Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 43

Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 43
31FIMMTUDAGUR 22. júlí 2004 ar gu s 04 -0 40 5 Guðjón Jónsson er ungur leik- stjóri sem nýlega tók til starfa hjá framleiðslufyrirtækinu Spark en fyrsta verkefni hans þar hefur vakið talsverða athygli. Sjón- varpsauglýsing Umferðarstofu sem nú dynur á skjánum var hug- myndasmíði Bjarneyjar Hinriks- dóttur hjá Hvíta húsinu en leik- stjórn í höndum Guðjóns. Útkom- an er áhrifamikil og mögnuð, ekki síst vegna lagsins Vísur Vatns- enda- Rósu, í flutningi Ragnheiðar Gröndal. Guðjón starfaði sem auglýs- inga- og myndbandaleikstjóri hjá Norðurljósum áður og á heiður af verðlaunuðum myndböndum við Írafárslögin Allt sem ég sé og Fáum aldrei nóg. „Þetta er fyrsta stóra auglýsingaverkefnið mitt og tekur á málefni sem hægt er að nálgast frá mörgum hliðum. Hvíta húsinu tókst vel til og boðskapur- inn, hægðu á þér, er einfaldur. Hraðakstur er algengasta orsök banaslysa í umferðinni og því mikilvægt að ná til ökumanna. Ég hafði mikla trú á verkefninu enda vonlaust að leikstýra ef mann skortir áhuga. Ég hef nokkrum sinnum verið þvingaður til að vinna verkefni sem ég hefði helst viljað sleppa við og afraksturinn varð það vandræðalegasta sem ég hef gert.“ Guðjón segir þó alla aðila ánægða með útkomu Um- ferðarstofu-auglýsingarinnar. ■ Bandaríska blaðið Us Weekly held-ur því fram að Michael Jackson eigi von á fjórburum. Samkvæmt frétt blaðsins réð popparinn leikkonu til þess að gangast und- ir glasafrjógun. Samkvæmt frétt- inni skrifaði leikkonan honum bréf til þess að styðja hann í laga- baráttu hans og leiddu bréfa- skriftir þeirra til þess að hún sam- þykkti að bera börn hans. Engin veit þó hver þessi kona á að vera. Talsmenn Jacksons neita því þó að hann eigi von á fjórburum en vildu ekkert tjá sig um málið frekar. Leikkonan KirstenDunst hefur víst sagt upp kærasta sínum, leikaranum Jake Gyllenhaal, vegna anna. Stjarna þeirra beggja hefur risið all verulega eftir að þau byrjuðu sam- an og nú hafa þau víst eng- an tíma fyrir hvort annað. Dunst er að komast í hóp v i n s æ l u s t u l e i k k v e n n a H o l l y w o o d eftir gífurlega velgengni Spider-Man myndanna. Gyllenhaal er víst í sárum yfir skilnaðinum. MADONNA Í KANADA Söngkonan vinsæla Madonna er um þessar mundir á tónleikaferð um heiminn til að kynna sína nýjustu plötu. Hér tekur hún dansspor á tónleikum í Toronto í Kanada. Minnir á banaslys ■ SJÓNVARP GUÐJÓN JÓNSSON Leikstýrði auglýsingu Umferðarstofu. ■ TÓNLIST Smáskífubox með Duran Duran Hljómsveitin með sítt að aftan, Duran Duran, ætlar að gefa út smáskífubox með lögum frá árunum 1986–1995 sem kallast einfaldlega Singles 2. Kemur það út þann 13. september næst- komandi. Áður hefur komið út smá- skífubox með lögum frá árunum 1981 til 1985. Í nýja boxinu verða meðal annars lögin Notorious, All She Wants og Ordinary World. Fimm upprunanlegir meðlimir Duran Duran, þeir Simon Le Bon, John Taylor, Andy Taylor, Roger Taylor og Nick Rhodes, vinna nú hörðum höndum að sinni fyrstu plötu saman síðan Ragged and the Seven Tiger kom út árið 1983. Sveitin fór í tónleikaferð um Bretland fyrr á þessu ári og spilaði á Brit-verðlaunahátíðinni. Þar var hún heiðruð fyrir fram- lag sitt til tónlistarheimsins. ■ DURAN DURAN Er um þessar mundir í hljóðveri við upptökur á sinni fyrstu plötu með upprunanlegum meðlimum í 11 ár. FRÉTTIR AF FÓLKI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.