Fréttablaðið - 22.07.2004, Page 27

Fréttablaðið - 22.07.2004, Page 27
5FIMMTUDAGUR 22. júlí 2004 Ú T S A L A Ú T S A L A Opnunartími virka daga 11–18 laugardaga 11–16 Laugavegi 72 sími. 551 0231 Útsalan stendur enn yfir! ENN MEIR I AFSLÁTTUR SKARTHÚSIÐ Laugavegi 12, s. 562 2466 SUMAR Í SKARTHÚSINU Skór 2 pör kr. 2000.- Einnig barnastærðir FULL BÚÐ AF NÝJUM VÖRUM [ VARIRNAR VERÐA ÓMÓTSTÆÐILEGAR ] Ný gloss frá Mac Nú eru komin á markað gómsætar nýjungar í varaglossum frá snyrtivörufram- leiðandanum Mac. Glossin heita Lipglass Tasti og eru þau öll með góðu ávaxta- bragði eða berjabragði og með létta glimmeráferð. Glossin eru líka voðalega sumarleg og líka sæt þegar fer að hausta. Nú er um að gera að gera varirnar ómótstæðilegar og gleðja bragðlaukana í leiðinni. ■ Sorberry-glossið er rauðbronslitað með rauðum glans með blönduðu berjabragði. Fresh Strawberry-glossið er ljósbleikt með silfurglans og léttu jarðarberjabragði. Berry Fav. er plómulitað gloss með rauðum glans og brómberjabragði. Ban-man-go-glossið er húðlitað með gulum glans og banana- og mangóbragði. Dömupeysa 7.990 kr. Peysa 5.450 kr. Buxur 3.950 kr. Húfa 1.450 kr. Húfa 1.450 kr. Buxur 2.550 kr. Peysa 2.450 kr. Dömupeysa 4.990 kr.Herrapeysa 11.990 kr. Dömuanórakkur 5.990 kr. Dömubuxur 4.990 kr. Sokkar 1.250 kr. 66% norður: Fjölbreyttur fatnaður Fyrirtækið 66˚ Norður hefur verið starfrækt í hartnær 80 ár en það byrjaði að framleiða hlífðarfatnað fyrir sjómenn og fiskverkunar- fólk á norðurslóðum. í dag er framleiðslan orðin fjöl- breyttari, útivistarfatnaður er stór hluti framleiðslunnar og lín- an er breið enda viðskiptavinirnir allt frá björgunarsveitarmönnum og fjallageitum til leigubílstjóra og borgarbarna. Áhersla er lögð á hönnun og gæði á fatnaði fyrir alla aldurs- hópa og nýtur létta línan, fatnaður til daglegra brúka, vaxandi vin- sælda. Það eru alltaf að bætast við nýir litir og ný snið og eftirspurn- in í barnafötin hefur aldrei verið meiri. 66˚ norður hefur vaxið hratt undanfarin ár, nýir hönnuðir með ferskar hugmyndir hafa gengið til liðs við fyrirtækið og framtíðin virðist björt. ■ Hugsaðu um hönnun: Ekki kaupa hvað sem er Finnst þér ekki stundum eins og þú eigir ekkert til þess að fara í? Því miður getum við ekki alltaf litið út eins og Jennifer Aniston eða Britney Spears en við getum alla- vega reynt það. Prófaðu öll fötin í fataskápnum þínum og athugaðu hvaða litir og snið fara þér einstaklega vel. Hafðu það síðan í huga næst þegar þú verslar og ekki bara kaupa föt sem eru í tísku – keyptu föt sem henta þér. ■ Britney Spears er alltaf í hátískufötum. Smáauglýsingasíminn er 550 5000 auglysingar@frettabladid.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.