Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 10

Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 10
10 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR ÚTIVIST Á SIGNUBÖKKUM Sundlaug, þriggja kílómetra löng strönd, strandblaksvellir og klifurveggur eru meðal þess sem boðið er upp á á nýju útivistar- svæði á bökkum Signu í París. Svæðið hef- ur verið fjölsótt og fór ekki á milli mála að þessi börn höfðu gaman af uppátækinu. WASHINGTON, AP Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna, segir að þrátt fyrir að efnahags- lífið í Bandaríkjunum sé ekki í mikilli þenslu þurfi að huga að því að verðbólga verði ekki meiri en æskilegt sé. Greenspan sat fyrir svörum þingnefndar í Bandaríkjunum á þriðjudag og sagði að ef ummerki um óvænta hækkun verðbólgu kæmu fram endurskoðaði seðla- bankinn stefnu sína varðandi vaxtahækkanir. Seðlabankinn hefur lýst því yfir að hann muni fara hægt í sakirnar hvað varðar vaxtahækkanir en síðast voru vextir hækkaðir í lok júní og búist er við annarri hækkun í ágúst. Í gær vitnaði hann fyrir annarri þingnefnd og sagði þá að skattalækkanir ríkisstjórnar George Bush hefðu komið í veg fyrir alvarlega efnahagskreppu. Hann varaði hins vegar við afleið- ingum mikils fjárlagahalla. Hann ítrekaði tillögur sínar um laga- breytingar sem geri þinginu ókleift að taka ákvörðun um út- gjaldahækkanir án þess að mæta útgjöldunum með sparnaði annars staðar eða skattahækkunum. ■ Miklar sveiflur í spám um hagnað Fyrstu hálfsársuppgjörin líta dagsins ljós á morgun. Straumur og Nýherji birta uppgjör. Afar ólíkar væntingar eru um hagnað Straums og KB banka milli greiningardeilda. VIÐSKIPTI Fyrstu uppgjör skráðra félaga í Kauphöll Íslands líta dagsins ljós í vikulok. Þá munu fjárfestar berja aug- um raunverulega rekstrarniður- stöður fyrirtækja. Markaðurinn síðasta eitt og hálft árið hefur ein- kennst af bjartsýni. Engin vísitala á Vesturlöndum hefur hækkað viðlíka og úrvalsvísitala Kaup- hallar Íslands. Vísitalan hefur hækkað um 106 prósent síðustu tólf mánuði. Góður hagnaður birtist í upp- gjörum fyrirtækja fyrstu tólf mán- uði. Bankar og fjárfestingarfélög skiluðu geysilega góðri afkomu. Afkoman einkenndist af gengis- hagnaði. Hægt hefur á hækkunum, en samt sem áður mun gengis- hagnaður einkenna hálfsársupp- gjör banka og fjármálafyrirtækja á öðrum ársfjórðungi. Straumur fjárfestingarbanki mun ásamt tölvufyrirtækinu Ný- herja verða fyrstu félögin til þess að birta uppgjör sín. Straumur var með mikinn gengishagnað á fyrsta ársfjórðungi. Hagnaður Straums fyrstu þrjá mánuði árs- ins var tveir milljarðar króna. Gríðarlegur munur er á spám um hagnað á Straumi. Íslandsbanki spáir 750 milljón króna hagnaði á öðrum ársfjórðungi. Landsbank- inn spáir 450 milljónum, en KB banki hefur mikla trú á afkomunni og reiknar með 2,2 milljarða króna hagnaði á tíma- bilinu. Þetta er óvenjumikill mun- ur og skýrist af því að Straumur hefur nýhafið starfsemi sem fjár- festingarbanki. Söguleg gögn um árangurinn liggja því ekki á lausu. Bankarnir spá ekki fyrir um eig- in hagnað, en töluverður munur er einnig á spá um hagnað KB banka. Landsbankinn býst við að hagnaður bankans á öðrum ársfjórðungi verði 7,3 milljarðar, en Íslandsbanki spáir 4,4 milljarða hagnaði á tímabilinu frá apríl til júníloka. KB banki keypti danska bank- ann FIH á tímabilinu. Fjárfestar bíða spenntir eftir að sjá uppgjör bankans sem mun ef að líkum læt- ur bera höfuð og herðar yfir aðra þegar litið er á hagnað síðustu þriggja mánaða. haflidi@frettabladid.is Alþjóðahvalveiðiráðið: Gráhvalir í útrýmingar- hættu HVALVEIÐAR Bráðra aðgerða er þörf til að friða þá tæplega hundrað grá- hvali sem eftir eru undan Sakhalin- eyju við strendur Rússlands. Telja fræðingar að einungis séu rúmlega 20 kvendýr eftir af tegund- inni en svæðið sem um ræðir er eitt mesta olíu- og gasvinnslusvæði Rússa. Hefur gagnrýni komið fram á hollenska olíufyrirtækið Shell sem er einn stærsti aðilinn sem starfar á þessum slóðum og þykir ekki hafa tekið nóg tillit til náttúr- unnar við framkvæmdir sínar. ■ GENGUR VEL HJÁ MATTEL Leikafangaframleiðandinn- Mattel, sem þekktast er fyrir Barbie dúkkurnar, sendi frá sér uppgjör á mánudag. Hagnaður á öðrum ársfjórðungi var tólf prósent hærri en gert var ráð fyrir. TAPA VEGNA SAMKEPPNI- SKÆRU Þýska fyrirtækið Infin- eon Technologies sem fram- leiðir örgjörva skilaði óvænt um fimm milljarða króna tapi á síðasta ársfjórðungi. Ástæðan er sú að félagið hefur þurft að setja um tuttugu milljarða króna í varasjóð til að mæta hugsanlegri sekt Evrópu- sambandsins vegna ólöglegra viðskiptahátta. SJÁVARÚTVEGUR Íslendingar mega veiða 40 tonn af túnfiski á þessu ári samkvæmt tillögum Atlants- hafstúnfiskveiðiráðinu og þurfa útgerðir sem áhuga hafa á slíkum veiðum að sækja um slíkt fyrir mánaðarmót. Er þetta magn tíu tonnum meira en á síðasta ári en eftir miklu er að slægjast þar sem túnfiskur er ein verðmætasta sjávarafurð sem til er. Gert er ráð fyrir að magnið aukist í 50 tonn á næsta ári og í 60 tonn árið 2006. Við úthlutun verð- ur litið sérstaklega til fyrri veiða hvers skips og verður einnig tekið mið af búnaði skipsins. ■ Úthlutun kvóta til túnfiskveiða: Ísland fær 40 tonn TÚNFISKVEIÐAR Þeir sem áhuga hafa á að fá kvóta úthlutaðan á þessu ári skulu sækja um fyrir mánaðamót. SPENNANDI UPPGJÖR Þórður Már Jóhannesson, forstjóri Straums fjárfestingarbanka, heldur markaðinum spenntum. Mikið ber á milli greiningardeilda í spám um hagnað Straums á öðrum ársfjórðungi. MESTU HÆKKANIR FRÁ ÁRAMÓTUM: Fjárfestingarfélagið Atorka hf. 113,89% Jarðboranir hf. 96,97% Kaupþing Búnaðarbanki hf. 93,32% Marel hf. 87,96% Össur hf. 53,67% FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA ■ VIÐSKIPTAFRÉTTIR Alan Greenspan, seðlabankastjóri Bandaríkjanna: Á varðbergi gegn verðbólgu ALAN GREENSPAN Seðlabankastjóri Bandaríkjanna segir að vaxtahækkanir verði skarpari ef verðbólgan hækkar hraðar en búist er við. grænmeti ávextirog listinn TOPP vinsælustu ávextirnir og grænmetið í 10-11

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.