Tíminn - 07.11.1972, Blaðsíða 9
Þriðjudagur 7. nóvember 1972
tltgefandi: Framsóknarflokkurinn
Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson. Ritstjórar: Þór-:i:;
arinn Þórarinsson (ábm.), Jón Helgason, Tómas Karlsson;i:i
Andrés Kristjánsson (ritstjóri Sunnudagsblaðs Tfmáns)iiii
Auglýsingastjóri: Steingrimur Glslasón, Ritstjórnarskrif-j:
stofur í Edduhúsinu við Lindargötu, simar 18300-18306^
Skrifstofur i Bankastræti 7 — afgreiðslusimi 12323 — auglýs-ijji
ingasimi 19523. Aðrar skrifstofur:simi 18300. Askriftargjaláiji
225 krónur á mánuði innan iands, i lausasöiu 15 krónur einíií
takið. Blaðaprent h.f.
Iðnmenntunin
Iðnmenntunin mun ráða miklu eða mestu um
það i framtiðinni, hvort þjóðin heldur hlut sinum
til jafns við aðrar. Þvi er það öfugþróun, sem
getur átt eftir að hafa alvarlegar afleiðingar, að
menntaskólarnir eru yfirfullir, en hins vegar
fækkar þeim, sem leggja stund á iðnnám.
Rétt er að geta þess, að fækkun iðnnema stafar
engan veginn af þvi einu, að færri vilji leggja
stund á iðnnám en menntaskólanám. Iðnfræðslu-
kerfið veldur þvi.að færri leggja stund á iðnnám
en vilja. Það útilokar marga unglinga, sem vilja
komast i iðnnám.
Af framangreindum ástæðum verður það að
teljast þakkarvert, að Iðnnemasamband Islands
hefur látið framkvæma á vegum sinum mjög
itarlega athugun á núgildandi iðnfræðslulögum
og i framhaldi af þvi gert tillögur um breytingar
á þeim. Þessar tillögur eru mjög itarlegar og
margar hinar athyglisverðustu. Spurningin er
hins vegar, hvort þær ganga nógu langt til að
breyta kerfinu, enda segir i greinargerð fyrir
þeim, að ,,þó þessar tillögur til breytinga á iðn-
fræðslulögunum miði ekki að gjörbyltingu á
þeim, heldur fyrst og fremst að sniða agnúa af
þeirn, skal það skýrt tekið fram, að höfundar
þessara tillagna telja það brýna nauðsyn,að
algjör umbylting eigi sér stað i iðnskólakerfinu i
átt til fullkominnar verknámskennslu, og ættu
þvi þessar tillögur, ef að lögum yrðu, einungis að
standa um skamma hrið”.
Núverandi rikisstjórn ber að taka þessum til-
lögum vel og stefna jafnframt að þeirri gjör-
breytingu á iðnfræðslukerfinu, að iðnnám verði
öllum opið i fullkomnum verknámsskólum. Ef til
vill er það nú mest aðkallandi i öllu skólakerfinu.
Sök Breta
Morgunblaðið boðar i Reykjavikurbréfi sinu á
sunnudaginn var, að nú séu að verða þáttaskil i
stjórnarandstöðu Sjálfstæðisflokksins. Hér eftir
megi vænta harðari andstöðu flokksins undir for-
ustu þeirra Jóhanns Hafsteins og Geirs Hall-
grimssonar.
Það á vist að vera sönnun um þetta, að Mbl.
ræðst i sömu grein harkalega á stefnu rikis-
stjórnarinnar i landhelgismálinu og kennir henni
um, að ekki sé búið að ná samkomulagi við Breta.
Hvað er Mbl. eiginlega að fara? Hingað til hefur
það verið sameiginlegt álit þeirra, sem um þessi
mál hafa fjallað af hálfu stjórnmálaflokkanna, að
tilboð þau, sem Bretar hafa gert okkur, gengju
svo skammt, að ómögulegt væri fyrir íslendinga
að sætta sig við þau. Það væri þvi sök Breta, en
ekki íslendinga, að samkomulag hefði ekki náðst.
Þetta hefur verið afstaða fulltrúa Sjálfstæðis-
flokksins ekki siður en annarra flokka.
Af þessum nýju skrifum Mbl. virðist hins vegar
mega ráða, að blaðið telji það sök rikisstjórnar-
innar, en ekki Breta, að samningar hafa ekki
náðst. Sé þetta raunveruleg skoðun Mbl., væri
fróðlegt að fá það skýrt nánara. Eða er þetta að-
eins geðvonzkukast, sem á að vera merki um
hina hörðu stjórnarandstöðu Geirs og Jóhanns?
Þ.Þ.
TÍMINN
Grein úr Newsweek:
Tekst samvinna milli
Kínverja og Japana?
Það myndi valda hvítum þjóðum miklum áhyggjum
IBÚAR Kina eru 800
milljónir, og landið á gnægð
auðlinda. Ef það tengdi mögu-
leika sina iðnaðarmætti Jap-
ana yrði til risaveldi, sem væri
nægilega máttugt til þess að
stjórna heiminum i bókstaf-
legum skilningi. Tilhugsunin
er truflandi.
Þessi draumur — eða mar-
tröð eftir þvi, hver i hlut á —
um austurlenzkt risaveldi hef-
ir áratugum saman ásótt
stjórnmálamenn, iðjuhölda og
hernaðarsérfræðinga bæði i
austri og vestri. Hann gekk
undir nafninu „gula hættan” i
Bandarikjunum og Evrópu, en
Japanir nefndu hann „hið
mikla svið sameiginlegrar
velmegunar i Austur-Asiu”.
Rússum hefir ávallt staðið
stuggur af þessum möguleika,
en þeireru nágrannar beggja.
Hugmyndin komst að nýju á
kreik i haust, þegar þeir skál-
uðu, brostu hvor til annars og
skiptust á gjöfum, forsætis-
ráðherrar Japans og Kina.
HUGMYNDIN um samruna
Kina og Japans er skynsam-
leg, að minnsta kosti fræðilega
séð. Japanir eru meðal tækni-
þróuðustu þjóða heims. Land-
ið er hins vegar þétt setið,
skortur er á vinnuaflijOg hrá-
. efni verður að flytja frá út-
löndum. Kinverjar eru i
mörgu sjálfum sér nógir, en
þeir eru afar skammt á veg
komnir i iðnþróun. Þeir gætu
hins vegar iagt fram hráefni,
vinnuafl og markað fyrir sam-
einað iðnframleiðsluátak. Auk
þess eiga þjóðirnar sameigin-
lega mjög mikilvægan menn-
ingar- og bókmenntaarf.
Þegar forsætisráðherra
Japana kom til Kina i haust
með föruneyti sinu, þurftu
gestirnir ekki á túlk að halda
til þess að lesa fyrir sig áróð-
urspjöldin, sem hvarvetna
blasa við. Þeir gátu allir tekið
sér dagblað i hönd i Peking og
fengið allsæmilega hugmynd
um, hverju þar væri verið að
koma á framfæri. Tanaka for-
sætisráðherra Japana þurfti
ekki að æfa sig i notkun mat-
prjóna áður en hann fór til
Kina eins og Nixon forseti
varð að gera. Þegar Chou En-
lai laut áfram og rétti Tanaka
gómsætan bita með matprjón-
um sinum,þurfti enginn hjálp-
armaður að rjúka til og út-
skýra fyrir japanska forsætis-
ráðherranum, hve þetta lýsti
djúpri og innilegri gestrisni.
JAPANIR hneyksluðust
heldur ekki á þvi fyrirbæri i
kinversku þjóðlifi, sem vest-
rænir menn nefna „hópkerf-
un”. Japanir þekkja af eigin
raun það félagslega viðhorf,
að óskir einstaklingsins séu
minna metnar en hagur hóps-
ins eða samfélagsins. Erfiðis-
vinnumönnum i japönskum
verksmiðjum, sem koma
saman á hverjum morgni til
þess að syngja söng fyrirtækis
sins, væri hin kinverska
flokksfræðsla engin hneyksl-
unarhella.
En er þá unnt að reisa
heimsveldi hvað þá risaveldi á
matprjónum og söng? Hver
veit?
Raunar eru efnahagsmögu-
leikarnir hvergi nærri eins
miklir og sumir áhugasamir
Japanir hafa lengi trúað. Að
visu hafa Kinverjar fyrir
skömmu keypt verksmiðjur,
gufualfsstöðvar, flutningaskip
og ýmsar fjárfestingarvörur
frá Japan. Japanskur við-
skiptajöfurhefur þó bent á, að
Kinverjar „kæra sig ekki um
að flytja inn mikið af vélbún- -
CIiqu Kn-lai og Tanaka skála
aði eða samgöngutækjum.
Þeir vilja heldur kaupa eitt
eða tvö sýnishorn af hverju
einu og smiða svo sjálfir eftir
þeim”
KtNVERJAR eru þegar
farnir að smiða myndavélar
og litil útvarpsviðtæki,og Jap-
anir þykjast sjá fram á, að
þeir verði einn góðan veður-
dag að fara að keppa við Kin-
verja á almennum markaði i
Suð-austur Asiu. Tanaka for-
sætisráðherra sagði fyrir
skömmu. „Rangt er að lita á
Kina sem markað i þeim ein-
falda skilningi, að ef sérhver
Kinverji keypti eina skó væru
þar með seldar 800 milljónir
para”.
Um auðlindirnar er það að
segja, að enn mun langur timi
liðajáður en Kinverjar geta til
dæmis fullnægt eigin oliuþörf
hvað þá meira. Japanir verða
þvi enn um nokkra áratugi að
treysta á oliu frá Mið-Austur-
löndum og þá um leið að flytja
út vörur fyrir dollara til þess
að geta greitt hana.
Þó svo óliklega færi, að
draumar hinna bjartsýnustu
Japana rættust og viðskiptin
við Kina fjórfölduðust fyrir
1980, næmu þau samt sem
áður ekki nema þremur af
hundraði af heildarviðskiptum
Japana við aðrar þjóðir, en
rúmur fjórðungur þeirra við-
skipta fer fram við Bandarik-
in. Japanski hagfræðingurinn
Saburo Okita segir:
„Efnahagslega séð munu Jap-
anir eiga tiu sinnum meira
undir viðskiptum sinum við
Bandarikin en viðskiptum
við Kinverja”.
Á HITT er að lita, að Kin-
verjar eiga erfitt með að
gleyma, eins og Chou En-lai
tók skýrt fram i haust, enda
þótt þeir kunni að fyrirgefa
Japönum afbrot þeirra. Við-
varandi andúð Kinverja á
Japönum og tortryggni i
þeirra garð stafar ekki ein-
vörðungu af minningunni um
grimmdarverk þeirra, heldur
og svikum þeirra við málstað
Asiu frá sjónarhóli Kinverja
séð.
Þegar þjóðirnar stóðu báðar
andspænis vestrænni nýlendu-
stefnu fyrir rúmri öld, treystu
Kinverjar á eigin yfirburði,
visuðu „villimönnunum” á
bug og fóru sina leið, en Jap-
anir tileinkuðu sér vestræna
tækni i snatri og héldu velli.
Kinverskir býltingamenn dáð-
ust um skeið að iðnvæðingu
Japana og litu á þá sem fyrir-
mynd annarra Asiumanna. En
-svo aðhylltust Japanir sjálfir
heimsvaldastefnu og hófust
handa um að undiroka aðrar
Asiuþjóðir. „Aðdáun Kinverj-
anna á aðhæfingu Japan að
nútimanum snérist þá upp i
hatur á þeim, þessum heims-
valdasinnuðu villimönnum,
sem héldu Kina vanmáttugu
til þess að geta mergsogið
það”, segir Chalmers John-
son, bandariskur sérfræðingur
i málefnum Asiu.
HVAÐ svo sem sögunni
kann að liða/er yfir margar og
erfiðar torfærur að fara áður
en um raunverulega sam-
vinnu getur orðið að ræða.
Japanir munu enn vilja halda
Taiwan sem aðskildu við-
skiptasvæði, enda þótt þeir
hafi slitið stjórnmálasam-
bandi við rikisstjórnina þar.
Þar er eitt ágreiningsefnið við
Kinverja, auk hinna oliuauð-
ugu Senkapu-eyja á Kinahafi,
Kóreumálsins og stjórnmáia-
framtiðar Suð-austur Asiu,
þar sem Japanir eiga þegar
afar mikilla viðskiptahags-
muna að gæta. Maynard
Parker, yfirmaður skrifstofu
Newsweek i Hong Kong, hefur
vikið að þessu með svofelldum
orðum:
„Kinverjar fylgja — eða
segjast fylgja — byltingum i
hinum ýmsu rikjum Asiu, en
Japanir vilja umfram allt
varðveita óbreytt ástand, af
þvi að þá vantar bæði hráefni
og markaði fyrir iðnvarning
sinn. Gætu Kinverjar haldið
að sér höndum ef horfur væru
á, að Suð-austur Asia yrði eins
konar hálfnýlenda Japana og
ætti allt sitt undir þeim? Kysu
ekki Kinverjar fremur að
keppa þar um markaði og
áhrif við Japani en að eiga við
þá nána samvinnu?”
MEST veltur þó á spurning-
unni um, hvor ætti að hafa á
hendi forustuna i samvinnu
Kinverja og Japana. Báðar
þjóðir hafa lengst af talið Kina
eldra og æðra veldi. Báðar
þjóðirnar hafa viðurkennt
yfirburði Japana undangengin
áttatiu ár, að minnsta kosti i
tækni og efnahagsmálum. Nú
eru þessar risaþjóðir i fyrsta
sinni i sögunni að hefja sam-
skipti á jafnræðisgrundvelli,
og hvorug vill láta sinn hlut i
þvi efni.
1 sögu þjóðanna finnast eng-
in dæmi um samvinnu þeirra
sem jafningja. 1 þessu sam-
bandi segir Maynard Parker:
,,Af gamalgróinni skynsemi
álita Asiumenn yfirleitt, að
hveitibrauðsdagar Kinverja
og Japana verði endasleppir,
Framhald á bls. 19