Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 10
10 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR ÚTIVIST Á SIGNUBÖKKUM Sundlaug, þriggja kílómetra löng strönd, strandblaksvellir og klifurveggur eru meðal þess sem boðið er upp á á nýju útivistar- svæði á bökkum Signu í París. Svæðið hef- ur verið fjölsótt og fór ekki á milli mála að þessi börn höfðu gaman af uppátækinu. WASHINGTON, AP Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að þrátt fyrir að efnahags- lífið í Bandaríkjunum sé ekki í mikilli þenslu þurfi að huga að því að verðbólga verði ekki meiri en æskilegt sé. Greenspan sat fyrir svörum þingnefndar í Bandaríkjunum á þriðjudag og sagði að ef ummerki um óvænta hækkun verðbólgu kæmu fram endurskoðaði seðla- bankinn stefnu sína varðandi vaxtahækkanir. Seðlabankinn hefur lýst því yfir að hann muni fara hægt í sakirnar hvað varðar vaxtahækkanir en síðast voru vextir hækkaðir í lok júní og búist er við annarri hækkun í ágúst. Í gær vitnaði hann fyrir annarri þingnefnd og sagði þá að skattalækkanir ríkisstjórnar George Bush hefðu komið í veg fyrir alvarlega efnahagskreppu. Hann varaði hins vegar við afleið- ingum mikils fjárlagahalla. Hann ítrekaði tillögur sínar um laga- breytingar sem geri þinginu ókleift að taka ákvörðun um út- gjaldahækkanir án þess að mæta útgjöldunum með sparnaði annars staðar eða skattahækkunum. ■ Miklar sveiflur í spám um hagnað Fyrstu hálfsársuppgjörin líta dagsins ljós á morgun. Straumur og Nýherji birta uppgjör. Afar ólíkar væntingar eru um hagnað Straums og KB banka milli greiningardeilda. VIÐSKIPTI Fyrstu uppgjör skráðra félaga í Kauphöll Íslands líta dagsins ljós í vikulok. Þá munu fjárfestar berja aug- um raunverulega rekstrarniður- stöður fyrirtækja. Markaðurinn síðasta eitt og hálft árið hefur ein- kennst af bjartsýni. Engin vísitala á Vesturlöndum hefur hækkað viðlíka og úrvalsvísitala Kaup- hallar Íslands. Vísitalan hefur hækkað um 106 prósent síðustu tólf mánuði. Góður hagnaður birtist í upp- gjörum fyrirtækja fyrstu tólf mán- uði. Bankar og fjárfestingarfélög skiluðu geysilega góðri afkomu. Afkoman einkenndist af gengis- hagnaði. Hægt hefur á hækkunum, en samt sem áður mun gengis- hagnaður einkenna hálfsársupp- gjör banka og fjármálafyrirtækja á öðrum ársfjórðungi. Straumur fjárfestingarbanki mun ásamt tölvufyrirtækinu Ný- herja verða fyrstu félögin til þess að birta uppgjör sín. Straumur var með mikinn gengishagnað á fyrsta ársfjórðungi. Hagnaður Straums fyrstu þrjá mánuði árs- ins var tveir milljarðar króna. Gríðarlegur munur er á spám um hagnað á Straumi. Íslandsbanki spáir 750 milljón króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Landsbank- inn spáir 450 milljónum, en KB banki hefur mikla trú á afkomunni og reiknar með 2,2 milljarða króna hagnaði á tíma- bilinu. Þetta er óvenjumikill mun- ur og skýrist af því að Straumur hefur nýhafið starfsemi sem fjár- festingarbanki. Söguleg gögn um árangurinn liggja því ekki á lausu. Bankarnir spá ekki fyrir um eig- in hagnað, en töluverður munur er einnig á spá um hagnað KB banka. Landsbankinn býst við að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi verði 7,3 milljarðar, en Íslandsbanki spáir 4,4 milljarða hagnaði á tímabilinu frá apríl til júníloka. KB banki keypti danska bank- ann FIH á tímabilinu. Fjárfestar bíða spenntir eftir að sjá uppgjör bankans sem mun ef að líkum læt- ur bera höfuð og herðar yfir aðra þegar litið er á hagnað síðustu þriggja mánaða. haflidi@frettabladid.is Alþjóðahvalveiðiráðið: Gráhvalir í útrýmingar- hættu HVALVEIÐAR Bráðra aðgerða er þörf til að friða þá tæplega hundrað grá- hvali sem eftir eru undan Sakhalin- eyju við strendur Rússlands. Telja fræðingar að einungis séu rúmlega 20 kvendýr eftir af tegund- inni en svæðið sem um ræðir er eitt mesta olíu- og gasvinnslusvæði Rússa. Hefur gagnrýni komið fram á hollenska olíufyrirtækið Shell sem er einn stærsti aðilinn sem starfar á þessum slóðum og þykir ekki hafa tekið nóg tillit til náttúr- unnar við framkvæmdir sínar. ■ GENGUR VEL HJÁ MATTEL Leikafangaframleiðandinn- Mattel, sem þekktast er fyrir Barbie dúkkurnar, sendi frá sér uppgjör á mánudag. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var tólf prósent hærri en gert var ráð fyrir. TAPA VEGNA SAMKEPPNI- SKÆRU Þýska fyrirtækið Infin- eon Technologies sem fram- leiðir örgjörva skilaði óvænt um fimm milljarða króna tapi á síðasta ársfjórðungi. Ástæðan er sú að félagið hefur þurft að setja um tuttugu milljarða króna í varasjóð til að mæta hugsanlegri sekt Evrópu- sambandsins vegna ólöglegra viðskiptahátta. SJÁVARÚTVEGUR Íslendingar mega veiða 40 tonn af túnfiski á þessu ári samkvæmt tillögum Atlants- hafstúnfiskveiðiráðinu og þurfa útgerðir sem áhuga hafa á slíkum veiðum að sækja um slíkt fyrir mánaðarmót. Er þetta magn tíu tonnum meira en á síðasta ári en eftir miklu er að slægjast þar sem túnfiskur er ein verðmætasta sjávarafurð sem til er. Gert er ráð fyrir að magnið aukist í 50 tonn á næsta ári og í 60 tonn árið 2006. Við úthlutun verð- ur litið sérstaklega til fyrri veiða hvers skips og verður einnig tekið mið af búnaði skipsins. ■ Úthlutun kvóta til túnfiskveiða: Ísland fær 40 tonn TÚNFISKVEIÐAR Þeir sem áhuga hafa á að fá kvóta úthlutaðan á þessu ári skulu sækja um fyrir mánaðamót. SPENNANDI UPPGJÖR Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums fjárfestingarbanka, heldur markaðinum spenntum. Mikið ber á milli greiningardeilda í spám um hagnað Straums á öðrum ársfjórðungi. MESTU HÆKKANIR FRÁ ÁRAMÓTUM: Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 113,89% Jarðboranir hf. 96,97% Kaupþing Búnaðarbanki hf. 93,32% Marel hf. 87,96% Össur hf. 53,67% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ VIÐSKIPTAFRÉTTIR Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna: Á varðbergi gegn verðbólgu ALAN GREENSPAN Seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir að vaxtahækkanir verði skarpari ef verðbólgan hækkar hraðar en búist er við. grænmeti ávextirog listinn TOPP vinsælustu ávextirnir og grænmetið í 10-11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.