Fréttablaðið


Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 41

Fréttablaðið - 22.07.2004, Qupperneq 41
FIMMTUDAGUR 22. júlí 2004 29 Bolton styrkir hópinn: Keyptu Speed FÓTBOLTI Velski landsliðsmaðurinn, Gary Speed, er genginn í raðir Bolton-manna en þeir þurftu að greiða Newcastle 750.000 pund fyrir kappann. Speed gerði tveggja ára samning við Bolton og hefur þegar gengið frá launa- málum sínum og staðist læknis- skoðun. Bæði Fulham og Leeds voru á höttunum eftir Speed en Bolton hafði vinninginn. „Ég er himinlifandi yfir því að fá slíkan gæðaleikmann, sem Gary Speed óneitanlega er, í okkar raðir,“ sagði framkvæmdastjóri Bolton, Sam Allardyce og bætti við: „Speed er mjög reyndur úrvals- deildarleikmaður sem mun bæta mikið breidd okkar og dýpt. 2 Speed er orðinn 34 ára og fyrir utan dvöl sína hjá Newcastle hefur hann einnig verið í herbúð- um Leeds og Everton. Hann er fjórði leikmaðurinn á stuttum tíma sem gengur til liðs við Bolton en hinir eru þeir Michael Bridges, Les Ferdinand og Radhi Jaidi. ■ GARY SPEED Farinn frá Newcastle til Bolton. Newcastle semur við Patrick Kluivert: Gerði þriggja ára samning FÓTBOLTI Enska úrvalsdeildarfélag- ið, Newcastle United, hefur gert þriggja ára samning við hollenska landsliðsmanninn Patrick Klui- vert. Hann var laus allra mála hjá spænska liðinu Barcelona en þar hafði hann alið manninn undan- farin sex ár. Þar áður lék hann með hollenska félaginu Ajax og ítalska félaginu AC Mílan. „Ég er í toppformi og vonast til að vinna til stórra titla hérna,“ sagði hinn 28 ára Kluivert við þetta tækifæri og bætti við: „Ég er afar ánægður með að vera kominn hingað enda hefur nafn mitt verið tengt við félagið í langan tíma“. Framkvæmdastjóri Newcastle, silfurrefurinnn, Sir Bobby Rob- son, var í skýjunum yfir komu Kluiverts: „Hann er einn mikil- vægasti leikmaðurinn sem komið hefur til Newcastle í áraraðir. Þetta er svipuð tilfinning og þegar Alan Shearer kom aftur heim,“ sagði gamli maðurinn og játaði hvorki né neitaði þegar hann var spurður hvort félagið reyndi að næla í fleiri leikmenn áður en keppnistímabilið hæfist: „Við lát- um ykkur vita ef við gerum eitt- hvað frekar.“ ■ PATRICK KLUIVERT Genginn í raðir Newcastle United eftir sex ára dvöl í Barcelona. Eiður Smári Guðjohnsen um nýjan félaga sinn í framlínu Chelsea: Hlakkar til að spila með Didier Drogba FÓTBOLTI Eiður Smári Guðjohnsen sagði í viðtali við sjónvarpsstöð Chelsea í gær að hann hlakkaði mikið til að spila með framherjan- um Didier Drogba sem var keypt- ur frá Marseille fyrir 24,5 milljón- ir punda á mánudaginn. Jose Mourinho, knattspyrnu- stjóri Chelsea, hefur lengi verið aðdáandi Drogba og eftir nokkurt þref og þóf tókst honum loksins að landa kappanum á þriggja ára samning. Eiður Smári, sem skrifaði undir nýjan samning við Chelsea á mánudaginn, sagði að miðað við það sem hann hefði séð af Drogba á myndbandsupptökum væri hann mjög öflugur framherji sem hefði mikinn kraft og hraða. „Hann hlýtur að vera að gera eitthvað rétt fyrst hann vekur áhuga félags eins og Chelsea og ég hlakka til að spila með honum. Samkeppnin um framherja- stöðurnar verður hörð og það ætti að laða fram það besta í hverjum og einum,“ sagði Eiður Smári. Á enska vefsvæðinu team- talk.com hefur verið könnun í gangi þar sem spurt er að því hvaða framherjapar hjá Chelsea sé líklegast til afreka. Þar eru Mateja Kezman og Didier Drogba í efsta sæti með 37% atkvæða en Eiður Smári og Drogba koma í humátt með 35% atkvæða. Rúm 10% vilja sjá Eið Smára frammi með Kezman en aðeins 4%, þeirra sem þátt tóku, vilja sjá hann frammi með Rúmenanum Adrian Mutu. ■ EIÐUR SMÁRI GUÐJOHNSEN Líst vel á Didier Drogba og hlakkar til að spila með honum.

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.