Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 22.07.2004, Blaðsíða 46
34 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR ■ ■ TÓNLEIKAR  20.00 Kammerhópurinn Krummi, sem er skapandi sumarhópur á vegum Hins Hússins heldur lokatónleika í Iðnó. Á efnisskránni má finna íslenska rímnadansa og þjóðlög ásamt austur-evrópskum tregatónum.  21.00 Tónleikar í KlinK og BanK undir heitinu, Hæfileg hreyfing er holl fyrir líkamann, en heila- sellurnar? Meðal þeirra sem spila eru HOD, Flís, MegaLúðrasvit KlinK og BanK og pönkbandið Fohús Forsetans.  21.30 B-SHARP leika í Deiglunni, Akureyri.  22.00 Tenderfoot halda tónleika á Kaffi List.  Hljómsveitin Mannakorn heldur tónleika á Græna Hattinum á Akureyri.  Dúndurfréttir spila best of Pink Floyd og Led Zeppelin á Gauk á Stöng ■ ■ LISTOPNANIR  14.00 Alþjóðleg samsýning ungra myndlistarmanna sem eiga það sameiginlegt að búa eða hafa búið í Madrid á Spáni opnuð í Menningarsalnum í Hrafnistu í Hafnarfirði. Sýningin stendur til 17. ágúst.  17.00 Stormur í vatnsglasi, Áslaug Arna Stefánsdóttir sýnir vídeóverk í Deiglunni, Akureyri. ■ ■ SKEMMTANIR  20.00 Með íslenskuna að vopni, hagyrðingakvöld er haldið í íþrótthúsinu á Vopnafirði.  22.00 Dj Lilja spilar á Dátanum á Akureyri. MTV tónlist verður á öll- um tjöldum.  Hljómsveitin Miles from nowhere skemmtir á Ara í Ögri í kvöld.  Hljómsveitin Bítlarnir leikur á Hverf- isbarnum. „Við erum að fara spila saman í fyrsta skipti síðan á útgáfutón- leikum okkar fyrir um hálfu ári. Ég og Addi höfum báðir verið í námi í vetur, ég í Finnlandi og hann í Amsterdam, þannig að við erum að halda upp á að vera komnir heim,“ segir Baddi, einn af meðlimum sveitarinnar For- gotten Lores. Sveitin ætlar að halda þrenna tónleika næstu daga. Þá fyrstu í kvöld í Reykjavík, á Akranesi á morgun og þá þriðju á laugardags- kvöldið á Akureyri. „Þetta verður bæði nýtt og gamalt efni í bland. Við tökum eitthvað af gömlu plöt- unni en auðvitað eitthvað nýtt líka,“ segir Benni, einn af meðlim- um sveitarinnar en hljómsveitin er skipuð auk þeirra Badda, Adda og Benna, Birki og Didda. „Þetta er eiginlega hálfgert djamm fyrir okkur að koma hing- að heim og halda nokkra tónleika. Við höfum heldur enga þörf fyrir að æfa eitthvað því það dugir að horfa hvor á annan og þá kemur þetta allt saman,“ segir Addi. Aðspurðir segja þeir félagar hip hoppið vera í uppsveiflu þessa dagana eftir nokkra lægð. „Þó að allar útvarpsstöðvarnar virðist vera of góðar til að spila hip hopp þá eru alltaf að koma fram ný bönd þannig að það er fullt í gangi,“ segir Baddi. Tónleikarnir í kvöld eru á Pravda bar og opnar húsið klukkan 20. Strákarnir ætla að byrja snemma að spila eða um 21.30. Á morgun verða tónleikar í Hvíta húsinu á Akranesi og á laugardag í Græna hattinum á Akureyri. Húsið opnar fyrir þá tónleika klukkan 22. HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 19 20 21 22 23 24 25 Fimmtudagur JÚLÍ ■ TÓNLEIKAR ■ LJÓSMYNDASÝNING VIÐEY Gönguferðir öll þriðjudagskvöld kl 19:30. Fjölskyldudagar á sunnudögum. Ljósmyndasýning í skólahúsinu um Viðey á fyrri hluta 20. aldar. Tuttugu ný fræðsluskilti í þorpinu. Minnum á listaverk Richard Serra, nýjan upplýsingabækling, ókeypis hjólalán, grillaðstöðu, tjaldstæði, veitingasölu, fjölda gönguleiða, óspillta náttúru og friðsæld. Nánari upplýsingar: arbaejarsafn.is, videy@rvk.is og s: 693-1444. FORGOTTEN LORES Benni, Baddi, Birkir, Addi og Diddi. Hljómsveitin verður með tónleika í Reykjavík, á Akranesi og Akureyri næstu þrjá daga. Uppsveifla í hip hoppinu „Myndirnar á sýningunni eru af fólki í fötum frá listamanninum Jóni Sæmundi sem er að gera frábæra hluti með fatalínuna sína Dead,“ segir Nína Björk Gunnarsdóttir sem opnar aðra ljósmyndasýningu sína í gallerý Iðu, Lækjargötu klukkan sjö í kvöld. Sýningin mun standa yfir í tvær vikur og er hún opin gest- um og gangandi. Sýningin samanstendur af fimm svart-hvítum myndum af fólki sem er flest úr menningar- og listageiranum. Nína tók myndirnar inni á skemmtistaðn- um 22 þar sem áðurnefndur Jón Sæmundur hefur hannað her- bergi sem Nínu finnst geggjað, veggirnir alsettir hauskúpum. „Mér fannst passa best að hafa sama bakgrunn á öllum myndun- um, þó karakterarnir séu öðru- vísi,“ segir Nína. Nína segir að engir tveir sjái sömu manneskjuna sömu augum og því kallar hún sýninguna Með eigin augum. „Ég hef fundið mig í ljós- mynduninni. Ljósmyndunin er besta leiðin til þess að túlka fólk,“ segir Nína sem er búin að stunda ljósmyndun í tvö ár, aðal- lega hjá hinum ýmsu tímaritum. Nína heldur fljótlega utan til Danmerkur þar sem hún mun stunda ljósmyndanám næstu fimm mánuðina. ■ Með eigin augum NÍNA BJÖRK Finnst skemmtilegast að taka myndir af fólki og tísku.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.