Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 53
41FIMMTUDAGUR 22. júlí 2004 Rapparinn og tískumógúllinn Sean „P. Diddy“ Combs ætlar að sjá til þess að minnihlutahópar og ungt fólk í Bandaríkjunum skili inn atkvæði sínu í komandi forsetakosningum. Hann hefur komið af stað her- ferðinni Citizen Change sem mið- ast að því að laða fólk að kosn- ingaklefanum. „Þeir sem hingað til hafa gleymst munu á endanum skera úr um hver verður næsti forseti,“ sagði hann. „Samkvæmt nýjustu skoðanakönnunum eru Bush og Kerry hnífjafnir. Við munum gera gæfumuninn.“ Í herferð Combs verður dreift bolum sem á stendur „Kjósið eða deyið,“ plata verður gefin út og auglýsingar verða áberandi á MTV-sjónvarpstöðinni og Black Entertainment-stöðinni. Hann segist sjálfur ekki vera flokks- bundinn en margir ráðgjafar hans eru demókratar, þeirra á meðal James Carville sem var náinn að- stoðarmaður Bill Clinton þegar hann var forseti. ■ P. Diddy safnar atkvæðum Til stendur að festa á filmu endur- gerð hinnar sígildu kvikmyndar East Of Eden frá árinu 1955. Myndin skartaði goðsögninni James Dean í aðalhlutverki og var leikstýrt af Elia Kazan. Var hún byggð á sögu John Steinbeck. Leikstjórinn Ron Howard hefur tekið að sér verkefnið en ekki er vitað hver leikur Cal Trask, sem var leikinn af Dean. Þessi mikla Hollywood-stjarna fórst í bílslysi aðeins 24 ára eftir að hafa fengið frábæra dóma fyrir leik sinn í East of Eden, Rebel Without a Cause og Giant. ■ FRÉTTIR AF FÓLKI ■ TÓNLIST■ KVIKMYNDIR P. DIDDY Í KOSNINGABOL Sean „P. Diddy“ Combs lætur ekki sitt eftir liggja. Núna ætlar hann að sjá til þess að sem flestir kjósi í komandi forsetakosningum. Leikarinn George Clooney hefurhótað bandaríska dagblaðinu USA Today lögsókn eftir að blaðið birti ná- kvæmt heimilisfang á glæsihúsi hans við Como-vatnið á Ítalíu. Blaðið birti ekki bara heimilis- fangið heldur tók líka viðtöl við marga nágranna hans um hvernig væri að hafa stór- stjörnuna í næsta húsi. Stórstjörnur á borð við Juliu Ro- berts, Brad Pitt og Matt Damon mæta svo reglulega til hans í heim- sókn. Clooney varð æfur og sagðist aldrei ætla að veita blaðinu viðtal aftur og tilkynnti þeim að hann ætlaði að leita réttar síns í málinu. Leikarinn John Travolta hefurgengið frá samningum þess efnis um að skrifa ævi- sögu sína. Bókaút- gefendur segja það vera mjög óvenju- legt að stjarna á borð við Travolta vilji skrifa ævisögu, því vanalega séu það fallandi stjörn- ur sem geri slíkt. Útgefendur hafa auðvitað áhuga, því Travolta hefur lofað að halda engu aftur og hann hefur svo sannarlega lifað skrautlegu lífi. Leikarinn Matt Damon viðurkenndií viðtali á dögunum að hann hefði aldrei kosið á ævi sinni. Besti vinur hans, Ben Affleck, er yfirlýstur stuðn- ingsmaður John Kerry, forsetafram- b j ó ð a n d a Demókrataflokks- ins. Damon er frá litlu ríki í Bandaríkj- unum og því hefur honum fundist eins og atkvæði hans skipti litlu máli. Hann segist þó stað- ráðinn í því að kjósa í ár og ætlar að reyna sitt til þess að koma George W. Bush úr forsetastólnum. Leikkonan Jessica Alba segist veradauðhrædd um líf frænda síns sem er nú í her- þjónustunni í Írak. Frændi hennar hef- ur verið í Írak frá því í janúar og seg- ist hún óttast að fjölskyldan fái til- kynningu um dauða hans á hverjum degi. Leik- konan segist vera á móti stefnu Geor- ge W. Bush en segist þó hugsanlega ætla að kjósa hann þar sem öll fjöl- skylda hennar geri það. East of Eden endurgerð JAMES DEAN James Dean fórst í bílslysi aðeins 24 ára að aldri. Ástralska leikkonan Nicole Kid-mantjáði bandarískri útvarpsstöð frá því að hún væri heimilislaus og flakkaði um eins og sígauni. Kidman viðurkennir að það teljist undarlegt fyrir móður á hennar aldri að eiga ekkert heimili en hún haldi að mestu leyti til í New York. Það henti vel fyrir börnin sem fara mikið í leikhús og kynnast menningarlífinu. Sjálf var hún alin upp með annan fótinn í leikhúsi og segir það nauð- synlegt fyrir ímyndunaraflið. ■
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.