Tíminn - 21.10.1972, Page 13

Tíminn - 21.10.1972, Page 13
Laugardagur 21. október 1972 TÍMINN 13 Agúst við eitt verka sinna, Maður með blað. Timamynd Róbert Ég mála bara eins og mér er eðlilegasf - málverkasýning Ágústs Petersen í Bogasalnum Stp—Reykjavík t dag hefst málverkasýning Ágústs F. Petersens i Bogasal Þjóðminjasafnsins, og stendur hún til 29. okt. Sýndar eru þrjátiu myndir og eru allar til sölu nema fjórar, sem eru i eiknaeign. ódýr- asta myndin er á 2000 krónur, en sú dýrasta Gömlu krærnar, á 65.000.00 kr. Agúst er Vestmannaeyingur að ætt og uppruna og eru allmargar myndir einmitt þaðan. Þá er hann þarna meö óvenjumikið af mannamyndum, portrett-mynd- um, að eigin sögn. Lætur nærri, að það sé helmingur myndanna. Agúst kveðst hafa byrjað að mála um fermingu með vatnslit- um heima i Vestmannaeyjum. — Ég pantaði liti og pensla eftir frönskum pöntunarlista. Siðan labbaði ég bara niður á pósthús og leysti það út með islenzkum krónum sagði Ágúst. 1946 byrjaði Agústaö læra hjá Þorvaldi Skúla- syni listmálara en hann lærði hjá honum i fjóra vetur. Sagðist Ágúst hins vegar ekki vera undir nokkrum áhrifum frá honum i túlkun sinni. — Eg mála bara, eins og mér er eðlilegt, þetta er minn tjáningar- máti og hefur alltaf verið. Það má segja, að þetta sé naturalismi.- Dýrasta myndin, Gömlu krærn- ar, er frá Vestmannaeyjum, en þar voru fiskverkunarhúsin alltaf kallaðar krær, segir Agúst. Það var alltaf talað um að fara niður i krána eða króna. Þessir kofar stóðu á súlum frammi i sjó, en eru nú allir horfnir. Agúst hefur haldið áður einka- sýningar, og auk þess tekið þátt i fjölda samsýninga bæði heima og erlendis. Siðast hélt hann einka- sýningu i Keflavik i fyrra, en sið- ast i Reykjavik árið 1970. Mynd- irnar á sýningunni nú eru allar nýjar og hafa ekki verið sýndar áður. Það má geta þess i lokin, að Agúst var á listamannalaunum siðastliðin þrjú ár, en i ár hlaut hann starfslaun til hálfs árs (38.000.00 á mánuði.) Kennslubók um umferðarmál Komin er út hjá Rikisútgáfu námsbóka ný bók um umferðar- mál, eftir Sigurð Pálsson kenn- ara, og nefnist hún Vegfarandinn. Bókin er einkum ætluð 10-12 ára börnum. Efni bókarinnar er tviþætt. Annars vegar eru fróðleiksmolar úr sögu umferðarinnar og ýmissa farartækja. Hins vegar er fjallað um ýmis atriði úr umferðarlögum og reglum. Hinir sögulegu þættir eru vel til þess fallnir að vekja áhuga og umræður, áður en fjall- að er um hið eiginlega námsefni. Af einstökum köflum má nefna: Hjólið, Frá barnavagni til bifreiðar, Aukin umferð, A gangi, Löggæzla, Úr umferðarlögunum, Hver á réttinn?, Reiðhjólið, Slys og Fyrsta bifreiðin. Enn fremur eru i bókinni myndir af umferðar- merkjunum i litum, og aftast eru nokkrar hjólreiðaþrautir. 1 bók- inni er fjöldi teikninga eftir Sig fús Halldórsson. Setningu annað- ist Prentsmiðja Jóns Helgasonar, en prentun Litbrá hf. Bifreiða- viðgerðir — Fljótt og vel af hendi leyst. — Reynið viðskiptin. — BIFREIÐASTLLINGIN Síðumúla 23. Sími 81330. Unglings piltur óskast á reglusamt sveita- heimili i vetur. Upplýsingar i sima 12001 siðdegis. Electroniskar myndagerðarvélar frá Rudolf Hell í Þýzkalandi Ned-vélar: Klischograph K 150 m / einu neti 26 rasta. Klischograph K 151 2. neta (Dual sereen) 24 og 32 rasta ásamt sogi (Vacuum Device) til að halda plötunni sléttri á meðan hún grefur. Strikavél: Line Klischograph S 240 ásamt 16 filtur- um til I itagreiningar. Fj. lína 183—244—344 Lines / in. Varahlutir og etni er til í allar vélarnar. Skurðhnífur góður m / sænsku blaði. Fræsari frá Binswanger c/o Kienle (BKI) mjög góður, má fræsa litmyndir. Afstillingaborð. Tilboð óskast í framangreinda hluti, sem seldir verða í einu lagi eða hver fyrir sig. Nánari upplýsingar gefur Guðjón Einarsson hjá myndagerð Tímans, Sölvhólsgötu 12, sími 10295. BIIMMII'MHl® nbmmiaðOA Hnannar r-nnilásar I I I ICfl I* |#ll I Nylonrennilásar “ ■ opnir. Má I mrenni lása r lokaðir og opnir. Allar stærðir og litir. Sími 15583 Frá B.S.A.B. Verötilboð óskast í miðstöðvarketil 30. ferm., með brennara og þrýstikút. Til sýnis aö Asparfelli 2-12 (tala við Einar Jónsson). Tilboðum sé skilaö á skrifstofu B.S.A.B., Siðumúla 34. B.S.A.B. Tilkynning til bifreiðaeigenda Nú þegar vetur gengur i garð og reikna má með að hálka myndist á vegum, vill Bifreiðaeftirlit rikisins minna á eftir- farandi: Hafið góða hjólbarða undir bifreiðinni og vel búna i hálku. Þegar notaðir eru negldir hjólbarðar, eykst öryggi, ef allir hjólbarðarnir eru vel negldir. Hafið alla hjólbarða bifreiðarinnar af sömu gerð. Sérstaklega er hættulegt að hafa hjól- barða með þverböndum (radial dekk) á framási, en meðskábönduim(cross ply) á afturási. Reykjavik, 21. okt. 1972. Bifreiðaeftiriit rikisins. :4<' 4:1 VjU. • ", í ,-;r * ■ t c ■ ;V,r‘. '• rs >w* r Ú Kf, Orðsending frd Hitaveitu Reykjavíkur tii löggiltra pípulagningameistara í Reykjavík Að gefnu tilefni eru pipulagninga- meistarar minntir á, að samkvæmt reglugerð um hitalagnir i Reykjavik, ber að tilkynna til Hitaveitu Reykjavik- ur jafnóðum allar breytingar, sem gera skal á hitakerfum húsa i borginni. Ilitaveita Reykjavikur. i'4 M I 4- Vr p-Ú u sy- •IV't í I y-’ Vh % 15

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.