Tíminn - 07.11.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 07.11.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Þriðjudagur 7. nóvember 1972 Lokastaðan í Reykja- víkurmótinu l.okastaðan i Heykjavikur- mótinu i handknattieik meistaraflokk karla er þessi: Valur Vik. Kram KK Arm. Þróttur ÍK Kylkir 7 5 11 K(>: 7 1 3 (I 91: 7 5 0 2 99: 7 4 0 :i 85: 7 2 2 2 91: 7 1 :t :t 80: 7 1 2 4 79: 02 11 77 II 70 10 75 8 7010 48:105 Iíins og sjá má, þá eru lið Vals og Vikings jöfn að stigum og cf Vikingur kærir ekki leik- inn gegn ÍK, þá fer fram auka- leikur um Keykjavikur- m cistaratitilinn. Markhæstu menn: Kinar Magnússon, Vik.,:i:t (17) Axel Axelsson, Kram :tl (18) Vilbcrg Sigtryggss, Arm., 20(11) Brynjólfur Markúss. ÍK24 (14) Björn Jóhanness. Arm., 22 ( 5) Agúst Svavarsson, ÍK 22(10) Bjiirn Hétursson, KK 21 ( 0) Bergur Ouðnason, Val 20 (10) Trausti Þorgrimss. Þrótt. 19 ( ) llaukur Ottesen, KK 18 ( 9) llalldór Bragason, Þrótti 18(20) Björgvin Björgvinss. Krain 10 ( 7) Guðjón Magnússon, Vik. 10(17) Jóhann Krimannss. Þrótti 10(17) Þorvarður Guðmundss. KK 10 ( 5) olafur Jónsson, Val 10 (21) Kins og nienn vita, þá eru mörkin, sem leikmennirnir skoruðu i Keykjavikurmótinu i fyrra innan sviga fyrir aftan inörkin, sem leikmennirnir liafa skorað i mótinu nú. Kinar Magnússon, skau/.t upp i efsta sætið á listanum, en hann skoraði sjö mörk gegn Armaii ni. Vannst á 11 rétta Salan á getraunaseðlum eykst jafnt og þétt og er potturinn kominn I rúmlega hálfa milljón. Siðast vannst potturinn á 11 rétta og var það ung stúlka úr Mývatnssveit, sem hafði heppnina með sér. Nánar er sagt frá þessu annars staðar I blaðinu. Annar vinningur vannst á 10 rétta og voru 20 með 10 rétta og fengu þeir 7.000 kr. á mann. Maria Jensdóttir, heitir unga stúlkan (2. ára) sem hafði 11 rétta. Hún var mcð leik Sheff. Utd. og Stoke, rangan á seðlinum sinum. Mjög mikið varð úm óvænt úrslit á get- raunaseðli 32 og voru spámenn blaðanna, með aðeins 3-5 rétta. Fáránlegar reglur í gildi Setja verður fyrir þann leka, að leikmenn, sem hljóta áminningu í meistaraflokki geti tekið leikbann sitt út í 2. flokki. Jafnframt verður að koma í veg fyrir, að það bitni á félagsliðum, þó að leikmenn þeirra hljóti áminningar í landsleikjum Ekki varð úr þvi, að urslita lei kur Vest- mannaeyinga og FH- inga færi fram um síð- ustu helgi, eins og ráð- gert hafði verið. Ástæð- an var sú, að Vest- mannaeyingar komust ekki til meginlandsins vegna óhagstæðra veð- urskilyrða. Var ekki hægt að fljúga til Eyja á laugardagsmorguninn, og leikmenn Vest- mannaeyja gerðu ekki tilraun til að verða sér úti um far með Herjólfi, sem sigldi til Þorláks- hafnar á laugardags- morguninn. Þvi hefur verið fleygt, að Vestmannaeyingar hefðu haft sáralitinn áhuga á þvi að leika bikarúrslitaleikinn á laugar- daginn, þar sem einn þeirra bezti leikmaður, örn Óskars- son, er i leikbanni, en áður höfðu Vestmannaeyingar gert tilraun til að fá úrslitaleik i bikarkeppni 2. flokks milli IBV og ÍBA flýtt til að leysa örn úr leikbanninu. Ekki skal neinn dómur lagð- ur á það, hvort Vestmannaey- ingar hafi reynt til fullnustu að útvega sér far til Reykjavikur eða ekki. En það hlýtur að vera öllum mönnum ljóst, hversu fáránlegt það er, að það skuli vera mögulegt fyrir leikmann,sem leikur bæði með 2. flokki og meistaraflokki, að taka út leikbann, sem hann hlýtur fyrir meistaraflokks- leik, i leik með 2. flokki. Þarna er gat á reglunum. Það er svo annað mál, að það er jafn fáránlegt, að leik- maður, eins og örn Óskars- son, sem fær áminningu i landsleik, skuli gjalda þess i félagsleik. Ef halda á þeirri reglu til streitu, er hætt við, að félögin verði treg til að ljá leikmenn sina til landsleikja. KSÍ-þing verður háð eftir hálfan mánuð. Það hlýtur að vera skýlaus krafa, að þessi atriði, sem hér hafa verið nefnd, verði lagfærð. Þess má að lokum geta, að leikbanni Arnar hefur verið aflétt, þar sem úrslitaleikur 2. flokks var háður á sunnudag- inn, án þess að hann gæti tek- ið þátt i honum. Það þýðir, að hann hefur tekið bann sitt út, og getur leikið með IBV i úr- slitaleik bikarkeppninnar, sem háður verður um næstu helgi. Staðan hjá kvenfólkinu Sex leikir hafa verið leiknir i meistaraflokki kvenna og er staðan nú þessi: Kram 2 2 0 0 12: 4 4 Valur 2 2 0 0 12: 4 4 Arm. 2 10 1 5: 4 2 KK 2 1 0 1 12:11 2 Vik. 2 0 0 2 3:9 0 ÍR 2 0 0 2 5:11 0 Markhæstu stúlkurnar: Oddný Sigsteinsd. Kram 7 Arnþrúður Karlsdóttir. FramO Hjördis Sigurjónsd. KR 5 Ólöf Einarsdóttir, ÍR 4 Björg Guðmundsd. Val. 4 Kmilia Sigurðardóttir, KK 4 Hér á myndinni, sést Þórdís Ingólfsdóttir, stökkva inn i vitateiginn hjá ÍR. Hólmfriður Björnsdóttir, Ólöf Einarsdóttir og Guðrún Ragnarsdóttir eru til varnar — Þórdís skoraði ekki úr marktækifærinu. ÍR-stúlkurnar stóðu í Fram í fyrri hálfleik - en reynsluleysi háði þeim í síðari hálfleik. Armann sigraði Víking Tvcir leikir voru leiknir i meist- araflokki kvenna i Reykjavikur- mótinu i handknattleik á sunnu- daginn. Komu ungar tK-stúlkur þá nokkuð á óvart, þegar þær tóku forustu gegn Kram og héldu henni fram yfir miðjan fyrri hálf- leik, en þá fóru sterkar stórskytt- ur Fram i gang og við það breytt- ist leikurinn. Fram-liðið var búið að taka forustuna i hálfleik 3:1. t siðari hálfleik fór reynslan hjá Framstúlkunum að segja til sin, en samt áttu þær i erfiðleikum með ungt lið tR. Lokatölur i leikn- um urðu 9:3 fyrir Fram og mega tR-stúlkurnar vel við una, en með smá heppni og snerpu, þá átti 1R- liðið að geta skorað fleiri mörk. Það er aðeins ein stúlka hjá 1R, sem þorir aö gera eitthvað, en það er Ólöf Einarsdóttir. Framliðið var ekki nógu já- kvætt i byrjun leiksins og hafði maður þann grun, að það hafi mætt of sigurvisst til leiksins. Mörkin fyrir Fram, skoruðu þær Arnþrúður Karlsdóttir 4, Oddný Sigsteinsdóttir 3. og Jóhanna Halldórsdóttir tvö. öll mörk tR skoraði Ólöf Einarsdóttir. Ármann sigraði Viking i siðari leiknum, en i honum voru aðeins skoruð fjögur mörk, þar af tvö úr vitakasti. Varnir liðanna voru nokkuðgóðar og léku liðin nokkur fast — staðan i hálfleik var 1:1 og hélzt hún fram i siðari hálfleik, þá skoraöi Erla og á siðustu sek. leiksins skoraði Guðrún Sigur- þórsdóttir þriðja mark Ármanns úr vitakasti. Fyrsta mark Armanns, skoraði Sigriður Rafnsdóttir, en fyrir Viking skor- aði Agnes Bragadóttir. Dómgæzla i leikjunum var mjög góð, enda reyndir dómarar á ferðinni. SOS í Markhæst — Oddný Sigsteins- dóttir, sést hér taka vitakast i ieiknum gegn ÍR. Evrópubikarkeppni í tugþraut í Reykjavík í ágúst næsta ár! Danir, Finnar, Bretar, Belgíumenn, írar og Islendingar keppa ÖE—Reykjavik. A Kalender þingi Evrópu- sambandsins, sem háð var i Budapest um helgina, var samþykkt aö einn af riðlum Evrópubikarkeppninnar i tug- þraut og fimmtarþraut kvenna fari fram i Reykjavik 11. og 12. ágúst næsta sumar. Þær þjóðir, sem keppa i Reykjavik auk Islands eru Bretland, Irland, Belgia, Finnland og Danmörk. Alls verða þvi keppendur 48 þar af 40 útlendingar, þar sem fjórir keppa i hvorri grein frá hverri þjóð. Þetta getur orðið frábær keppni, þar sem Bretar, Danir og Belgiumenn eiga tug- þrautarmenn, sem hlotið hafa um 8000 stig. Þá er ekki óliklegt, að olympiumeistarinn og heims- methafinn Mary Peters verði i fimmtarþrautaliði Breta. Zagreb eða Reykjavik! Á þingi þessu var einnig rætt um, hvar halda skuli Kalender-þingið 1974, en umsækjendur eru Reykjavik og Zagreb i Júgóslaviu. Ekki var tekin endanleg ákvörðun að þessu sinni, en Sigurður Björnsson sagði i viðtali við iþróttasiðuna, að margir þing- fulltrúar hefðu sýnt áhuga á að kjósa Reykjavik. Ákvörðun verður tekin i Varsjá á næstar ári.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.