Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 25
FIMMTUDAGUR 22. júlí 2004
FERÐASKRIFSTOFA
GUÐMUNDAR JÓNASSONAR EHF.
Borgartúni 34, sími 511 1515
netfang: outgoing@gjtravel.is
heimasíða: www.gjtravel.is
Akstur og sigling 01.-12.09. Siglt til Danmerkur og ekið um Danmörku
og Þýskaland. Flogið heim frá Frankfurt. Verð: 105.300,- á mann
Beint flug til Zürich 08.-14.08.
Verð aðeins 22.700,- innif. skattar og þjónustugjöld
IAA bifreiðasýningin í Hannover 23.-27.09. Verð: 83.100,- á mann
Opið:
mán.–fim. 9–23.30
fös. 9–00.30
lau.–sun. 10–00.30
Leigjum út VHS og DVD
myndir í tvo sólarhringa
Einnig VHS og DVD tæki
Tilvalið í sumarbústaðinn
Sunnumörk 2
(nýja verslunarmiðstöðin í Hveragerði)
Finni í Krákunni:
Maður verður að vera kátur
Fagurt sumarkvöld við sunnanverð-
an Breiðafjörð. Sólin er að skríða
fram hjá Kirkjufellinu og stefnir í
sjóinn yfir Melrakkaey. Þótt orðið
sé áliðið kvölds telur Finni veitinga-
maður í Krákunni í Grundarfirði
ekkert sjálfsagðara en að reiða
fram humarsúpu og aðrar himnesk-
ar kræsingar handa hungruðu lang-
ferðafólki. „Við afgreiðum ferða-
menn með mat alveg þar til við lok-
um og höfum lent í að vera að mat-
reiða handa þeim klukkan þrjú að
nóttu. Það er leiðinleg kynning fyrir
land og þjóð að einungis sé hægt að
drekka á nóttunni en ekki fá neitt að
borða,“ segir hann. Aðspurður segir
hann opið í Krákunni til 1 öll kvöld
og 3-4 um helgar. Þá eru stundum
böll. „En hér eru yfirleitt aldrei
læti,“ segir Finni. „Ef einu sinni
þarf að setja mann út þá kemur
hann ekki hér inn aftur og það
fréttist,“ bætir hann við.
Finni ólst upp á Siglufirði en
hefur lengst af búið í Grundarfirði.
„Reyndar erum við hjónin búin að
flytja þrisvar til Reykjavíkur en
komum alltaf til baka,“ segir hann.
Nú hafa þau verið þar samfleytt frá
1991, þá keyptu þau húsið sem
Krákan er í að nokkru leyti hálf-
klárað og það var í 24. sinn sem þau
byggðu eða gerðu upp hús. Við
erum búin að taka til hendinni enda
er hjónabandið gott. Við höfum
aldrei haft tíma til að rífast,“ segir
Finni og hlær. Hann er smiður að
mennt og kveðst hafa byrjað fjórtán
ára að læra hjá móðurbróður sínum.
„Hann gerði allt vel sem hann gerði
og við nemendurnir komumst ekki
upp með neitt fúsk heldur,“ segir
hann. Vandvirknina hefur Finni
fært yfir í veitingareksturinn því
allt virðist ganga smurt á Krákunni.
Það er bara hann sjálfur sem ekki
gengur smurt, heldur stingur illi-
lega við. Spurður um ástæðuna
svarar hann glettinn. „Þetta byrjaði
þegar ég var í fimleikum, ungur
maður. Mér hefur verið tjaslað sam-
an aftur og aftur. Ég tel að ef ég
dræpist þá væru þeir svo hræddir
um að missa völdin, hvort sem væri
uppi eða niðri. Því hef ég fengið að
vera kyrr. Maður verður að vera
kátur. Helmingurinn af þessu lífi er
að vera kátur.“ gun@frettabladid.is
Nýtt tjaldstæði í Keflavík:
Stílað uppá flugfarþega
Nýtt tjaldstæði er sprottið upp í
Keflavík í grennd við Leifsstöð,
ásamt upplýsingamiðstöð ferða-
manna með svefnpokagistingu á
efri hæð. Tjaldstæðið er rekið af
Alex ferðaþjónustu í tengslum við
gistiaðstöðu í móteli, töskugeymslu
og bílahús og er á hægri hönd áður
en komið er að hringtorginu þar
sem beygt er upp á völl, (miðað við
að komið sér frá Reykjavík). „Hér
er fullt að gera því mörgum þykir
gott að gista hér nóttina áður en farið
er í flug og þá fyrstu eftir að lent er,“
segir Guðmundur Þórir Einarsson,
framkvæmdastjóri hjá Alex. Hann
upplýsir líka að um 500 bílar fari
um bílahúsið á mánuði. Mótelið
hefur hann rekið í tvö ár. Þar er opið
allan sólarhringinn og boðið upp á
morgunverð. Herbergin þar eru sjö
talsins, mismunandi stór.
Upplýsingaþjónustan er opin frá
klukkan 8 til miðnættis. Þar eru
meðal annars seldar bækur og kort
sem koma ferðamönnum vel. Guð-
mundur Þórir segir skipulagt tjald-
stæðahald lagt af niðri í bæ í Kefla-
vík eftir að þetta nýja kom í gagnið.
„En kannski verður tjaldað þar á
ljósanótt eða af öðrum sérstökum
tilefnum,“ tekur hann þó fram. ■
„Mörgum þykir gott að gista hér nóttina
áður en farið er í flug og þá fyrstu eftir
að lent er,“ segir Guðmundur Þórir.
Tjaldstæðið er á bak við húsið sem
geymir bíla, upplýsingamiðstöð og
mótel. Það er afmarkað með grjóti.
„Manni finnst leiðinleg kynning fyrir land og þjóð að einungis sé hægt að drekka á
nóttunni en ekki fá neitt að borða,“ segir Finni hress.