Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 15
Laugardagur 16. september 1972 TÍMINN 15 Konan frá Pafreks- fírði slasaðist líka bað er langt frá þvi, að kona Haralds Ólafssonar á Patreks- firði, Birna Jónsdóttir, hafi sloppið litt meidd úr bifreiða- slysinu á Skálanesi á laugar- daginn. Hún er mikið marin, bæði innvortis og útvortis, og meidd á hnjám og úlnlið, auk þess sem • tennur brotnuðu úr henni. — bað bjargaði okkur áreiðan- lega, að við vorum með öryggis- belti, sagði hún, er Timinn ræddi við hana i gær. — Án þeirra hefðum við tæpast sloppið lifs úr þessu — að minnsta kosti ekki án stórkostlegra limlestinga. En ég Ríkisskattanefnd Með breytingu á lögum um tekjuskatt og eignarskatt, er gerð var á s.l. vetri var gerð breyting á skipan rikisskattanefndar. I samræmi við það hafa eftir- greindir menn verið skipaðir i nefndina frá þeim tima til næstu fjógurra ára: Guðmundur Skaftason, hæsta- réttarlögmaður, formaður, Egg- ert Kristjánsson, hæstaréttarlög- maður, og Jóhannes L.L. Helga- son, hæstaréttarlögmaður. Varamenn þeirra hafa verið skipaðir þeir Hallvarður Einvarðsson, aðal- fulltrúi saksóknara rikisins, varaformaður, Ólafur A. Pálsson, borgarfógeti, og Guðlaugur bor- valdsson, prófessor. (Fjármálaráðuneytið) Saxast hefur mikið á útisenur Brekkukotsannáls Stp—Reykjavík. Verið er að taka upp siðustu atriðin á Löngustétt. I gær var verið að taka upp atriði við baka- riið, og eru þetta slðustu útisenur með leikurum og statistum þar. Eftir er að taka útisenur fyrir framan forsöngvarahúsið og rit- stjórahúsið, niðri við höfn og i Lækjargötu. Hefur saxast mikið á útisenurnar undanfarið. Eftir er að taka nokkuð mikið af atriðum innanhúss, og er áætlað,að enn sé eftir um þriggja vikna starf við myndatöku. er öll blá og marin undan beltinu og hef átt mjög örðugt með andardrátt. Bæjarstjórn Akraness gaf 200 þúsund í landhelgissöfnunina Á fundi sinum, þann 12. sept. '72, samþykkti bæjarstjórn Akra- ness svohljóðandi tillögu: „Bæjarstjórn Akraness fagnar útfærslu fiskveiðilögsögunnar i 50 sjómilur, og þeim mikla samhug, sem þjóðin hefur sýnt I þessu mikilvæga lifsbjargarmáli. Væntir bæjarstjórnin þess, að framkvæmd útfærslunnar megi vel takast og fullur sigur vinnist sem fyrst. Jafnframt samþykkir bæjar- stjórnin að gefa kr. 200 þús. i Landhelgissjóð." Björgunaræfing íSaltvík Sameiginleg æfing allra björgunaraðila landsins verður haldin i Saltvik á Kjalarnesi um helgina. bað er Hjálparsveit skáta i Reykjavik.sem boðar til æfingar- innar i tilefni af 40 ára afmæli sveitarinnar, sem er um þessar mundir. betta er i fyrsta skipti sem slik æfing er haldin, en þátttakendur verða úr flestum björgunarsveit- um sunnan-og vestanlands. Búizt er við 200—300 þátttakendum á æfinguna, en fyrirkomulag henn- ar verður þannig, að á laugardag verður flutt erindi, haldnar æf- ingar i ýmsum þáttum björg- unarmála og verður þátttakend- um þá skipt niður i starfshópa, en á sunnudag verður sameiginleg leitaræfing. Leitaræfingunni verður stjórn- að af sameiginlegri leitarstjórn allra aðila. Saltvik er að mörgu leyti heppi- legur staður fyrir slika æfingu. Húsakynni til fyrirlestra eru næg og stutt er i Esju til æfingahalds. bess má geta, að talstöðvarvakt verður allan timann, sem æfingin stendur. * í$^ ¦'.'.'¦'..¦ .. . ' ' ..-.¦.¦ ,.::::¦¦ :::.:^Z:--'-'- '¦'¦'.:¦ .- ¦ . " ¦::¦¦....,.,. ¦¦¦¦..¦.¦;,..:,:.,.:¦,,¦¦¦ Sigurður og Magnús við eitt verkanna á sýningunni. TímamyndGE. Tveir halda málverkasýningu bö-Reykjavik Tveir ungir myndlistarmenn, Sigurður örlygsson og Magnús Kjartansson opna málverkasýn- ingu I kjallara Norræna Hússins i dag. Á sýningunni eru 61 verk, 22 eftir Sigurð og 39 eftir Magnús. beir félagar leggja báðir stund á myndlistarnám. Sigurður hefur verið i Myndiistaskólanum og i fyrra var hann við Listaakademí- una I Kaupmannahöfn og ætlar hann sér á.sömu slóðir I vetur. Sigurður hefur haldið eina sjálf- stæða sýningu áður. Magnús hefur verið við nám I Myndlistaskólanum i 3 vetur, og árið 1969 vann hann við grafik. Komandi vetri ætlar hann að verja til náms við Listaakademi- una i Kaupmannahöfn. Sýning þeirra félaga er opin al- menningi i dag frá 4-10 og frá og með morgundeginum fram til 24. sept. verður sýningin opin frá 2- 10. Fyrir nokkru efndi Ferðaskrif- stofan Drval til getraunar. Heitið varað verðlauna þann, sem sendi rétta lausn á stafaþraut. Mikil þátttaka var I getrauninni, þvi yfir 3.000 lausnir bárust, þar á meðal ein frá Moskvu. Dregið var um verðlaunin, 22ja daga úrvalsferð til Magaluf- strandarinnar á Mallorca, ásamt dvöl i Apololbúð, 7. september, að viðstöddum fulltrúa frá Borgar- fógetaembættinu. Verðlaunin hlaut Kristin Eyjólfs- dóttir, Sæviðarsundi 29, Reykja- vik. Lionskaffí í Lœkjarbotnum A sunnudaginn efnir Lions- klúbbur Kópavogs til kaffisölu i sumardvalarheimilinu i Lækjar- botnum, en þá er réttað i Lög- bergsrétt. Agóði af kaffisölunni rennur i minningarsjóð Brynjúlfs Dagssonar læknis, en sjóöurinn styrkir þau börn, er þess þurfa með, til dvalar I sumardvalar- heimilinu, sem Lionsklúbburinn beitti sér fyrir að yrði byggt og kostaði aö verulegu leyti. Munu Lionsfélagar ganga um beina, en kaffisalan hefst klukkan 14. Fyrir skömmu keypti Lions- klúbbur Kópavogs búninga fyrir skólahljómsveit Kópavogs, sem getið hefur sér ágætan orðstir undir stjórn Björns Guðjónsson ar, og verða búningarnir afhentir uppi i Lækjarbotnum á sunnu- daginn. Hljósveitin leikur uppfrá undir stjórn Björns klukkan 15—17. Strætisvagnsferð verður frá Fé- lagsheimili Kópavogs uppeftir klukkan 15 og heim aftur klukkan 17. Lionsfélagar vona að sem flestir komi og slái þrjár flugur i einu höggi: Að drekka gott kaffi með gómsætum heimabökuðum kökum, hlusta á hina ágætu hljómsveit og siðast en ekki sizt að styrkja gott málefni. Landhelgissjóður: Framlög frádráttarbær A föstudaginn gaf fjármála- ráðuneytið út reglugerð, sem tryggir, að gjafir til Landhelgis- sjóðs munu verða frádráttarbær- ar frá tekjum við álagningu tekjuskatts á tekjur ársins 1972. Selja merki Framhald af bls. l. styddu íslendinga eindregið I landheígismálinu, og sést það bezt á þvi, að slðan byrjað var að selja 50 milna merkin og það fór að bera á þeim á götum borgar- innar þá hefur eftirspurnin aukizt dag frá degi. „betta er eins og snjóbolti, sem hleður utan á sig," sagði Kristján. Slðustu daga hefur mikill fjöldi póstkorta frá stuðningsmönnum íslands I landhelgismálinu borizt til Tlmans frá Noregi. I gær komu t.d. 165 kort, og á þau höfðu tæp- lega 600 manns skrifað nafnið sitt. Póstur og sími gS**' starfaði 826 i Reykjavik en 817 utan Reykjavikur. Veikindadagar hjá þvi starfsfólki, sem fullkomin fjarveruskráning er til yfir, voru á árinu 15.032 dagar, þar af 7973 hjá konum og 7059 hjá körlum. Veikindadagar á hvern ársmann voru árið 1970, 13,0 en árið áður 13,9, og skiptust veikinda dagar eftir aldri starfsfólks þannig. að þeir sem voru á aldrinum 51 til 60 ára voru oft- ast frá, siðan 41 til 50 ára og þar næst 61 til 70 ára. Minnst veikindi voru hjá þeim, sem voru undir 20 ára. Alls fengu konur fri vegna barnsburðar i 2331 dag á árinu, en samtals voru fjar- verudagar kvenna, þar með- talið orlof og fleira 20.492 en hjá körlum voru þeir 20.052. Félag járniðnaðarmanna Wm Allsherjar- atkvæðagreiðsla Ákveðið hefur verið, að allsherjarat- kvæðagreiðsla skuli viðhöfð um kjör full- trúa Félags járniðnaðarmanna til 32. þings Alþýðusambands Islands. Tillögum um sex aðalfulltrúa og sex varafulltrúa ásamt meðmælum a.m.k. 72 fullgildra félagsmanna skal skilað til kjörstjórnar félagsins i skrifofu þess að Skólavórðustig 16, fyrir kl. 18,00 þriðjudaginn 19. þ.m. Stjórn Félags járniðnaðarmanna Tónlistarskóli Kópavogs Skólinn verður settur i dag kl. 2. Nemendur eru vinsam- lega beðnir að hafa stundarskrá meðferðis. Oskað er eftir þvi að nemendur.sem eingöngu stunda nám við forskóla- deild mæti ekki.en haft verður samband við þá siðar. Skólastjóri. Landhelgisgæzlan vill ráða vélstjóra með full réttindi nú þegar. Upplýsingar sendist afgreiðslu Timans fyrir 21. sept. merkt: Landhelgisgæzlan 1357.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.