Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 22
Í Fréttablaðinu 16. júlí sl. er frétt frá
Hagfræðistofnun háskólans og segir
þar að Ísland sé í 14. sæti ásamt
Danmörku á lista yfir frjálsræði
landa í efnahagsmálum. Til saman-
burðar er Finnland í 11. sæti, Sví-
þjóð í 22. sæti og Noregur í 36. sæti.
Af þessu tilefni segir forstjóri stofn-
unarinnar: „Aukið atvinnufrelsi leið-
ir af sér aukna fjárfestingu, aukinn
hagvöxt og í framhaldi af því bætt
lífskjör“. Ekkert um skiptingu tekn-
anna eða það sem einu nafni nefnist
velferð. Fróðlegt er þó að skoða
stöðuna þar í samnorrænu ljósi.
Helstu heimildir eru: „Fátækt í vel-
ferðarþjóðfélagi“ eftir Hörpu Njáls
(útg. Háskóli Íslands, 1997) og „Soci-
al trygghed i de nordiske lande“
(útg. Khöfn, 1995). Þarna eru skýrsl-
ur um velferðarútgjöld á Norður-
löndum sem prósentur af vergri
landsframleiðslu (VLF). Árið 1970
eru tölurnar þessar: (% af VLF) Sví-
þjóð 17,8%, Danmörk 16,8%, Noreg-
ur 14,7% , Finnland 13,4% og Ísland
9,9%. Þróunin heldur áfram og 1990
eru samsvarandi tölur þannig: Sví-
þjóð 34,6%, Danmörk 29,7%, Noreg-
ur 29,1%, Finnland 26,2% og Ísland
17,1%. Þarna eru Íslendingar hálf-
drættingar á við Svía. Hagstofa Ís-
lands birti samskonar samanburð
gerðan árið 1999 en reiknaðan á
nokkuð annan hátt. Niðurstaðan er
þessi. Svíþjóð 17,1%, Danmörk 15%,
Finnland 14%, Noregur 12,1% og Ís-
land 7,9%.
Tvennt sker í augu við lestur á
þessum skýrslum. Annarsvegar lág-
ar bætur og laun alþýðu hér á landi
ásamt brattri skattlagningu og
skattleysismörkum fyrir neðan vel-
sæmi, og hinsvegar húsnæðismálin.
Hér hefur aldrei mátt byggja upp
leigumarkað einsog hjá siðuðum
þjóðum, en húsnæðismálin í staðinn
afhent bröskurum. Fasteignasalar
fá nú um hálfa milljón kr. fyrir að
selja íbúð sem metin er á ca. 16
milljónir kr. Margir þeirra hafa ekki
fullkomin réttindi og þeir stórtæk-
ustu hafa nú póstfang á Litla Hrauni
eða á Kvíabryggju. Afleiðing alls
þessa er skipulagsrugl með tilsvar-
andi notkun einkabíla og heimsmet í
skuldsetningu heimila. Fróðlegt er
líka að skoða annan samanburð. Árið
1901 fengu 7,8% þjóðarinnar sveit-
arstyrk en árið 1995 fengu 7,3%
þjóðarinnar félagslega aðstoð. Hvað
hefur breyst? Árið 1901 hét þetta
fólk þurfalingar en árið 1995 hét það
skjólstæðingar. ■
Hinn 25. júní síðastliðinn birti
Fréttablaðið greinarkorn um
Kóreustríðið. Það hófst þann dag
1950 og lauk þremur árum síðar
með vopnahléi sem stendur enn.
Eins og algengt er þegar fjallað
er um þessa atburði er ýmsu snú-
ið þar á haus. Strax fyrirsögn
greinarinnar, „Innrás sem kom
öllum á óvart“ er fjarri sanni. Þá
segir: „Það voru Bandaríkjamenn
sem samþykktu uppgjöf Japana í
Suður-Kóreu og Sovétmenn sem
gerðu hið sama í Norður-Kóreu.“
Þarna er grundvallar rangfærsla.
Kórea öll var nýlenda Japana
frá 1910 til loka síðari heimsstyrj-
aldar, stjórnað af fádæma hörku.
Við lok styrjaldarinnar höfðu yfir
tvær milljónir Kóreubúa, 10%
þjóðarinnar, verið fluttar til
Japans: 700.000 í námavinnu,
360.000 skipað í Japansher og
170.000 konur neyddar í vændi.
Sovétríkin sögðu Japan stríði á
hendur 8. ágúst 1945 að áeggjan
Bandaríkjanna. Næsta dag fór
Sovéther inn í norðurhluta Kóreu.
Fyrr á árinu höfðu Sovétríkin og
Bandaríkin samið um að skipta
Kóreu á milli sín um 38. breiddar-
baug.
Japanar gáfust upp 2. septem-
ber í kjölfar kjarnorkusprengj-
anna á Hírósíma og Nagasaki.
Áður höfðu Japanar raunar til-
kynnt uppgjöf sína með ákveðn-
um skilyrðum, nákvæmlega sömu
skilyrðum og raun varð á. Banda-
ríkjastjórn varpaði sprengjunum
aðeins af einni ástæðu: Til þess að
staðfesta ægisvald sitt í heims-
stjórnmálunum eftir styrjöldina;
sanna að hún hefði yfir kjarn-
orkuvopnum að ráða og væri
reiðubúin til þess að nota þau,
eins og raunar margsinnis var
hótað eftir þetta. En það er efni í
aðra grein.
Fjórum dögum eftir uppgjöf
Japana, 6. september, stofnaði
andspyrnuhreyfingin sjálfstæða
stjórn í Kóreu. Hún hafði þá af-
vopnað Japansher í suðri, leyst
pólitíska fanga úr haldi og komið
upp stjórnkerfi um allt land.
Bandaríkjaher kom til suðurhluta
Kóreu 8. september, tveimur dög-
um síðar, og lýsti MacArthur yfir-
hershöfðingi því yfir að hér eftir
bæri hann ábyrgð á stjórn suður-
hluta landsins og yrðu allir að
hlýða skipunum hans.
Í hernámsstjórninni sem
Bandaríkin komu á fót sátu menn
sem unnið höfðu með Japönum í
styrjöldinni. Andstæðingar voru
fangelsaðir á ný en út úr fangels-
um komu lögreglumenn, fyrrum
samstarfsmenn Japana, sem
héldu áfram hrottaverkum sín-
um.
Þessi samvinna nýlenduveld-
anna og innlendra samvinnu-
manna Japana í Asíu (stundum
nefndir kvislingar) var venjan í
styrjaldarlok þegar var verið að
ýta alþýðu manna út af vettvangi
stjórnmála, sem hafði unnið sigur
og hrakið hernámslið á brott. Nýr
einræðisherra, Syngman Rhee,
var sóttur til Bandaríkjanna. Í
ágúst 1948 var skipting Kóreu
staðfest með „valdaafsali“ Banda-
ríkjahers til Rhee í suðurhluta
landsins. Sovétríkin drógu her-
styrk sinn úr landinu síðar sama
ár en Bandaríkin ekki.
Skipting Kóreuskagans var
fyrst og síðast verk Bandaríkja-
stjórnar og samninga þeirra við
Sovétskrifræðið. Kóreubúar unnu
sigur á nýlenduveldi Japana.
Hagsmunir þeirra voru hafðir að
engu en hagsmunir ráðandi
heimsvaldaríkis réðu. Meðal
fréttaskýrenda er söguskýringin
sú að undirokaðar þjóðir séu best
komnar upp á náð og miskunn
heimsveldanna, sjálfar séu þær
að mestu ósjálfbjarga.
Kóreustríðið kom engum á
óvart! Andstaða við stjórn Rhee
var mikil þrátt fyrir mikið harð-
ræði. Herlið Rhee ögraði Norður-
Kóreu sífellt við 38. breiddarbaug
og bandarískir ráðamenn hvöttu
til innrásar. Að lokum réðust her-
sveitir Norður-Kóreu suður. Her-
lið Rhee hrundi sem spilaborg,
uppreisnir urðu um allan suður-
hluta landsins og féll höfuðborgin
Seoul í hendur uppreisnarmanna
eftir þrjá daga. Hér er ekki tóm
til að rekja gang stríðsins, en
Bandaríkjaher kom til skjalanna
af mikilli hörku; napalmi var
varpað á íbúðabyggðir og loks
stóð í landinu ekki steinn yfir
steini. Fangabúðir Bandaríkja-
hers og pyntingar voru ekki mild-
ari en í Abu Ghraib fangelsinu í
Bagdad. Þegar upp var staðið
lágu fjórar milljónir Kóreumanna
í valnum, nær milljón Kínverja
sem komu til varnar þegar
Bandaríkjaher bjóst til þess að
fara yfir landamærin til Kína,
54.000 Bandaríkjamenn og þrjú
þúsund hermenn annarra þjóða.
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna
var aðili að þessum átökum og
sýndi þar að hlutverk þess er og
hefur ávallt verið að gæta hags-
muna sterkustu heimsvaldaríkj-
anna.
Skipting Kóreu er eldfimt mál
og stærsta málið sem má rekja
beint til aðstæðna við lok heims-
styrjaldarinnar en er enn óleyst.
Bandaríkjastjórn og önnur
heimsvaldaríki setja nú á oddinn
kröfur um að Kórea hætti að þróa
kjarnorku. Eftir áratuga við-
skiptabann hyggjast þau ekki að-
eins svipta landið rétti til þess að
verjast, heldur ætla þau að snúa
þróun raforkuframleiðslu við.
Þau ætla að koma í veg fyrir raf-
væðingu sveita og fjölmargra
þéttbýlissvæða. Þau ætla að
stemma stigu við almennri tækni-
þróun og framleiðslu og varpa
íbúum landsins í myrkur.
Þriðji hluti mannkyns hefur
ekki aðgang að rafmagni. Raf-
væðing er frumskilyrði nútíma
iðnvæðingar og menningar og
ríkur þáttur í því að minnka bilið
milli lífsskilyrða vinnandi fólks í
borg og sveit, í vanþróuðum lönd-
um og iðnríkjum. Það er nauðsyn-
legt öllu mannkyninu að efla
menningu í hinum fjarlægustu og
dreifðustu byggðum í öllum lönd-
um og vinna bug á fáfræði, for-
dómum, fátækt og sjúkdómum.
Um þetta þarf vinnandi fólk að
sýna samstöðu.
Höfundur er er félagi í verkalýðsfélag-
inu Hlíf.
22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR22
Um skiptingu Kóreu og
Kóreustríðið í nútímanum
Bandaríkjastjórn og
önnur heimsvaldaríki
setja nú á oddinn kröfur um
að Kórea hætti að þróa
kjarnorku. Eftir áratuga við-
skiptabann hyggjast þau
ekki aðeins svipta landið
rétti til þess að verjast, held-
ur ætla þau að snúa þróun
raforkuframleiðslu við.
GYLFI PÁLL HERSIR
UMRÆÐAN
KÓREUSTRÍÐIÐ
,,
Frítt Ray•Ban dót.
Ný sending af pilot var að lenda,
ekki sætta þig við neinar eftirlíkingar.
Fullt af fríu Ray•Ban dóti fylgir kaupum.
Optical StudioSól
Smáralind
Ray•Ban
helgi 22.-25. júlí
20% afsláttur af öllum Ray•Ban sólgleraugum
Íslensk velferð í
norrænu ljósi
UMRÆÐAN
VELFERÐARMÁL
Árið 1901 fengu
7,8% þjóðarinnar
sveitarstyrk en árið 1995
fengu 7,3% þjóðarinnar fé-
lagslega aðstoð. Hvað hefur
breyst? Árið 1901 hét þetta
fólk þurfalingar en árið 1995
hét það skjólstæðingar.
,,JÓN FRÁ PÁLMHOLTI
Halló, staldraðu við!
Mér hefur virst fjölmiðlaumræðan snú-
ast svolítið um keisarans skegg og vanta
stefnumótunarumræðu og yfirsýn.
Hvernig fjölmiðla viljum við? Ég veit ekki
um neina nema harðsvíraða frjáls-
hyggjupostula sem eru ekki sammála því
að það verði að setja lög um eignarhald
á fjölmiðlum og flestir eru sammála um
að það þurfi að taka á málefnum RÚV og
nefna nefskatt í stað afnotagjalda, setja
það á fjárlög, breyta því í hlutafélag eða
jafnvel selja það. En hvað svo?
Björgvin Ólafsson á Vísir.is
Mannréttindi eftir 11. september
Það má með sanni segja að sú hugsjón
sem Bandaríkin boðuðu með tilkomu
stjórnarskrár sinnar árið 1776 um al-
menn mannréttindi hafi horfið fyrir lítið
eftir árásina 11. september 2001. Sagt er
að hugsjón um almenn mannréttindi
hafi verið uppistaðan í stjórnmálahefð
Vesturlandamanna og það hafi mátt sjá í
sjálfstæðisyfirlýsingu þeirra vestra. En
hvernig má það standast eftir allt sem
gengið hefur á með fanga í Afganistan,
Írak og nú síðast á Guantanamo-flóa?
Kristín María Birgisdóttir á Vísir.is
Ríkisstjórnin gafst upp
Ég tel víst, að ríkisstjórnin ætli síðar að
leggja fram nýtt frumvarp um eignarhald
á fjölmiðlum. Út af fyrir sig er ekkert við
því að segja, ef staðið er rétt að málinu
og þess freistað að ná víðtækri sam-
stöðu um málið. Nýtt frumvarp má ekki
snúast um eitt fyrirtæki eins og frumvarp
forsætisráðherra gerði. Það stenst ekki
að setja lög á eitt fyrirtæki í landinu. Nýtt
frumvarp verður að að vera alhliða og á
að snúast um vernd fréttamanna og
blaðamanna, svo eigendur fjölmiðla geti
ekki haft áhrif á þá. Það þarf að vernda
rétt blaðamanna.
Björgvin Guðmundsson á Vísir.is
SKOÐANIR Á visi.is