Fréttablaðið - 22.07.2004, Side 50
Flestir kannast við ímynd mafí-
ósanna sem birtist okkur í sjónvarpi.
Þetta höfum við séð í myndum eins
og Godfather og í sjónvarpsþáttum
líkt og Sopranos. Eitthvað er um að
rússneskir bófar birtist í sjónvarpi,
en nú hafa þeir fengið nóg því að
slíkir þættir sýni ekki rétta mynd af
þeim. Því hafa þeir ákveðið að fram-
leiða eigin sjónvarpsþátt til að mót-
mæla því hvernig rússneska sjón-
varpið fer með þá. Þættirnir eru
framleiddir af Vitalij Djomocka,
eftir að honum sárnaði hve óraun-
verulegir karakterarnir væru sem
áttu að sýna líf bófanna. Djomocka,
sem hefur verið dæmdur fyrir fjölda
glæpa og hefur því nokkra reynslu
úr glæpaheiminum, skrifaði einnig
handritið fyrir sjónvarpsþættina.
Það er ekki bara að hann fram-
leiði og skrifi þættina, heldur mun
hann einnig leika eitt aðalhluverkið
og hefur sannfært aðra glæpamenn
um að leika í þáttunum og vill með
því gera þættina eins „raunveru-
lega“ og kostur er. Einu leikararnir
sem munu taka þátt í framleiðslunni
eru þeir sem leika lögreglumenn.
Þættirnir, sem byggja á sannri
sögu, munu fjalla um rán á lest sem
var að flytja japanska bíla frá Vladi-
vostok til Ussurijsk í Norðaustur
Rússlandi. Þeir verða sýndir á stað-
arsjónvarpsstöðvum í Rússlandi á
næstu vikum. Engin viðbrögð hafa
fengist frá lögreglunni. ■
38 22. júlí 2004 FIMMTUDAGUR
kl. 8 og 10.10 B.I. 12
SÝND kl. 10 B.I. 14
HHH Kvikmyndir.is
HHH H.L. Mbl.
HHH Ó.H.T. Rás 2
HHH Kvikmyndir.com
HHH Kvikmyndir.is
HHH H.L. Mbl.
HHH Ó.H.T. Rás 2
HHH Kvikmyndir.com
SÝND kl. 5,30 M/ÍSLENSKU TALI
SÝND kl. 8 og 10.30 M/ENSKU TALI
SÝND kl. 4 og 6 M/ÍSL.TALI
SÝND kl. 4, 6, 8 og 10 M/ENSKUTALI
HHHH kvikmyndir.is
HHHH S.V. Mbl.
HHHHH„Allt er vænt sem
vel er grænt.“ K.D. Fbl.
STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA
STÆRSTA GRÍNMYNDALLRA TÍMA
STÆRSTA MYND ÁRSINS
Í BANDARÍKJUNUM
HHH1/2
kvikmyndir.is
Tom Hanks er einhver
útsmognasti, klárasti, færasti
og mest heillandi afbrota-
snillingur sem nokkru sinni
hefur REYNT glæp aldarinnar.
DEVINE INTERVENTION kl. 6
BESTA SKEMMTUNIN
HHH1/2
kvikmyndir.is
HHH
Mbl.
Úr smiðju Jerry Bruckheimers (Pirates
of the Caribbean, Armageddon, The
Rock) kemur hasarævintýramynd
ársins sem enginn má missa af. Með
hinni heitu Keira Knightley úr “Pirates
of the Caribbean” og “Love Actually”
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM
JERRY BRUCKHEIMER
Í GAMAN-
MYNDINNI
SÝND kl. 3.45, 6.20, 8, 9.20 og 10.40 B.I. 14
SÝND Í LÚXUS VIP kl. 8 og 10.40
SÝND kl. 3.30, 5.45, 8 og 10.30
SÝND Í LÚXUS VIP kl. 3.30 og 5.45
Frá leikstjóra Pretty Woman
SÝND kl. 5.30
M/ENSKU TALI
HHHH kvikmyndir.is
HHHH S.V. Mbl.
HHHHH„Allt er vænt sem
vel er grænt.“ K.D. Fbl.
STÆRSTA TEIKNIMYND ALLRA TÍMA
STÆRSTA GRÍNMYNDALLRA TÍMA
STÆRSTA MYND ÁRSINS
Í BANDARÍKJUNUM
Úr smiðju Jerry Bruckheimers (Pirates
of the Caribbean, Armageddon, The
Rock) kemur hasarævintýramynd
ársins sem enginn má missa af. Með
hinni heitu Keira Knightley úr “Pirates
of the Caribbean” og “Love Actually”
FRÁ FRAMLEIÐANDANUM
JERRY BRUCKHEIMER
SÝND kl. 6, 8 og 10 B.I. 14
SÝND kl. 5 og 8 M/ÍSL.TALI
SÝND kl. 5, 7, 9 og 11 M/ENSKUTALI
NORÐURLJÓS kl. 4
PÉTUR PAN kl. 3.50
THE DAY AFTER TOMORROW kl. 5.15
WALKING TALL kl. 10
SÝND kl. 4, 6, 8 og 10.40
SÝND kl. 5, 6, 8, 9 og 11 SÝND Í LÚXUS kl. 5.30, 8.30 og 11.30
HHHHH SV MBL
„Afþreyingarmyndir
gerast ekki betri.“
HHHHH ÞÞ FBL
„Geðveik mynd. Alveg
tótallí brilljant.“
HHHH ÓÖH DV
„Tvímælalaust besta
sumar-myndin.“
HHHh kvikmyndir.com
„Ekki síðri en
fyrri myndin.“
i i
i i.
i . l
llí illj .
í l l
i .
i i .
i í i
i i .
3 0 þ ú s u n d g e s t i r !
Léttgeggjuð grínmynd.
3 barnalegir menn -
3 börn - 3falt gaman!
FRUMSÝND Á MORGUN
TOPP-
MYNDIN
Í USA
[ TÓNLIST ]
UMFJÖLLUN
Í stefnuyfirlýsingu Brúðar-
bandsins má lesa ýmsan fróð-
leik. Liðsmenn bandsins, sjö
konur klæddar í brúðarkjóla,
krefjast þess að fleiri konur rífi
kjaft, karlmannsbuxnatískan
verði þrengri, innflutningstollar
af bleikum varalit verði felldur
niður og að kjaftæðið í samfé-
laginu verði almennt séð minna,
sérstaklega hvað varðar viðhorf
til kvenna.
Brúðarbandið vill hrista upp í
hlutunum og bera stefnuyfir-
lýsingin og textarnir þess
greinileg merki. Tónlistin er
pönk út í gegn með einföldum
hljómum og einfaldri úrvinnslu.
Enginn snilldar hljóðfæraleikur,
söngur eða eitthvað slíkt heldur
meira reynt að gera hlutina
nægilega góða til að þeir komist
til skila og að skilaboðin komist
á framfæri.
Þetta er nokkuð skemmtileg
plata og augljóst að Brúðar-
bandið hefur líka skemmt sér
vel. Upphafslagið Brúðkaupsm-
antran, Hitt lagið um Jón, Sætar
stelpur og Gítarinn brennur
sköruðu fram úr en flest hinna
voru allt í lagi. Er Brúðarbandið
ekki bara hin íslenska útgáfa af
Peaches? Gott mál.
Freyr Bjarnason
Fleiri konur
rífi kjaft
MEIRA!
BRÚÐARBANDIÐ
Rússneskir bófar gera eigin sjónvarpsþátt.
■ SKRÝTNA FRÉTTIN
KAMMERHÓPURINN KRUMMI
Þær eru skrautlegar, þær Helga Þóra Björg-
vinsdóttir, Gyða Valtýsdóttir, Melkorka Ólafs-
dóttir og Ástríður Alda Sigurðardóttir sem
mynda kammerhópinn Krumma. Þær verða
með lokatónleika í Iðnó í kvöld þar sem
þær spila íslenska rímnadansa og þjóðlög
ásamt austur-evrópskum tregatónum.
ÚR SOPRANOS
Ekki er vitað hvort rússneskir gangsterar vilja sjónvarpsþátt sem sýnir þá í sama ljósi
og Sopranos.
Ekki rétt ímynd bófa