Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 53
41FIMMTUDAGUR 22. júlí 2004
Rapparinn og tískumógúllinn
Sean „P. Diddy“ Combs ætlar að
sjá til þess að minnihlutahópar og
ungt fólk í Bandaríkjunum skili
inn atkvæði sínu í komandi
forsetakosningum.
Hann hefur komið af stað her-
ferðinni Citizen Change sem mið-
ast að því að laða fólk að kosn-
ingaklefanum. „Þeir sem hingað
til hafa gleymst munu á endanum
skera úr um hver verður næsti
forseti,“ sagði hann. „Samkvæmt
nýjustu skoðanakönnunum eru
Bush og Kerry hnífjafnir. Við
munum gera gæfumuninn.“
Í herferð Combs verður dreift
bolum sem á stendur „Kjósið eða
deyið,“ plata verður gefin út og
auglýsingar verða áberandi á
MTV-sjónvarpstöðinni og Black
Entertainment-stöðinni. Hann
segist sjálfur ekki vera flokks-
bundinn en margir ráðgjafar hans
eru demókratar, þeirra á meðal
James Carville sem var náinn að-
stoðarmaður Bill Clinton þegar
hann var forseti. ■
P. Diddy safnar atkvæðum
Til stendur að festa á filmu endur-
gerð hinnar sígildu kvikmyndar
East Of Eden frá árinu 1955.
Myndin skartaði goðsögninni
James Dean í aðalhlutverki og var
leikstýrt af Elia Kazan. Var hún
byggð á sögu John Steinbeck.
Leikstjórinn Ron Howard
hefur tekið að sér verkefnið en
ekki er vitað hver leikur Cal
Trask, sem var leikinn af Dean.
Þessi mikla Hollywood-stjarna
fórst í bílslysi aðeins 24 ára eftir
að hafa fengið frábæra dóma
fyrir leik sinn í East of Eden,
Rebel Without a Cause og Giant. ■
FRÉTTIR AF FÓLKI
■ TÓNLIST■ KVIKMYNDIR
P. DIDDY Í KOSNINGABOL
Sean „P. Diddy“ Combs lætur ekki sitt eftir
liggja. Núna ætlar hann að sjá til þess að sem
flestir kjósi í komandi forsetakosningum.
Leikarinn George Clooney hefurhótað bandaríska dagblaðinu USA
Today lögsókn eftir
að blaðið birti ná-
kvæmt heimilisfang
á glæsihúsi hans
við Como-vatnið á
Ítalíu. Blaðið birti
ekki bara heimilis-
fangið heldur tók
líka viðtöl við
marga nágranna
hans um hvernig
væri að hafa stór-
stjörnuna í næsta
húsi. Stórstjörnur á borð við Juliu Ro-
berts, Brad Pitt og Matt Damon
mæta svo reglulega til hans í heim-
sókn. Clooney varð æfur og sagðist
aldrei ætla að veita blaðinu viðtal
aftur og tilkynnti þeim að hann ætlaði
að leita réttar síns í málinu.
Leikarinn John Travolta hefurgengið frá samningum þess efnis
um að skrifa ævi-
sögu sína. Bókaút-
gefendur segja það
vera mjög óvenju-
legt að stjarna á
borð við Travolta
vilji skrifa ævisögu,
því vanalega séu það fallandi stjörn-
ur sem geri slíkt. Útgefendur hafa
auðvitað áhuga, því Travolta hefur
lofað að halda engu aftur og hann
hefur svo sannarlega lifað skrautlegu
lífi.
Leikarinn Matt Damon viðurkenndií viðtali á dögunum að hann hefði
aldrei kosið á ævi
sinni. Besti vinur
hans, Ben Affleck,
er yfirlýstur stuðn-
ingsmaður John
Kerry, forsetafram-
b j ó ð a n d a
Demókrataflokks-
ins. Damon er frá
litlu ríki í Bandaríkj-
unum og því hefur
honum fundist eins
og atkvæði hans
skipti litlu máli. Hann segist þó stað-
ráðinn í því að kjósa í ár og ætlar að
reyna sitt til þess að koma George
W. Bush úr forsetastólnum.
Leikkonan Jessica Alba segist veradauðhrædd um líf frænda síns
sem er nú í her-
þjónustunni í Írak.
Frændi hennar hef-
ur verið í Írak frá
því í janúar og seg-
ist hún óttast að
fjölskyldan fái til-
kynningu um
dauða hans á
hverjum degi. Leik-
konan segist vera á
móti stefnu Geor-
ge W. Bush en segist þó hugsanlega
ætla að kjósa hann þar sem öll fjöl-
skylda hennar geri það.
East of Eden endurgerð
JAMES DEAN
James Dean fórst í bílslysi
aðeins 24 ára að aldri.
Ástralska leikkonan Nicole Kid-mantjáði bandarískri útvarpsstöð
frá því að hún væri
heimilislaus og
flakkaði um eins
og sígauni. Kidman
viðurkennir að það
teljist undarlegt
fyrir móður á
hennar aldri að
eiga ekkert heimili
en hún haldi að
mestu leyti til í
New York. Það
henti vel fyrir börnin sem fara mikið
í leikhús og kynnast menningarlífinu.
Sjálf var hún alin upp með annan
fótinn í leikhúsi og segir það nauð-
synlegt fyrir ímyndunaraflið. ■