Fréttablaðið - 22.07.2004, Page 48
36 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR
AÐ MÍNU SKAPI
LÁRA BRYNDÍS EGGERTSDÓTTIR, ORGANISTI OG SÖNGKONA
Frumflytur óperu í Þýskalandi
TÓNLISTIN Ég hlusta aðallega á klass-
íska tónlist og á orðið rosalega stórt
safn af geisladiskum. Einn diskur með
Ellý Vilhjálms er í sérstöku uppáhaldi
hjá mér og er spilaður reglulega á mínu
heimili. Kærastinn minn hlustar mikið
á gamalt rokk, Deep Purple og fleira
sem ég kemst ekki hjá að hlusta á en í
bílnum kveiki ég á Skonrokki.
BÓKIN Nú er ég að lesa Meistarinn og
Margaríta eftir Mikhaíl Búlgakov, ein-
hver voðalega fræg bók sem ég stal af
bróður mínum því mig vantaði eitthvað
að lesa á meðan ég var í útlöndum.
Mér finnst hún ágæt, rosalega súrreal-
ísk. Annars hafði ég mjög gaman af
Hringadróttinssögu og er að verða búin
með ritsafn Gunnars Gunnarssonar
vegna þess að það er til heima hjá mér.
BÍÓMYNDIN Karlakórinn Hekla er
mynd sem ég hef séð oftar en nokkra
aðra. Við vinkonurnar vitnum í hana
daginn út og inn en ég hef líka farið í
margar kórferðir sjálf. Mér finnst
Diddú alveg yndisleg þegar hún syngur
Næturdrottninguna enda alveg brilljant
húmor í þessari mynd. Ég er lítil bíó-
manneskja og á hvorki sjónvarp né
vídjó en ég á foreldra og bróður sem ég
heimsæki ef mig langar að sjá eitthvað
sérstakt. Síðast sá ég Shrek 2 í bíó sem
var reyndar frábær skemmtum.
BORGIN Kærastinn minn var að út-
skrifast sem læknir og við erum ný-
komin úr útskriftarferð í Taílandi. Þá
stoppuðum við einn dag í Bankok og
gerðum allt sem hægt er að gera á ein-
um degi. Þar er grautur af allra þjóða
kvikindum, fólkið var alveg yndislegt
en hitinn langt yfir 30 gráður og því
gjörsamlega óbærilegur. Við fórum í
siglingu um bakgarða borgarinnar, rölt-
um um chinatown, borðuðum á veit-
ingastað á 61. hæð og skruppum svo á
barinn sem var ofan á húsinu. Nýlega
var opnað lestarkerfi um háloftin þar
sem var rosalegt og borgin er ofboðs-
lega falleg og snyrtileg.
BÚÐIN Skóbúðir eru í miklu uppá-
haldi hjá mér, ég held ég eigi eitt par
úr hverri skóbúð bæjarins. Þó á ég
færri en ég vildi og fleiri en kærasti
minn telur nauðsynlegt. Annars
finnst mér útivistarbúðir alltaf
skemmtilegar.
VERKEFNIÐ Ég var að klára söngnám
sem ég hef stundað undanfarin ár. Af
því tilefni erum við fimm söngvarar að
æfa nýja óperu eftir Þorkel Sigur-
björnsson. Við förum til Þýskalands þar
sem óperan verður frumflutt og haldn-
ir verða tvennir tónleikar. Einnig er ég
að leysa af í Hallgrímskirkju og spila í
brúðkaupum og jarðaförum.
Nemendur hugleiðslu- og jóga-
meistarans Sci Chinmou munu
standa fyrir hugleiðslunámskeiði
um helgina.
Að sögn Eymundar Matthíasar-
sonar, sem er einn af um tuttugu
nemendum Chinmou hér á landi,
er námskeiðið haldið til að kynna
jóga- og hugleiðsluiðkun og
hversu góð áhrif hún geti haft á
fólk. Kenndar verða aðferðir sem
geta komið að góðum notum við
hugleiðslu. „Við hvetjum fólk til
að setja sér markmið í lífinu og
reyna að átta sig á hvað það vill í
raun og veru,“ segir Eymundur.
„Síðan kemur í ljós hvort hug-
leiðslan getur hjálpað því að ná
þeim markmiðum. Við kennum
fólki meðal annars að ná betra
valdi á einbeitingu sinni.“
Eymundur segir að námskeið
sem þetta hafi verið haldið undan-
farin ár og þúsundir manns hafi
látið sjá sig. Vonast hann til þess að
sem flestir kynni sér hugleiðsluna
um helgina. Námskeiðið, sem er
ókeypis, verður haldið í Tónskóla
Sigursveins á móti Gerðubergi í
Breiðholti á föstudag klukkan 20
og aftur á laugardag og sunnudag,
milli 15 og 17. ■
■ HUGLEIÐSLA
EYMUNDUR MATTHÍASSON
Eymundur hefur stundað hugleiðslu í 20 ár og segist hafa haft ákaflega gott af því.
R&B tónlistarmaðurinn Usher
hefur tekið að sér aðalhlutverkið í
nýrri kvikmynd sem verður fram-
leidd af MTV-sjónvarpsstöðinni.
Upphaflega ætlaði MTV að
gera mynd með Usher sem átti að
heita Confessions, eftir nýjustu
plötu hans sem hefur selst í 4,8
milljónum eintaka í Bandaríkjun-
um. Ekkert varð hins vegar af því.
Usher sést næst á hvíta tjaldinu í
myndinni Ray sem fjallar um Ray
Charles sem lést fyrir skömmu.
Hann hefur áður leikið í myndun-
um The Faculty, Light it Up og
She’s All That. ■
Söng- og leikkonan Jennifer
Lopez segist ekki stunda það að
gifta sig sem oftast eins og fjöl-
miðlar hafa haldið fram. Hún
segist hafa fengið ósanngjarna
meðferð hjá blaðamönnum.
„Þeir láta eins og ég sé „rað-
brúður“ eða eitthvað slíkt,“ sagði
hún í viðtali við tímaritið In
Style. Lopez, sem verður 35 ára á
næstunni, gekk upp að altarinu í
þriðja sinn 5. júní með söngvar-
anum Marc Anthony. Fyrsta
hjónaband hennar var árið 1997
með þjóninum Ojani Noa og það
annað í röðinni var fjórum árum
síðar með dansaranum Chris
Judd.
Lopez hefur einnig átt í um-
töluðum ástarsamböndum við
rapparann Sean Combs og leikar-
ann Ben Affleck. Þess má geta að
núverandi eiginmaður hennar
skildi við fyrrverandi eiginkonu
sína aðeins viku áður en hann
kvæntist Lopez. ■
Lopez er engin
„raðbrúður“
Usher í nýrri mynd
USHER
Usher lætur sér ekki nægja að gefa út metsöluplötur. Hann leikur einnig í kvikmyndum
þegar góð hlutverk bjóðast.
Með einbeitinguna
í fyrirrúmi
Rokksveitin Papa Roach gefur út
sína þriðju plötu, Getting Away
with Murder, 31. ágúst. Mörg lög
af plötunni hafa fengið að hljóma
á tónleikum sveitarinnar í sumar
og hafa móttökurnar verið mjög
góðar.
Fyrsta plata Papa Roach,
Infest, sló umsvifalaust í gegn er
hún kom út fyrir fjórum árum.
Næsta plata, Lovehatetragedy,
sem kom út tveimur árum síðar
olli aftur á móti vonbrigðum.
„Viðbrögðin sem við höfum fengið
frá aðdáendum okkar eru þau að
P-Roach séu komnir aftur,“ sagði
Jacoby Shaddix, forsprakki
sveitarinnar, í nýlegu viðtali. ■
PAPA ROACH
Rokksveitin sló í gegn fyrir fjórum árum
með plötunni Infest.
Þriðja platan á leiðinni
■ TÓNLIST ■ KVIKMYNDIR
■ TÓNLIST
JENNIFER LOPEZ
Eigum við ekki að vona að Jennifer Lopez
hafi loksins fundið lífsförunaut sinn.
ÚTIMÁLNING
OG
VIÐARVÖRN
Ferðaklúbbur
eldri borgara
DAGSFERÐ 23. JÚLÍ
Fjallabaksleið syðri -
Álftavatn - Emstrur -
Fljótshlíð.
Verð kr. 4.400
Nokkur sæti laus.
Upplýsingar og skráning
hjá Hannesi Hákonarsyni
í síma 892 3011