Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 16
FYRSTA FLUGRÁN A NORÐURLÖNDUM - hótuðu að sprengja í loft upp SAS-flugvél með 90 manns innanborðs Stp-Reykjavik Þrir vopnaöir Króatar rændu I gærkvöldi SAS-flugvél með 86 farþega innanborðs og fjögurra manna áhöfn, er hún var á leið frá Gautaborg til Stokkhólms. Flug- vélin, sem er af gerðinni DC-21, er skráö I Noregi og ber nafnið ,,Gunder Viking". Ræningjarnir neyddu flugstjór- ann til að breyta stefnunni og halda til Málmeyjar, þar sem hún lenti 13 minútur yfir fjögur i gær. Ræningjarnir krefjast þess, aö sjö Króatar, sem sitja i fangelsi i Sviþjóð, verði látnir lausir. Tveir króatanna hafa verið dæmdir i ævilangt fengelsi fyrir morðið á júgóslavneska sendiherranum i Sviþjóð i april I fyrra. Þeir heita Miro Barisic og Andjelike Braj- kovic og eru meðal þeirra, sem l'yrir skömmu brutust út úr einu traustasta fangelsi Sviþjóðar, Kumla, en búið var að handsama þá aftur. Ræningjarnir hótuðu að sprengja flugvélina i loft upp, verði Króötunum ekki sleppt og gáfu frest til kl. eitt i gærkvöld. Um sjö-leytið i gær höl'ðu þeir sleppteinum af farþegunum, sem er sykursjúkur, og voru þá alls 89 manns um borð. Ekki var vitað i gærkvöldi, hvort farþegarnir væru allir Svi- ar, þar sem vélin var i innan- landsílugi, og þá þurfa farþegar ekki að sýna vegabréf. Ahöfnin er sænsk. Lögreglumenn umkringdu flug- vélina, sem stóð á Bulltofta flug- vellinum fyrir utan Málmey, og Olaf Palme kvaddi rikisstjórnina til sérstaks fundar i gærkvöldi kl. hálf sjö til að ræða málið. Ræningjarnir kröfðust þess, að I'logið yrði með fangana sjö i þyrlu til Bulltofta, áður en átta tima fresturinn rynni út kl. 1 eftir miðnætti. ella myndu þeir um- svifalaustsprengja flugvélina loft upp. Um 60.000 Júgóslavar eru bii- settir i Sviþjóð og þar af um 10.000 Króatar. Yfirvöld i Svlþjóð og Júgóslaviu eru að sögn þeirrar skoðunar, að öfgasamtök Króata, Ustasia, hafi flutt aðalstöðvar sinar frá Vestur-Þýzkalandi til Sviþjóðar. Dómsmálaráðherra Svia, Lennard Jájer var kominn á stað- inn i gærkvöldi og stjórnaði sjálf- ur samningaviðræðum við ræn- ingjana, með milligöngu flug- stjórans. Meðal örðugleikanna var það, að ná öllum föngunum, sem ræningjarnir krefjast, i tæka tið, en þeir eru i þrem fangelsum i Sviþjóð. Ræningjarnir settu það að skilyrði, að föngunum yrði komið inn i vélina, og þá myndu þeir sleppa gislunum, en ekki áhöfninni, heldur yrði hún að fljúga með þá til einhvers ótiltek- ins staðar, sem áhöfnin fengi enga vitneskju um, fyrr en flug- vélin legði af stað. Rétt áður en blaðið fór i prentun i ga-rkvöldi. höl'ðu i allt fjórir far þegar komizt út úr l'lugvélinni á Bulltofta, en inni sátu enn 82 far- þegar ásamt áhöfn og ræningjun- um. Kkki var vitað, hvort nokkrir Islendingar væru með vélinni. María Sfúart sýnt um jólin í Þjóðleikhúsinu Maria Stúart eftir Schiller verður sýnd á næstu jólum I Þjóð- leikhúsinu. Leikstjóri verður Ul- rich Eríurth frá Þýzkalandi, og er hann einn af þekktustu leikstjór- um i heimalandi sinu. Hann var i mörg ár leikhússtjóri við aöal- leikhúsið i Frankfurtam Main, en e.r nú framkvæmdarstjóri lista- hátiðarinnar i Hersfeld. Maria Stúarter sem kunnugt er eittaf þekktustu verkum Fridrich von Schillers og hefur leikurinn aldrei verið sýndur á islenzku leiksviði áður. Þýðing leiksins er gerð af Alexander Jóhannessyni, prófessor. Ashkenazy hélt tónleika í Færeyjum ÞÓ—Reykjavik. tslenzki pianósnillingurinn Vladimir Ashkenazy hefur haldið tónleika viða um heim að undan- förnu, en nú er hann kominn i nánd við tsland aftur, þvi I gær- kvöldi hélt hann tónleika I Þórs- höfn i Færeyjum, og er þetta i lyrsta skipti, sem hann heldur tónleika i Færeyjum. Ashkenazy hélt þessa tónleika á vegum Tórshavnar Mussikskúla, og fóru tónleikarnir fram I Kommunuskúlahöllini. Blaðburðarfólk óskast vift eftirtaldar götur: Iljarðarhagi, Tómasarhagi, Laufásvegur, Freyjugata, Laugavegur, Kleppsvegur, Sund- . - laugavegur. Einnig vantar sendla hálfan eða allan daginn, og einn sendil á vélhjóli. Upplýsingar á afgreiðslu blaðsins, Bankastræti 7, simi 12323. SAS-þota af gerðinni DC-9, eins og rænt var i gær. Gengið að kröfum flugvélaræningjanna Seint í gærkvöldi var gengið að kröfum flugræhingjanna og samþykkt að láta lausa sjö Króata, sem sctið hafa f fang- elsum I Sviþjóð. Meðal þeirra eru Króatarnir tveir, sem stóðu að morðinu á júgóslav- ncska ambassadornum f fyrra, cn þcir voru ! lifstlðar- fangelsi. Sænska stjórnin hélt fund i dag vcgna flugvélarránsins. I'aline forsætisráðherra lét ckkcrt hafa eftir sér. Að fund- iiiiini loknum flaug dóms- máiaráðherrann tii Málmeyj- ar og stjórnaði samningaviö- ræðum við flugvélarræningj- ana á flugvellinum. Jafnhliða samningaumleit- ununum voru gerðar ráðstaf- anir til að ná i Júgóslavana úr fangclsunum, scm þeir voru I viða um landið. Fulltrúi júgó- slavneska sendiráðsins fór til fangelsisins rétt utan við Stokkhólm, þar s.em lifstiðar- fangarnir tveir voru I haldi, til að aðstoða við samninga og að flytja þá til flugvallarins. Karþegarnir voru enn í flug- vclinni um miðnætti og átti að halda þeim þar til fangarnir kæmu. Fréttir bárust ekki i gærkvöldi hvaöa skilyrði fiug- vélarræningjarnir settu til að komastúriandi, eða hvert þeir vildu fara, en vist mátti telja, að þeir heimtuðu flugvél til af- nota og að þeim yrði flogið til einhvers tiltekins staðar. Barnakennarar gáfu 50 þúsund Fulltrúaþing Sambands is- lenzkra barnakennara, sem hald- ið var i byrjun júni sl., fól stjórn samtakanna að kynna rök Is- lendinga I landhelgismálinu inn- an þeirra kennarasambanda, er- lendra, sem S.t.B. er aðili að. Stjórn sambandsins hefur sent öllum aðildarfélögum Norræna kennarasambandsins og Alþjóða- samtökum barnakennara ritið „Iceland and the law of the sea", með ósk um, að málstaður fs- lendinga verði kynntur meðal kennara og I blöðum þessara samtaka. A fundi stjórnar S.I.B. 12. september sl. var fagnað útfærslu fiskveiðilandhelginnar i 50 sjó- milur og heitið á alla Islendinga að standa fast saman i þessu lífs- hagsmunamáli þjóðarinnar. Jafnframt samþykkti stjórnin að leggja fram kr. 50.000.00 i land- helgissjóð vegna kaupa á nýju varðskipi. Fær stóra rækju út af Vestfjörðum ÞÓ—Reykjavik. Undanfarnar þrjár vikur hefur vélskipið Hugrún gert tilraun til rækjuveiða djúpt úti af Vestfjörð- um. Litið sem ekkert hefur verið reynt að veiða rækju á þessum slóðum áður, en þrátt fyrir að mikill hluti af úthaldstima Hug- rúnar hafi farið í að leita að rækjumiðum, þá hefur báturinn komið með allt að tveim tonnum af fallegri rækju til Bolungavfkur eftir tveggja daga veiðiferð. Guðfinnur Einarsson á Bol- ungavík sagði i viðtali við Timann i gær, að rækjan, sem Hugrún hefði fengið væri mjög stór og falleg. Fara ekkinema 140 rækjur i kílóið, 350 rækjur þarf yfirleitt I kflóið af þeirri rækju, sem veiðist i isafjarðardjúpi. Þannig má af þessu s.já, hve falleg þessi rækja er. Hugrún hefur ekki fengið in'inii styrk til þessara tilrauna- veiða, og er þessi tilraun gerð á kostnað fyrirtækis Eihars Guð- finnssonar i Bolungavik. Hugrún hefur að mestu haldið sig á svæði, sem er um 40 mflur út. af Bolungavik, en einnig hefur báturinn farið á önnur svæði i leit að rækju, og við það hefur oft orðið töf á veiðinni, t.d. hefur komið fyrir,að trollið hefur rifnað illa á slæmum botni. Rækja virð- ist halda sig mest á 130 faðma dýpi á þessum slóðum. Guðfinnur sagði, að þessi rækja væri öll flutt út á erlendan mark- að, og hcfur fengizt gott verð fyrir hana. Mest af rækjunni heíur farið til Englands, en eins og mál- in standa um þessar mundir, er óvist hvort framhald verður á þvi. Ekki er ákveðið,hve lengi Hug- rún verður við þessar veiðar, en það fer mikið eftir tiðarfarinu. Laugardagur 16. september 1972 HAAR T0LUR HJÁ PÓSTI 0G SÍMA i árskýrslu Pósts- og síma fyrir árið 1970, scm Timinn fckk senda fyrir nokkru, eru margar athyglisverðar tölur, scm gefa góða visbendíngu um, hvc mikið er um að vera I þcssari cimi stærstu stofnun landsins. Við skulum nú lita á nokkrar þeirra: PÓSTKORTUM FJÖLGAÐI MEST Arið 1970 fjölgaði póstsend- ingum i heild um 11,9% miðað við næsta ár á undan. Mest var fjölgunin i póstkortum, eða 23,3%. Alls voru bókfærðar póstsendingar innanlands og til og frá útlöndum 13.887.560 og var verð póstsendinga alls 2.165.850.452 kr. Sala á orlofsmerkjum hækk- aði um 33,8% og sparimerkj- um um 26,6 %. Seld voru or- lofsmerki fyrir 120.429.877 kr., en útborgað orlofsfé var 98.545.671 kr. Samtals seldust sparimerki fyrir 289.599.577 kr. Á árinu nam andvirði burðargjalda, annarra en blaða og timarita, kr. 173.522.035,00, en burðargjöld fyrir blöð og timarit námu á árinu kr. 6.077.267.00 SKEYTASENDINGUM FÆKKADI Arið 1970 voru send 265.867 almenn skeyti innanlands, þar af 156.973 heillaskeyti. Var það minna en árið áður, en þá voru skeytin alls 272.335 og af þeim 166.382 heillaskeyti. Til ut- landa voru send 80.304 skeyti með samtals 1.866.837 orðum. Flest skeytin erlendis voru til Stóra-Bretlands eða 16.486 og þar næst til Danmerkur 14.082. Þá voru send 210 skeyti til Afriku, 776 til Asiu og 164 til Ástraliu. MEST TALAÐ VIÐ DANMÖRKU Arið 1970 voru simtöl er- lendist 49.378 og tóku þau sam- tals 332.430 minútur. Frá út- löndum komu aftur á móti 43.100 simtöl, sem tóku 250.600 minútur. Flest simtöl erlendis voru til Danmerkur, 15.257 sem tóku 101.920 min. Þar næst kom Stóra-Bretland með 11.566 simtöl. Til Afriku var hringt 25 sinnum og 38 sinnum til Asiu og Ástraliu. ÍSLENDINGAR TALA MIKIÐ I SÍMA Arið 1970 var Island i fimmta sæti af sextán, yfir fjölda simnotenda. Þá voru 33,41 simi á hverja 100 ibúa. Bandarikin voru með flesta, eða 57,28, þá kom Sviþjóð með 51,76, Sviss með 46.02, Kanada með 43,43 og þá kom Island. Fæstir simar á hverja 100 ibúa voru á Spáni eða 11,90. Með samtöl á hverja 100 ibúa kemur Island i 3ja sæti með 64.585 samtöl. Á undan kemur Kanada með 69.326 ogBandarikin með 75.559. Not- endur sima' á Islandi árið 1970 voru 57.593 þar af i Reykjavik 41.708. VEIKINDADAGAR VORU 15032 Á ARINU Arið 1970 var starfsfólk Póst- og sima 1643 manns þar af voru 1185 i fullu starfi en 458 ihluta af starfi. Af þessu fólki Frh. á bls. 15

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.