Fréttablaðið - 22.07.2004, Síða 6
6 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR
Frumniðurstöður úr skýrslu um spillingu á Íslandi birtar:
Lítil spilling en margt er að varast
STJÓRNSÝSLA Lítil spilling er á Íslandi
en stjórnvöld þurfa þó að huga
betur að öllum reglum til að fyrir-
byggja slíkt í framtíðinni. Þetta er
frumniðurstaða Greco, samstarfs-
hóps nokkurra Evrópuríkja, sem
metur og berst gegn spillingu innan
opinberrar stjórnsýslu.
Skýrslan í heild sinni hefur ekki
verið birt og verður ekki fyrr en ís-
lensk stjórnvöld hafa svarað fyrir-
spurnum hópsins en lykilniðurstöð-
ur eru þær að meðan löggjafinn taki
á ólögmætum gróða og opinber
stjórnsýsla sé gegnsæ sé ástæða til
að skoða nánar reglur þær og lög er
í gildi eru. Meðal annars þarf að
setja siðareglur í stjórnsýslunni og
setja reglur hvað varða skyldur op-
inberra starfsmanna að tilkynna um
ólögmætar eða ótilhlíðilegar
ákvarðanir. Í framhaldi af því þurfi
að huga að vernd þeirra sem til-
kynna um slíkt athæfi.
Þess er vænst að íslensk stjórn-
völd framkvæmi þessi tilmæli fyrir
lok næsta árs.
„Ég hef ekki kynnt mér þessar
niðurstöður til hlítar en mér sýnist
þeir benda á svipuð atriði og við
höfum gert áður,“ segir Sigurður
Þórðarson ríkisendurskoðandi. „Við
gerðum úttektir á flestu því sem
Greco skoðaði og ég get tekið undir
það litla sem ég hef heyrt varðandi
gagnrýni þeirra.“ ■
Makalausar konur eru
óvelkomnar í Húsafell
Tveimur konum um þrítugt, annarri ófrískri, var vísað frá Húsafelli þar sem þær þóttu of
unglegar og líklegar til drykkjuláta. Aðeins barnafólki er tryggður aðgangur að svæðinu.
Staða annarra er metin hverju sinni.
FERÐAMÁL Tveimur ungum konum
var vísað úr Húsafelli síðastliðið
föstudagskvöld þar sem svæðið
væri aðeins ætlað fjölskyldu-
fólki. Eigandi svæðisins segir
reglurnar nokkuð fastmótaðar.
Fólki með börn sé veittur að-
gangur og staða annarra metin
hverju sinni.
Þær Rebekka Kristín Garð-
arsdóttir, flugfreyja hjá Flugfé-
lagi Íslands, og vinkona hennar
höfðu gist í Ólafsvík kvöldinu
áður en vildu komast á skjólsæl-
an stað og völdu Húsafell. Þeim
var vísað burt þar sem svæðið
væri ekki fyrir unglinga.
„Við manninn sagði ég við
værum tvær einar í bíl. Við
værum ekki með áfengisdropa í
bílnum og hann mætti skoða í
kælistöskurnar ef hann vildi. Það
vildi hann ekki og hann vildi ekki
sannreyna aldurinn þrátt fyrir
að ég segði honum að við værum
að verða þrítugar báðar, háskóla-
menntaðar og þar að auki önnur
ólétt. Þá sagði hann: Stelpur það
er búið að reyna þetta til þrautar.
Hingað koma ekki inn nema fjöl-
skyldur,“ segir Rebekka og bætir
við hann hafi sagt að þó þær
væru tvær núna myndi vinunum
fjölga og partíhaldið hefjast.
„Við héldum í fyrstu að þetta
væri grín og ætluðum ekki að
trúa því að við þyrftum að enda á
að keyra burt.“
Bergþór Kristleifsson, eig-
andi Húsafells, þekkir ekki til-
fellið en segir rekstraraðila
reyna að meta fólk jafnóðum og
það komi á svæðið. „Við erum að
reyna að búa til ímynd um Húsa-
fell sem fjölskyldustað og
verðum að reyna að afmarka
okkur þannig.“
Rebekka veltir fyrir sér af
hverju ekki sé hægt að hafa
fastar reglur eða aldurstakmark
svo fólk keyri ekki á þriðja tíma
í Húsafell upp á von og óvon um
gistingu.
Bergþór segir erfitt að vísa
fólki frá og mistök geti orðið.
„Mér þykir þetta leiðinlegt og
erfitt að bera fram málsbætur í
sjálfu sér annað en það að við
erum að reyna að fylgja þessari
[fjölskyldu]stefnu.“ Bergþór
býður þeim stöllum að koma síð-
ar með börnum sínum.
Þær enduðu á að tjalda á
Kleppjárnsreykjum.“Vorum að
elda, tjalda og grilla einum og
hálfum tíma seinna. Við vorum
sofnaðar klukkan hálf ellefu,“
segir Rebekka.
gag@frettabladid.is
■ EFNAHAGSMÁL
VEISTU SVARIÐ?
1Í hvaða rafstöð kom upp eldur í fyrra-dag?
2Hvar í Reykjavík var nokkrum önd-um rænt á þriðjudaginn?
3Knattspyrnusamband Katar hefurrekið landsliðsþjálfarann Philippe
Troussier. Hvaða liði stjórnaði hann í
lokakeppni HM fyrir tveimur árum?
Svörin eru á bls. 22 FRÁ ALÞINGI
Stjórnvöld þurfa að skerpa á lögum og reglum varðandi hugsanlega spillingu í stjórnsýslunni.
HÚSAFELL Á LAUGARDAGSKVÖLDI
Staðurinn er aðeins ætlaður fjölskyldu-
fólki. Þar fá unglingar ekki aðgang segir
Bergþór, eigandi staðarins. Staða þeirra
sem komi án barna sé metin
hverju sinni.
REBEKKA KRISTÍN GARÐARSDÓTTIR
Segir ótækt að geðþóttaákvarðanir ráði því
hverjir fái að tjalda í Húsafelli.
GENGI GJALDMIÐLA
Bandaríkjadalur 71,16 0,00%
Sterlingspund 131,1 -0,84%
Dönsk króna 11,76 -0,96%
Evra 87,42 -0,97%
Gengisvísitala krónu 122,72 0,01%
Kauphöll Íslands - hlutabréf
Fjöldi viðskipta 242
Velta 1.038 milljónir
ICEX-15 3.087 -0,14%
Mestu viðskiptin
Actavis Group hf. 495.040
Burðarás hf. 99.225
Landsbanki Íslands hf. 95.213
Mesta hækkun
Sölumiðstöð Hraðfrystihúsanna 1,57%
Medcare Flaga 0,78%
Og fjarskipti hf. 0,58%
Mesta lækkun
Austurbakki hf -18,03%
Nýherji hf. -6,85%
Hampiðjan hf. -4,20%
Erlendar vísitölur
DJ* 10.167,3 0,2%
Nasdaq* 1.895,2 -1,1%
FTSE 4.377,3 0,9%
DAX 3.877,5 1,0%
NIKKEI 11.433,8 1.56%
S&P* 1.107,2 -0,1%
* Bandarískar vísitölur kl. 17.
LAUNAVÍSITALAN HÆKKAR
Launavísitala hagstofu Íslands
hækkaði um 0,6 prósent á milli
maí og júní. Á síðustu tólf mán-
uðum hefur vísitalan hækkað
um 5,1 prósent.