Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 11

Tíminn - 16.09.1972, Blaðsíða 11
Laugardagur 16. september 1H7Z TÍMINN. 11 Hver verður kjörinn „Knatt- spyrnumaður ársins 1972"? Alf—Reykjavik. Senn fer að liöa að lokum keppnistimabilsins i knattspyrnu. islandsmótinu er svo gott sem lokið og skriður að komast á bikarkeppnina. Það er þvl ekki seinna vænna að hefja árlega skoðanakönnun meðal lesenda Timans um „Knattspyrnumann ársins", en slik skoðanakönnun hefur farið fram fjórum sinnum áður og nýtur sivaxandi vinsælda. Að venju er engum heimilt að senda nema einn atkvæðaseðil inn til blaðsins. Hann verður að vera greinilega merktur nafni sendanda, heimilisfangi og sima- númeri — og að sjálfsögðu með nafni þess knattspyrnumanns, sem viðkomandi álitur bezta knattspyrnumann ársins. I fyrstu skoðanakönnun Timans hlaut Hermann Gunnarsson, Val, langflest atkvæði, en þrjú siðustu ár hefur Ellert Schram, KR, borið sæmdarheitið „Knattspyrnu- maður ársins". Ef að likum lætur verður meiri spenningur i sambandi við sk'oð- anakönnunina i ár en oftast áður, þar sem islenzkir knattspyrnu- menn hafa verið jafnari en áður. Skoðanakönnuninni lýkur 10. október n.k. Atkvæðaseðlana á að senda til ritstjórnarskrifstofu Timans. Og utanáskriftin er: Knattspyrnumaður ársins" c/o Timinn, PO 370. A þessari mynd sést Kristján „Knattspyrnumanni ársins 1971'1 Fyrsti seðillinn fylgir hér: Knattspyrnumaður ársins Ég kýs............................ sem knattspyrnumann ársins 1972. Nafn............................... Heimilisfang....................... Simi ............................... Benediktsson, framkvæmdastjóri Tlmans, afhenda EUert Schram, knattspyrnustyttuna. Hver verður knattspyrnumaður ársins 1972? Guðmundur sigraði í sinni grein í „Heimsmeistara- keppni öldunga" Guðmundur Hermannsson stóð sig með mikilli prýði á alþjóðlegu frjálsíþróttamóti fyrir fertuga og eldri, sem haldið var I Köln I vik- unni, en þetta mót er stundum Liverpool bauð stórfé í Albert fyrir 27 árum - án þess, að hann hefði hugmynd um það. Forráðamenn Liverpool skýrðu frá þessu tilboði í hófi, sem Albert var viðstaddur í Liverpool á miðvikudaginn Núna í vikunni/ tutt- ugu og sjö árum eftir að Albert Guömundsson lék með Glasgow Rangers, var hulunni svipt af leynitilboði/ sem Liver- pool gerði Glaskow Rangers um kaup á ís- lenzka leikmanninum árið 1945. Það var einn af forráðamönnum Liverpool sem skýrði frá því í hófi, sem haldið var eftir leik Liverpool og Eintrack á miðvikudag- inn, þarsem Albert Guð- mundsson var staddur sem sérstakur fulltrúi Evrópuknattspyrnusam- bandsins, að Liverpool hefði boðið tuttugu þús- und sterlingspund fyrir Albert Guðmundsson, en því boði var hafnað, af þeirri einföldu ástæðu, að Rangers gat ekki Albert — vissi ekki um upphæð ina fyrr en löngu slðar. ráðskazt með Albert, þar sem hann lék sem áhugamaður með liðinu. „Ég vissi, að Liverpool hafði áhuga", sagði Albert, þegar iþróttasiðan innti hann eftir þessu, en Albert er ný- kominn heim frá Englandi. „Hins vegar hafði ég enga hugmynd um upphæðina fyrr en núna". Enda þótt tuttugu þúsund sterlingspund þyki ekki há upphæð fyrir knattspyrnu- mann nú, þótti þetta geysihá upphæð fyrir tuttugu til þrjá- tiu árum. ,,íog held samt, að ég hefði aldrei þegið þetta boð. Hugur minn stefndi til London — til Arsenal — mesti dýrðar- ljóminn stóð um það". Eftir að forráðamenn Liver- pool höfðu skýrt frá þessu á miðvikudaginn höfðu brezkir blaðamenn og útvarpsmenn samband við Albert og óskuðu eftir viðtölum við hann. Kom Albert m.a. fram i brezka út- varpinu (BBC), þar sem m.a. var rætt um þetta mál og margt fleira. Albert sagði, að förin til Liverpool hefði gengið mjög vel, en hann fylgdist með framkvæmd leiksins fyrir Evrópuknattspyrnusam- bandið. ,,En bezt þótti mér þó að frétta um hina ágætu frammistóðu islenzku liðanna i Evrópukeppninni", sagði hann að lokum. nefnt „Heimsmeistarakeppni öldunga". Sigraði Guðmundur I kúluvarpskeppninni, varpaði 17,27 metra. Ekki hófum við fregnað hverjir skipuðu næstu sæti, en meðal keppenda i kúluvarpinu voru ýmsir frægir menn, t.d. Olympiu- meistarinn frá Helsinki 1952. O'Brien frá Bandarikjunum. Guðmundur Hermannsson stát- ar því af titlinum„heimsmeistari öldunga" i kúluvarpi. Nánar verður skýrt frá úrslitum i móti þessu eftir helgina. Tapar Fram sínum fyrsta leik á sunnudaginn? Enn sem komið er hefur Fram engum leik tapað á yfir- standandi keppnistimabili og sigra&. bæði i Reykjavikur- og tslandsmóti. Liðið á eftir að leika einn leik i Islandsmótinu — gegn Val laugardaginn 23. september — en á morgun, sunnudag, hefst keppni Fram- ara i Bikarkeppni KSI með leik gegn KR. Fer leikurinn fram á Mela- vellinum og hefst kl, 14. Verð- ur fróðlegt að vita, hvort Fram gengur eins vel i Bikar- keppninni og Reykjavikur- og. Islandsmótinu. KR-ingum gekk ekki allt of vel i íslands- mótinu og háðu fallbaráttuleik við Viking, en hins vegar hefur KR-liðinu oftast gengið vel i Bikarkeppninni i leikjum gegn Fram. Spurningin er þvi sú, hvort Fram tapar sinum fyrsta leik á keppnistimabil- inu á sunnudaginn. Þess má geta, að Sigur- bergur Sigsteinsson er kominn aftur i Fram-liðið og lék sinn fyrsta leik eftir Olympiuferð- ina i fyrrakvöld gegn Breiða- blik. Guðmundur Hermannsson — heimsmeistari öldunga I kiilu varpi. Virén og Görderud settu ný heimsmet! r Arangur í langhlaupum byggist fyrst og fremst á vinnu og fórnfýsi, segir Virén Fjölmörg frjálsiþróttamót. fara nú fram að loknum Olympluleik- unum, þar sem nýbakaðir olympiumeistarar o.fl. keppa. Eitt slíkra móta fór fram i Helsingfors á fimmtudag og þar voru sett tvö heimsmet. Lasse Viren, hinn tvöfaldi olympiumeistari Finna bætti hið sex ára gamla heimsmet Ron Clarke frá Astralíu í 5 km hlaupi um 2/10 úr sek., hljóp á 13:16,4 min. Virén, sem nú er tvímæla- laust bezti langhlaupari heims hafði yfirburði, þar sem næsti maður, Bretinn Dave Bedford hljóp á 13:30,0 mín. Vaatáinen, Finnlandi varö þriðji á 13:35,4 min. Virén á nú heimsmet bæði i 5 og 10 km hlaupum, hann setti met i 10 km á OL eins og kunnugt er, hljóp á 27:38,4 mín. Virén er hlédrægur og látíaus ungur mað- ur, sem tekur iþrótt sina mjög al- varlega. Hann sagöi við frétta- mannTimansi OL-þorpinu meðan á leikunum stóð, að árangur i langhlaupum, sem öðrum grein- um Iþrótta byggðist fyrst og~ fremst á vinnu og fórnfýsi. Það yrði að hlaupa tugi kilómetra á hverjum degi og einnig eftir á- kveðnu kerfi. Þegar svona væri komið yröi iþróttamaðurinn að hafa létta vinnu og stuttan vinnu- dag. Annars væri allt unnið fyrir gíg- Hitt heimsmetið á mótinu I Helsinki setti Sviinn GSrderund I 3000 m. hindrunarhlaupi, bætti heimsmet Astraliumannsins O'Brien um 1,2 sek. hljóp á 8:20,8 min. Finninn Kantanen varð sjónarmun á eftir, en fékk sama tlma. Garderund var eitthvaö miður sín á OL, en sannaði þarna ágæti sitt með þvl m.a. að sigra bronsmanninn Kantanen. Loks sigraöi Finninn Vasala OL- meistarinn I 1500 m Bandarikja- manninn Wottle I 800 m. hlaupi. Vasala hljóp á 1:44,6, en Wottle hljóp á 1:47,6 min. Vasala er frá bær hlaupari, en ekki eru æfingar hans af lakara taginu, hann hleypur þetta 30 til 40 km. á hverjum degi! Ö.E.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.