Tíminn - 15.11.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 15.11.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miðvikudagur 15. nóvember 1972 ALÞINGI Umsjón: Elias Snæland Jónsson Skólanemar fylltu þingpalla alþingis í gær: Mikill húsnæðisvandi skólanema utan af landi — sem sækja framhaldsskóla í höfuðborginni Fjölmennt var á þingpöllum alþingis I gær, þegar umræöur um hús- næöisaöstööu skólanemenda utan af landsbyggðinni, sem sækja ýmsa framhaldsskóla i Reykjavfk fléttuöust inn i umræður f sameinuöu þingi um ieiguhúsnæöi. Kom fram, aö I menntaskólunum og ýmsum öörum framhaldsskólum i borginni, sem hafa um 12 þúsund nemendur, er hvorki heimavistar né mötuneytisaðstaða. Ragnar Arnalds (AB) mælti viö hömiulausum hækkunum fyrir tillögu til þingsályktunar um leigu og sölu ibúðarhúsnæöis, þar sem ályktað er að fela rikis- stjórninni að láta undirbúa frum- varp til laga um þetta efni og skuli i þvi m.a. kveðið á um há- mark leigu, sem heimta má fyrir útleigt ibúðarhúsnæði. Þá skal skipulag fasteignasölu einnig tek- ið til athugunar, og sett i frum- varpið ákvæði til að stemma stigu Samgöngur milli Akraness og Rvíkur Þar sem alþingi var kunnugl um meginniðurstöður Hval- fjarðarnefndar, aö leggja beri vcg með varanlegu slitlagi fyrir llvalfjörð, þegar hún tók ákvöröum um lagningu Hraö- brautar fyrir llvalf jarðarbotn, verður að álita, aö þingheimur hafi fallizt á niðurstöður nefndar- innar, — sagði Hannibal Valdi- inarsson, samgöngumálaráö- herra, i svari við fyrirspjirn frá Benedikt Gröndal (A) um sam- göngur milli Akraness og Reykja- vikur i gær. Ráðherran benti á, i svari sinu, að þingheimur hefði tekið þessa ákvörðun einróma og ágreinings- laust, eftir að Hvalfjarðarnefnd hefði kynnt niðurstöður sinar á þingnefndarfundi. 1 fyrirspurninni var ráðherra að þvi spurður, hvort hann ætlaði að fara að tillögu nefndarinnar um að láta kanna rekstraröryggi og rekstrarafkomu farkosts til farþegaflutninga milli Akraness og Reykjavikur, þar á meðal skiðaskips og þyrlu, og hvort hann teldi rétt að láta slika könnun einnig ná til frekari at- hugunar á nauðsyn og hag- kvæmni nýrrar bifreiðaferju milli þessara staða. Ráðherran benti á, að með skýrslu nefndarinnar væri lokið þeirri rannsókn, sem alþingi hefði farið fram á með þingsálykt- unartillögu frá 1967. Það naumur timi væri frá þvi lokaskýrslan hefði borizt, að ekki hefði verið fjallað um frekari athuganir i ráðuneytinu. Ef hins vegar i ljós Frh. á bls. 15 verðlags á Ibúðarhúsnæði. t framsöguræðu sinni benti Ragnar á, að viða væri húsaleiga óheyrilega há, og framboð á leiguhúsnæöi litið. Engin lög væru nú um hámark húsaleigu. Taldi hann, að setja yrði heildarlöggjöf um leiguhúsnæði til að halda húsleigu innan skyn- samlegra marka. Einnig taldi hann núverandi skipulag fasteignasölu fráleitt, og þyrfti þar að koma til grund- vallarbreyting. Jónas Árnason (AB) ræddi þann þátt málsins , sem snerti skólanemendur utan af lands- byggðinni. Rakti hann bréf, sem þingmönnum hefði borizt frá Sambandi islenzkra kennara- nema, Nemendaráði K1 og Landssambandi isl. mennta- skólanema, þar sem bent væri á, að námsmenn væru háðir sveifl- um á húsnæðismarkaðinum, og væri það óviðunandi ástand. Fram kom, að Háskólinn, Hjúkrunarskólinn og Stýri- mannaskólinn hafa heimavist og mötuneyti fyrir nemendur sina, en aðrir framhaldsskólar, þar á meðal menntaskólarnir og kenn- araháskólinn, ekki. t þeim skól- um eru um 12 þúsund nemendur, þar af um 1/10 utan stór-Reykja- vikursvæðisins. Verulegur hluti þessa hóps nemenda hefðu ekkert öruggt athvarf, og yrðu þvi að leita sér að leiguhúsnæði á hverju hausti og tæki það oft langan tim og mikið fé. Eitt dæmi um, hvernig nemend ur hafa sjálfir leyst þetta vanda- mál er, að 28 nemendur i Kt hafa stofnað með sér félag, sem tók á leigu Hótel Nes, þar sem þeir búa. Menntamálaráðuneytið veitti fjárhagslega fyrirgreiðslu að ein- hverju leyti. 1 bréfi sinu vona nemendur, að þetta fordæmi geti orðið yfirvöldum til eftirbreytni, og þau reyni að leysa brýnasta vandann á einhvern svipaðan hátt, en vandann til frambúðar með þvi að reisa heimavistir og mötuneyti við framhaldsskól- ana. Jónas benti á, að verulegar úr- bætur i þessu efni krefðust fjár- magns, og kæmi þar til kasta al- þingis. Nemendur gerðu góðan róm að máli Jónasar, en næstur tók til máls Lárus Jónsson (S), sem 100 milljónir til vegaframkvæmda á Norðurlandi í ár A þessu ári verður 100 milljón- um króna varið til vega- framkvæmda á Norðurlandi i samræmi við samgönguþátt Norðurlandsáætlunar. Hins vegar hafa ýmsar vegaframkvæmdir gengið nokkru hægar en áætlað var, einkum vegna þess, að verk- takar hafa ekki getað fengið nægileg tæki og mannafla til framkvæmdanna. Þessi skortur liefur stafaö af óvenjumiklum framkvæmdum annarra aðila á Norðurlandi i sumar, — sagði Ilannibal Valdimarsson, sam- gönguráðherra, I svari við fyrir- spurn frá Lárusi Jónssyni (S) á alþingi i gær. Ráðherrann upplýsti, að þær 20 milljónir, sem samþykkt hefði verið á siðasta þingi að verja ætti til ýmissa ótiltekinna fram- kvæmda á þessu sviði hefðu ekki upplýsti, að hann og Matthías Bjarnason (S)hefðu lagt fram til prentunar þingsályktunartillögu um þetta mál, þar sem bent væri á ýmsar leiðir til að leysa vanda- mál þessara nemenda. Þorvaldur G. Kristjánsson (S) taldi, að vinnubrögð flokksbræðra sinna væru raunhæf aðferð til að ná fram úrbótum, en vinnubrögð Jónasar væru hins vegar leik- sýning, og gætu skólanemendur gert það upp við sig hvor leiðin þeir teldu, að væri liklegri til árangurs. Þingpallur Fundir voru i sameinuðu þingi i dag. A fyrri fundinum voru fyrirspurnir á dagskrá, og er þeirra flestra getið á öðrum stað I blaðinu. Á siðari' fundinum var fjallað um þingsályktunartillögu Ragn- ars Arnalds (AB) um leigu- húsnæði og fasteignasölu. Deildarfundir i dag Fundir eru i báðum deildum alþingis i dag. 1 efri deild eru á dagskrá frumvarp um tollskrá, stjórnarfrumvarp, og frumvarp um vélstjóranám. 1 neðri deild eru sex mál á dagskrá. Ný þingmál. t gær voru lögð fram á alþingi eftirfarandi ný þingmál: Frumvarp til laga um ábyrgðarheimild fyrir rikis- stjórnina vegna lántöku Fisk- veiðisjóðs. Fyrirspurn til menntamála- ráðherra um afskipti rikis- stjórnarinnar af fjármálum rikisútvarpsins. Fyrirspurn til utanrlkisráð- herra um samninga tslands við EBE. Menntamálaráðherra á alþingi í gær: Endanleg ákvörðun um Bernhöftstorfu ótekin t umræðum um framtið Bernhöftstorfunnar á alþingi í gær, lýsti inenntamálaráðherra þvi yfir, að enn hefði ekki veriö tekin ákvörðun um það i menntamálaráðuneytinu, hvort tillaga Itúsafriðunarnefndar um friðun Bernhöftstorfunnar yrði samþykkt eða ekki. Ólafur Jóhannesson, forsætisráðherra, lýsti þeirri skoðun sinni, að hann teldi enga eftirsjá að þessum húsum; þau væru að sinu áliti engin borgar- prýði. Umræöur þessar spunnust út af fyrirspurn frá Ellert Schram (S) til menntamálaráðherra, svo- hljóðandi: „Ilúsafriðunarnefnd hefur lagt til við menntamálaráðherra, að húsaröðin viö austanverða Lækjargötu milli Bankastrætis og Amtmannsstigs, svonefnd Bern- höftstorfa, verði friðlýst samkvæmt þjóðmin jalögum. Ilver er afstaða ráðherra til þcssarar tillögu nefndarinnar”? Fyrirspyrjandi benti á, að samkvæmt þjóðminjalögunum hefði menntamálaráðherra vald til þess að friða þessi hús,ef hann svo kysi. Magnús Torfi Ólafsson, menntamálaráðherra, sagði, að þegar hann hefði tekið við embætti, hefðu legið fyrir óaf- greiddar ýmsar tillögur frá Húsa- friðunarnefnd um friðun á ýmsum húsum i Reykjavik, þar á meðal Bernhöftstorfunni. Hann kvaðst ekki ætla að afgreiða eitt einstakt þessara mála út af fyrir sig, heldur muni hann fjalla um málið i heild og siðan birta niðurstöður sinar i heild. Ráðherra ræddi siðan almennt um nauðsyn þess að varðveita sögulegar minjar og þá sérstak- lega á þann hátt, að nýjar kyn- slóðir komist i lifandi samhengi við uppruna sinn. Ellert fagnaði þeim rika skiln- ingi, sem fram hefði komið i ræðu ráðherra á þvi, að vernda þurfi slik mannvirki sem þessi. Kvaðst hann hins vegar hræddur um, að ákvörðun væri þegar tekin, þar sem rikisstjórnin hefði s.l. sumar itrekað tilboð rikisstjórnarinnar frá 1964 til Reykjavikurborgar um, að borgin fái Bernhöftstorfu og Gunnlaugssenshús að gjöf og flutt borginni að kostnaðarlausu upp i Árbæ. Kvaðst Ellert ætla að flytja tillögu á alþingi um það, að stjórnarráðshús yrði ekki byggt á umræddum stað. Ólafur Jóhannesson, forsætis- ráðherra, kvað það nærri 2ja áratuga ákvörðun alþingis , að stjórnarráðshús yrði byggt á þessum stað, og nokkru fé verið varið til þess þessi árin þannig, að nú væru um 20 milljónir i sjóði. Aldrei hefði athugasemd komið við þetta staðarval á alþingi. Fyrrverandi rikisstjórn hefði látið teikna 'og gera likan af stjórnarráðshúsi á þessum stað, og formenn þáverandi stjórnar- andstöðuflokka verið spurðir álits á þvi. Hefði hann fyrir sitt leyti samþykkt teikningar og likan það, sem unnið hafði verið. Væri æskilegt að fá upplýst, hvort forystumenn fyrrverandi rikisstjórnar hefðu skipt um skoðun i málinu. Hann kvaðst hins vegar reiðu- búinn til þess að láta gera nýja teikningu af stjórnarráðshúsi á þessum stað, svo tryggt væri,að þessi bygging félli vel inn i umhverfið. En til þess að út i slikt væri farið, yrði að liggja fyrir ákvörðun borgaryfirvalda um að leyfa slika byggingu á þessum stað eins og gengið hafi verið út frá áratugum saman. Loks lýsti forsætisráðherra þeirri skoðun sinni, að engin eftir- sjá væri að þessum gömlu húsum, þau væru engin borgarprýði. Frumvarp um lántöku vegna togarakaupanna t gær var lagt fram á alþingi stjórnarfrumvarp um , að rikis- stjórninni verði heimilt aö veita sjálfskuldarábyrgð á erlendu láni allt að 10 milljón bandarikjadali, sem Fiskveiðis jóður tslands tekur til endurlána vegna kaupa á togurum, sem smiðaðir eru utan- lands. Jafnframt felst i frumvarpinu, að Fiskveiðisjóði verði heimilt að veita eigendum skipanna lán, sem nemi 4/3 af kaupverði þeirra. Rikisstjórninni heimilast að veita sjálfskuldarábyrgð á þeim hluta lánanna, sem er yfir 2/3 kaup- verðs skipanna. verið notaðar, þar sem lánsfjár hefði ekki verið aflað. Væri reyndar vafamál, að hægt hefði verið að nota þetta fé, þótt þess hefði verið aflað, vegna þess hversu undirbúningur væri skammt kominn og vegna áður- nefnds skorts á tækjum og mann- afla. Þá kom fram hjá ráðherra, að ekki væri enn vitað hversu miklu fjármagni yrði á næsta ári veitt til framkvæmda við Akureyrar- flugvöll. Hins vegar hefði Flug- ráð mælt með ákveðnum fram- kvæmdum og fjárveitingum, sem ekki væri vitað hvort af yrði — en þær væru: 3 milljónir til lenging- ar flugbrautar, 3.5 til viðbótar- byggingar við flugstöð og 0.7 millj. til brautarbils. Ætla mætti, að viðbótarbyggingin yrði tekin i notkun á næsta ári. FÆRANLEG VARARAFSTOD Á NORDURLANDI VESTRA Rétt er nú ókomin til landsins 500 kílóvatta færanleg vararaf- stöð, sein notuð verður á Norður- landi vestra, og þörf er á annarri slikri stöð fyrir Suðvesturlandiö. Þetta kom fram i svari iðnaðar- ráðherra, Magnúsar Kjartans- sonar, við fyrirspurn frá Ragnari Arnalds (AB) um vararafstöðvar i gær. Fyrirspurnin var svohljóðandi: 1) Er ekki unnt aö koma þvi til leiðar, að vararafstöð, sem sett var upp til bráðabirgða á Hvammstanga eftir isingarveðrið mikla 27. okt. s.l., verði þar til frambúðar? 2) Hve viða stendur svo á i þétt- býlisstöðum með yfir 300 ibúa, að ekki séu til staðar varaafl- stöðvar? Er ekki nauðsynlegt af öryggisástæðum að koma upp varaafli á þessum stöðum eða a.m.k. að tryggja, að i hverju kjördæmi sé færanleg disilvél, sem setja megi upp með litlum fyrirvara?” Iðnaðarráðherra upplýsti, að sú stöð, sem flutt hefði verið til Hvammstanga i áðurnefndu til- felli, hefði átt að fara til Búðar- dals i Dölum og myndi fara þangað. Hins vegar væri 500 kw færanleg rafstöð rétt ókomin til landsins, og hún myndi verða á Norðurlandi vestra. Ráðherra taldi, að á þéttbýlis- stöðum væri þörfin mest á Norðurlandi vestra, sem nú væri að fá færanlega stöð, og á Suð- vesturlandi, þar sem slik stöð þyrfti einnig að vera fyrir hendi. Ráðherra vitnaði i greinargerð Rafmagnsveitna rikisins um málið, þar sem kom m.a. fram eftirfarandi. Sé allt landið, án Reykjavikur og Kópavogs, tekið i heild, þá hafa staðir með um 40 þúsund ibúa vararafstöðvar, staðir með um 30-33 þúsund ibúa hafa vara- linur af einhverri gerð,en staðir með um 25-27 þúsund ibúa hafa ekkert vararafmagn. Til þess að bæta ástandið veru- lega i þessum rpálum þarf að koma upp nokkrum nýjum vara- rafstöðvum, endurnýja sumar þeirra, sem fyrir eru, og hafa nokkrar færanlegar rafstöðvar. Verulegar úrbætur i þessu efni myndu kosta um 40-50 milljónir — og er þá ekki reiknað með vara- rafstöðvum fyrir sveitirnar.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.