Tíminn - 15.11.1972, Blaðsíða 15

Tíminn - 15.11.1972, Blaðsíða 15
Miövikudagur 15. nóvember 1972 TÍMINN 15 StykkishólmurK»“ beinist hún ekki gegn fiskifræð- ingunum, þeirra sjónarmið er eðlilegt og heilbrigt, enda ætti að öllu eðlilegu,að vera mikilvægast fyrir heimabyggðina, að þessi sjávarafli, sem svo margur annar, veröi ekki rányrkjunni að bráð þegar i upphafi. Það er skoðun þessa fólks, að þeir sem enn hjara, úti á lands- byggðinni, og reyna með þvi að hamla mót straumnum til Stór- Reykjavikur, eigi að fá að njóta þeirra lifsskilyrða, sem heima- byggðin gefur, en þau séu ekki frá þeim tekin og flutt á þéttbýlis- svæðin við Faxaflóa. Samgöngur Framhald af bls. 6. kæmi, að kanna þyrfti nánar samgöngur milli Akraness og Reykjavikur i öðru formi en vegagerð, þá værieðlilegtað gera það, og þá ekki endilega að binda sig viö þá tvo kosti sem nefndir væru Hins vegar benti ráðherra á, að i skýrslu nefndarinnar væri fjallað um bifreiðaferju og sýnt fram á, að mikið skorti á að það væri arðbært fyrirtæki. Benedikt Gröndal (A) taldi, að þingmenn hefðu ekki almennt gert sér ljóst, að þeir væru með samþykkt um fjárveitingu til hraðbrautarinnar að útiloka aðra samgöngumöguleika. Þá taldi hann það ekki rök gegn bifreiða- ferju, að hún bæri sig ekki — þvi sama mætti segja bæði um strandferðaskip og flóabáta. Vfðivangur XT tekjuhæð. Er nokkurt vit í þvi t.d. að afnema skatta af þeim> sem hafa yfir 600 þúsund krón- ur i árstekjur, þótt þeir séu orðnir 67 ára. Það er tillaga Alþýðuflokksins. Þingmenn Alþýðufiokksins gerðu hins vegar þeim, sem ekkert höfðu fyrir sig að leggja nema ellilffeyri al- mannatrygginganna að lifa af 5 þúsund kr. á mánuði meðan þeir fóru með stjórn þessara mála. __TK __r • rramhaJ Orætingar af bis 1 verk. Við komum að Klaustri eftir tveggja tima akstur.sagði Ari. Sem fyrr segir, þá var verið á dansleik i félagsheimilinu á Kirkjubæjarklaustri á laugar- dagskvöldið, og um nóttina gistu öræfingar i félagsheimilinu. Ferðin heim gekk vel, nema hvað það þurfti að stöðva bilana við Gigjukvisl og brjóta is af ánni, þar sem is hafði setzt á ána um nóttina, þrátt fyrir að frost væri ekki mikið. Ferðin heim i öræfa- sveit tók ekki nema um tvo tima, og má það heita fljótfarið yfir þennan mikla farartálma, þó svo að farið sé að minnka i ánum vegna vetrarins. Smíða báta til útflutnings GB—Akranesi. Undanfarna daga hefur skip Eimskipafélags Islands, Laxfoss, legið hér við hafnargarðinn til viðgerðar og breytinga. Þessa viðgerð og breytingar fram- kvæma Skipasmiðastöð Þorgeirs og Ellerts og er þetta þriðja skipið, sem fyrirtækið tekur til viðgerðar og breytinga á stuttum tima. Aætlað var að viögerðum og breytingum á Laxfoss lyki i gær- kvöldi og átti skipið þá aö halda héðan. í dráttarbrautinni hjá Þorgeir og Ellert eru nú i smiðum tvö 105 lesta stálskip, er annað þeirra all- langt á veg komið, en verið er aö byrja á hinu. Þá er fyrirtækið að smiða 14 metra skemmtibát úr áli, sem seldur verður til Bandarikjanna, með það fyrir augum, að mikill útflutningur á slikum bátum geti siðar hafizt þangað. Stendur fyrirtækið eitt að þessari smiði, en fyrirtækið hyggst vinna upp markað fyrir skemmtibáta i Bandarikjunum. Hjá Þorgeir og Ellert starfa nú 130 manns, flestir iðnaðarmenn, og lærlingar eru margir hjá fyrirtækinu. Haft verður samráð við heimamenn um orkumál Ríkisstjórnin hefur markað nýja stefnu i raforkumálum, sem felur i sér mun meiri samráð við heimamenn en áður hefur verið, auk þess sem heimamenn fá miklu meiri áhrif á reksturinn en hingað til, — sagöi iðnaðarráð- herra, Magnús Kjartansson, i sa- einuðu þingi i gær, er hann svaraöi fyrirspurn frá Magnúsi Jónssyni (S) um orkumál Norðurlands. Spurt var, hvort rikisstjórnin ætli að verða við ósk fjórðungs- ráðs Norðlendinga um að skipa nefnd með fulltrúum rikis- stjórnarinnar og Fjórðungssam- bands Norðlendinga til að gera hlutlausa könnun á orkuþörf, orkuöflun og skipulagi á dreifingu orkunnar á Noröurlandi. Ráðherra benti á, að þessi ósk hefði komið fram fyrst fyrir ári siðan, Astæðan fyrir þvi, að þessi nefnd hefði ekki verið skipuð, væri einfaldlega sú, að þróunin hefði orðið miklu örari en þá hefði verið gert ráð fyrir, að samráðið við ráðamenn þessara mála á Norðurlandi komið miklu lengra heldur en felist i einni nefndar- skipun. Ráðherra kvaðst vona, að mjög bráðlega yröi myndað sérstakt landshlutafyrirtæki á Norður- landi, þar sem heimamenn ættu 50% og rikið 50%. Með slikri skipulagsbreytingu myndu áhrif heimamanna aukast mjög frá þvi sem áður var. Þá rakti ráðherra nokkuð þróun raforkumálanna og sagði, aö þegar væri hafizt handa um samtengingu Norðurlands vestra og Norðurlands eystra, þannig að orka frá Sigöldu myndi koma öllu Norðurlandi að gagni. Viða- miklar rannsóknir færu nú fram varðandi væntanlega linulögn norður, og auk þess væri unnið að virkjunarrannsóknum á Norður- landi á mörgum stöðum. Ráðherra taldi, að fljótlega þyrfti að gera sér grein fyrir í hvaða timaröð rétt væri að ráðst í stórar virkjanir norðanlands og sunnan, og kæmu þær ýmiskonar röðun virkjunarframkvæmda til greina. Einnig tóku til máls Magnús Jónsson (S) og Lárus Jónsson (S). Samtökin Þjóð með þjóð kynnt fyrir Islendingum Nýlega voru hér á ferð fulltrúar samtakanna Þjóð með þjóð, i þeim tilgangi að kynna samtökin og starfsemina fyrir íslending- um. Það var Lúðrasveitin Svan- ur, sem gekkst fyrir þessari kynningu. Það var Dwight D. Eisenhower, fyrrum Bandarikjaforseti, sem stofnaði þessi samtök árið 1956. Markmið þeirra er að koma til leiðar persónulegum samskiptum þjóða og einstaklinga og efla þannig skilning og bræðralag milli fólks af óliku þjóðerni og ólikum kynþáttum. Reyna sam- tökin að stofna til alþjóðlegra samskipta milli einstaklinga, fél- aga og menntastofnana og leggja áherzlu á að ná til sem flestra aldurshópa og stétta. Stór liður i starfseminni er skipulagning ferða, þar sem notað er ódýrt leiguflug og gist á einkaheimilum. Þjóð með þjóð i Kaupmannahöfn taka til dæmis á móti um niu hundruð gestum á ári með þessum hætti. Miklar likur eru til þess, að is- lenzk deild verði bráðlega stofn- uð, en það var m.a. til umræðu á fundunum hér á dögunum. Vinnuhjú hjó náttúruvísindunum: Gervihnöttur á sveimi yfir okkur Hátt uppi i geimnum eru gervi- hnettir á sveimi, og tæknin er orð- in svo fullkomin, að með þeim má heyja sér vitneskju, sem ótrúleg getur kallazt. „Auga þeirra er svo næmt, að með svolitlu ivafi af gamansemi getum við sagt, aö það megi fast að þvi þekkja bíla á jörðu niðri”, sagði dr. Sigurður Þórarinsson I viðtali við Timann i gær. Tilefnið var, að braut gervi- hnattar, sem skotið var á loft i Bandarikjunum fyrir nokkrum mánuðum, hefur verið beint yfir Island, og tvær bandariskar stofnanir, sem að þvi standa, hafa leitað samvinnu við allmargar is- lenzkar stofnanir. Þennan gervi- hnött á sem sé fyrst og fremst að nota til náttúrufræðilegra rann sókna. Bandarisku visinda- mennirnir hafa meðal annars bent á verkefni hér, sem æskilegt væri að leysa, og er fulltrúi ann- arrar hinnar bandarisku stofnun- ar, Jules Friedmann, staddur hér á landi um þessar mundir. Timinn sneri sér einnig til þeirra dr. Guðmundar Pálssonar og dr. Vilhjálms -Lúðvikssonar. Þeir kváðu þessa samvinnu enn skammt á veg komna, en fyrirhuguð er gagnasöfnun sem varðar eldfjallafræði, jarðhita, vatnamælingar, gróðurathuganir og fleira. Sagði dr. Vilhjálmur okkur, að hnötturinn bærist hring um jörð á eitthvað tveim klukku- stundum, og hefur þegar verið tekið hér nokkuð af myndum. „Þegar hnötturinn fer yfir Island”, sagði dr. Guðmundur, „eru opnuð viss tæki, sem skrá mælingar i formi mynda. Torvelt er þó að segja að svo stöddu, hversu mikið hagnýtt gagn verður að þessari gagnasöfnun, og vafalaust verður það mismun- andi eftir landsvæðum. Við getum vænzt þess að fá aukna vitneskju um þau svæði landsins, sem litið hafa verið könnuð á jörðu niðri, en að sjálfsögðu siður um þau svæði, er nær liggja byggðum ból- um”. Loftfarið Frh. af bls. i smánámskeið i meðferð tækj- anna, sjá myndir þar lútandi o.fl. Fréttamaður Timans og ljós- myndari urðu þeim félögum sam- ferða suður á Völl i gær. Þótti okkur einkennandi, hve liprir og alúðlegir Bandarikjamennirnir voru við þá félaga. Þeir sýndu mjög mikinn áhuga á öllu málinu, útskýrðu allt sem bezt fyrir strákunum og virtust yfirleitt vilja allt fyrir þá gera. Þetta voru glaðværir náungar,en engir skrif- finnskupúkar og áttu oft til að hlæja dátt að öllu saman. Ef allt gengur að óskum búast Holberg og félagar viö, aö geta farið að setja gasið á belginn i dag, eða i siðasta lagi á morgun. Gasáfyllingin tekur 6-12 tima og að þvi loknu, þ.e. einhvern tima á morgun, ætti þá flugtak að geta orðið, ef allir hlutaðeigandi aðilar veita sitt samþykki. Síðustu fréttir í gærkvöldi: Er fréttamaður hafði samband við Holberg og félaga rétt áður en blaðið fór i prentun i gærkvöldi, sögðu þeir, að nú stæði aöeins á Loftferðaeftirlitinu að veita sam- þykki sitt. Yrði það veitt, myndi Varnarmáladeildin gefa sitt sam- þykki og Varnarliðið þá einnig i beinu framhaldi. Hugðust þeir félagar semja áðurnefnda skýrslu i gærkvöldi og fara með hana til Loftferðaeftirlitsins i dag. AAozart og AAahler á næstu tónleikum JGK—Reykjavik, þriðjudag Fimmtu reglulegu tónleikar Sinfóniuhljómsveitar Islands á þessu starfsári verða haldnir i Háskólabiói n.k. fimmtudags- kvöld kl. 20,30. Stjórnandi verður dr. Róbert A. Ottósson. Á efnisskrá veröa Sinfónia nr. 39 i Es. dúr K 543 eftir Mozart og fyrsta sinfónia Gustavs Mahlers og er það i fyrsta sinn sem hún er flutt hér á landi. Róbert Abraham sagði blaðamönnum i gær að 39. sin- fónia Mozarts væri ein af þrem sinfónium hans sem tónlistar- menn kalla gjarna hina heilögu þrenningu. Hinar eru sinfónia i C- dúr eða Júpiter-sinfónian og sin- fónia i g-moll, allar samdar á tæpum tveim mánuðum á árinu 1788, þrem árum fyrir lát tón- skáldsins. Mozart samdi alls fjörutiu sinfóniur meðan flest önnur stórmenni tónlistarsögunn- ar hafa orðið að láta sér nægja niu eða tiu og það sem meira er, að þeir munu æöi margir sem eru reiðubúnir að játa að magnið hafi ekki dregið úr gæðunum. Fyrsta sinfónia Mahlers var samin hundrað árum seinna en sinfónia Mozarts eða 1888, en alls samdi Mahler niu heilar sinfóniur og til er brot af þeirri tiundu. Mahler var vist mun umdeildara tónskáld en Mozart, hann á sér heita aðdáendur og svarna and- stæðinga. Fyrst i stað var flutningur verka hans næstum einangraður við Vinarborg og Þýzkaland, en nú hefur vaknaö áhugi á þeim viöa um heim og þau leikin bæði austan tjalds og i Bandarikjunum og sögðu þeir dr. Róbertog Gunnar Guömundsson, að engu væri likara en Mahler væri að veröa tizkufyrirbrigöi i sumum löndum. Dr. Róbert sagði að sú sinfónia hans sem nú verður flutt væri e.t.v. sú aðgengilegasta og gæfi bezta hugmynd um tón- skáldið, þeim sem litt eru kunnir verkum þess. Þyrla sótti Skipverji af þýzka togaranum Hans Bukler slasaðist illa á fæti er skipið var að veiðum 70 sjómílur SA af Stokksnesi i gær- morgun. Þegar slysið bar aö var veður á þessum slóðum NV átta vindstig. Slysavarnarfélagi Islands barst hjálparbeiðni frá þýzka togaran- um fyrir hádegi i gær, og leitaði það þegar til Varnarliðsins sem sendi björgunar — og tankflugvél iátt til togarans. Sömuleiðis lagöi björgunarþyrla af stað, en svo vildi til að björgunarþyrlur Geir Aðils látinn Siðastliðinn sunnudag lézt i Kaupmannahöfn Geir Aðils, sem um árabil var fréttaritari Timans þar i borg. Hann hafði átt við langvarandi vanheilsu að striða. Geir var sonur Jóns Jónssonar Aðils sagnfræðings og var búsett- ur i Kaupmannahöfn mestan hluta ævi sinnar, eða hartnær hálfa öld. Hann var mikil hjálpar- hella Islendingum, sem erindi áttu þangað og munu margir eiga honum gott upp að unna fyrir veitta aðstoð. Lesendum Timans er hann vel kunnur fyrir greinar sinar og frásagnir. Ógæftir hamla veiðum BK-Stöðvarfirði Talsverður snjór er á Stöðvarfirði, en ekki eru Stöö- firðingar þó lokaðir inni, þvi veginum til Fáskrúðsfjarðar er haldið opnum. Nægileg atvinna hefur verið á Stöðvarfirði fram til þessa, en eitthvað mun draga úr á næst- unni. Tveir bátar róa þaðan meö linu og fiska ágætlega i þau fáu skipti sem gefur á sjó, en ógæftir hafa mjög hamlað veiðum upp á siðkastið. sjómann Varnarliðsins, voru á æfingar- flugi út af Stokksnesi þegar hjálparbeiðnin kom. Sjúkraliði fór úr annarri þyrl- unni niður i togarann og leit hann á sár mannsins, sem hafði misst mikið blóð og jafnvel talinn lær- brotinn. Siðan var maðurinn sendur upp i þyrluna og lagði hún af stað með hann til Reykjavfkur. A leiðinni upp i þyrluna og lagði hún af stað með hann til Reykja- vikur. A leiðinnu þurfti þyrlan að bæta á sig eldsneyti. og lenti hún i Reykjavik kl. 16.45.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.