Fréttablaðið - 22.07.2004, Side 23

Fréttablaðið - 22.07.2004, Side 23
Smáauglýsingar byrja í dag á bls. 8 Flokkar & fjöldi Bílar & farartæki 170 stk. Keypt & selt 27 stk. Þjónusta 45 stk. Heilsa 10 stk. Skólar & námskeið 1 stk. Heimilið 12 stk. Tómstundir & ferðir 13 stk. Húsnæði 20 stk. Atvinna 18 stk. Tilkynningar 2 stk. Feng shui orkuflæði BLS. 6 Góðan dag! Í dag er fimmtudagurinn 22. júlí, 204. dagur ársins 2004. Reykjavík 4.03 13.34 23.03 Akureyri 3.24 13.19 23.10 Heimild: Almanak Háskólans Sólarupprás Hádegi Sólarlag „Ég á uppáhaldsnáttbuxur og þær keypti ég í H&M í London. Það er hægt að gera alveg mögn- uð kaup í H&M,“ segir Sigrún Birna Blomster- berg. Sigrún hefur farið í dansnám til London á haustin síðustu þrjú ár og fann umtalaðar nátt- buxur í fyrstu ferð sinni þangað. „Þær eru mjög fínar, bláar og hvítar náttbuxur og þær eru rosa- lega kósí. Mér finnst mjög gott að hoppa úr dans- gallanum og skella mér í náttbuxurnar og vera í þeim heimavið,“ segir Sigrún en hún er búin að vera að dansa nær allt sitt líf. „Ég keppti í freestyle fyrst þegar ég var tíu ára og hætti þegar ég var sextán ára. Síðan hef ég verið að kenna í fjögur ár og tekið þátt í sýningum eins og Grease,“ segir Sigrún sem hefur yfirleitt nóg að gera því hún getur ekki sagt nei. Sigrúnu finnst mjög gaman að kaupa föt og sérstaklega að versla úti í löndum. „Mér finnst svo gaman að eiga eitthvað sem ekki allir eiga. Ég er reyndar með frekar venjulegan fatasmekk en gaman að eiga eitthvað sérstakt líka,“ segir Sigrún. „Ég á uppáhaldseyrnalokka en þeir eru al- veg eldgamlir og frekar venjulegir. Það eru þrjár, hvítar, missíðar keðjur og eru þeir alveg rosalega flottir. Mamma mín átti þá en hún keypti þá í Bandaríkjunum áður en ég fæddist. Það er svo gaman að vera með þá því ég er viss um að enginn annar á svona eyrnalokka,“ segir Sigrún sem er líka mjög annt um eina af peysunum sínum. „Ég á eina vínrauða indjánapeysu sem ég keypti í gamla Kókó í Kringlunni. Hún hefur líka svolítið spænskt yfirbragð sem passar vel við mig þar sem ég er frekar suðræn í útliti. Ég keypti þessa peysu fyrir mörgum árum og hef passað hana vel. Það voru aðeins seldar tvær svona peysur og ég hef aldrei séð neinn í svona,“ segir Sigrún. Sigrúnu er fleira til lista lagt en að dansa og vill hún helst reyna að nýta fötin sín út í ystu æsar. „Ég átti bol sem mér fannst mjög þægileg- ur og fór alltaf í út á lífið eða eitthvað fínt. Síðan var hann orðinn frekar mikið notaður og þá saumaði ég glimmerfiðrildi í hálsmálið. Ég vil endilega halda áfram að nota föt sem mér finnst þægileg nema þau séu alveg ónýt,“ segir Sigrún sem er að dansa í sýningunni Fame í Vetrargarð- inum í Smáralind um þessar mundir. „Það er alltaf skemmtilegra og skemmtilegra að sýna Fame og alveg rosa stuð,“ segir þessi 21 árs stúlka sem hefur svo sannarlega farið dansandi í gegnum lífið. lilja@frettabladid.is Kósí náttbuxur: Hægt að gera mögnuð kaup í H&M ferdir@frettabladid.is Síðustu sætin í sólina standa nú til boða hjá ferðaskrifstofunni Terra Nova. Þau eru til Albufeira í Portúgal frá 29.900 krón- ur. Hægt er að velja um viku eða tveggja vikna ferð. Þú bók- ar ferðina og þremur dögum fyr- ir brottför færðu að vita hvar gist er í fríinu í Portúgal. Besta veðrið verður á Austur- landi um helgina ef marka má veðurspá. Hún hljómar þannig fyrir helgina að á föstudag er gert ráð fyrir fremur hægri suð- vestanátt og víða dálítilli rign- ingu eða súld, en skýjuðu að mestu og úrkomulitlu á Austur- landi. Hiti verður tíu til sautján stig, hlýjast inn til landsins. Á laugardag verður fremur hæg vestlæg átt og yfirleitt bjart veð- ur, en sums staðar þokuloft við suður- og vesturströndina. Hiti tíu til tuttugu stig, hlýjast austan- lands. Á sunnudag er búist við suðvestanátt og rigningu víða um land en yfirleitt þurru norð- austantil. Fremur hlýtt verður í veðri. Vegna Þjóðhátíðar um versl- unarmannahelgina hefur Herj- ólfur bætt við aukaferðum frá Vestmannaeyjum, annars vegar fimmtudaginn 29. júlí kl. 23.00 og til baka frá Þorlákshöfn kl. 02.30 aðfaranótt föstudagsins 30. júlí og hins vegar þriðjudag- inn 3. ágúst kl. 23.00 frá Vest- mannaeyjum og kl. 02.00 frá Þorlákshöfn, aðfaranótt mið- vikudags. Sigrún Birna er eiginlega alltaf í dansgallanum og finnst því mjög gaman að skella sér í náttbuxurnar sínar og vera í þeim heimavið. Smáauglýsingar á 995 kr. visir.is SMÁAUGLÝSINGASÍMINN ER 550 5000 Liggur í loftinu Í FERÐUM OFURtilboð á ZX 12 Racer 930.000 kr., græja í góðu standi! Upplýsingar í síma 894 7125 hjá Ingþóri og hjólið er til sýnis í Nítró, Járnhálsi 2, og á www.nitro.is Ýmsar tegundir fótstiginna dráttarvéla, einnig úrval af allskonar búleikföngum. Vélar og þjónusta. Reykjavík, sími 5 800 200. Akureyri, sími 461 4040. Coleman Taos 8” árg. 2002. Upphækk- að, 220W rafm.., skyggni o.fl. Verð 790 þ. S. 577 3777. FASTEIGNIR HEIMILI HEILSA HÚS NÁM FERÐIR MATUR VIÐBURÐIR BÍLAR ATVINNA FJÁRMÁL TÍSKA NEYTENDUR o.fl. þú færð líka allt sem þig vantar á Far er nýtt íslenskt tímarit þar sem fjallað er um ferðamál frá öllum hliðum. Þar eru fróðlegar greinar um ferðir bæði utanlands og innan, lýst tilboðum og gerð grein fyrir gistimöguleikum, hvort sem er í Keflavík eða Kína. Viðtöl eru við fólk í ferðaþjónustu og birtar áhuga- verðar ferðasögur. Einnig er sagt frá áfangastöðum, náttúrufyrirbærum, sögustöðum, söfnum, menningu og mat svo fátt eitt sé nefnt. Í þessu fyrsta tölublaði er meðal annars grein um Búdapest - perluna á bökkum Dónár, tékklisti fyrir ferðalagið og viðburðadagatal fyrir allt landið sem gildir fram í september en þá er annað blað væntanlegt á markaðinn. Ritstjóri nýja tímaritsins er Vilmundur Hansen og útgefandi er Far tímarit ehf. en það eru sömu aðilar og standa að baki útgáfu ritsins Sumar- húsið og garðurinn ehf. Blaðið er bæði selt í áskrift og lausasölu. ■ Far - Tímarit um ferðamál: Fjallar um ferðir frá öllum hliðum

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.