Tíminn - 15.11.1972, Side 12

Tíminn - 15.11.1972, Side 12
12 TÍMINN Miðvikudagur 15. nóvember 1972 „Góðan daginn herra Paterson. Ég var að segja við Tuesday, að þetta væri eins ánægjulegt og skógarferð”. „Góðan dag. Hafið þér sofið vel?” „Mér hefur hreint ekki komiö blundur á brá, mér gengur vist ekki vel að vera án rúmsins mins. Er ekki eitthvað, sem ég get aðstoöað við?” „Jú, þér gætuð fariö og vakið hin”. Frú Betteson lagði af stað i áttina að bilnum hans Portmans. Ennþá hélt hún á eldiviðnum, sem hún hafði veriðaðsafna. Majór Brain var þegar á fótum og stóð og rakaði sig aftan við bilinn. A hermannavisu hafði hann tekið með sér rakspegil og krús. Rétt áður en frú Betteson kom að bilnum, stigu Portmanhjónin út úr honum,og litlu seinna komu frú McNairn og Connie. „Ég átti einmitt að kalla i ykkur”, sagði frú Betteson og byrjaði að flissa. Þegar hún kom til baka, voru Betteson og hjúkrunarkonan þau einu, sem ekki höfðu bært á sér. Frú Betteson gægðist inn i bilinn. Betteson breiddi úr sér i baksætinu og hafði aðra höndina á nöktum armi hjúkrunarkonunnar. Hún var ennþá i einkennisbúningnum. Hún hafði verið svo þreytt, að hún sofnaði löngu áður en þau námu staðar, og nú leit út fyrir, að erfitt reyndist að vekja hana. Það skipti frú Betteson engu máli, hvernig maður hennar hélt um grannan handlegg hjúkrunarkonunnar, en hún hafði ekki uppgötvað fyrr, að ungrú Alison væri blendingur, og sú uppgötvun spillti óneitanlega hinu prýöilega skapi, sem hún hafði verið i. Brosið hvarf af andliti hennar, þar sem hún stóð og barði rúðuna. Betteson gekk illa að vakna. Hann sá ekkert nýtt, þegar hann opnaði augun. Aðeins þessi kunnuglegu og andstyggilegu flöktandi augu, og hann hafði það strax á tilfinningunni, að hún hafði verið að njósna um hann. Hann gaf frá sér reiðihrinu um leið og hann fór út úr bilnum og reyndi i leiðinni að hitta hana með bilhurðinni. En ekkert af þessu kom frú Betteson á óvart,og það vakti ekki heldur hjúkrunarkonuna. „Ég skal sko bráðum lemja augun inn i hausinn á þér”, hvæsti hann að henni. Og svo hærra: „Heyrirðu hvað ég segi? Ég lem bráðum glyrnurnar inn i hausinn á þér. Þá er þó engin hætta á, að þú sjáir eitthvað, sem þér likar ekki”. „Já, en ég ætlaði bara að vekja þig, Joe”, andæfði hún. „Mig þarftu ekki að vekja, ég get vel vaknað sjálfur. Stattu ekki þarna eins og þvara”. Hún gekk burt reikulum skrefum. Ennþá hélt hún á visnuðum hálm- inum og sprekunum. Við hinn bilinn var Portman að gera það sem hann hataði mest af öllu, raka sig úr köldu vatni. FrúPortman sagði: „Ef við eigum oft að vera vitni að svona ánægjulegu heimilisstarfi, hefði ég heldur viljað, að við færum ein okkar liðs”. „Þér eruð nú ekki einar um þá ósk”, samsinnti frúMcNairn. „Þetta hef ég alltaf verið að segja”. „Við getum ekki horft framhjá þvi, að við erum á allan hátt öruggari i samfloti”, sagði majór Brain. „Já, en ég get ómögulega skilið, á hvern hátt við verðum öruggari”, svaraði Portman. „Leiðina hef ég athugað á landabréfinu, og viö verð- um komin til Kohima eftir þrjá eða fjóra daga, það munar að minnsta kosti ekki miklu”. „Nei, heyrið þér nú”, sagði majórinn. „Þrjá daga”. „Við skulum að minnsta kosti vona, að það verði ekki mikið lengra”, kom frú Portman manni sinum til hjálpar.,,Svona flökkulif er eitthvaö það versta, sem ég get hugsað mér”. „Hvert fór Connie?” spurði McNairn. „Þetta veröur allt miklu menningarlegra, þegar við förum að tjalda”, sagði Portman. „Connie er þarna hjá Paterson”, sagði majórinn við frú McNairn. „Þau eru að skera niður brauð”. Frú McNairn fékk ekki tima til að ná sér eftir áfallið, sem hegðun dótturinnar olli henni, áður en Paterson kallaði til þeirra, að morgun- maturinn væri tilbúinn. Connie hellti teinu i stóru hvitu bollana og Pat- erson tók við þeim og rétti þá áfram til hinna. Allt i einu fann frú McNairn, hvernig gremja hennar hvarf á dular- fullan hátt. 1 fyrsta skipti siðan Betteson kom með þetta óvenjulega matarboð frá Paterson, var hún i sæmilega léttu skapi. Hún hafði kjökrað öðru hverju alla nóttina og ekkert getað sofið. Nú varð hún djúpt snortin við að sjá Connie og Paterson hjálpast að við jafn hversdagslegt verk og að smyrja brauð og búa til te. Hún ákvað aö vera alúðlegri við Paterson en hún var vön. Þaö gæti þrátt fyrir allt hugsazt, að þessi hryllilega ferð hefði lika sinar góðu hliðar, eða réttara sagt, að i ljós kæmu góðar hliðar á Paterson. En ég læt ekki undan baráttulaust, og ég verö að sjá um, að Connie geri það ekki heldur, hugsaði hún. Hún fær ekki að kasta sér i fangið á hvaða karlmanni sem er. Tuesday kom á móti henni með tebolla og tvær smurðar brauö- sneiðar á undirskálinni. „Hvers konar mjólk er i þvi?”, spurði hún þyrrkingslega. „Kúamjólk eða bufflamjólk. „Það er kúamjólk”, svaraði drengurinn. „Takk fyrir, það er gott”, sagði frú McNairn og kinkaði náðarsam- legast kolli. Hún þoldi alls ekki bufflamjólk. Hún olli henni sams konar viðbjóði og svinakjöt veldur hindúa. Hún þakkaði forsjóninni fyrir þetta prýðis- góða te, betra gæti það ekki orðið heima i Englandi, og fyrir brauðið, sem smjörið var um það bil að bráðna á, svo mikill var hitinn þegar orðinn. Þegar frú McNairn hafði komiö sér fyrir við bálið hjá hinum, kvað skyndilega við hlátur. Hún leit upp og sá frú Betteson með eldiviðar- brúskinn i annarri hendinni og tebollann i hinni. Af og til bar hún brúsk- inn i hugsunarleysi upp að munninum, eins og hún ætlaði að borða hann. Hláturinn kom af þvi, að hún hafði raunverulega stungið bambusgrein upp i sig og tuggði hana nú vandlega. Barnslegt sak- leysisbros lék um varir hennar. Betteson varð hamslaus af bræði, en hinum fannst þetta yfirmáta fyndið uppátæki, einmitt vel til þess fallið að létta dálitið morgunskap- ið. Einungis Nadia og Tuesday gátu ekki séð neitt sérlega hlálegt við sinnuleysu frú Betteson. Ósnortin af þeirri almennu kátinu, sem rikti umhverfis bálið, horfðu þau á þennan hring af hvitum hlæjandi andlit- um. 1) Hljóðfæri,- 6) Korn.- 8) Trekk.- 10) Op.- 12) Hasar,- 13) Röð,- 14) Óþrif,- 16) Dýr,- 17) Kærleikur,- 19) Týra,- Lóðrétt 2) Hikandi,- 3) Eins.- 4) Til þessa.- 5) Spilin.- 7) órólegar,- 9) Utanhúss. - 11) Tré,- 15) Svik,-16) Sigað,- 18) Úthaf,- Ráðning á gátu No. 1258. Lárétt 1) Japan.- 6) Lán.- 8) Ósa.- 10) Ans,- 12) Sá,- 13) An,- 14) 111,- 16) Æla,- 17) Eti,- 19) Stund,- 2) Ala.- 3) Pá.- 4) Ana.- 5) Rósin.- 7) Asnar.- 9) Sál,- 11) Nál.- 15) Let,- 16) Æin,- 18) TU.- [/ 'i |y | 5 fc \> j' l/L 1// /i ■BU 'V »5 l/ó' 1 ■i/ j]i> ggguH P HVELL G E I R I lil il lilHHl i MIÐVIKUDAGUR 15. nóvember. 7.00 Morgunútvarp. Veðurfregnir kl. 7. 00, 8.15 og 10.10 Fréttirkl. 7. 30, 8. 15 (og forustugr.dagbl.) 9.00 og 10.00 Morgunbænkl. 7.45. Morgunleikfimi kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.45: Ingibjörg Jónsdóttir heldur áfram að segja sögu sina „Helgi stendur i striðu” (3) Tilkynningar kl. 9.30. Þingfréttir kl. 9.45. Létt lög milli liða. Ritn- ingarlestur kl. 10.25: Séra Kristján Róbertsson les bréf Páls postula (4) Sálmalög kl. 10.40: Bethesda-kórinn i Klakksvik i Færeyjum syngur: Jógvan við Keldu stjórnar. Fréttir kl. l.OO. Tónlist cftir Grieg: 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynningar. 12.25. Fréttir og veðurfregnir. Tilkynningar. 13.00 Við vinnuna: Tónleikar. 14.15 Ljáðu mér eyra. Séra Lárus Halldórsson svarar spurningum hlustenda. 14.30 Síðdegissagan: „Gömul kynni” eftir Ingunni Jóns- dóttur Jónas R. Jónsson bóndi á Melum byrjar lestur bókarinnar. (1) 15.00 Miðdcgistónleikar. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. Tilkynn- ingar. 16.25 Popphornið Jón Þór Hannesso'n kynnir. 17.10 Tónlistarsaga Atli Heim- ir Sveinsson sér um þáttinn. 17.40 Litli barnatiminn. Þór- dis Ásgeirsdóttir og Gróa Jónsdóttir sjá um þáttinn. 18.00 Létt lög. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fréttir. Tilkynningar. 19.20 Bein lina til stjórnarand- stöðunnar Jóhann Hafstein formaður Sjálfstæðisflokks- ins og Gylfi Þ. Gislason for- maður Alþýðuflokksins svara spurningum hlust- enda. 21.30 Að tafli Ingvar As- mundsson flytur skákþátt. 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Útvarpssagan: „Utbrunnið skar” eftir Graham Greene Jóhanna Sveinsdóttir heldur áfram lestri þýðingar sinn- ar (11) 22.45 Djassþátturi umsjá Jóns Múla Árnasonar. 23.30 Fréttir i stuttu máli. Dagskrárlok. 18.00 Teiknimyndir 18.15 Chaplin 18.35 Týndi konungssonurinn. Leikrit byggt á ævintýra- leiknum Konungsvalinu eft ir Ragnheiði Jónsdóttur. 1 og 2. hluti. Leikstjóri Kristin Magnús Guðbjartsdóttir. Leikendur Kristján Jóns- son, Þórunn Sveinsdóttir, Erna Gisladóttir, Gunnar Kvaran, Sævar Helgason, Guðrún Stephensen o.fl. Aður á dagskrá 16. nóvem- ber 1969. 19.05 Hlé 20.00 Fréttir 20.25 Veður og auglýsingar 20.30 Páskaliljur handa frúnni. Brezkt sjónvarps- leikrit úr flokki gaman- leikja eftir Ray Galton og Alan Simpson. Leikstjóri David Askey. Aðalhlutverk Stratford Johns og Patsy Rowlands. 20.55 Maður er nefndur, Arni Óla, ritstjóri. Markús Orn Antonsson ræðir við hann. 21.30 Snilldarverkið (The Horse’s Mouth) Bandarisk gamanmynd frá árinu 1958, byggð á sögu eftir Joyce Cary. Leikstjóri Ronald Neame. Aðalhlutverk Alec Guinness, Kay Walsh og Renee Houston. 23.00 Dagskrárlok.

x

Tíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.