Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 13
Laugardagur 16. september 1972 TÍMINN 13 w Arbók Nemendasambands Samvinnuskólans komin út KJ-Reykjavik Fyrsta Árbók Nemendasam- bands Samvinnuskólans er komin út, og er aðalefni hennar nem- endatal yfir fyrstu nemendur Samvinnuskólans, og þá nemend- ur, sem brautskráoust frá skólan- um 1920, 1930, 1940, 1950, 1960 Og 1970. Mynd og upplýsingar fylgja um hvern nemanda. Sigurður Hreiðar kennari I Samvinnuskólanum Bifröst tók að sér ritstjórn árbókarinnar vor- ið 1970, og er þessi fyrsta bók árangur af starfi hans og fleira fólks i Nemendasambandinu. Aætlað er að bækurnar verði tiu alls, og i hverri bók verði upp- lýsingar um árganga skólans á ' tiu ára fresti. Er þessi háttur á hafður, til að sem flestir árgang- ar hafi áhuga á hverri bók. Auk nemendatalsins, er i þess- ari fyrstu bók itarleg ritgerð eftir Andrés Kristjánsson, ritstjóra, um Jónas Jónsson frá Hriflu, og nefnist ritgerðin Skólamaðurinn Jónas Jónsson. Þá ritar Asgeir Asgeirsson, fyrrum forseti, um upphaf Samvinnuskólans, og Jens Hólmgeirsson, fulltrúi, skrifar um hinn fyrsta vetur, sem skólinn starfaði. Loks er gripið niður i fundargerðir Skólafélags Sam- vinnuskólans frá viðkomandi ár- um. — Aftast f bókinni er listi yfir þá, sem lagt hafa útgáfu bókar- innar f járhagslegt lið. Bók þessa fá allir skuldlausir félagar N.S.S. sér að kostnaðar- lausu. Aðrir Samvinnuskólamenn fá bókina með sérstöku aðildar- verði, en hún verður ekki seld i bókabúðum. Arbók Nemendasambands Samvinnuskólans, I., er filmusett i Lithoprenti h.f., offsettprentuð i Leiftri h.f., og bundin i Arnarfelli h.f. Hún er 200 bls. að stærð, prýdd nærri 300 mannamyndum. Ritstjóri er Sigurður Hreiðar. Ar- bókin verður fyrst um sinn til af- greiðslu hjá Reyni Ingibjartssyni, Fræðsludeild SIS, Armúla 3, Simi 38900. Nemendasamband Samvinnu- skólansvarstofnað 14. september 1958, og var fyrsti formaður sam- bandsins Sigurvin Einarsson fyrrv. alþingismaður. Núvernadi formaður er Kristin Bragadóttir. Sendinefnd frá Ríkisút- varpinu í Sovétríkjunum Þann 4 -8. september var stödd i Sovétrikjunum sendinefnd frá islenzka hljóð- og sjónvarpinu i boði hljóðvarps- og sjónvarps- nefndar sovézku stjórnarinnar. 1 islenzku sendinefndinni voru Andrés Björnsson, útvarps- og hljóðvarpsstjóri og Njörður Njarðvik, formaður útvarps- og sjónvarpsráðs. Gestirnir komu til Moskvu og Leningrad. Þeir hittu formann hljóðvarps- og sjónvarpsnefndar stjórnarinnar Sergej Lapin. I Moskvu skoðuðu þeir sjónvarps- turninn i Ostankino og merka staði höfuðborgarinnar. í Lenin- grad skoðuðu þeir beitiskipið „Áróru" og Razlif, sem er ekki íangt frá Leningrad, en sá staður er tengdur lifi og starfi Lenins, Piskarevsk-kirkjugarðinn og heimili Dostojevskij, en þar er nú safn. I viðtali við fréttaritara APN sagði Andrés Björnsson, að til- gangur heimsóknarinnar væri að efla samskipti milli sovézka og is- lenzka hljóðvarpsins og sjón- varpsins. „Frá árinu 1966 höfum við haft tengsl við hljóðvarps- og sjónvarpsnefnd sovézku stjórnar- innar. Þetta er þriðja sendinefnd- in, sem fer frá islenzka hljóð- og sjónvarpinu til Sovétr'ikjanna. Einnig höfum við tekið á móti starfsfólki sovézka hljóðvarpsins og sjónvarpsins á íslandi. Það hefur verið sýnt talsvert af sovézku efni i islenzka sjónvarp- inu, og eins hafa sovézkir sjón- varpsáhorfendur kynnzt Islandi, þegar sýndar hafa verið heim- ildarkvikmyndir frá Islandi i sovézka sjónvarpinu. Samskipti i útvarps- og sjón- varpsmálum þjóna þeim tilgangi að efla vináttu og gagnkvæman skilning milli rikjanna og kynna menningu og lif þjóða þeirra. I þessu sambandi er samvinna Sovétrikjanna og Islands mjög mikilvæg. P.Volichenko. APN. Stefán sýnir Hér er mynd af Stefáni V. Jónssyni frá Möðr dal hjá einu málverka sinna. Sú var tiðin, að hann tamdi hesta, smiðaði skeifur handa þeim að ganga á og lék á har- moniku. Nú helgar hann sig einkum málara- listinni og stundar hana af engu minni áhuga en hitt, sem áður var nefnt. Góðkunningjar Stefáns, fornir og nýir, sam- gleðjast honum i tilefni af sýningunni, og óska honum góðs gengis. Myndin, sem hér birtist, er frá Þingvöllum. -VS. ****** ^ 4... Kindum bjargað úr svelti Eins og Timinn hefur áður skýrt frá urðu ferðamenn i Þórs- mörk þess varir um verzlunar- mannahelgina, að þrjár kindur voru i svelti á syllu i Tindf jallagili og komust hvorki fram né aftur. Var það Einar Halldórsson lög- regluþjónn, sem fyrstur kom auga á þær. ,,Ég er gamall sveit- amaður austan af Héraði," sagði hánn við Timann, er hann færði .blaðinu myndirnar, sem hér birt- ast af einni kindinni I klettunum og t'^'.gunarmönnunum uppi á gilbr •:.iinunr. .-*Þaó var Guðmundur Magnús- sóh teiknikennari, sem seig i gil- ið, Reykvikingur að uppruna, en knár fimleikamaöur og röskur ferðamaður. Var sigið á að gizka tuttugu og fimm metra. Ekki brast kaðla til sliks, þvi að jafnan eru kaðlar i skála Ferðafélagsins, en auk þess voru kaðlar bæði i bil húsvarðarins og langferðabíl As- mundar frá Efstadal, er þarna var i Mörkinni. Jónas Jónsson formaður Leiðrétting Skógræktarfélags íslands A fyrsta fundi stjórnar Skóg- ræktarfélags tslands, eftir aðal- fund félagsins, sem haldinn var á Höfn i Hornafirði 25.-27. ágúst s.l., skipti félagsstjórn með sér verk- um, og er hún skipuð þannig: Jónas Jónsson varaalþm., for- maður, Oddur Andrésson bóndi, varaformaður, dr. Bjarni Helga- son, ritari, Kristinn Skæringsson skógarvörður, gjaldkeri og frú Auður Eiriksdóttir, meðstjórn- andi. Jónas Jónsson. 1 varastjórn félagsins eru: Andrés Kristjánsson ritstj., Jó- hann Hafstein alþm., Ólafur Jónsson kaupm., frú Hulda Val- týsdóttir og Þórarinn Þórarins- son fyrrv. skólastjóri. Athugasemd I tilefni af missögn i útvarps- þættinum „Alitamál" hinn 13. september s.l. i ummælum um sjónvarpsviðtal við Hannes Jóns- son blaðafulltrúa, sem birt var i sænska sjónvarpinu nýlega, skal tekið fram, að einu afskipti utan- rikisráðuneytisins af þvi máli voru þau, að sendiráðinu i Stokk- hólmi var sent svohljóðandi sim- skeyti i tilefni af fyrirspurn þess: ,,Hjá rfkisstjórninni hafa alls ekki komið til tals nein tengsl milli útfærslu fiskveiöilögsögunn ar og afstöðunnar til NATO". Þetta var staðfest i simtali við ritstjóra Alþýðublaðsins hinn 30. ágúst s.l. Utanrfkisráðuneyti, 15. septembef 1972. Pétur Thorsteinsson Seðlabankinn hefur beðið Timann um að birta eftirfarandi leiðréttingu vegna fréttar um uppboðið i Lithoprent i blaðinu i gær: „Lögfræðingur Seðlabankans mætti á umræddu uppboði f.h. Framkvæmdasjóðs Islands vegna f jarveru lögfræðings sjóðs- ins. Vakin er athygli á þvi, að lög- fræðingur vor hefur einnig starf- að fyrir Framkvæmdasjóð frá ár- inu 1967 fram til 1. september s.l„ en þá flutti Framkvæmdasjóður búferlum úr Seðlabankanum, eins og kunnugt er. Krafa Fram- kvæmdasjóðs i Þrotabú Litho- prents h.f. nemur kr. 950.000,00 auk vaxta. Seðlabankinn, hins vegar, á enga kröfu i búið. Krafa sjöðsins er eftirstöðvar láns, sem varð til vegna ábyrgðar á erlendu láni, sem tekið var til kaupa á tækjunum. Skiptaráðandi var mættur á uppboðinu til þess að gæta hagsmuna þrotabúsins og hann hafnaði fyrstu boðum lög- fræðingsins I tækin, en þau boð námu 1/2og 1 millj. króna. Þriðja boð lögfræðingsins kr. 1,3 millj. kr. féllstskiptaráðandi hins vegar á og voru tækin slegin Fram- kvæmdasjóði i hreinni sölu. Má gera ráð fyrir, að Framkvæmda- sjóður selji tækin upp i kröfu sina og kostnað."

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.