Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 8

Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 8
TÍMINN Laugardagur 16. september 1972 Texti: Þ.B. I'vö lilhrigði við stef. NU „KÚRA" ALLIR Þegaigöt «111 f stuiidalöflii li'su nemendur Isttfrum sal. Menntaskólinn við Hamrahlið er orðinn töluvert bákn og eru nú hátt á niunda hundrað nemendur þar, en mun fjölga upp fyrir þús- und þegar öldungadeildin tekur til starfa i næsta mánuði og er skólinn þá orðinn hinn stærsti sinnar tegundar hér á landi. Við fórum þangað upp eftir skömmu eftir að kennsla hófst á dógunum og heilsuðum upp á nemendur og kennara. Komumst við að þvi, að skóli stendur frá þvi kl. 8 á morgnana og fram til kl. 5 á daginn og er það ærinn starfsdag- ur. Liggur i augum uppi, að fólki er nauðsynlegt að næra sig allan þann tima. Var okkur sagt það á kennarastofunni, að bráðlega gætu nemendur fengið heita súpu og að sala á samlokum væri þeg- ar hafin. Var auðheyrt á kennur- um, að þeir töldu ekki nóg að nemendur fengju brauð og súpu, fannst þeir orðnir framlágir þegar á daginn leið. Þótti þeim hlutskipti nemenda utan af landi sérstafclega bágbor- ið, þvi það væri undir hælinn lagt, að þeir fengju nokkurn timann al- mennilegt að éta, þar sem þeir eiga ekki neitt reglulegt heimili allan veturinn meðan þeir sækja skólann. Kom jafnvel fram sú hugmynd, að þeir i hópi nemenda, sem vildu fá soðningu eða þvi um likt i skólanum, mynduðu með sér matarfélag og væri óskandi að rikið legði fram nokkurn hluta þess fjár, sem slikt myndi kosta. Annars sakar ekki að geta þess, að Húsmæðraskóli íslands er i næsta húsi við menntaskólann og er ekki fráleitt að kanna mætti möguleika á samstarfi milli skól- anna. Þessi hugmynd er visast út i hött, en i henni felst, að menntlingar éti það sem ætt er af vinnu húsmæðrakennaranem- anna. Menntaskólinn við Hamrahlið skiptist i fjórar álmur, sem standa tvær og tvær samsiða og stendur hvor tvennd hornrétt á hina um svolitinn garð, i hverjum vaxa plöntur ýmsar og skraut- blóm. í skólanum eru margar vistarverur, kennslustofur, gang- ar, kennarastofa, bókasafnsher- bergi, sem bráðlega verður tekið i notkun, og fl. þ.u.l. Þegar gengið er úr anddyri þessa mikla húss og áleiðis þangað, sem kennslu- stofurnar eru, verður á vegi manns salur mikill á vinstri hönd og opnast hann út i ganginn, þar Sjoppuinenning i menntaskóla. Þessar stúlkur voru í þann veginn að halda heimleiðis,ætluðu aðeins að láta

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.