Tíminn - 17.11.1972, Qupperneq 19

Tíminn - 17.11.1972, Qupperneq 19
Föstudagur 17. nóvember 1972 TÍMINN 19 Gáfust upp NTB— Katmandu Brezkur leiöangur, sem á eftir 618 metra upp á tind Mount Everest, tilkynnti i gær, að leið- angursmenn hefðu gefizt upp við að reyna að ná tindinum vegna mikils hvassviðris og snjókomu. Er þetta fjórða tilraun fjall- göngumanna til að reyna að klifa Everest suðaustanfrá,sem mis- tekst. Everest hefur fimm sinn- um verið sigrað siðan 1953, og hafa allir þeir leiðangrar klifið suðurhlið fjallsins, en það er sagt hreinasti barnaleikur hjá suð- austurhliðinni. Á þriðjudaginn sögðu brezku leiðangursmennirnir í skeyti, að þeir ættu aðeins eftir 618 metra upp, en ætluðu að slá upp tjöidum og tveir leiðangursmanna siðan að klifa siðasta spottann. En nú hafa þeir sem sé hætt við það. Að gefnu tilefni óskar undirritaður að koma eftirfarandi á framfæri. Ég hef ekki á nokkurn hátt tekið þátt i gerð fóðuruppskriftar fyrir fóðurstöð minkabúanna suðvestanlands né haft með höndum eftirlit með minkafóðri i þau u.þ.b. tvö ár, sem minkarækt hefur verið stunduð hérlendis að nýju. Ég var á þeim fundi með Gunnari Jörgensen i ágúst 1971, sem Þorvaldur G. Jónsson minntist á i grein sinni i Mbl. 7.11. ’72. og vann að nokkurri gagnasöfnun með Gunnari Jörgensen i tvo daga. Það er allt og sumt. Ég hef tjáð nokkrum framámönnum i minkamálum álit mitt á mikilvægi fóðurupp- skriftar fyrir minka. Ég er þeirrar skoðunar, að sérfræði- þjónustu eigi að stunda á ráð- gjafagrundvelli eingöngu. Tilefni skrifa minna er það, að ég hef verið bendlaður af ókunnugum við margumrætt afurðatjón minkabúanna á þessu ári. Reykjavik, 15.11. ’72. Jónas Bjarnason Sauðfjáreigendur Farið sem fyrst á vetrum að gefa ánum lýsi, — það eykur hreysti þeirra og mótstöðu gegri sjúkdómum. Ullin vex og verður betri. Þær verða frjósamari og gefa meiri afurðir. Rýið þær kindur, sem éru i tveimur reyfum strax og fé er tekið á gjöf, og látið snöggar ær og þær, sem rýrar eru, fá sérstak- lega góða aðhlynningu meðan ull- in er að vaxa svolitið. Allt fé i tveimur reyfum á skil- yrðislaust að vera búið að rýja fyrir jól. Sauðfjárverndin. Vfðivangur vanda verður að mæta. Um- fram ailt þarf að leysa þann vanda á þann hátt, að sá árangur, sem náðst hefur i bættum kjörum verkafólks verði tryggður. Þeir, sem halda, að það verði gert með þvi að dansa eftir pipum Jóhanns og Gylfa, hljóta að liafa gengið i pólitiskum svefni undanfarin 10 ár. — TK Framhald af bls. 8. á alla framtið þess, en einkanlega fagnaði hann þeirri komandi tið þegar Italir gætu réttilega sagt „Kaupmannahöfn min”. Nú geta Italir sagt það! öðruvisi er þessu farið með ís- land. — Samtimis þvi, að stóð til i Danmörku að greiða atkvæði um inngöngu i Efnahagsbandalagið, þá var Gullfoss, sem lengst hefur siglt til Danmerkur, til sölu. Þetta langvarandi samband milli Is- lands og Danmerkur verður lik- lega á enda fyrir áramót. Þar er nú skorið á tengslin milli land- anna, og geta Islendingar ekki sagt „Kaupmannahöfn min”, jafnvel þótt einhver islenzk skip leggi leið sina til Hafnar enn um tima, — sem að likindum verður ekki mikið um i framtiðinni, þar sem Danmörk er háð viðskipta- Kýr til sölu Til sölu kýr á ýmsum aldri. Upplýsingar i simum 4-39-29 og 99-4271. samningum Efnahagsbandalags Evrópu frá næstkomandi áramót- um, en Island er ekki meðlimur þess sambands, og verða Is- lendingar þá að greiða tollgjöld af öllum viðskiptum við EBE- þjóðirnar. Minnkar þá tilgangur skipaferða Islendinga til Dan- merkur, má vera að það hafi is- lenzkir skipaeigendur nú þegar séð fyrir. Tilgangur Efnahagsbandalags- ins er sá, að samræma viðskipti EBE-þjóðanna, og vernda hags- muni þeirra út á við.Er það gert með þvi m.a. að halda öðrum löndum frá markaðinum með tollaálögum, ella með öðrum kosti að græða það, sem tollgjöld- in nema. Vitanlega er nú Dan- mörk háð þeim samningum og verður að vera samtaka öðrum EBE-rikjum i efnahagsráðum, og getur þá ekki haft frjálst sam- band við ísland. Hætt er við að úr þessu minnki samskipti þess- ara tveggja Norðurlanda. Þetta er hin raunverulegu áhrif Efnahagsbandalagsins, og verða nú tslendingar að fara að átta sig á, hvar hagkvæmast er fyrir þá að verzla, þvi að mikil verzlunar- sambönd hafa verið milli Islands og þjóða EBE. Ekki er það siður alvarlegt til athugunar fyrir ís- lendinga, með hverjuþeireiga að greiða sinar vörur, þar sem ein- mitt þessar sömu EBE-þjóðir vilja nú reyta til sin þau einu auð- æfi, sem tsland á til, en það er fiskurinn af miðunum innan fimmtiu milna landhelgi tslands. Án auðæfa eða náttúruauðlinda standa þjóðir höllum fæti i efna- hagsviðskiptum, og munu Bretar hafa áttað sig á þessu að ein- hverju leyti, um það bil, er þeir voru að gerast meðlimir EBE. En snauðir eru Bretar án Kanada, Ástraliu og Nýja Sjálands. Þjóðir bandalagsins, einkum Bretar, Þjóðverjar, Frakkar, Hollendingar og ltalir, hafa ekki um liðnar aldir verið þekktir að þvi, að kaupa þau auðæfi, sem þeir hafa getað haft undir sig á annan hátt, eða getað kallað sin. Nú eru allar þessar þjóðir háðar efnahagsreglugerðum EBE, og er nú eftir að vita hvernig verður sambandið milli nýrra vina. tsland er ekki eina landið, sem hefur rika ástæðu til þess, að reyna að átta sig á aðstöðu sinni gagnvart Bretlandi og EBE, þvi að nú nýlega gaf Heath yfir- lýsingu um það, að 1. janúar næstkomandi verði allir þegnar Bretaveldis i Kanada, Ástraliu, Nýja Sjálandi, HongKong og ýmsum smálöndum i Afriku háðir sömu viðskiptalögum og ibúar landa utan brezka rikisins. Þannig hefur Heath nú skyndi- lega gert mikla breytingu á að- stöðu margra milljóna brezkra þegna. Ekki var til kosninga farið með þetta, svo að búast má við að ýmislegt verði það, sem geti komið flatt upp á menn varðandi EBE, og mun ekki enn ljóst, hver verður stefna Efnahagsbanda- lagsins. Nú er ibúum þessara sambandsrikja Bretlands sópað til eins og peðum af borði. Þó hafa þessi riki lagt i sölurnar hundruð þúsundir mannslifa og óteljandi fjármagn Bretlandi til stuðnings i tveimur heimsstyrjöldum, og með þvi varnað þvi að Brétland væri hernumið af hernaðarvaldi Þjóðverja og Itala. Heath leiðir nú Bretland inn i Efnahagssam- band Evrópu — i samband við þessar þjóðir. — Fer þá eins og skáldið okkar, Stephan G. Stephanson, orti forðum. Samt er ekki allt komið enn i ljós. Óséð er enn um það, hvort þessar auðugu þjóðir ætlist til aö þeirra auðæfi gangi jafnt til Bret- lands, þótt ibúum þeirra sé leikið til eins og peðum á skákborði. Vera má, að Bretar telji sér auð- æfi Kanada og annarra sam- bandsrikja þeirra fornra sem sin eigin, — eins og þeir vilja telja sér auðæfi sjávarins við Island. Hvort ætli tsland megi vænta griða af þvi stórveldi, er jafn köldum ráðum beitir sina eigin þegna!? Það er kominn timi til, að átta sig betur á stöðunni i þessum ör- lagaleik stórþjóða Efnahags- bandalags Evrópu. ALLIR VEGIR FÆRIR Á Yokohama SNJÓBÖRÐUM BÍLAVERKSTÆÐI DALVÍKUR JÓLAKORT eftir filmum yöar pantió í tínia mMWMWQiWQ) Ausíiirstræti, Áttþúhhtíí banka? Samvinnubankinn hefur ákveðið: að auka hlutafé bankans úr tæpum 16 millj. króna í allt að 100 milljónir, að bjóða öllum samvinnumönnum að gerast hluthafar, að gefa þér þannig kost á að gerast virkur þátttakandi í starfsemi bankans. Hlutafjárútboðið er hafið á 10 ára afmæli bankans. Hlutabréfin eru að nafnverði 5 þús., 10 þús. og 100 þús. krónur. Helmingur greiðist við áskrift, en afgangurinn innan árs. Upplýsingar og áskriftalistar í aðalbankanum, útibúum hans og í kaupfélögunum um land allt. Hér er tækifæri til að eignast hlut í banka. Vilt þú vera með? SAMVINNUBANKINN BANKASTRÆTI 7, RVÍK. SÍMI: 20700

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.