Fréttablaðið - 22.07.2004, Side 40
28 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR
KR féll úr keppni
KR gerði markalaust jafntefli gegn Shelbourne í gær og er úr leik í
meistaradeild Evrópu. Shelbourne kemst áfram á mörkum skoruðum á
útivelli. Willum Þór Þórsson segir sitt lið skorta slagkraft.
Chelsea kaupir og kaupir:
Tiago mætt-
ur á Brúna
FÓTBOLTI Portúgalski miðvallarleik-
maðurinn Tiago er genginn í raðir
Chelsea en liðið keypti hann á 10
milljónir punda frá Benfica. Hinn
23 ára landsliðsmaður gerði
þriggja ára samning við Chelsea
og hefur þegar gengið frá launa-
málum sínum og þá komst hann í
gegnum læknisskoðun og er því
ekkert að vanbúnaði. Tiago var
samningsbundinn Benfica til árs-
ins 2007 en vildi fara vegna deilna
við nýráðinn framkvæmdastjóra
félagsins, Jose Veiga.
Tiago var að vonum glaður í
bragði þegar mál hans var í höfn:
„Ég er afskaplega ánægður
með að vera kominn til Chelsea.
Ég geri mér þó fulla grein fyrir
því að samkeppnin um stöðu í
byrjunarliðinu verður mjög hörð.
Það eru fullt af frábærum leik-
mönnum hjá félaginu en ég mun
leggja mig allan fram og svo mun
Jose Mourinho taka ákvörðun,“
sagði Tiago.
Þar með er lokið leit Jose
Mourinho að miðvallarleikmanni
en hann var lengi á höttunum eft-
ir Steven Gerrard en það gekk
ekki eftir. ■
HANDBOLTI Það á ekki af honum Vil-
hjámi Halldórssyni, handbolta-
kappa úr Val, að ganga. Enn einn
ganginn er hann brotinn en hann
lenti í því um daginn að falla fram
af húsþaki við vinnu og tvíbrjóta á
sér vinstri hendina.
Vilhjálmur, sem starfar við
íþróttaskóla í sumar, gekk til liðs
við Valsmenn í vor eftir að hafa
alið allan sinn aldur í Stjörnunni
en hann er ein allra efnilegasta
skyttan sem við eigum og er án
efa framtíðarlandsliðsmaður.
Óheppnin hefur þó elt hann á
röndum og þetta er í áttunda
skiptið sem Vilhjálmur verður
fyrir því óláni að brotna:
„Ég er bara 22 ára og hlýt núna
að vera búinn að taka út meiðsla-
kvótann. Þetta er komið nóg en þó
verð ég að segja að það var í raun
lán í óláni að ég skyldi ekki slasast
meira við þetta fall,“ sagði Vil-
hjálmur sem sagði ekkert annað
þýða en að líta á björtu hliðarnar.
„Ég er að vonast til að sleppa
við að fara í aðgerð en ég brotnaði
á sama stað núna og í janúar
síðastliðnum og læknirinn telur
helmingslíkur á því að ég þurfi að
fara í aðgerð. En hvernig sem fer
þá stefni ég á að mæta í toppformi
til leiks í sumar og ég trúi ekki
öðru en að þessu beinbrotum fari
að linna,“ sagði Vilhjálmur Hall-
dórsson, hinn afar óheppni
handboltamaður. ■
ÓTRÚLEGA ÓHEPPINN
Það hefur ýmislegt hent hinn unga Vilhjálm Halldórsson á handboltaferli hans.
Hér er eitt gott dæmi um það.
Féll fram af húsþaki
Vilhjálmur Halldórsson enn og aftur brotinn:
Þjóðverjar leita logandi
ljósi að landsliðsþjálfara:
Ræða við
Jurgen
Klinsmann
FÓTBOLTI Forráðamenn þýska knatt-
spyrnusambandsins eiga nú í við-
ræðum við Jurgen Klinsmann,
fyrrverandi landsliðsfyrirliða, um
að taka að sér þjálfun þýska
landsliðsins fyrir HM 2006 sem
fram fer í Þýskalandi.
Klinsmann er menntaður þjálf-
ari en hefur enga þjálfarareynslu.
Hann státar af glæsilegum ferli
sem knattspyrnumaður og varð til
að mynda Heimsmeistari með
Vestur-Þjóðverjum árið 1990 og
svo Evrópumeistari með samein-
uðu liði Þýskalands sex árum síð-
ar.
Eftir að Rudi Völler sagði
starfi sínu lausu eftir hrakfarirn-
ar á EM í Portúgal hafa Þjóðverj-
ar leitað logandi ljósi að þjálfara
og til að mynda hafa menn eins og
Otto Rehhagel og Ottmar Hitzfeld
þegar afþakkað starfann. ■
JURGEN KLINSMANN
Tekur hann við þjálfun þýska landsliðsins?
KR-ingar voru búnir að vinna fyrir síðasta dag:
Egill ver tólf skot
að meðaltali
KÖRFUBOLTI KR-ingar eru með for-
ustu eftir annan dag hraðmóts ÍR
eftir 81-74 sigur á Njarðvík.
KR-ingar hafa unnið tvo fyrstu
leiki sína og eru með sigurinn vís-
an á mótinu því þeir eru búnir að
vinna bæði liðin sem geta náð þeim
að stigum. Hjalti Kristinsson átti
annan stórleik og skoraði 24 stig
og tók níu fráköst á 28 mínútum
gegn Njarðvík. Ólafur Már Ægis-
son bætti við 19 stigum og Skarp-
héðinn Ingason var með 13 stig,
átta fráköst og sjö stoðsendingar.
Hjá Njarðvík skoraði Guð-
mundur Jónsson 23 stig, Jóhann
Árni Ólafsson var með 16 stig og
sex stoðsendingar og Ólafur Aron
Ingvason bætti við 13 stigum og
sjö stoðsendingum. Njarðvíkingur-
inn hávaxni, Egill Jónasson (214
cm) hélt áfram að sýna styrk sinn
og spilaði mjög vel þrátt fyrir að
lið hans hafi beðið ósigur gegn KR.
Egill varði 14 skot í leiknum og
hefur varið 24 skot í fyrstu tveim
leikjum mótsins auk þess að taka
25 fráköst.
Hið unga lið Fjölnis vann góðan
sigur á liði ÍR, 76-68, í seinni leik
kvöldsins og spilar til úrslita við
Njarðvík um annað sætið á þriðja
degi mótsins. Pálmar Ragnarsson
skoraði 25 stig, tók 12 fráköst og
gaf fimm stoðsendingar og Brynj-
ar Þór Kristófersson var með 24
stig og 11 fráköst. Þá skoraði
Hjalti Vilhjálmsson 13 stig. Hjá ÍR
var Ólafur Jónas Sigurðsson með
14 stig og átta stoðsendingar og
þeir Ásgeir Örn Hlöðversson og
Fannar Freyr Helgason voru báðir
með 10 stig auk þess sem Fannar
reif niður 17 fráköst. ■
EGILL JÓNASSON
Þessi hávaxni Njarðvíkingur hefur farið á
kostum á Hraðmóti ÍR og varið tólf skot
að meðaltali í leik.
FÓTBOLTI „Það sem okkur vantar er
einhvern til að klára færin. Okkur
skortir slagkraft í fremstu víglínu
og það varð okkur að falli í dag,“
sagði Willum Þór Þórsson, þjálfari
KR, að leik Shelbourne og KR
loknum í gærkvöld. Samanlögð
úrslit leikjanna tveggja eru því 2-2
og fara Írarnir áfram á þeim
mörkum sem þeir skoruðu á KR-
velli í fyrri leik liðanna. Það er því
ljóst að dýrkeypt sex mínútna ein-
beitingarleysi á lokamínútum fyrri
leiksins reyndist banabiti KR.
„Þetta er að sjálfsögðu
hundsvekkjandi en það þýðir ekk-
ert að hengja haus. Við verðum
bara að einbeita okkur að næsta
leik sem er gegn Víkingi í deildinni
á sunnudag og horfa á jákvæðu
hliðarnar úr leiknum. Við spiluð-
um vel í fyrri hálfleik og sumir
minna leikmanna voru að gera
virkilega góða hluti á vellinum,“
sagði Willum Þór, sem gerði nokkr-
ar breytingar á sínu liði; Jökull
Elísabetarson, Sigmundur Krist-
jánsson, Sölvi Davíðsson og Kjart-
an Henry Finnbogason komu allir
inn í liðið á nýjan leik og Willum
stillti upp í leikkerfið 4-4-2, þar
sem Arnar Gunnlaugsson hafði
það hlutverk að draga sig dýpra á
völlinn og fá boltann í lappirnar.
KR byrjaði leikinn mjög vel og
fékk Sölvi sannkallað dauðafæri
strax á fjórðu mínútu leiksins en
hann brenndi af.
KR-liðið var síst lakari aðilinn
framan af fyrri hálfleik, vörnin
traust og spilið út á velli gekk
ágætlega. En Shelbourne komu
mjög ákveðnir til leiks í síðari
hálfleik, fóru að pressa leikmenn
KR hærra upp á vellinum og náðu
að loka vel á öll svæði. KR-ingar
reyndu mikið langar sendingar
fram völlinn þar sem miðverðirnir
stæðilegu David Rogers og Jamie
Harris áttu alla bolta gegn lág-
vaxni sóknarlínu KR. Á endanum
var það Kristján Finnbogason sem
bjargaði KR-ingum frá tapi með
nokkrum góðum markvörslum.
Bestu leikmenn KR voru varnar-
menn liðsins, og þá sér í lagi Tékk-
inn Petr Potzemski. ■
WILLUM ÞÓR ÞÓRSSON, ÞJÁLFARI KR
„Það þýðir ekkert að hengja haus. Við verðum að líta til jákvæðu þáttana úr leiknum
og byrja að einbeita okkur að næsta leik.“
Arsenal fylgist
með Kjartani
FÓTBOLTI Útsendarar frá ensku
meisturunum í Arsenal voru
staddir á Tolka Park, heimavelli
Shelbourne, í gær þegar KR-ingar
léku gegn Shelbourne í gær. Þar
voru þeir að fylgjast með fram-
herjanum bráðefnilega Kjartani
Henry Finnbogasyni, sem hefur
vakið mikla athygli í Landsbanka-
deildinni í sumar fyrir góða
frammistöðu. Kjartan hafði úr
litlu að moða í leiknum í gær og
ljóst að hann hefði líklega kosið
einhvern annan leik til að hrífa út-
sendara Arsenal. Engu að síður er
þetta mjög góður vitnisburður
fyrir því að Kjartan er að gera
góða hluti og aldrei að vita nema
að hann verði kominn í atvinnu-
mennskuna innan tíðar.