Tíminn - 07.11.1972, Blaðsíða 14
14
TÍMINN
Þriðjudagur 7. nóvember 1972
„Er það satt, sem ég heyri að engillinn eigi að fara með? En hvað ég
er fegin.
Portman færði sig út að glugganum, sem hann stóð við fyrir matinn,
og litlu séinna kom konan hans til hans.
„Þetta er dálaglegt, það verð ég að segja”.
„Já, en hvað er hægt að taka til bragðs gagnvart svona fólki?”
Frú Portman var i vafa um, hvort hún ætti að segja manni sinum, að
Burmastúlkan ætti von á sér, en varð sjálfri sér gröm fyrir að hafa
áhuga á jafn ómerkilegu máli. Hún var farin að hugsa um sina eigin
þrá eftir börnum, þegar Tuesday kom brosandi inn með kaffibollana.
Hann hvarf hljóðlega inn i eldhúsið, þegar allir höfðu fengið bolla.
„Getur þú imyndað þér fáránlegri klæðaburð?”
Hún lét athugasemdinni ósvarað, hún var að hugsa um, hve oft
Paterson væri með Burmastelpunni. Þá sagði Portman:
„Ég get alls ekki sætt mig við, að þau fari með”.
„Ég þarf að tala viðungfrú McNairn”, sagði frú Portman, en hún var
varla lögð af stað, þegar Paterson sagði:
„Ef þið eruðöll búin að fá kaffi, gerið þá svo vel að setjast”.
Það var andartaks þögn. Hún fann að hann hafði gripið hana glóð-
volga, og ekki bætti úr skák, að hann beið þess brosandi, að hún settist,
svo að hann gæti sjálfur sezt.
„Má ég spyrja einnar spurningar?” spurði Betteson. „Ég á við, get
ég verið hreinskilinn, eða á ég að tala rósamál?”
Paterson hélt sykurmola i kaffinu, og beið þar til hann var orðinn
brúnn, þá lét hann hann detta. Portmann sá, að hann kinkaði kolli við
spurningu Bettesons og hugsaði: Hana nú, þar kemur það. Það lá viö,
að Portman fyndi til óblandinnar samúðar með Betteson. Vist var
hann óheflaður, krufsíegur og lágstéttalegur en þegar á þurfti að halda,
hafði hann hjartað á réttum stað, það varð hann að viðurkenna.
„Um hvað snýst það svo?” spurði Paterson.
„Finnst yður rétt, að taka þessa tvo aukafarþega?”
„Já, það finnst mér”.
„Hm. Það finnst mér ekki”.
„Jæja, þá er ekki nema ein lausn á þvi,” sagði Paterson og gaf fylli-
lega til kynna, að frá hans bæjardyrum séð væri málið útrætt.
„Ég ætlaði einmitt að fara að segja það”, greip Portman fram i. Af-
dráttarlaus spurning Bettesons hafði stappað stálinu i Portman, svo að
hann öðlaðist kjark til að láta til skarar skriða. „Ég sé enga frambæri-
iega ástæðu til að við verðum endilega samferða, ef einhver hefur á
móti þvi.”
„Okkur er hagur i þvi að hafa samflotá tveim bilum, ef eitthvað kæmi
fyrir. Ef i harðbakkann slær, getum við skilið annan bilinn eftir og
haldið öll áfram i hinum”.
„Nú eruð þér aftur óþarflega svartsýnn”.
„Ég fæ ekki séð, að þaðsem þér segið, réttlæti á nokkurn hátt að taka
þessa tvo innfæddu yðar með, alveg öfugt hefði ég haldið.
„Þau eiga að búa til mat og þess háttar.”
„Hvað það snertir, þá...”
„Gerið þér yður ekki grein fyrir þvi maður, að við gætum orðið allt að
þrjár vikur á leiðinni, og ekki er verra að fá sæmilegan mat.
Drengurinn býr til góðan mat og systir hans lika. Auk þess er hann
mjög kunnugur landinu”.
„Það sögðuð þér ekkert um áður”.
„Jæja, fyrst það er þess vegna, horfir málið öðru visi við,” sagði frú
Portman.
Hún horfði brosandi i augu Patersons.
„t hverju eigum við að sofa?” spurði ungfrú McNairn. Svo virtist
sem hún hefði fengið áhuga fyrir nytsömum hlutum, þegar Paterson
fór að tala um venjulegan mat á leiðinni.
„Við höfum þrjú tjöld meðferðis”, sagði Paterson. „Aður en þið
komuð,lét ég skrifstofumanninn i myllunni útbúa lista yfir það, sem
hver og einn á að taka með sér fyrir utan persónulega muni. Þið skuluð
bara halda ykkur við listann, þá kemur þetta af sjálfu sér. Reynið að
dragast ekki með allt of mikið af minjagripum og þess háttar drasli”.
Byrjar hann aftur, hugsaði Portman. Þrátt fyrir allt var ekki hægt
annað en dást að manninum. Hann var ótrúlega smekklaus, en dug-
legur. Hann hugsaði fyrir öllu, lika fyrir þau hin. Ef til vill var þetta
ekki svo slæm hugmynd, að taka Burmakrakkana með til að láta þau
gera verstu verkin. Strákurinn bjó til góðan mat, og varðandi systur
hans, þá... Sennilega var þetta ekki svo vitlaust eftir allt saman.
„Billinn er tilbúinn úti núna,” sagði Paterson. „Einn af bilstjórunum
i myllunni á aðaka ykkur til bæjarins aftur”.
„Eigið þér við okkur?” spurði Betteson.
„Já, ykkur og frú McNairn og Connie”.
„Sama og þegið, en viðerum með hjólkerru”.
„Þið ættuð samt sem áður heldur að fara i bilnum. Bilstjórinn hefur
skipun um að biða eftir farangrinum ykkar og koma með hann hingað.
Ég þarf að ganga endanlega frá dótinu.
Skömmu siðar stóðu þau öll úti i hvita og rykuga garðinum hans
Patersons. Sólin hellti geislum sinum miskunnarlaust yfir krónu
jakarandatrésins. Um leið og þau gengu út, leit frú Portman i siðasta
sinn á gluggana, sem þau Portman kæmu aldei til með að hengja
skrautleg silkitjöld fyrir. Frú Betteson var orðin þægilega hýr og þess
vegna ennþá opinskárri en venjulega. Hún sagði hátt og glaðlega við
manninn sinn:
„Er það ekki dásamlegt, að engillinn skuli eiga að fara með i ferða-
lagið? Finnst þér það ekki, Joe?”
Langt i fjarska, hinum megin við viðáttumikla bambusskógana
sunnan fljótsins, kvað við skothrið og fallbyssudrunur — loftið titraði af
sprengingunum, eins og af fjarlægu þrumuveðri.
Hitinn kvaldi frú Portman, og hún þráði að komast i sundlaugina i
klúbbnum. Bettesonshjónin, frú McNairn og Connie höfðu komið sér
fyrir i bilnum og ætluðu að fara að aka af stað, þegar hún lét undan
löngun sinni:
„Get ég fengið að vera með? Ég ætla ekki lengra en i klúbbinn. Mig
langar að fá mér bað, i siðasta sinn”.
5. kafli.
Það var kyrrt og hljótt i klúbbnum, þegar frú Portman kom þangað.
Hið eina, sem rauf kyrrðina, var gosbrunnurinn i grynnri enda laugar-
innar. Það var enginn i bókasafninu né heldur á flötinni eða I búnings-
herberginu, nema innfædda konan.,sem gætti lyklanna. Hún fór strax
inn i geymsluna til að sækja sundföt frú Portman. Skóhljóðið berg-
málaði i flisalögðum ganginum.
Þegar frú Portman hafði afklætt sig, stóð hún nakin dálitla stund og
naut þess, hvernig hitatilfinningin og löngunin eftir félagsskap
Patersons hurfu. Hún þurrkaði hugsandi af sér svitann og leit niður
eftir grönnum sólbrúnum likama sinum. Förin eftir sundfötin voru
greinileg, en hana hafði alltaf langað til að verða brún lika þar.
Þar sem hún var einsömul i klúbbnum, fyrir utan innfæddu konuna,
og þar sem majór Brain kæmi að öllum likindum ekki til baka frá
sjúkrahúsinu á næstunni, kom henni til hugar að fara i laugina eins og
hún stóð, án sundfatanna. Þá datt henni i hug, hvað manni hennar
fyndist um svo heimskulegt tiltæki og hún fann gremju sina vaxa. Á
1252
Lárétt
1) Blóm.-6) Svik.-8) Glöð.- 10)
Hrós.-12) Nafar.- 13) Röð.- 14)
Verk.- 16) Snæddu.- 17)
Timabils,- 19) Tapa,-
Lóðrétt
2) Hratt,- 3) Nes,- 4) Hár,- 5)
Gjald.- 7) A ný,- 9) Fiska.- 11)
Mjólkurmat.- 15) Grænmeti.-
16) Kærleikur,- 18) Guð,-
Ráðning á gátu No. 1251
Lárétt
1) Kapri.- 6) Sáu.- 8) Lok.- 10)
Tál,-12) Ot,-13) Sá,- 14) Mat,-
16) Nam,-17) Ómi,- 19) Klett,-
Lóðrétt
2) Ask,- 3) Pá,- 4) Rut,- 5)
Glúms.- 7) Gláma.- 9) Ota,-
11) Asa,- 15) Tól,- 16) Nit,- 18)
Me,-
ilii mm t'
Þriöjudagur 7 .
nóvember.
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnirkl. 7.00, 8.15 og 10.10.
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 Eftir hádegið- Jón B.
Gunnlaugsson leikur iétt lög
og spjallar við hlustendur.
14.15 Fræðsluþáttur um
almannatryggingar
Umsjónarmaður: Orn Eiðs-
son upplýsingafulltrúi
(endurt)
14.30 Bjallan hringir.
15.00 Miðdegistónieikar
16.00 Fréttir.
16.15 Veðurfregnir.
Tilkynningar.
16.25 Popphornið . Þorsteinn
Sivertssen kynnir.
17.10 Framburðarkennsla i
þýzku, spænsku og
esperanto.
17.40 Ótvarpssaga barnanna:
„Sagan hans Hjalta litla”
eftir Stefán Jónsson. Gisli
Halldórsson leikari les (7)
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskra
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Fréttaspegill
19.35 Umhverfismál.
19.50 Barnið og samfélagið: í
heimsókn á skóladag-
heimili. Margrét Margeirs-
dóttir félagsráðgjafi sér um
þáttinn.
20.00 Frá alþjóðakeppni i
pianóleik i Brússei i júni s.l .
20.40 Frimerki og söfnun
þeirra • Jón Aðalsteinsson
cand.mag. flytur stutt
erindi.
20.55 Leontyne Price syngur
amerisk trúarljóð með kór
og hljómsveit undir stjórn
Leonards de Paur.
21.20 „Járnblómið”, kafíi úr
nýrri bók eftir Guðmund
Danielsson. Höfundur les.
21.40 iþróttir. Jón Asgeirsson
sér um þáttinn.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir. Tækni og
visindi'- Um veitingu
Nóbelsverðlaunanna i ár
Umsjónarmenn: Guðm.
Eggertsson próf. og Páll
Theódórsson eðlisfr.
22.35 Harmonikulög, Horst
Wende og félagar leika létt
lög.
23.00 Á hljóðbergi.
23.45 Fréttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.
iMBiii
Þ RIÐJUDAGUR
7. nóvember
20.00 Fréttir.
20.25 Veður og auglýsingar.
20.30 Ashton-f jöiskyldan.
Brezkur framhaldsmynda-
flokkur. 28. þáttur. Vegur
dyggðarinnar. Þýðandi
Heba Júliusdóttir. Efni 27.
þáttar: John Porter er illa
haldin af langvarandi
þreytu og svefnleysi, og
Margrét treystist ekki til að
segja honum frá sambandi
sinu við Michael. Hún
heldur uppteknum hætti og
heimsækirMichael á kvöldin,
og gistir .stundum hjá
honum. Eina nótt, þegar svo
stendur á, tekur John of
stóran skammt svefnlyfja,
en er bjargað i tæka tið.
Philip Ashton er særður og
hefur misst sjónina um
stundar sakir.
21.25 Umhverfisvernd.
Umræðuþáttur i sjónvarps-
sal. Umræðum stýrir
Magnús Bjarnfreðsson, en
aðrir þátttakendur eru Árni
Reynisson. Eyþór Einars-
son. Hjörleifur Guttormsson
og Vilhjálmur Lúðviksson.
22.00 Appassionata. Þáttur úr
brezkum tónlistarflokki,
þar sem pianósnillingurinn
Daniel Barenboim leikur
verk eftir Ludwig van
Beethoven eða stjórnar
flutningi þeirra.
22.30 Dagskrárlok.