Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 1

Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 1
IGNIS FRYSTIKISTUR RAFTÖRG SÍMI: 26660 RAFIOJANSÍMI: 19294 /s/. stúdentar í Osló: Seíja 50 mílna merki Þó-Reykjavik. íslenzkir námsmenn i Osló ætla aö selja merki til stuönings 50 sjó- milna landhelginni á götum Oslóarborgar i dag. Einn námsmannanna, Kristján Guðmundsson, sagði i viðtali við Timann, að sölufólkið myndi bera stór spjöld utan á sér, og á þeim eru helztu forsendur Islending- anna fyrir útfærslunni. Fyrir nokkru hófu islenzku námsmennirnir i Osló sölu á 50 sjómílna merkjum, og hafa þessi merki selzt mjög vel, í gær var búið að afgreiða 15 þúsund merki og búið var að panta 5000 til við- bótar. Sagði Kristján, að merki þessi væru i islenzku fánalitunum og spjöldin, sem námsmennirnir bera utan á sér i dag, verða sömuleiðis i islenzku fánalitun- um. Kristján sagði, að Norðmenn Framhald á bls. 19 Neptúnus selur á mánudag Útgerðarmenn bíða með eftirvæntingu eftir þróun mála Þó-Reykjavik. Nú eru 16 dagar liðnir sfðan landhelgin var færð dt f 50 sjó- milur, og á þessum tima hefur ekkert íslenzkt fiskiskip, utan sildveiðiskipanna, selt afla sinn i erlendum höfnum. Nú virðist ætla að verða breyting hér á þvi að á mánudaginn á togarinn Neptúnus að selja afla sinn i Þýzkalandi. Ætti þá að koma i ljós, hvort þýzkir hafnarverkamenn ætla að gripa til einhverra mótað- gerða, vegna útfærslu land- helginnar. Þeir hafa ekki gert það ennþá, þvi nokkrir is- lenzkir sildveiðibátar hafa landað i Þýzkalandi eftir 1. sept, án þess að nokkuð væri amast við löndunum þeirra þar. Ingimar Einarsson fram-' kvæmdastjóri botnvöruskipa- eigenda sagði i gær, að ekki væri hægt að taka mark á sfld- veiðiskipunum, þar sem Þjóð- verjana vantaði tilfinnanlega sild. Annars vildi Ingimar ekki mikið um málið segja. En sagði þó, að það væri hugur i útgerðarmönnum að láta skip- in sigla, en fyrst yrði að sjá hver þróun mála yrði. Ekki er biiizt við góðuin söliuu i Þýzkalandi i næstu viku, þar seiri þýzkir togarar hafa kom- ið með mikinn ufsa á þýzka markaðinn þessa dagana, — hvar svo sem þ.eir hafa fcngið hann, — en uppistaðan i afla isienzku togaranna um þessar mundir er stórufsi. 210. tölublað — Laugardagur 16. sept. — 56. árgangur RAFTÆKJADEILD Hafnarstræti 23 Símar 18395 & 86500 -<¦-.:-r. ¦ ¦ .. ¦¦¦-. ¦ :'¦¦. :.'; Vísirað mennta- skóla í Kópavogi Stp-Reykjavik Gagnfræðaskóli Austurbæjar og Vighólaskóli 1 Kópavogi voru settir i gær. Verða i fyrsta sinn starfræktar menntadeildar við þessa skóla. Geysileg aðsókn hef- ur verið að menntaskólum i haust, og eiga fyrrnefndar menntadeildir að þjóna þvi hlut- verki að lina nokkuð á þessum fjölda. Menntadeild Gagnfræðaskóla Austurbæjar mun eingöngu þjóna þeim tilgangi aö taka við „yfir- fallinu" frá menntaskólunum næstu tvö ár eða svo. Starfræktar verða tvær bekkjardeildir með 40 til 50 nemendum i vetur. Þessar deildir svara til 1. bekks mennta- skóla og munu fylgja gamla kerf- inu. í Vighólaskóla verða deildirnar þrjár, með um sextiu nemendum. Gagnstætt menntadeildum Austurbæjarskólans munu þessar deildir ætlaðar sem visir að menntaskóla I Kópavogi, en að- eins fyrsti bekkur veröur þó I gangi I vetur. Við setningu skólans i gær flutti menntamálaráðherra Magnus Tveir hvalbátanna koma til Reykjavíkur. Til vinstri er Hvaiur 9, sem liklega mun innan tfðar sigla und- Torfi ölafsson ræöu. ir fána Landhelgisgæzlunnar. (Tlmamynd Gunnar) HVALVEIÐIBÁTAR í FLOTA LANDHELGISGÆZLUNNAR Talin hentugustu skipin, sem völ var á til landhelgis gæzlu, sagði Ólafur Jóhannesson forsætis- og dómsmálaráðherra í viðtali við Tímann KJ—Reykjavík. — Við þurfum að efla Land helgisgæzluna með Öllum tiltæk- um ráðum og þetta voru þau skip, sem helzt voru talin koma til greina við landheigisgæzlu á mið- unum umhverfis landið, sagði Ólafur Jóhannesson forsætiráð- herra i viðtali við Tlmann i gær, i tilefni af útgáfu bráðabirgðalaga um heimild fyrir rlkisstjórnina að taka leigunámi tvö hvalveiðiskip Hvals h.f. Forsætisráðherra sagði, að. ekki hefði náðst samkomulag við eigendur um leigu skipanna, og þessvegna hefði verið gripið til þess ráðs að gefa út bráða- birgðalög um heimild til leigu- náms á skipunum. Þá sagði forsætisráðherra, að beðið væri með óþreyju eftir að varðskipið Þór kæmi úr viðgerð i Danmörku, þvi að sannleikurinn væri sá, að Landhalgisgæzlan hefði ekki yfir að ráðanógumörg- um varðskipum, þegar land- helgin væri orðin svona stór, og verja þyrfti hana fyrir stórum flotum erlendra skipa. — Hvað getur forsætis- og dómsmálaráðherra sagt um fyrir hugaðar aðgerðir varðskipanna gegn landhelgisbrjótum? — Togarar, sem eru að veiðum innan 50 miina landheiginnar, geta búizt við svipuðum aðgerð- um af hálfu Landhelgisgæzlunn- ar og beitt hefur verið að undan- fórnu, ef þeir halda áfram upp- teknum hætti, ef þeir ekki hlýða fyrirskipunum. Annars virðist sem meginhlutinn hlýðnist fyrir- skipunum Landhelgisgæzlunnar og hætti veiðum, þegar varðskip- in gefa skipstjórum fyrirmæli þar að lútandi. Ég vil leggja á það áherzlu, að skipstjórarnir eru að brjóta is- lenzk lög, þegar þeir eru að veið- um innan 50 milnanna, og auðvit- að kemur að þvi, að handtökum verði beitt. Þá er það augljóst mál, að áframhaldandi veiðar brezkra togara innan 50 milna markanna hafa þau áhrif, að allar samn- ingaviðræður verða torveldari. — Hvað vil forsætisráðherra segja um afskipti Adams skip- herra af veiðum togaranna? — Framkoma Adams hefur veriðmjög ögrandi, þar sem hann hefur hvatt til brota á Islenzkum lögum. 1 þvi sambandi vil ég geta þess, að það er algjör tilviljun, að það hefur verið varðskipið Ægir, • sem hefur klippt á togyira lög- brjótanna, en ekki hin varðskipin. Að lokum við ég, að það komi fram, að starfsmenn Landhelgis- gæzlunnar hafa að minu áliti staðið sig vel viö erfiðar aðstæður að undanfórnu. Ganga 15 milur t flota Hvals h.f. eru fjórir skráðir hvalbátar, og eru Hvalur 8 og Hvalur 9 stærstir og nýjastir. Eru það liklega skipin, sem tekin verða leigunámi, en þessi skip eru 481 lest og 630 lest að stærð. Skipin ganga um 15 milur. Hvalvertlðin lýkur venjulega upp úr 15. september, og fer það dálitið eftir veðri og afla, hve lengi hausts veiðarnar eru stund- aðar. 1 gær var búið að veiða 426 hvali, og voru hvalveiðibátar á leið til lands með átta hvali, sem þeir fengu I gær. Bráðabirgðalögin. Forseti íslenda staðfesti I gær, samkvæmt tillögu forsætis- og dómsmálaráðherra, svo hljóð- andi bráðabirgðalög um heimild fyrir rlkisstjórnina til að taka leigunámi tvö hvalveiðiskip h.f. Hvals: „Forseti Islands gjörir kunn- ugt: Dómsmálaráðherra hefur tjáð mér, að rikisstjórnin telji nauðsynlegt að efla Landhelgis- gæzluna að skipakosti við núver- andi aðstæður um óákveðinn tima og telur að hentugustu skip, sem völ er á I landinu til þessara starfa, séu hvalveiðiskip h.f. Hvals á Miðsandi og beri þvi brýna nauðsyn til, að heimild fá- ist til að taka tvö hvalveiðiskip leigunámii framangreindu skyni. Fyrir þvi eru hér með sett bráðabirgða lög, semkvæmt 28. gr. stjórnarskrárinnar, á þessa leið: l.gr. Rikisstjórninni er heimilt að taka á leigu um ótiltekinn tima 1 eða 2 hvalveiðiskip h.f. Hvals á Miðsandi tii notkunar fyrir Land- helgisgæzluna, enda komi fullt endurgjald fyrir afnotin eftir mati dómkvaddra manna, sam- kvæmt ákvæðum laga nr. 67 1917, um framkyæmd eignarnáms. 2.gr. Lög þessi öðlast þegar gildi. Gjört i Reykjavík, 14, septem- ber 1972. Kristján Eldjárn (sign).ólafur Jóliannesson (sign.)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.