Fréttablaðið - 22.07.2004, Side 20
Svekktir út í Kristin
Samþingmenn Kristins H. Gunnarsson-
ar, og nokkrir aðrir í flokknum, eru ekki
sáttir með framgöngu þingmannsins.
Þeir segja hann hafa orðað almennan
vilja flestra flokksmanna í fjölmiðlamál-
inu og látið sem hann einn hafi verið
þeirrar skoðunar innan forystusveitar
flokksins. Hann á að hafa vitað betur en
er sakaður um að hafa nýtt sér vilja
margra til að bæta eigin ímynd. Aðrir
kusu að fara hljótt með-
an Halldór Ásgrímsson
flokksformaður lyki
málinu. Kristinn mun
eiga erfitt næstu
misserin innan þing-
flokks og krónprinsa-
deildarinnar.
Lögreglan og leyndin
Enn gerist það þegar lögreglan rann-
sakar erfið mál að samskipi við fjöl-
miðla verða með eindæmum. Frægt var
hvernig lögreglan hagaði sér lengst af í
líkfundarmálinu í Neskaupstað. Símum
var ekki svarað og nánast dregið fyrir
glugga á lögreglustöðinni. Eftir þá
reynslu var látið líta út sem slíkt myndi
ekki endurtaka sig.
Menn Böðvars Braga-
sonar, lögreglustjóra í
Reykjavík, fara með
rannsókn á máli
Sri Rahmawati.
Og sagan endur-
tekur sig. Símum
svarað af og til
og blaðamenn
og fréttamenn eiga í stökustu vandræð-
um með að bera fram sjálfsögðustu
spurningar.
Hver hverfur?
Um leið og Halldór Ásgrímsson er bú-
inn að tryggja endanlega að hann tekur
við stjórnarráðinu um miðjan septem-
ber getur hvorki hann né flokkurinn
frestað öllu lengur að svipta einn af ráð-
herrum flokksins ráðherradómi. Lengst
af var gengið út frá því sem vísu að Siv
Friðleifsdóttir verði óbreyttur þingmað-
ur. Svo þarf ekki að vera, sérstaklega
þar sem konur í flokknum berjast fyrir
að kynsystrum þeirra fækki ekki. Eitt af
því sem sagt er koma til greina er að Siv
og Jón Kristjánsson hætti bæði og Jón-
ína Bjartmarz verði heilbrigðisráðherra.
Elzta hótel í heimi, segja Spán-
verjar, það er í Santiago de
Compostela, sem er þekkilegur
bær nálægt norðvesturhorni
Spánar, en það er að vísu ekki al-
veg rétt hjá þeim, því að elzta
hótelið skv. heimsmetabók
Guinness er í Japan og heitir
Hoshi Ryokan og hefur verið í svo
að segja samfelldum rekstri síðan
laust eftir aldamótin 700, nánar
tiltekið 717, og segir ekki frekar
af því hér. En Hostal dos Reyes
Catholicos á Spáni er ekki lakara
fyrir því. Þarna áttu pílagrímar
víst athvarf allar götur frá 15. öld,
þetta var líka spítali, og ennþá
sækja pílagrímar hælið heim,
sumir gangandi eins og í gamla
daga jafnvel alla leið frá París,
aðrir hjóla, enn aðrir aka Harley-
Davidson með drunum. Þetta er
afbragðshótel: þarna heyrist nið-
ur aldanna, eins og sagt hefur
verið um Menntaskólann í
Reykjavík, svo að áhöld hafa ver-
ið um, hvort hægt sé að halda
sögupróf á Sal. Nema hvern sé ég,
þegar ég geng til morgunverðar
míns þarna í Santiago einn sól-
bjartan sumardag fyrir fáeinum
árum? Engan annan en Charlton
Heston.
Hann sat – yes, með drunum – í
djúpum hægindastól í viðhafnar-
sal hótelsins mikill að sjá á brún
og brá og var að skoða Skyttur og
skotvopn eða eitthvað af því tagi,
og þegar ég birtist, blásaklaus, þá
stóð hann á fætur til að heilsa,
ekki mér að vísu, heldur öðrum
manni. Og þá komst ég ekki hjá að
taka eftir því, að stórleikarinn –
sjálfur Ben Húr! – náði mér varla
nema ca. í öxl. Ég held hann geti
varla verið meira en svona einn
og sextíu, nema hann hafi óvart
stigið ofan í djúpa holu gegnum
þykkt teppið þarna á miðju gólf-
inu og það hafi einhvern veginn
farið fram hjá mér. Þetta vakti at-
hygli mína, því skv. opinberum
gögnum er maðurinn einn og níu-
tíu. Ég bar þessa lífsreynslusögu
frá Santiago de Compostela undir
vini mína í kvikmyndabransan-
um. Þeim kom málið ekki á óvart,
öðru nær. Þeir sögðu mér, að sum-
ar skærustu karlstjörnur kvik-
myndanna séu lágar vexti og
verði að vera það af rúmfræðileg-
um ástæðum og fagurfræðileg-
um: þá samsvara þeir sér betur á
bíótjaldinu. Svo er mér sagt.
Þarna er hún þá lifandi komin
skýringin á því, hvers vegna fæt-
ur sjarmöranna sjást yfirleitt
ekki, þegar þeir kreista
draumadísirnar í bíómyndunum:
þeir þurfa að standa uppi á kassa
til að ná. Þannig er Mel Gibson
ekki nema 173 cm á hæð, Hump-
hrey Bogart var 174, Marlon
Brando 175 eins og James Dean,
og þannig gæti ég haldið áfram of
daginn. Kannski voru þeir enn
lægri í loftinu, en töldu sig ekki
geta komizt upp með að gefa upp
hærri tölur en þetta. Sumir kvik-
myndaleikarar virðast ekki víla
það fyrir sér að villa á sér heim-
ildir eins og Chuck – eins og við
vinir hans köllum hann – Heston.
Arnold Schwarzenegger, ríkis-
stjóri Kaliforníu, er t.d. 188 cm á
hæð skv. handbærum gögnum, en
Washington Post segir þó, að hann
sé í rauninni ekki nema 178. Ro-
bert Redford er sagður vera 178,
en ég hef það fyrir satt eftir sjón-
arvotti, að Redford sé mun lægri í
loftinu en svo. Dustin Hoffman
hefur aldrei reynt að leyna því, að
hann er bara 166. Mig rekur ekki
minni til þess, að Redford beri
höfuð og herðar yfir Hoffman í
All the Presidentís Men (1976);
kannski hvorugur þeirra hafi náð
nema rétt upp fyrir skrifborðs-
brúnina inni hjá Ben Bradley, rit-
stjóranum. Bandarískt fyrirtæki,
sem selur háhælaða karlmanna-
skó með þverhandarþykkum sól-
um, kennir sig við Robert Red-
ford og ber því við, að allir hljóti
að vilja vera 178 eins og hann (og
ég). Anthony Hopkins er 170.
Charlton Heston hefur leikið í
yfir hundrað kvikmyndum og
verið giftur sömu konunni í fimm-
tíu ár. Hann hóf ferilinn á því að
leika titilhlutverkið í Pétri Gaut.
Já, ég er að tala um Ibsen, Henrik
Ibsen; þetta var þögul mynd
(1941). Á okkar dögum er Heston
þó trúlega þekktari fyrir Boðorð-
in tíu (1956) og Ben Húr (1959), að
ógleymdri Apaplánetunnni (1968)
o.fl. myndum. Hann hefur komið
víða við og gegnt ýmsum trúnað-
arstörfum og var lengi forseti
bandaríska byssuvinafélagsins
(vígorð: byssur drepa ekki, fólk
drepur), en hann er nýhættur þar
eftir langa þjónustu. Ég sé hann
ennþá fyrir mér, þar sem hann
stendur þaninn í lokuðum ræðu-
stól og ávarpar byssubræður sína
á fundum: hann hlýtur að hafa
staðið uppi á stól inni í stólnum.
George W. Bush sæmdi hann
Frelsisorðu forsetans í fyrra.
Nú má enginn skilja orð mín
svo, að mér sé í mun að gera lítið
úr lágvöxnu fólki. Svo er alls ekki.
Miklir menn eru sumir lágir í loft-
inu, og öfugt. Mikilúðlegt höfuð
séra Matthíasar Jochumssonar,
svo sem það hefur varðveitzt t.d. í
fagurri brjóstmynd Ríkharðs
Jónssonar af Matthíasi og stendur
í Þjóðleikhúsinu, veitir stórfeng-
legt hugboð um stóran mann. Þeir,
sem hafa reynt að fara í fötin
hans – þau hanga sum til sýnis í
Sigurhæðum á Akureyri – vita þó
fyrir víst, að séra Matthías var
lágvaxinn. En hann var ekki
minni maður fyrir því. ■
22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR
MÍN SKOÐUN
GUNNAR SMÁRI EGILSSON
Heimsmynd Íslendinga hefur umbreyst á skömmum tíma.
Ný utanríkistefna
FRÁ DEGI TIL DAGS
Í DAG
CHARLTON HESTON
ÞORVALDUR
GYLFASON
Þarna er hún þá
lifandi komin skýr-
ingin á því, hvers vegna fæt-
ur sjarmöranna sjást yfirleitt
ekki, þegar þeir kreista
draumadísirnar í bíómynd-
unum: þeir þurfa að standa
uppi á kassa til að ná.
,,
sme@frettabladid.is
ÚTGÁFUFÉLAG: Frétt ehf. RITSTJÓRI: Gunnar Smári Egilsson FRÉTTASTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson RITSTJÓRNARFULLTRÚAR: Steinunn Stefánsdóttir og Jón Kaldal
AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN, AUGLÝSINGAR OG DREIFING: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006
NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is SETNING OG UMBROT: Frétt ehf. PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. Fréttablað-
inu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fyrirtæki geta fengið blaðið gegn
greiðslu sendingarkostnaðar, 1.100 krónur á mánuði. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871
Við Chuck
ORÐRÉTT
Er það ekki of seint?
Lögsækir son sinn út af Svarta
dauða.
Fyrirsögn á forsíðu DV.
DV 21. júlí.
Von að spurt sé
Hvar er miðborgina að finna?
Torfi Guðbrandsson fyrrv. skóla-
stjóri.
Morgunblaðið 21. júlí.
Kynlegt
Þarna verður allt að finna sem
fólk þarf í ástalífinu og sérstak-
lega bendi ég á búnað til að
binda makanna í rúminu en ég
verð með ýmsar skemmtilegar
útfærslur á því.
Geir í Maxíms sem er að endurreisa
klámbúllu sína í miðbænum með
„píp-sjóvi“ og erótískri verslun.
DV 21. júlí.
Bragð er að þá barnið finnur
Umræður undanfarna mánuði
hafa verið lærdómsríkar. Af
þeim má m.a. draga þann lær-
dóm að skynsamlegt geti verið,
þegar ný mál koma til sögunnar,
að gera ráð fyrir mun lengri
tíma til að kynna þau úti í þjóð-
félaginu en gafst að þessu sinni.
Leiðari Morgunblaðsins.
Morgunblaðið 21. júlí.
H eimsmynd Íslendinga í dag er æði ólík þeirri sem það fólksem nú er á miðjum aldri ólst upp við – að ekki sé talað umþá sem eldri eru. Þetta á jafnt við um stöðu Íslands í heim-
inum og styrk íslenska samfélagsins í samanburði við samfélög
annarra landa. Samfélag okkar var einangrað og aðskilið frá öðrum.
Veröldin skiptist í stórum dráttum í Ísland og útlönd. Fyrir þrjátíu
árum eða svo sætti það tíðindum ef fólk af erlendum uppruna sett-
ist að hér á landi. Ferðalög Íslendinga til útlanda voru ekki tíð og
stjórnvöld lögðu sérstakan skatt ofan á erlendan gjaldeyri ferða-
manna til að hefta þau enn frekar. Þrátt fyrir auðlegð lands og
sjávar lifðu Íslendingar við lakari lífskjör en nágrannaþjóðirnar. Á
fyrri helmingi síðustu aldar mátti skýra það með fátækt fyrri alda
og hversu seint Íslendingar höfðu lagt af stað til nútíma atvinnu- og
lifnaðarhátta. En þegar líða tók á öldina mátti fremur rekja þennan
mun til heimsmyndar Íslendinga. Þeir lifðu svo einangraðir frá
öðrum þjóðum að þeir töldu ekki víst að þær aðferðir sem gagnast
höfðu öðrum þjóðum vel dygðu hérlendis. Þessi hugsanaskekkja
gerði þjóðinni ófært að læra af öðrum. Hún stóð því í að beita heima-
tilbúnum lausnum á heimatilbúinn vanda og neitaði sér um að
byggja hér upp gott og öflugt samfélag að hætti bestu Vesturlanda.
Það var ekki fyrr en Íslendingar fóru að ferðast og stóru
eftirstríðsárakynslóðirnar flykktust í hópum utan til náms að hugar-
far Íslendinga fór að breytast. Í einangrun sinni höfðu þeir varið sig
með fordómum gagnvart því sem útlent var til að réttlæta lök lífs-
kjör og takmörkuð lífsgæði. Þegar Íslendingar hins vegar kynntust
því af eigin raun að víðast hvar á Vesturlöndum hafði fólk það betra
og sleit sér ekki út í lífsbaráttunni fyrir aldur fram létu þeir af
þessum fordómum. Og snérust jafnvel um of. Undanfarið hafa
Íslendingar fremur átt auðvelt með að falla fyrir öllu sem útlent er
en að meta það sem þeir eiga. Þegar gott er veður á Íslandi er það
alveg eins og í útlöndum.
Þegar Íslendingar gerðust aðilar að Evrópska efnahagssvæðinu
var afstaða þjóðarinnar því ekki ósvipuð og þeirra fyrrum austan-
tjaldsþjóða sem nú eru nýgengin í Evrópusambandið. Við horfðum
til Evrópu full væntinga og tókum meira að segja óskiljanlega
löngum og tilefnislitlum reglugerðum sambandsins með jákvæðni
og vissu um að þær væru þolanlegur fylgifiskur bjartrar framtíðar.
Íslendingar hentust út í heim að reyna afl sitt og þor – eins og þeir
kálfar sem þeir voru eftir langa einangrun. Almennt þráði þjóðin að
tilheyra stærri heild; löngu þreytt á einstakri sérstöðu sinni.
Fyrir þrjátíu árum höfðu Íslendingar þá mynd af landinu að það
væri miðja vegu milli Evrópu og Ameríku – og þá sérstaklega
Bandaríkjanna. Þetta var hluti sjálfsmyndar okkar. Við voru hvorki
né; landnemaþjóð Ameríku eða forn Evrópuþjóð. Með auknum sam-
skiptum við Evrópu, uppgangi þar, nýjum tækifærum og auknum
krafti samhliða vissri stöðnun vestan hafs höfum við færst nær
Evrópu. Nú flytjum við hlutfallslega minni fisk til Bandaríkjanna en
áður til Sovétríkjanna gömlu. Bandaríkin skipta okkur sífellt minna
máli en Evrópa meiru. Og með minnkandi áhuga Bandaríkjamanna
á að halda hér uppi varnarliði eru tengsl okkar vestur um haf
veikari. Tilraun núverandi ríkisstjórnar til að styrkja þessi tengsl
með stuðningnum við innrásina í Írak – þvert á hugmyndir okkar
um vopnlausa þjóð sem ekki fer með ófrið á hendur öðrum – hefur
síðan enn fært allan almenning fjær Bandaríkjunum.
Á liðnum áratugum höfum við viljað aflétta einangrun okkar
og verða hluti stærra heildar – en þó einkum Evrópu. Þetta
hefur verið hin raunverulega utanríkisstefna Íslendinga – og
gildir þá einu hversu vel stjórnvöld hafa fylgt henni. ■