Fréttablaðið - 22.07.2004, Side 2
2 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR
ÁFRAM Í ÍRAK Pólsk stjórnvöld
hafa í hyggju að halda hermönnum
sínum í Írak þrátt fyrir útgefnar
hótanir Evrópuarms al-Kaída um
hryðjuverk í Póllandi verði her-
aflinn ekki kallaður heim. Forsæt-
isráðherra landsins lýsti því yfir í
gær að Filippseyingar hefðu gert
mistök með því að kalla heim her-
afla sinn til þess að bjarga lífi
filippseysks gísls.
900. HERMAÐURINN LÁTINN
Vegasprengja varð hermanni að
bana norður af Bagdad í gær.
Hann er 900. bandaríski hermaður-
inn sem lætur lífið í Írak síðan
ráðist var inn í landið í mars á
síðasta ári. Uppþotum milli her-
manna og íraskra vígamanna hefur
fækkað nokkuð síðan í apríl þegar
135 hermenn létu lífið.
MIÐAUSTURLÖND, AP Ísraelar hyggjast
í engu fara eftir óskum allsherjar-
þings Sameinuðu þjóðanna. Alls-
herjarþingið samþykkti með
miklum meirihluta atkvæða ályktun
þar sem þrýst er á Ísraela að virða
úrskurð Alþjóðadómstólsins í Haag
um að hætta framkvæmdum við
vegginn sem þeir eru að reisa milli
sín og Palestínumanna, á
palestínsku landsvæði.
Ályktun allsherjarþingsins var
samþykkt með 150 atkvæðum gegn
sex en tíu ríki sátu hjá. Þar með
eykst enn þrýstingur á Ísraela um
að hætta byggingu veggsins sem
sagður er brjóta gegn alþjóðalögum.
„Ég vona að alþjóðasamfélagið
haldi áfram að leita allra ráða við að
fá Ísraela til að fara að ályktunum
Sameinuðu þjóðanna,“ sagði Saeb
Erekat, ráðherra í palestínsku
stjórninni, eftir að niðurstaða
allsherjarþingsins lá fyrir.
Á sama tíma héldu framkvæmdir
við byggingu veggsins áfram á land-
svæðum Palestínumanna. Verka-
menn reistu átta metra háa
steypufláka í Abu Dis, palestínsku
úthverfi Jerúsalem. ■
Deilt um ákvörðun
ríkisstjórnarinnar
Deilur milli stjórnar og stjórnarandstöðu um hvort hægt sé að fella úr
gildi fjölmiðlalögin sem forseti synjaði án þess að leggja þau undir þjóð-
aratkvæðagreiðslu. Stjórnarandstaðan segist reiðubúin til samvinnu.
Fjölskyldu- og húsdýragarðurinn stækkar:
Rússibani í Laugardalinn
BORGARRÁÐ Bygging sjávardýra-
safns og vísindasafns í Fjöl-
skyldu- og húsdýragarðinum í
Laugardal er í skoðun. Borgar-
ráð samþykkti í gær að auglýsa
eftir samstarfsaðilum til þess að
þróa garðinn og næsta nágrenni
hans.
Fjölskyldu- og húsdýragarð-
urinn mun fá úthlutað tveimur
lóðum við Suðurlandsbraut,
sunnan garðsins. „Talað er um
að Fjölskyldu- og húsdýra-
garðurinn fái þetta land fyrir
framtíðarstækkun garðsins,“
segir Ingvar Sverrisson, for-
maður stjórnar garðsins.
„Nú hefur borgarráð samþykkt
að stjórn garðsins leiti að áhuga-
sömum aðilum um að byggja
upp starfsemi tengda garðinum
á þessu landsvæði.“
Þá voru opnuð útboðsgögn
vegna rússibana og parísarhjóls
fyrir garðinn í gær, að sögn
Ingvars. „Við viljum halda
áfram að þróa þessa tívolí-
pælingu sem við höfum verið að
vinna með.“
Hugmyndir eru einnig uppi
um að samstarfsaðilarnir til-
vonandi bættu aðstöðuna sem
byggð verði upp en Fjölskyldu-
og húsdýragarðurinn leigi hana
af þeim. „Þeir gætu þá í leiðinni
leitað að áhugasömum aðilum til
þess að koma inn í starfið með
sér,“ segir Ingvar og bendir á að
margar hugmyndir séu í gangi.
„Það gæti til dæmis verið garð-
yrkjutorg með lífrænt ræktað
grænmeti.“ ■
AFTURKÖLLUN Deilt var um það á
Alþingi í gær hvort ákvörðun
ríkisstjórnarinnar um að fella úr
gildi fjölmiðlalögin sem forseti
synjaði staðfestingar 2. júní í stað
þess að leggja þau undir þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Þingmenn stjórnarandstöðunn-
ar héldu því fram að stjórnskipu-
legur vafi væri á því hvort unnt sé
að kippa máli, sem forseti hefur
synjað staðfestingar og skotið til
þjóðarinnar, úr ferli þjóðar-
atkvæðagreiðslu.
Bjarni Benediktsson, formaður
allsherjarnefndar sem mælti
fyrir breytingartillögunum um
fjölmiðlalögin svokölluðu, sagði
að ástæðan fyrir því að ríkis-
stjórnin hefði valið að afturkalla
lögin og hætta við að setja ný lög
væri sú að ekki hefði náðst sátt
um fjölmiðlamálið. Ástæðan hefði
ekki verið að það væri ekki stjórn-
skipulega hægt. „Vegna þess
ágreinings sem verið hefur um
málið og í ljósi þess að málinu var
teflt fram sem sérstakri sáttar-
gjörð af hálfu ríkisstjórnarinnar
og engin sátt hefur tekist um það,
meðal annars vegna þess að
stjórnarandstaðan hefur þráast
við og neitað að taka þátt í efnis-
legri umræðu um fjölmiðlalögin,
leggur meirihlutinn til að að svo
komnu máli verði ekki fest í lög
ný skipan um þetta mál,“ sagði
Bjarni.
Halldór Blöndal, þingmaður
Sjálfstæðisflokksins, tók undir
þetta sjónarmið og sagði Alþingi
heimilt „hvenær sem er að leggja
fram lagafrumvarp um öll þau lög
sem eru í gildi“.
Össur Skarphéðinsson sagði að
ríkisstjórnin hefði gjörtapað
málinu.
„Ríkisstjórnin hefur tapað sínu
hundrað daga stríði gagnvart
þjóðinni, alveg eins og þegar
Napóleon fór frá Elbu til Waterloo
og stóð frammi fyrir gjörtapi.
Þetta mál er Waterloo ríkisstjórn-
arinnar og frá því mun hún aldrei
komast. Þessi ríkisstjórn er þrotin
kröftum. Hún logar af innbyrðis
deilum,“ sagði Össur.
Össur sagði að stjórnarand-
staðan væri reiðubúin til sam-
starfs um undirbúning að laga-
setningu um fjölmiðla. Gera ætti
ráð fyrir því að undirbúningurinn
tæki tvö til þrjú ár.
Frumvarpið var afgreitt til
þriðju umræðu í gærkvöldi og
mun hún hefjast kl. 10 í dag. Búist
er við því að málið verði afgreitt
frá Alþingi í dag.
Hvorugur formanna stjórnar-
flokkanna var viðstaddur þing-
fund í gær. Halldór Ásgrímsson
var fjarverandi vegna dauðsfalls í
fjölskyldunni en Davíð Oddsson,
var á sjúkrahúsi þar sem hann
gekkst undir aðgerð vegna
staðbundins æxlis í nýra.
sda@frettabladid.is
Tékknesk kona:
Lést í um-
ferðarslysi
LÖGREGLUMÁL Tékknesk kona lést í
umferðarslysi á Vatnsnesvegi í
Vestur-Húnavatnssýslu í gær-
kvöldi. Fimm voru í bílnum og var
einn fluttur alvarlega slasaður
með þyrlu á sjúkrahús. Aðrir voru
fluttir til aðhlynningar á heilsu-
gæslustöðina á Hvammstanga.
Konan, sem var tæplega fer-
tug, var á ferðalagi hérlendis
ásamt manni sínum. Tildrög slyss-
ins voru þau að ökumaður missti
stjórn á bifreiðinni í beygju á
malarvegi með þeim afleiðingum
að hún hafnaði utan vegar og valt.
Bifreiðin er gjörónýt. ■
Forsætisráðherra
á sjúkrahúsi:
Gallblaðra og
nýra fjarlægt
FORSÆTISRÁÐHERRA Davíð Oddsson
forsætisráðherra gekkst undir að-
gerð í gær vegna staðbundins
æxli á hægra nýra. Davíð var
lagður inn á Landspítalann við
Hringbraut aðfaranótt miðviku-
dags vegna gallblöðrubólgu og
kom meinið í ljós við rannsókn.
Gallblaðra forsætisráðherra var
fjarlægð sem og nýra hans í
skurðaðgerð, en aðgerðin gekk að
óskum.
Halldór Ásgrímsson gegnir
störfum forsætisráðherra í fjarveru
Davíðs, en ekki er ljóst hvenær hann
snýr aftur til starfa. ■
■ EVRÓPA
■ ÍRAK
„Það er úr vöndu að ráða ef endur
bæjarins fara að hverfa unnvörpum.“
Katrín Jakobsdóttir er formaður umhverfis- og
heilbrigðisnefndar Reykjavíkur. Nokkuð mun vera
um að öndum sé stolið af tjörnum borgarinnar.
SPURNING DAGSINS
Katrín, er þetta andamál vandamál?
Fundur Alþjóða-
hvalveiðiráðsins:
Deilt um
veiðiaðferðir
SJÁVARÚTVEGUR Dýraverndunar-
sinnar fagna ákaft þeirri ákvörð-
un Alþjóðahvalveiðiráðsins í gær
að leita mannúðlegri aðferða við
hvaladráp en hvalveiðiþjóðir nota
í dag. Var tillagan samþykkt þrátt
fyrir áköf mótmæli hvalveiði-
þjóða sem halda því öll fram að
hvalir látist samstundis með þeim
sprengiskutlum sem notaðir eru.
Ýmis mál voru tekin fyrir í gær
og verður fundað áfram í dag
vegna stærstu málanna. Urðu heit-
ar umræður um tillögu þess efnis
að leyfa aftur hvalveiðar í atvinnu-
skyni eftir 18 ára hlé en mikið ber
enn milli þeirra sem það styðja og
hinna sem á móti eru. ■
EIFFELTURNINN RÝMDUR
Um 4.200 manns var skipað að
hafa sig á brott úr Eiffelturnin-
um í París eftir að sprengjuhótun
barst. Sprengjuleitarsveitir
mættu á svæðið en fundu ekkert
grunsamlegt. Turninn var því
opnaður aftur tveimur tímum
eftir lokunina.
BANVÆNT PÚRTVÍN Fimm létust
og tíu voru fluttir veikir á sjúkra-
hús í rússneska bænum Sudogda
eftir að hafa drukkið ódýrt
púrtvín. Talið er að vínið hafi
verið eitrað og hefur verið hafin
lögreglurannsókn á framleiðslu
og sölu vínsins.
VEGGURINN RÍS
Ísraelar héldu áfram að reisa
vegginn þrátt fyrir ályktun
allsherjarþings SÞ.
Ísraelar halda áfram byggingu veggsins:
Hunsa vilja Sameinuðu þjóðirnar
FRÁ ALÞINGI Í GÆR
Bjarni Benediktsson, formaður allsherjarnefndar, sagði að ástæðan fyrir því að ríkisstjórnin
hefði valið að afturkalla lögin og hætta við að setja ný lög væri sú
að ekki hefði náðst sátt um fjölmiðlamálið.
PARÍSARHJÓL
Sambærilegt parísarhjól við það
sem áætlað er að rísi í Fjölskyldu-
og húsdýragarðinum í Laugardal.
Gert er ráð fyrir 28 metra háu
parísarhjóli í dalnum.
STRÆTISVAGNINN
Vagninn rann yfir hringtorg og út á golfvöll
við Borgarholtsbraut.
Strætisvagn í Kópavogi:
Rann stjórn-
laus út af
UMFERÐARÓHAPP Mannlaus strætis-
vagn fór af stað frá biðstöðinni
við Hamraborg í Kópavogi um
sexleytið í gærdag og rann stjórn-
laus sína leið. Hann fór meðal
annars yfir hringtorg og yfir á
Borgarholtsbraut, hvar hann lauk
ferð sinni út á golfvelli bak við
Gerðarsafn.
Engar skemmdir urðu en bíll
var fenginn til að draga strætis-
vagninn af golfvellinum. Sam-
kvæmt upplýsingum frá lög-
reglunni í Kópavogi gleymdi
bílstjórinn að setja vagninn í
handbremsu með fyrrgreindum
afleiðingum. ■
FR
ÉT
TA
B
LA
Ð
IÐ
/V
AL
LI
DAVÍÐ ODDSSON
Aðgerðin á Landspítalanum gekk
að óskum.