Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 45
Badly Drawn Boy: One Plus One is One „Á One Plus One is One sýnir kappinn á sér nokkr- ar hliðar. Hann fer dýpra ofan í þjóðlagahefðina en hann hefur gert áður en gleymir ekki að semja grípandi lög. Þessi nýjasta afurð Badly Drawn Boy inniheldur allt það besta sem ég hef heyrt frá lopahúfumanninum loðna.“ BÖS The Fiery Furnaces: Gallows- bird's bark „Miðað við að ég hef ekki enn hitt neinn sem heldur vatni yfir tónleikum sveitarinnar á Hró- arskeldu er ég byrjaður að draga þá ályktun að þessi sveit njóti sín betur á tónleikum. Platan er vissulega mjög áhugaverð, og góð, en snilldin lek- ur ekki alveg af henni... maður þarf svolítið að hafa fyrir því að nudda hana af.“ BÖS The Flavors: Go Your Own Way „Go Your Own Way er áreynslulaus poppplata með sína kosti en hefur því miður ekkert nýtt fram að færa. Bragðdauft er kannski besta orðið yfir hana. Kaldhæðnislegt en engu að síður staðreynd.“ FB !!!: Louden Up Now „Það er skylda að hlusta á þessa plötu á fullum styrk og þó þið þurfið að leggja töluvert á ykkur til þess að finna þessa plötu, látið þá verða af því. Louden Up Now verður án efa ein af plötum árs- ins, !!! er bylting.“ BÖS Velvet Revolver: Contraband „Velvet Revolver kemur bara nokkuð á óvart, átti allt eins von á að þetta væri aum tilraun gamalla rokk- ara til að ná sér í smá aur enda hefur útkoman af svoleiðis ævintýrum verið allt önnur en góð hingað til. Contraband er hins vegar ágætis frumraun frá Velvet Revolver sem er vonandi komin til að vera.“ SJ Fear Factory: Archetype „Archetype er ekkert meistaraverk, lumar bara á sprettum hér og þar, en er mér þó meira að skapi en fyrri verk hljómsveitarinnar.“ SJ The Cure: The Cure „Þetta er reiða hliðin á The Cure sem hefur fengið að fljóta með í nokkrum lögum áður, en sem hef- ur aldrei verið splæst á heila plötu. Þetta er hug- rökk plata og tilraunir Ross Robinson ganga upp. Besta og heilsteyptasta plata The Cure frá því að Disintigration kom út árið 1989.“ BÖS Janet Jackson: Damita Jo „Óumdeilanlega hefur einlægnin verið víðs fjarri þegar þessi plata, Damita Jo, var unnin. Maður sér fljótlega í gegnum þunnan undirtón plötunnar og sígild en dauðþreytt formúlan að selja Janet sem kynlífstákn. Janet Jackson er fær í flest, sungið get- ur hún, en hér gerir hún allrækilega í buxurnar.“ SJ Sonic Youth: Sonic Nurse „Á meðan Sonic Youth heldur áfram að hjakka í sama farinu þá verður ást mín á sveitinni að vera eins og til fjarskyldra frænda hjá mér í stað elskenda, þannig er það nú bara. Fín plata, lítið meira en það. Tími til þess að senda sveitina á rokkspítalann.“ BÖS Method Man: Tical 0 - The Prequel „Þrátt fyrir nokkrar hlustanir er ekkert lag sem kveikir af einhverju viti í mér, undirspilið er þunnt og maður gerir ekki öflugt hip-hop á rappinu einu saman, grunnurinn verður að vera góður. Og þegar hvort tveggja bregst þá er fokið í flest skjól.“ SJ Keane: Hopes and Fears „Góður flutningur, góður söngur, góður hljómur og ágætar útsetningar. Það er samt ekkert sem fangar athyglina. Ullin er bara eins og á hinum kindunum, augnaráðið jafn tómt og laust við alla dulspeki. Að sama skapi er hún gjörsamlega laus við tilgerð og óþarfa töffarastæla.“ BÖS Shai Hulud: That Within Blood Ill-Tempered „Oft hafa aðrar hljómsveitir þreytt sams konar stíl og útkoman oftar en ekki orðið frekar grautkennd. Shai Hulud nær hins vegar að bjóða upp á breiða flóru í lagasmíðum sínum án þess að þreyta hlust- andann, eitthvað sem er greinilega ekki á allra færi. Tónlist Shai Hulud er ævintýri líkust.“ SJ Graham Coxon: Happiness in Magazines „Ég held barasta að við þurfum ekki að hafa neinar áhyggjur af gleraugnagláminum honum Graham. Að minnsta kosti gefa lokaorð plötunnar það í skyn að hann hafi það bara fínt. Þar syngur hann af ein- lægni við fallegt og einfalt píanóstef og gítarspil; „Life, I Love You“. Fallegur endir á góðri plötu.“ BÖS Beastie Boys: To the 5 Boroughs „Þetta er því blygðunarlaust afturhvarf í gamla starfshætti. Þessi gamli hljómur er yfir allri plöt- unni, þannig að fyrir vikið virkar hún góð sem heild. Þetta er þó frekar erfið plata þegar allt kem- ur til alls, og krefjandi.“ BÖS Slipknot: Vol. 3 (The Sublim- inal Verses) „Það sem stendur upp úr er tilraunamennska Slip- knot á Vol. 3, eitthvað sem sveitin hefur ekki leyft sér áður. Slipknot nær ekki að fullkomna stíl sinn á þessari plötu en Vol. 3 lofar þó góðu fyrir það sem koma skal.“ SJ Birgir Örn Steinarsson Freyr Bjarnason Smári Jósepsson FIMMTUDAGUR 22. júlí 2004 33 Ártúnshöfða • Borgartúni • Geirsgötu • Gagnvegi, Grafarvogi Lækjargötu, Hafnarfirði, • Háholti, Mosfellsbæ • Stórahjalla, Kópavogi ES SO K D -0 4. 20 04 -C ok e m ar k Ólafur Páll Gunnarsson, forseti Popplands á Rás 2 „Ég er búinn að vera aðeins að hlusta nýju plötuna hennar PJ Harvey sem heitir Uh Huh Her og lofar góðu. Hún tók hana upp sjálf heima hjá sér í Dor- set á Englandi, hrá og einlæg plata. Svo fékk ég í hendurnar í gær The Libertines plötuna sem kemur út 30. ágúst og heitir ein- faldlega nafni sveitarinnar, ég hef aðeins náð að renna henni í gegn, sem og diski sem fylgir nýjasta hefti tíma- ritsins Mojo og ber heitið The Roots of Led Zeppelin. Safn- plata með áhirfa- völdum Zeppelin eins og Howlin Wolf, Robert Johnson, Bert Janch og Little Richard. Á þessari stundu er ég með nýj- ustu plötu-snúðsins Sasha í eyrunum en hann dj-ar á Nasa 1. ágúst, taka tvö. Svo tók ég nokkrar gamlar Bob Dylan plötur og The Clash um helgina. Það var hressandi.“ Benedikt Reynisson, konungur undirdjúpanna og umsjónar- maður Karate, X-ið 977 „Ég hef verið að hlusta á fyrstu plötu systrasveitarinnar CocoRosie, La Mai- son De Mon Reve. Þær heita Bianca og Sierra Cassady. Þetta er án efa ein angur- værasta og k r ú t t l e g a s t a platan sem ég hef heyrt á þessu ári. Þær syngja á köflum eins og tvær sjötugar svertingjakonur þó þær séu aðeins rétt um þrítugt. Oft fitla þær á skemmtilega naumhyggjulegan hátt við rafræna tóna í bland við ljúft kassagítar- gutlið. Það mætti réttilega kalla þær Billie Holiday tuttugustu og fyrstu aldar- innar með léttum Cat Power blæ.“ Gísli Galdur Þorgeirsson, tónlist- armaður og plötusnúður „Er búinn að vera í brjáluðu funk stuði síðan að ég frétti að von væri á James Brown til lands- ins. Mæli með James Brown: Hot on the one(live) tón- leikaplata frá ár- inu 1980 og er tekin upp í Tokyo. Einnig eru James Brown: Hot Pants frá árinu 1971, James Brown: The Popcorn 1969 og James Brown: Everybody’s Doin’ the Hustle & Dead on the Double Bump frá árinu 1975 góðar. Plötur sem að koma þér bara í gott skap!“ | Á HVAÐ ERU GRÚSKARARNIR AÐ HLUSTA? | [ SMS ] UM NÝJUSTU PLÖTURNAR Enn er óvíst með komu skosku rokksveitarinnar Franz Ferdinand til Íslands. Búið var að tilkynna um tónleika þeirra hér á landi í lok desember en sveitin neyddist til þess að breyta áformum sínum vegna gífurlegra anna. Það er því ekki enn búið að staðfesta að sveit- in haldi tónleika hér á landi, þrátt fyrir að áhugi liðsmanna sé svo sannarlega til staðar. Herra Örlygur, fyrirtækið sem myndi standa fyrir innflutningn- um, lofar fréttum um leið og þær berast til þeirra. Um nóg er að snúast hjá fyrir- tækinu eins og er, enda undirbún- ingur fyrir næstu Airwaves-hátíð í fullum gír. Nýjasta nafnið sem bættist við þá hátíð er raftónlist- armaðurinn knái Four Tet, sem unnendur sveita á borð við Lali Puna og múm, ættu að kunna að meta. ■ FRANZ FERDINAND Sveitin vinsæla hefur ekki enn staðfest komu sína hingað til lands, þrátt fyrir fréttaflutning þess efnis. Óvíst með komu Franz Ferdinand Liam Howlett, forsprakki Prodigy, sagði í viðtali við MTV2 sjónvarpsstöðina að þeir væru væntanlegir til Íslands í október. Ekki hefur fengist staðfest hver það muni vera sem sér um inn- flutninginn. Engin erlend hljómsveit hefur heimsótt Ísland jafn oft og Prodigy. Þetta yrðu fimmtu tón- leikar þeirra hér á landi, en áður hafa þeir spilað í Laugardalshöll, Kaplakrika, útihátíðinni Uxa við Kirkjubæjarklaustur og á leyni- legum tónleikum á Tunglinu, skemmtistað sem var til húsa á sama stað og þar sem Topshop fór á hausinn við Lækjargötu. Prodigy er við það að gefa út sína fyrstu breiðskífu, Always Outnumbered, Never Outgunned, sem verður þeirra fyrsta í mörg ár. Beðið er eftir henni með eftir- væntingu. ■ Prodigy aftur til Íslands? PRODIGY Eru við það að koma með endurkomu, eftir langan tíma í burtu. Stoppa hugsan- lega við á Íslandi. PLATA VIKUNNAR Frumraun bandarísku sveitarinnar The Fiery Furnaces er ansi áhugaverð. Þessi kom út seint í fyrra en sveitin gaf nýverið út nýja plötu í heimalandi sínu. Umsjón: BIRGIR ÖRN STEINARSSON. biggi@frettabladid.is
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.