Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 2

Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 2
TÍMINN Laugardagur 16. september 1972 Bréf frá lesendum IIVERT STEFNIR? -BRAUD OG LEIKIR Það er kunnugt úr sögunni, að áður en veldi Rómverja hrundi i rúst, var spilling þess innán f'rá oröin slik, að hrun var óhjákvæmilegt. Fólkið heimtaði brauð og leiki. og fékk hvort tveggja, eoa a.m.k. leiki. Kjöroroio virðist hafa verið ,,að lifa slutt og liia vel"! eins og það var kallað. En þvi er ég að rifja þetta upp? Það er vegna þess, að ég sé ekki betur en islenzka þjóðin, með Reykvikinga i fararbroddi, hegði sér á sama hátt og Kómverjar forðum, og þvistefni lýðveldi islendinga óhjákvæmilega að hruni, nema kippt verði strax alvarlega i taumana, þvi það er drjúgur sannleik- ur iþvi, sem sagter.að sagan endurtaki sig. Til sönnunar þvi vil eg vitna i það, er ég las nýlega og haft er eftir einum af hin- um miklu sagnfræðingum veraldarinnar, Arnold Toynbee. Han segir: „Af tuttugu og einu þekktu menningarriki hrundu nitjan til grunna, ekki vegna utan aðkomandi árása, heldur innri hrörnunar." En hvaða rök eru þá fyrir þessari illspá? Rökin látu á gótum Reykjavikur aðfara- nótt lH.júni s.l., þar sem talið var að mörg hundruð unglingar hafi legið útúr drukknir. Raunar benda orð lögreglustjórans i Reykjavik til þess, að svipað ásland hafi einnig verið viða innan húss, en hann sagðist engin orð eiga til að lýsa ástand- inu, og mun hann þó að sjálf- sögðu margri ljótri sjón vanur. Reykvikingar heimta þvi brauð, leiki og vin, og fá það allt, eins og Rómverjar forð- um. Dagblöð sögðu t.d. frá þvi.að áfengi hefði verið selt i Reykjavik, þann 16. júni fyrir 12 milljónir króna. Takið eftir — 12 milljónir—. iJótt hér sé fyrst og fremst talað um Reykvikinga, er það ekki vegna þess, að þeir einir séu undir sök i þessum efnum, heldur sú sem að framan getur, að i Reykjavik var drykkjuskapurinn, og af- leiðingar hans, mest áber- andi og umtalaður. IIVER.IIK BERA SÖKINA Þessari spurningu er ekki auftsvarað þvi að hér eiga margir hlut að máli. Margir skella mestri, eða allri. skuldinni á unglingana og fordæma hegðun þeirra. En málið er ekki svo einfalt. Þeirra sök er minni en hinna fullorðnu, og er ég þó ekki að firra unglingana sök. Máltækið segir: „Grisir gjalda, en gömul svin valda." Þetta máltæki á áreiðanlega við i þessum efn um. En hvaða fullorðið fólk ber þá sökina? Þvi er fljót- svarað, allir, sem áfengis neyta, hvort sem eru svo- nefndir hófdrykkjumenn, eða þeir, er drekka frá sér ráð og rænu, og þó ekki siður hinir fyrrnefndu, þvi hinir ættu fremur að vera til við- vörunar en fyrirmyndar. Margir, sem kalla sig hófdrykkjumenn, halda þvi fram — annað hvort vegna þess að þeir trúa þvi , eða gegn betri vitund, — að allir geti neytt áfengis i hófi. Þessi kenning er alröng, það sannar hinn mikli fjöldi of drykkjumanna, bæði hér á landi og annars staðar, þvi að þeir menn eru áreiðan- lega fáir, sem af raðnum huga gerast ofdrykkjumenn. En ef skilgreina á það, Sendisveinn óskast Röskan sendisvein vantar nú þegar eða 1. október. Upplýsingar á skrifstofunni, Borgartúni 7. Fyrirspurnum ekki svarað i sima. Áíengis- og tóbaksverzlun rikisins hverjir beri mesta ábyrgð gagnvart unglingunum i þessu efni, ber vissulega fyrst að nefna foreldrana. Börn Iæra fyrst og fremst af foreldrunum, hvort heldur er gott eða illt. Það er næsta furðulegt, hve margir foreldrar loka augunum fyr- ir þeirri staðreynd. Það er þvi fordæmi þeirra, sem mest veltur á. Sök þeirra foreldra, sem áfengis neyta er þvi mikil. Næst á eftir foreldrunum mætti nefna leynivinsala og smyglara. Þeirra hlutur er illur, ég held miklu verri heldur en þeir gera sér sjálf- ir grein fyrir. Og bruggara mætti lika telja i þessum hópi. Þá eru og þeir, er kaupa áfengi fyrir unglinga, þeirra hlutskipti er aumt, en þessir menn eru liklega sjúk- ir, eða þá að þeir hafa tapað allri sjálfsvirðingu vegna áfengisneyzlu. En það eru fleiri en ein- staklingar, sem hafa ósóm- ann fyrir unglingunum. Stór- virkast i þvi efni er sjón- varpið, þótt dagblöðin láti ekki sitt eftir sitja. Það virð ist beinlinis árátta hjá þeim, er safna fréttum fyrir þessa fjölmiðla, að birta myndir frá samkomum eða öðrum veizluhöldum — þar með taldar veizlur opinberra að- ila — þar sem vin er haft um hönd, og þá er sælzt til að taka myndirnar á fólkinu með áfengisglas i höndum. Nú á að heita svo, að áfengisauglýsingar séu bannaðar hér á landi. Ég spyr þvi: Er það ekki brot á áfengislöggjöfinni, að birta áðurnefndar myndir? Eða er nokkur sterkari auglýsing til fyrir notkun áfengis? Það er engin furða þótt unglingar taki þetta sem fyrirmynd. Ég legg þvi til að umræddar myndir verði bannaðar, þar sem þær verði að flokkast undir áfengisauglýsingar. Hvern hugsandi mann hlýtur að furða á þeirri vitleysu, að það sé „fint" að sýna fólk með áfengisglas i höndum, hrópandi orðið „skál", sem i þessari merkingu er eitt ó geðslegasta orð islenskrar tungu, þvi að þetta orð hefur áreiðanlega narrað margan manninn til að taka fyrstu áfengissopana, því að þeir, sem skorast undan að taka þátt i þessum skripalátum eru litnir hornauga af hinum, jafnvel gert gys að þeim. Það má þvi örugglega rekja dauða margs drykkju- mannsins til þessa fáranlega orðs og siðar. IIVAD A AD GERA? Fyrir 3-4 árum skrifaði ég grein um áfengisvandamálið og benti þar á, að breyta þyrfti almenningsálitinu, og þar yrðu skólarnir fyrst og fremst að láta til sin taka, þvi að það stappaði nærri að það verkaði skoplega að fræðsla um skaðsemi áfengis færi fram aðeins einn dag á skólaárinu. Þvi miður hefur engin breyting orðið á þessu. Siðan hina eftirminnilegu aðfaranótt 18. júni s.l. hefi ég fylgzt allmikið með skrif - <um, sem orðið hafa um áfengismálin. 1 þessum skrifum eru allir sammála um, að „eitthvað" þurfi að gera til að bæta ástandið. Flestir telja, að skólarnir verði að vinna að þvi, og almenningsálitið verði að snúast gegn áfengistizkunni. Fleira hefur verið talað um, en engar ákveðnar að- gerðir nefndar, ef frá er tal- ið, að einhver tæpti á inn- ílutningsbanni á áfengi, sem þó er, — þvi miður— óraun- hæf tillaga. Þetta „eitthvað", sem talað er um að þurfi að gera, er i sjálfu sér éngin úrlausn, jafnvel þó að um leið sé talað um að breyta þurfi al- menningarálitinu, þá er ekki nefnt með hvaða aðferðum það skuli gert. Siðan ég skrifaði áður- nefnda grein hefur ástand i áfengismálunum stórversn- að með hverju árinu sem lið- ur.þar til algert met var sett siðasta þjóðh^tiðardag, svo sem skýrt hefur verið frá. Um sömu mundir skrifaði blaðamaður Timans 3 grein- ar i blaðið um næturferðir sinar með lögreglu Reykja- vikur, og það sem fyrir augu og eyru bar i þessum ferð- um. Þessar frásagnir voru svo ofboðslegar, til við bótar þvi, sem sagt var um hátiða- höldin 17. júni, að þær gátu fengið hárin til að risa á höfði manna, og ég held að ýmsir, er lásu þessar greinar, hafi hrokkið við og sannfærzt um, hversu alvarlegt vandamálið er. En hvað á,þá að gera? - Ég legg til að smyglarar, leyni- vinsalar og bruggarar, sem sannir verða að sök, um að brjóta áfengislöggjöfina, verði hýddir opinberlega. Það er skoðun min, að sú • smán yrði til þess að þessir menn hugsuðu sig tvisvar um áöur en þeir færu út i Sólaóir HJÓLBARÐAR TIL SÖLU FLESTAR STÆRÐIR Á FÓLKSBÍLA. BARÐINN ÁRMÚLA 7 SÍMI 30501 þessi lagabrot. Likamlega refsingin gæti verið hóflega sársaukafull. Sektir eða fangelsanir taka þessir menn ekki nærri sér, þvi að hvorutveggja er, að sektir hafa verið svo lágar, að þær eru aðeins til að hlæja að þeim, og að sitja i „steinin- um" virðist ekki talin nein skömm nú orðið, þó að áður fyrr væru þeir ævilangt brennimerktir, sem það ólán henti — þvi að þá þótti slikt ólán. Nei, það má ekki taka með silkihönzkum á áfengislaga- brotum. Bilstjóra, sem upp- visir verða að þvi, að aka undir áhrifum áfengis, ætti við fyrsta brot að svipta öku- leyfi 6-12 mánuði, sekta allt að 40 þúsund kr. f en við endurtekið brot komi 10-15 ára ökuleyfissvipting, og sama sekt og áður er nefnd. Væri brotið mjög alvarlegs eðlis ætti að svipta viðkom- andi mann ökuleyfi ævilangt. Drukknir ökumenn hafa valdið svo mörgu fólki örkumlun eða dauða, að slik- um á ekki að hlifa. — Við öðrum áfengislaga-brotum ættu að gilda tilsvarandi refsingar. Linkind á ekki við i þessum efnum. En hvað á að gera við unglingana, eða hvað þarf að gera,»er að koma þeim i skilning um hættuna, sem stafar af áfengisnotkun. Þarna þarf þvi fræðslu og aftur fræðslu. Það hlutverk verða skólarnir að inna af hendi, þar sem vitað er, að alltof margir foreldrar van- rækja slika fræðslu. Þetta ætti að vera skuldu/ræðsla i skólunum og yrði varið til hennar 1-2 klukkustundum i viku. Þá ætti að nota sjónvarpið langtum meira til fræðslu i þessu efni, en gert er. Ég held,að það gæti orðið væn- legasta leiðin til að breyta almenningsálitinu, eins og allir eru sammála um að gera þurfi. En það þar f að gera fleira. Það þarf að gera unglingana ábyrga gerða sinna. Þar á ég fyrst. og fremst við, að þeim verði gert ljóst, að það hafi miður góöar afleiðingar fyrir þá að koma sér hjá að hlýða. Væri ekki reynandi að lög- bjóða, að hver unglingur á aldrinum 13-15 ára leysti af hendi 2-3ja vikna vinnu- skyldu við þjóðnýt störf t.d. skógrækt, eða önnur ræktun- arstörf undir strangri stjórn góðra manna. Þetta gæti kennt þeim sjálfsafneit- un, en hana skortir flesta unglinga tilfinnanlega. Hömlulaust frelsi unglinga á drjúgan þátt i hvernig komið er i þjóðfélaginu. Það gæti þvi leitt til þess, sem égnefndi i upphafi greinarinnar. Að siðustu vil ég endurtaka það sem áður segir. Af 21 þekktu menningarriki, hrundu 19 til grunna vegna innri hrörnunar. — Reynum að forða okkar riki frá sömu örlögum. Sigurjón Valdimarsson, frá Leifshúsum.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.