Tíminn - 08.11.1972, Qupperneq 12

Tíminn - 08.11.1972, Qupperneq 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 8. nóvember 1972 sama hátt hafði henni gramizt, þegar hann reyndi með þýðingarmiklu augnaráði, sem bar vott um vanþóknun, að vekja athygli hennar á gluggatjaldaleysinu hjá Paterson. Tilhugsunin um að synda nakin freistaði hennar. Hana hafði lika lengi langað til að misbjóða manni sinum rækilega,og þarna var gott tækifæri. Ennþá voru nægilega margir Evrópumenn i bænum til þess að sagan um frú Portman, sem fór nakin i laugina, fengi æskilegan hneykslisblæ. Sá mundi óskapast! Hún skoðaði likama sinn með vel- þókun. Hvit brjóstin litu út eins og afhýddir ávextir samanborið við sól- brennda húðina á öxlum hennar. Hún hugsaði um þá nautn, sem það veitti henni, að finna vatnið leggjast þétt að nöktum likamanum og þá nautn að sjá manni sinum ofboðið. Þrjózkulegur virðuleikinn hyrfi á svipstundu, og hann stæði augliti til auglitis við heiminn: öfundsjúk smásál, sem leit hornauga til húsbónda sins og sinkt og heilagt,talaði um gluggatjöd og um reynslu sina i Indlandi, um hreinræktaðan persónuleika sinn og þátttöku sina i Bengalklúbbnum. Hún var löngu orðin dauðleið á að hlusta á þetta skraf, en svo virtist sem vitneskjan um skyndilega brottför ásamt nærveru Patersons hefðu gert henni ennþá ljósaði grein fyrir þessu. Núna fann hún til heiftar gegn manni sinum. Hún skildi núna, hversu lif þeirra hafði ætið verið fullt af uppgerð, uppgerðarósk þeirra um að eignast börn, þessi uppgerðarmótbára, að þau hefðu ekki ráð á þvi, kapphlaup þeirra til að krækja sér i þýðingarmeiri stöður, sem hafði verið þeim svo mikilvægt. t einu vetfangi gerði hún sér grein fyrir, hversu fánýtt þetta var allt saman. Litlu siðar klæddi hún sig i baðfötin. Þegar allt kom til alls, yrði hún sennilega aðeins talin klúr. Hún komst að þeirri niðurstöðu, að til væri árangursrikari aðferð heldur en einfaldlega að hafa likama sinn til sýnis, aftur kom henni Paterson i hug. Það var óneitanlega eitthvað að- laðandi við hann. Eins og maður hennar, varð hún óörugg og ráðvillt andspænis honum. Þegar hún kom út úr búningsherberginu, var sem fljótandi glóðheitt gas umlykihana.Rauða stéttin umhverfis laugina var svo heit, að hún brenndi sig á iljunum,þegar hún gekk eftir henni. Himinninn var næst- um hvitur i siðdegishitanum og andvarinn rjátlaði við visnu laufin uppi á flötinni. Andartak stóð hún á brennandi heitum barminum, áður en hún stakk sér. Vatnið hafði sýnzt kalt, svo blágrænt sem það var, en sér til gremju fann hún, að það veitti ekki þann svala, sem hún hafði hlakkað til. Vatnið er ekki sérlega hressandi i dag, hugsaði hún og synti hægt yi'ir laugina. Úðinn frá gosbrunninum, virtist heldur svalari, og hún stóð um stund með upprétta arma og naut þess að finna vatnið hrislast um sig. Hún lagðist á bakið og lét sig i'ljóta. Úðinn frá gosbrunninum blandaðist volgu vatninu, og hún fór enn að hugsa um Paterson, hún þekkti hann i rauninni mjög litið. Þegar til Indlands kæmi, skilku leið ir þeirra, og ekkert gæti úr þvi breytt þeirri mynd, sem hún hafði gert sér af honum. Þau höfðu aldrei hitzt og aldrei talað saman. Kæmi ein- hver annar til bæjarins, var sá himsami þegar umkringdur af evrópsku nýlendunni, og honum var boðið i öll samkvæmi, á öll spilakvöld, i tennis og i tesamsætin, sem haldin voru i skugga trjánna i garðinum fyrir framan tehúsið. Það var alltaf tilbreyting að fá nýtt andlit i bæinn. Það var eins og að kastað væri steini i lygnan hyl — hringirnir breidd- ust útog mynduðu ný mynstur. Sá nýkomni var undir smásjá, um hann var rætt fram og aftur, sumir með honum aðrir á móti, og allur bærinn beið i ofvæni eftir hneyksli eða þá vonbrigðunum vegna skorts á þvi. Burmanska konan gekk eftir ganginum, og einmanalegt fótatakið gerði það að verkum, að staðurinn virtist auður og yfirgefinn, en það fór framhjá frú Portman. Hún var að hugsa um, að þetta væri isiðasta skiptið, sem hún væri þarna. Eftir sólarhring yrðu þau einhvers staðar langt i burtu. Að tveim til þrem dögum liðnum væru þau i Indlandi. Aldrei framar sæi hún Palerson. Merkileg tilhugsun var, að þetta hefði allt getað farið öðruvisi. Hún skemmti sér við tilhugsunina um, hvaö hefði getað gerzt. Við útidyrnar sagði burmanska konan eitthvað i háum mótmælatón. Þrátt fyrir allt, hugsaði frú Portman, var möguleiki á, að þetta væri ekki of seint. Skyldi ferðin verða ánægjuleg? Já, vafalaust. Eftir þvi sem þau kæmust hærra upp i f jöllin yrði svalara, og þar sem þau voru á bil,kæmust þau fljótlega fram úr umferðinni á veginum. A fjórum til fimm dögum er hægt að kynnast nokkuð náið. Aftur heyrði hún skóhljóðið og rödd Burmakonunnar, sem færðist nær. Frú Portman sneri sér við og sá konuna koma þjótandi út að laug- inni og á hæla henni birtist Paterson. Frú Portman var dálitið brugðið, en lét þó ekki á neinu bera. Sólin vermdi andlit hennar og fætur og þann hluta likamans, sem baðfötin skýldu ekki. Svo kallaði Paterson til hennar: ,,Frú Portman, ég er að sækja yður.” „Það var svei mér vingjarnlegt af yður, en ég er ekki tilbúinn að fara með yður strax.” „Þér megið til með að koma upp úr núna,” sagði hann. Hún lá sem fyrr og lét sig fljóta og þegar hún sagði eitthvað, sagði hún það beint upp i loftið, eins og hún væri ekkert að tala við hann. „Þér hafið annars ekki leyfi tilaðkoma hingað,” sagði hún. „Þér er- uð ekki meðlimur.” „Ég kom frá sjúkrahúsinu,” segir hann, „og það eru engar hjólkerr- ur á götunum lengur né heldur leigubilar. Ég lofaði manninum yðar að aka yður úteftir. Ég ætla aðþiða i bilnum.” „Þér hafið annars ekki leyfi til að koma hingað”, sagði hún,,Þér er til að ná kampavininu yðar úr blóðinu. Kampavin fer illa með mig get ég sagt yður.” „Það gerir þessi dagur vafalaust lika, áður en lýkur.” „Þetta átti að vist að vera fyndni?” „Já, upphaflega.” „Ef þér gætuð hætt að vera fyndinn andartak, vilduð þér ef til vill vera svo vingjarnlegur að sækja baðhandklæðið mitt? Það er á stól við djúpa endann. Siðan skal ég koma upp úr.” Hann gekk meöfram lauginni án þess að svara. Hún reis upp til að horfa á eftir honum og við hreyfinguna komu grannir fætur hennar alveg upp úr vatninu, og tær vatnsdropi rann niður annað læri hennar. Þegar Paterson kom með handklæðið, leit hún i fyrsta sjnn á hann og sagði: „Vitið þér, að mér hefur alltaf fundizt synd, að þér voruð ekki með i klúbbnum”. „Einmitt það?” svaraði hann. „En i dag verðið þér hér að minnsta kosti getur minn”, hélt hún áfi*öm. „Nú kem ég upp úr og við fáum okkur tebolla”. „Við verðum fyrst og fremst að flýta okkur út að myllunni”. „Gerðuð þér yður ekki ljóst, að þetta var boð og þér forsmáðuð það á mjög dónalegan hátt?”. „Gerði ég það — ?” „Já, þannig hljómaði það, en i þetta skipti fyrirgef ég yður”. Hún brosti tii hans til að hindra hann i að svara og synti siðan að tröppunum, sneri sér letilega i vatninu og fór upp úr. Hún rétti út höndina eftir handklæðinu og um leið og hann rétti henni það, sagði hún: 1253 8) Lárétt 1) Helmingur,- 6) Fugl,- Bál,- 10) Svik,- 12) öðlast,- 13) Trall.- 14) Svei,- 16) Gimald,- 17) Bráðláta,- 19) Stara,- Lóðrétt 2) Loga,- 3) Kusk,- 4) Flik .- 5) Blundar,- 7) Komst undan.- 9) Lok.- 11) Fiska.- 15) Ætijurt.- 16) Hola,- 18) Tré,- Ráðning á gátu No. 1252 Lárétt 1) Lótus,- 6) Tál. 8) Kát,- 10) Lof,-12) AL-13) ST,- 14) Tak,- 16) Atu,- 17) Ars,- 19) Glata,- Lóðrétt 2) Ótt,- 3) Tá,- 4) Ull.- 5) Skatt,- 7) Aftur.- 9) Ála.- 11) Ost,-15) Kál,-14) Ast. 18) Ra,- lll ll tllÍlÍ Í Miövikudagur 8. nóvember. 7.00 Morgunútvarp . 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25 Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Ljáðu mér eyra.Séra Láurus Halldórsson svarar spurningum hlustenda. 14.30 Siðdegissagan: „Draumur um Ljósaland” eftir Þórunni Elfu Magnús- dóttur. Höfundur les (15). 15.00 Miðdegistónleikar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynningar. 16.25 Popphornið. Jón Þór Hannesson kynnir 17.10 Tónlistarsaga . Atli Heimir Sveinsson sér um þáttinn. 17.40 Litli barnatiminn.Gróa Jónsdóttir og Þórdis Ásgeirsdóttir sjá um timann. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Kréttir. Tilkynningar. 19.20 A döfinni. Magnús Finsson blaðamaður stjórnar þættinum, sem fjallar um visitölugrund- völlinn. Meðal þátttakenda verða Björgvin Sigurðsson framkvæmdastjóri vinnu- veitendasambandsins og Björn Jónsson forseti al- þýðusambandsins. 20.00 Kvöldvaka 21.30 Að tafli .Guðmundur Arniaugsson flytur skákþátt. 22.00 Fréttir 22.15 Veðurfregnir. útvarps- sagan: „Útbrunniö skar” eftir Graham Greene Jóhanna Sveinsdóttir les þýðingu sina (8) 22.45 Nútimatónlist . Halldór Haraldsson sér um þáttinn. Fluttur verður „Kvartett fyrir endalok timans” eftir Olivier Messiaen. 23.30 h'réttir i stuttu máli. Dagskrárlok. MIDVIKUDAGUR 8. nóvember 18.00 Teiknimyndir 18.15 t'baplin 18.35 Naglasúpan. Leikrit, byggt á gamalli þjóðsögu, Kennaraskóla íslands. Áður á dagskrá 16. april 1967. 18.50 illé 20.00 Fréltir. 20.30 A liálum is. Stuttur þáttur um akstur og umferðaröryggi. 20.35 Nýjasta tækni og visindi. OÍiutiirnar auðga sjávarlif. öryggisbilar. Alþjóðarann- sóknir á Suðurskautslandi. Umsjónarmaður örnólfur Thorlacius. 21.00 Að skemmta skrattanum. (Idiot’ s Delight) Bandarisk biómynd frá árinu 1939, byggð á samnefndu verð- launaleikriti eftir Robert E. Sherwood. Leikstjóri Clarence Brown. Aðalhlut- verk Norma Shearer, Clark Gable, Edward Arnold og Charles Coburn. Þýðandi Dóra Hafsteinsdóttir. Að lokinni fyrri heims- styrjöldinni tekur gaman- leikari nokkur upp þráðinn, þar sem Irá var horfið, og reynir að vinna sér frægð og frama. En leiðin til frægðar verður honum seinfarin. Hann kynnist ungri fim- leikakonu, sem á við svipaða erfiðleika að etja. Leiðir þeirra skilja um nokkurrá ára skeið, en þegar siðari heims- stvrjöldin skellur á. ber fundum þeirra saman á nýjan leik. 22.45 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.