsafelli þar sem þær þóttu of ung- legar og líklegar til drykkjuláta. Sjá síðu 6 STRAUMURINN TIL EYJA Undir- búningur fjölda útihátíða um allt land stendur sem hæst. Straumurinn liggur helst til Eyja. Engin óveðurský sjáanleg að sögn veðurfræðings. Sjá síðu 18 Kvikmyndir 38 Tónlist 34 Leikhús 34 Myndlist 34 Íþróttir 26 Sjónvarp 40 Valur Gunnarsson: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS Kúrekahatturinn kemur á óvart ● ferðir ● tíska ● heimili Harrison Ford: ▲ SÍÐA 42 Aftur á Íslandi ● ofsóttur á vegamótum MORÐRANNSÓKN Gæsluvarðhald yfir Hákoni Eydal, manninum sem grunaður er um að hafa banað Sri Rahmawati, var fram- lengt um þrjár vikur í gær eða til 11. ágúst. Þá var honum einnig gert að sæta geðrannsókn. Hákon hefur tekið sér þriggja daga frest til að ákveða hvort hann kæri gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Hilmar Baldursson, verjandi Hákonar, segir að umbjóðandi sinn taki sér þann frest sem hann hefur til að ákveða hvort hann kæri gæsluvarðhaldsúrskurðinn. Aðspurður hvort Hákon hefði í einhverju breytt þeirri yfir- lýsingu sinni að hann hefði ekkert með hvarf Sri að gera svaraði Hilmar: „Hann hefur ekkert tjáð sig um það“. Hákon hefur dvalið í gæslu- varðhaldi í tvær vikur meðan á rannsókn málsins hefur staðið. Hilmar kvaðst ekki geta tjáð sig um líðan hans. Hákon sem er fyrrverandi sambýlismaður og barnsfaðir Sri er grunaður um að hafa valdið dauða hennar á heimili sínu í Stórholti eða átt þátt í hvarfi hennar. Síðast er vitað um ferðir Sri á heimili Hákonar að morgni þess dags. Mikið blóð fannst á heimili Hákonar og blóð fannst einnig í jeppa hans. Lögreglu grunaði strax að glæpur hefði verið framinn og var Hákon handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald í kjölfarið. Í vikunni komu niðurstöður úr DNA-rannsóknum frá Noregi sem sýndu að blóðið sem fannst í íbúðinni við Stórholt og í bíl Hákonar var allt úr Sri. Lögregla og björgunarsveitir leituðu að Sri í nágrenni Reykja- víkur um helgina, bæði á landi og úr lofti. Nú eftir helgi leituðu kaf- arar hennar í sjónum við bryggj- una á Geldinganesi. Þá hefur einnig verið leitað á svæðum vest- an við Reykjavík en án árangurs. hrs@frettabladid.is Gert að sæta geðrannsókn Hákon Eydal sem grunaður er um að hafa banað barnsmóður sinni, Sri Rahmawati, var úrskurðaður í þriggja vikna gæsluvarðhald til viðbótar þeim tveim vikum sem hann hefur þegar verið í varðhaldi. Verjandinn tjáir sig ekki um líðan Hákonar. Breskur ráðherra um Ísland og ESB: Ágreiningur yrði leystur STJÓRNMÁL Denis MacShane, ráð- herra Evrópumála í bresku ríkis- stjórninni, er hér á landi. Í gær hitti hann Valgerði Sverrisdóttur iðnað- ar- og viðskiptaráðherra og í dag er áætlaður fundur hans og Halldórs Ásgrímssonar utanríkisráðherra. Í viðtali við Fréttablaðið segist MacShane gera ráð fyrir því að lausnir finndust á mikilvægum hagsmunamálum ef Ísland sækti um aðild að Evrópusambandinu. Hann telur Ísland vera Evrópu- þjóð og eiga heima í fjölskyldu Evrópuþjóða. Sjá nánar síðu 16. NAUÐLENDING „Ég reyndi bara að bregðast við eins og ég var þjálfuð til að gera og halda mér rólegri og held að það hafi kom- ið mér til bjargar,“ segir Margrét Linnet flugmaður, sem nauðlenti flugvél í Húsafelli í gær. Hún var ein í vélinni og slapp ómeidd. Snorri Geir Steingrímsson, einn eigenda vélarinnar sem er af gerðinni TF-UPS, hrósaði viðbrögðum Margrétar. „Ég er mjög ánægður að stelpan hafi getað gengið frá þessu,“ segir Snorri Geir. „Mjög flott hjá henni að lenda flugvél- inni með stjórnklefann fullan af reyk.“ Snorri segir konuna hafa not- að slökkvitæki í lofti en síðan lent flugvélinni vel. Hann segir hana hafa hlotið góða þjálfun en hún er atvinnuflugmaður. „Auð- vitað er hún sjokkeruð, ég get ekki ímyndað mér annað. Ég hefði ekki getað lent vélinni jafn flott og hún gerði.“ Nefhjól, mótor og vinstri vængur vélarinnar skemmdist nokkuð. Að sögn Þorkels Ágústssonar hjá rannsóknarnefnd flugslysa fór vettvangsrannsókn fram í gær eftir nauðlendinguna. Hann segir reyk hafa komið upp í flugstjórnarklefanum og flug- maðurinn því ákveðið að nauð- lenda. Rannsóknin beinist að hreyfli vélarinnar. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /E .Ó L Ebay: Fálkaorðan á uppboði VERSLUN Eitt af æðstu heiðursmerkj- um íslenska ríkisins, hin íslenska fálkaorða, er nú til sölu á banda- ríska uppboðsvefnum Ebay. Í gær var hæsta boð rúmar 20 þúsund krónur. Alls átta aðilar hafa gert til- boð hingað til. Samkvæmt upplýsingum á v i ð k o m a n d i vefsíðu er þarna um að ræða eina af níu orðum sem veittar voru í Portúgal fyrir 30 árum síðan. Stefán Stef- ánsson, sem sæti á í orðu- nefnd Forseta- skrifstofu, segir uppátæki sem þessi ekki vel séð en við þessu sé afar lítið að gera enda sé þetta ekki í fyrsta sinn sem íslenskar orður séu seldar með þessum hætti. ■ HÁKON EYDAL HYLUR HÖFUÐ SITT Hákon segist ekkert hafa með hvarf Sri Rahmawati að gera. SRI RAHMAWATI Ekkert hefur spurst til Sri síðan sunnudags- morguninn 4. júlí. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /R Ó B ER T Ung kona gekk ómeidd frá nauðlendingu: Nauðlenti vegna reyks í stjórnklefa TF-UPS SKEMMDIST NOKKUÐ Í NAUÐLENDINGU Rannsókn flugslysanefndar beinist að hreyfli vélarinnar. Ung kona sem flaug vélinni slapp ómeidd. FÁLKAORÐA FYRIR LÍTIÐ Íslenska fálkaorðan er nú til sölu á uppboði á netinu Hæsta boð er rúmar 20 þúsund krónur.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.