Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 8
8 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR Microsoft verðlaunar fjárfesta: Fimm þúsund millj- arðar til hluthafa SEATTLE, AP Microsoft hefur kynnt áform sín um arðgreiðslur og upp- kaup hlutabréfa næstu fjögur árin. Áformin fela í sér að hluthaf- ar fá í sinn vasa um 75 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar ríflega fimm þúsund milljörðum íslenskra króna. Microsoft fór að greiða út arð til hluthafa í mars árið 2003 en fram að því hafði allur hagnaður félagsins verið notaður til fjár- festingar eða sett í varasjóði. Sú stefna Microsoft að greiða ekki háan arð hefur löngum sætt gagn- rýni enda er hagnaður af rekstrin- um mjög mikill. Talið er að ákvörðun stjórnar- innar muni auka þrýsting á önnur tæknifyrirtæki að skila hluta hagnaðar aftur til hluthafa í stað þess að fjárfestar þurfi aðeins að treysta á hækkun hlutabréfa til að endurheimta fjárfestingar sínar. Bill Gates, stofnandi og helsti eigandi Microsoft, mun fá ríflega þrjá milljarða Bandaríkjadala í sinn hlut – ríflega 250 milljarða ís- lenskra króna. Hann hefur ákveð- ið að það fé renni allt í góðgerða- samtökin sem hann og kona hans starfrækja. ■ VIÐSKIPTI Veldi Bykofjölskyld- unnar í íslensku viðskiptalífi hefur vaxið hratt og örugglega undanfarin ár. Á síðasta ári bættist versl- anakeðjan Kaupáss í hóp sterkra verslanakeðja Norvikur sem er eignarhaldsfélag Byko. Áætluð velta samsteypunnar er 24 milljarðar króna. Með kaup- unum á Kaupási varð Norvik önnur stærsta verslanakeðja landsins á eftir Baugi. Undir hatti Norvikur er byggingavöruverslunin og timb- ursalan Byko, raftækjaverslun- in Elko, Nóatúnsbúðirnar, Krón- an og 11-11 búðirnar. Undir hatt- inum eru einnig verslanirnar Intersport og Húsgagnahöllin. Norvik á 100 prósent í þessum fyrirtækjum. Jón Helgi Guð- mundsson er aðaleigandi Norvik- ur og á 96 prósent fyrirtækisins. Hluta eignarinnar í Norvik á Jón Helgi í gegnum Sia Solvina sem er fjárfestingarfélag í Lettlandi. Þá á Jón Helgi þriggja prósenta hlut í KB banka sem er um sjö millj- arða virði. Þá á Jón Helgi helming í eignarhaldsfélaginu Oddaflugi sem er þriðjungs eigandi að Flug- leiðum. Lykillinn að velgengni Jóns Helga í viðskiptalífinu liggur í traustum rekstri Byko. Fyrir- tækið hefur skilað hagnaði árum saman. Jón Helgi hefur byggt aðrar fjárfestingar sínar á þeim eignagrunni. Í viðskiptalífinu er oft talað um að menn séu ýmist góðir rekstrarmenn eða fjárfestar. Ferill Jóns Helga bendir til þess að hann sé sterkur á báðum sviðum. Umfang viðskipta Byko nær út fyrir landsteinana. Fyrirtæk- ið rekur timburvinnslu í Lett- landi, skógvinnslu í Rússlandi og timbursölu í Bretlandi. Taki Jón Helgi sér stöðu í Íslandsbanka, þá má búast við að hann nýti reynslu sína af erlendum viðskiptum. Þrátt fyrir að vera atkvæða- mikill í viðskiptalífinu mörg undanfarin ár hefur Jón Helgi haldið sig til hlés og forðast sviðsljósið. Verði framhald á kaupum hans í Íslandsbanka sem líkur benda til eru umsvif hans í viðskiptalífinu orðin það mikil að augu manna hljóta að beinast að honum. Hann er þeg- ar kominn í hóp allra stærstu þátttakenda í íslensku viðskipta- lífi. Kjölfestuhlutur í Íslands- banka yrði til þess að festa hann í sessi í hópi valdamestu manna íslensks viðskiptalífs. haflidi@frettabladid.is SVONA ERUM VIÐ KVIKMYNDAHÚSAFERÐIR Á ÍBÚA 1991 6 % 1996 5,3 % 2001 5,3 % REYKT Á ÍRLANDI Aðsókn hefur aukist á krár sem bjóða upp á reykingasvæði utandyra. Reykingabann: Sektað í fyrsta sinn DUBLIN, AP Írskur kráareigandi hefur verið dæmdur til um það bil 150.000 króna sektargreiðslu fyrir að brjóta gegn lögum um reykingabann. Padraig Folan neitaði að sjá til þess að ekki yrði reykt á kránni hans og braut þannig gegn lögum sem tóku gildi í vor. Samkvæmt því er bannað að reykja í atvinnu- húsnæði. Bannið hefur einkum verið gagnrýnt vegna þess að það meinar fólki að reykja á krám og veitingastöðum. Margir kráareig- endur hafa kvartað undan því að dregið hafi úr viðskiptum eftir að reykingabannið tók gildi. ■ DÓMSMÁL Saksóknari hefur krafist þess að 26 ára kona, frá Sierra Le- one, verði dæmd í fimm til sjö ára fangelsi fyrir innflutning á um 5.034 e-töflum sem hún var tekin með í Leifsstöð þann tíunda júní síðastliðinn. Saksóknari segir að fimm til sjö ára fangelsi sé eðli- legt miðað við fyrri dómafor- dæmi. Konan sem er barnshafandi ber því við að hún sé vændiskona og hafi komið hingað til lands til að sinna viðskiptavini sem hún hafi ætlað að hitta á Hjálpræðis- hernum. Hún lýsir yfir sakleysi vegna fíkniefnainnflutningsins, segist ekki hafa vitað af fíkniefn- unum í farangri sínum. Saksókn- ara þótti skýring konunnar ekki trúverðug, í útlöndum hafi hún hitt viðskiptavini sína á fínum hótelum en nú hafi hún átt að hitta mann á hjálpræðishernum. Í ákæru segir að fíkniefnin hafi að verulegu leyti verið ætluð til sölu og dreifingar hér á landi. Þyngd fíkniefnanna var samtals tæplega 907 grömm. Dómur fellur í málinu á morgun. ■ Var tekinn með um 5.034 e-töflur: Krefst fimm til sjö ára fangelsis HELSTU EIGNIR BYKOFJÖLSKYLDUNNAR: Byko Elko Nóatún Húsgagnahöllin Krónan 11-11 Intersport EIGN Í FÉLÖGUM: Flugleiðir 16% KB banki 3% Íslandsbanki 5% Veltir 24 milljörðum Jón Helgi Guðmundsson er einn af öflugustu viðskiptamönnum þjóðarinnar. Veldi hans hefur vaxið mikið undanfarin ár og sett hann í hóp valdamestu manna. Líkur eru á því að hann sé á leið í kjölfestuhóp Íslandsbanka. JÓN HELGI ER VÍÐA Ítök Jóns Helga Guðmundssonar eru víða í íslensku viðskiptalífi. Hann ræður næststærstu verslanakeðju landsins og hefur auk þess verið útsjónarsamur og farsæll í fjárfestingum sínum. BILL GATES ÁSAMT STEVE BALLMER OG JOHN CONNORS Yfirmenn og eigendur Microsoft eiga von á vænri fúlgu. Bill Gates ætlar að gefa arð- greiðslur næstu ára til góðgerðamála. Ítalska stjórnin gegn Jóni Baldvin Krefjast skýringa á meðferð á Marco – hefur þú séð DV í dag? LEIÐANDI Í LÆGRA DEKKJAVERÐI GÆÐAVARA – BETRA VERÐ!
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.