Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 4
4 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR
Ríkisendurskoðun stendur við skýrslu sína um framkvæmd fjárlaga árið 2003:
Athugasemdum vísað til föðurhúsa
EFNAHAGSMÁL Ríkisendurskoðun
vísar athugasemdum fjármála-
ráðuneytis vegna umdeildrar
skýrslu um framkvæmd fjárlaga
árið 2003 að mestu til föðurhús-
anna og stendur við flest það sem
þar stóð. Þetta kemur fram í bréfi
Sigurðar Þórðarsonar ríkisendur-
skoðanda til ráðuneytisins en alls
setti ráðuneytið út á níu atriði í
upphaflegri skýrslu Ríkisendur-
skoðunar.
Viðurkennir Sigurður að um
þrjár villur hafi verið að ræða í
skýrslunni en eftir standi engu að
síður sú gagnrýni að mikilvægt sé
að bæta fjármálastjórn stofnana
ríkisins. Nauðsynlegt sé að koma í
veg fyrir umframkeyrslu í rekstri
allra ríkisfyrirtækja og stofnana
til að möguleiki sé á að markmið
ríkisstjórnarinnar um hallalausan
rekstur náist.
Í bréfinu kemur einnig fram sú
ósk að öll gagnrýni á Ríkisendur-
skoðun sé sett fram með sann-
gjörnum og málefnalegum hætti
enda sætti stofnunin sig við rétt-
mæta gagnrýni með sama hætti
og stjórnvöld. ■
Arafat er sagður
bera ábyrgðina
Jasser Arafat, forseti Palestínu, sætir nú harðari gagnrýni en hann er
vanur. Þing Palestínu ályktaði gegn honum og enn bólar ekkert
á lausn á deilunni um yfirstjórn öryggismála.
Andaveiðar í Laugardal:
Borgaryfirvöld bregðast við
PALESTÍNA, AP „Arafat ber stærstan
hluta ábyrgðarinnar á mistökun-
um. Arafat forseta mistókst og
palestínsku stjórninni mistókst.
Palestínsku stjórnmálahreyfing-
unum hefur mistekist,“ sagði
þingmaðurinn og ráðherrann
Qadoura Fares um þá stöðu sem
komin er upp í palestínskum
stjórnmálum.
Deilan um stjórn öryggismála
í Palestínu virðist engan enda
ætla að taka og
frekar er útlit
fyrir að hún
versni heldur en
hitt. Palestínska
þingið brá út af
venju sinni og
gagnrýndi Jasser
Arafat forseta.
Þingið samþykkti
ályktun þar sem
það gekk gegn
vilja hans og lagði
til að hann samþykkti afsagnar-
beiðni Ahmed Qureia forsætis-
ráðherra. Það hefur hann neitað
að gera hingað til. Þingið lagði
einnig að Arafat að skipa nýja
stjórn sem væri betur til þess
fallin að fara með völd en stjórn
Qureia. Gagnrýnt hefur verið að
Arafat hafi ekki gefið ríkisstjórn-
um landsins tækifæri til að
stjórna þar sem hann hefur neitað
þeim um að fara með stjórn
löggæslumála.
Átökin eru ekki einskorðuð við
Gaza þó upphaf átakanna megi
rekja þangað. Palestínskum
embættismanni var rænt á
Vesturbakkanum en sleppt
nokkru síðar. Fram að þessu
höfðu mannrán og uppþot tak-
markast við Gazasvæðið.
Khaled Mashaal, leiðtogi
Hamas sem er búsettur í Sýr-
landi, setti sig í samband við Ara-
fat í gær og lagði hart að honum
að koma á friði á Gaza. Símtalið
þykir til marks um þann óróleika
sem hefur gripið um sig vegna
deilna síðustu daga. Ef símtal
Mashaal er undanskilið hefur
Hamas haldið sig til hlés meðan
fylkingar í Fatah-hreyfingu
Arafats hafa deilt og átt í bar-
dögum innbyrðis.
Enn hefur ekkert skýrst hverj-
ar lyktir verða á deilu Arafats og
Qureia. Arafat neitar að taka
afsögn Qureia gilda en Qureia
kveðst aðeins gegna starfi for-
sætisráðherra þar til annar hefur
verið skipaður í hans stað. ■
BORGARMÁL „Við höfum ekki orðið
vör við stórfelldan andaþjófnað en
það virðist tíðkast í einhverjum
mæli,“ segir Katrín Jakobsdóttir,
formaður umhverfis- og heilbrigð-
isnefndar Reykjavíkurborgar.
Nokkrum öndum var stolið af
hópi manna með net við litla tjörn
í Laugardal í fyrradag, en margir
lesendur hafa hringt í Fréttablaðið
vegna fréttar þess um málið og
sagst hafa orðið varir við slíkt
atferli. „Veiðar eru ekki leyfðar í
lendum borgarinnar og það ætti
öllum að vera ljóst,“ segir Katrín.
„Við hljótum að skoða þessi mál
nánar, en ég veit ekki hvaða tök
við höfum á að bregðast við
þessu.“
Hún segir að af og til fái borgar-
yfirvöld kvartanir um andaþjófnað
en ekki mikið og segir að kannski
viti fólk ekki hvert það eigi að
leita. Þetta sé hins vegar eitthvað
sem borgaryfirvöld vilji fá að vita
til að geta brugðist við. ■
Þýskir sóðar:
Dreifa rusli í
Tékklandi
PRAG, AP Tékkneska lögreglan
ætlar að leita af handahófi í þýsk-
um bifreiðum við landamæri
Tékklands til að sporna við því að
þeir fleygi rusli meðfram tékk-
neskum þjóðvegum.
Ákveðið var að grípa til þess-
ara ráðstafana þar sem það
stórjókst að rusli væri fleygt með-
fram vegum í norðurhluta lands-
ins skammt frá landamærunum
við Þýskaland, eftir að Tékkland
gekk í Evrópusambandið. Í kjöl-
far þess var dregið úr eftirliti við
landamærin. Að sögn yfirvalda í
Tékklandi er sóðaskapur Þjóð-
verja viðvarandi vandamál. ■
UTANRÍKISRÁÐHERRARNIR
Vonir standa til að Indland og Pakistan
geti leyst úr ágreiningi.
Pakistan og Indland:
Funda um
Kasmír
PAKISTAN, AP Utanríkisráðherrar
Indlands og Pakistan funduðu í gær
á ráðstefnu ríkja í Suðaustur-Asíu.
Ráðherrarnir ræddu meðal annars
um Kasmír-hérað og sögðu fundinn
hafa einkennst af hreinskilni og
velvilja. Samskipti landanna hafa
verið stirð vegna Kasmír-héraðs í
rúmlega hálfa öld.
Undanfarna mánuði hafa ríkin
sýnt þónokkra viðleitni til að leysa
ágreining sinn og allar líkur eru á að
framhald verði á samningaviðræð-
um. Indland og Pakistan eru stærstu
ríkin í Suðaustur-Asíu og búa bæði
yfir kjarnorkuvopnum. ■
Frakkar dæmdir:
Ólöglegur
stuðningur
STRASBORG, AP Samkeppnisyfirvöld
Evrópusambandsins hafa komist að
þeirri niðurstöðu að franska ríkis-
stjórnin hafi með ólögmætum hætti
stutt starfsemi franska símafyrir-
tækisins France Telecom.
Ríkisstjórn Frakklands hét því
árið 2002 að koma í veg fyrir gjald-
þrot fyrirtækisins. Þetta telja sam-
keppnisyfirvöld hafa verið ólögmæt-
an ríkisstuðning enda jók yfirlýsingin
möguleika France Telecom á að verða
sér út um fjármögnun á markaði.
Þá er talið að félagið hafi fengið
ólögmætan stuðning í gegnum hag-
stæðar skattareglur. Bæði ríkisstjórn
Frakklands og fyrirtækið hyggjast
áfrýja úrskurðinum. ■
■ ÍRAK
,,Palest-
ínska þing-
ið brá út af
venju sinni
og gagn-
rýndi Jasser
Arafat for-
seta.
Ertu sátt/ur við niðurstöðu
fjölmiðlamálsins?
Spurning dagsins í dag:
Ætlarðu að sækja skipulagða
útihátíð/skemmtun um verslunar-
mannahelgina?
Niðurstöður gærdagsins
á visir.is
45%
55%
Nei
Já
KJÖRKASSINN
Farðu inn á visir.is og segðu þína skoðun
visir.is
IYAD ALLAWI
Fé til höfuðs forsetans er hugsanlega
ekki frá al-Zarqawi.
Fé til höfuðs Allawi:
Ekki frá
al-Zarqawi
EGYPTALAND, AP Óvissa ríkir nú um
hvort hryðjuverkaforinginn Abu
Musab al-Zarqawi hafi í raun stað-
ið fyrir því að setja fé til höfuð
Iyad Allawi, forsætisráðherra
Íraks.
Verðlaunféð til höfuðs Allawi
var kynnt í yfirlýsingu samtaka
sem nefnast Herdeild Khaled bin
al-Waleed og segjast tengjast sam-
tökum al-Zarqawi sem hefur staðið
fyrir árásum í Írak. Í gær birtist
hins vegar yfirlýsing frá þekktum
tengli við al-Zarqawi þar sem lýst
er furðu á sumum yfirlýsingum al-
Waleed án þess þó að sérstaklega
sé tilkynnt hvaða yfirlýsingar það
eru. Múslimar voru líka hvattir til
að vara sig á lygum. ■
SKOTIÐ Á SJÚKRAHÚS
Eldflaugum var skotið á sjúkra-
hús í Bagdad með þeim afleiðing-
um að tveir hið minnsta létu lífið
og fimm særðust. Tveir þeirra
sem særðust voru í lífshættu í
gærkvöldi.
RÍKISENDURSKOÐANDI
Embættið hefur svarað athugasemdum
fjármálaráðuneytisins vegna skýrslu um
framkvæmd fjárlaga árið 2003.
BERAST Á BANASPJÓT
Forsætisráðherrann og forsetinn hafa deilt harkalega. Nú hefur þingið hvatt forsetann
til að skipa nýja stjórn með meiri völd en sú gamla.
ENDUR Í LAUGARDAL
Borgaryfirvöld hvetja fólk til að láta vita ef
það verður vart við veiðar í borgarlendum.