Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 3
Laugardagur 18. nóvember 1972 TÍMINN 3 Séö yfir þingheim á landsþingi menntaskólanema.en hinir ungu virðast ekki eftirbátar eldri þingseta i málefnalegu, (eða lausu) þrasi og orðalagsþrætum. Menntaskólanemar þinga - og þrasa Erl—Reykjavik i gær var Landsþing mennta- skólancma sett i Menntaskólan- um við Ilamrahlið. Rafn Jónsson setti þingið og bauð menn vel- komna, en siðán flutti Guðmund- ur Arnlaugsson rektor ávarp, þar sem hann einkum hvatti þingfull- trúa til umburðarlyndis gagnvart skoöunum annarra. Þingið sækja fulltrúar allra menntaskólanna og mennta- deilda framhaldsskóla, og eru þingfulltrúar alls 44. Nefndastörf IfRÍMERKI — MYNT Kaup — *ala Skrifið eftir ókeypis vörulista. Frímerkjamiðstöðin Skólavörðustíg 21 A| Reykjavík taka mestan tima þingseta, en eins munu fara fram almennar umræður um starf og hlutverk L.I.M. og hagsmunamál nem- enda. Þá mun og nokkuð verða fjallað um þjóðmál á þinginu, en þau mál hafa stundum verið við- kvæm innan L.I.M., sem annars staðar. Sú varð og raunin á i gær, þvi að eftir að fram hafði komið dagskrártillaga um, að fjallað skyldi um þau mál á sjálfu þing- inu, hófust deilur, sem enduðu með þvi að allir fulltrúar M.R. gengu af fundi. Áður hafði verið ákveðið, að fjallað skyldi um þau utan þingtima og samþykktir um þau birtar sérstaklega. Þeir brotthlaupnu komu þó aftur til þings eftir að náðst hafði mála- miðlun, sem fól i sér.að málin skyldu rædd utan þingtima, en til- lögur þaðan frá, nánar tiltekið frá þjóðmálanefnd, skyldu ræddar og atkvæði um þær greidd i þing- tima. Andstæðir MRingum i þessu máli munu hafa verið full- trúar allra hinna menntaskól- anna, nema e.t.v. menntadeildar- innar við Flenzborg i Hafnarfirði. Norræna húsið: Maðurinn, náttúran og tæknin Erl—Reykjavik Á mánudaginn næsta kl. 20.30 heldur hinn kunni norski fyrir- lesari Thorleif Schjeldrup erindi með litkvikmynd i fundasal Norræna hússins. Erindið nefnir hann: „Maðurinn, náttúran og tæknin", og fjallar það, eins og nafnið bendir til, um umhverfis- vernd og sambúð mannsins við náttúruna. Schjeldrup er þekktur viða um heim fyrir fyrirlestra sina og kvikmyndir, sem hann tekur sjálfur. Hann er lögfræðingur að mennt, en þekktari fyrir önnur störf, t.d. vann hann til verðlauna i skiðastökki á ólympiuleikunum 1948. Einnig hefur hann ritað bækur um útilif og náttúruvernd. Hingað til lands kemur hann á vegum Landverndar. I þessu tilefni verður komið upp i Norræna húsinu litilli sýningu um umhverfisspjöll og umhverf- isvernd i Sviþjóð. i framhaldi af þessu er rétt að geta þess, að fulltrúafundur Landverndar verður haldinn á morgun, sunnudag 19. nóv. kl. 10 að Ilótel Loftieiöum. Þar munu mæta fulltrúar aðildarfélaga, 55 að tölu. Á fundinum verða lagðir fram reikningar samtakanna fyrir árið 1972 og rætt um starfsemi þeirra i nútið og framtið. Þá mun Thorleif Schjelerup flytja þar erindi og sýna inyndir. Bygging Sjúkrahúss Suðurlands hafin Stjas—Vorsabæ. Sunnlendingar eru að hefjast handa um byggingu hins nýja sjúkrahúss á Selfossi, er verða mun sameign Árnessýslu, Rang- árvallasýslu og Vestur-Skafta- fellssýslu. Var byrjað á grunnin- um i gær, en að því er stefnt að Ijúka byggingu, sem i verða Ijörutiu sjúkrarúm, fæðingar- deild og iniðstöð fjögurra lækna, á næstu þrem árum. I gamla sjúkrahúsinu, sem Batnar heilsufar norðlenzks búfjár? Erl—Reykjavik Rannsóknastofa Norðurlands á Akureyri annast margháttaða rannsóknastarfsemi, m.a. á fóðurgildi heys. Það er einkum innihald heysins á steinefnum og eggjahvituefnum, sem rannsakað er, en rannsóknir á meltanleika hafa ekki verið stundaðar til þessa. Úr þvi mun þó verða bætt innan tiðar, þvi að nú eru komin til landsins mjög fullkomin tæki til að ákvarða meltanleika heys, og munu þau verða tekin i notkun næsta haust, eða e.t.v. á útmánuðum i vetur. Þetta eru mjög afkastamikil tæki, og er með þeim hægt að rannsaka 180 sýni á viku. Þetta kom fram i samtali við Þórarin Lárusson á Rannsókna- stofunni i gær. Hann sagði enn fremur, að heyið frá sl. sumri virtist heldur snauðara að stein- efnum, einkum kalsium og magnesium en i fyrra, en á þvi væri þó ekki mikill munur. Eggjahvitan virtist hins vegar ekki minni en i fyrra. Þetta er þó til muna minna nú en árið 1970, en þá var heyskapur minni, en nýting heyja betri. Fosfórinni haldið, sem hefur verið allt of litið viðast hvar undanfarin ár, hefur nú aukizt, og ætti þvi heilsufar búpenings heldur að batna en versna i vetur, enda viða ekki vanþörf á. Heysýnin eru flest af Norður- landi, en nokkur austan af Héraði. — Þar virðist langbezta heyið á þessu ári, sagði Þórarinn að lokum. raunar var upphaflega bústaður héraðslæknis, eru um þrjátiu sjúkrarúm, og hefur það verið nýtt til þeirrar hlitar siðustu árin, að varla er autt rúm nema dag- stund i hæsta lagi. Þar hafa legu- dagar verið tiu til ellefu þúsund á ári, og frá siðustu áramótum hafa sjúklingar þar verið 420. Sá áfangi byggingarinnar, sem nú er hafinn, var boðinn út i haust; og kom lægsta tilboðið frá Völundi Hermóðssyni frá Árnesi, tæpar tvær milljónir króna, og var þvi tekið. Fyrir það hefur hann tekið að sér að grafa grunn- inn, sprengja klöpp, sem er i hússtæðinu, gera veg að þvi að bflastæði, sjá um ræsalögn, raf- magnsheimtaug og neyzluvatns- lögn. Verki sinu á hann að hafa lokið um miðjan jánúarmánuð i vetur. Afsökunarbréfin sigla í kjölfar lögveðsbréfanna Að undanförnu hefur rignt yfir fólk svokölluðum lögveðsbréfum, þar sem lögfræðingur, sem tekið liefur aö sér innheimlu á vegum Rikisútvarpsins, ógnar fólki með nauðungaruppboði á sjónvarps- tækjum þess vegna afnotagjalda, sem talin eru i vanskilum. Hafa verið að þvi mikil brögð sið- ustu daga, að fólk hringdi til Tim ans til þess að bera sig upp undan þessu þar er það hefur ýmis i höndum gögn, sem sanna, að það hafi g'reitt þessi gjöld skilvislega, eöa það, sem verra er: Þykist muna það með fullri vissu, að það liafi borgað sitt skilvislega, þótt það hafi viðeigandi kvittanir ekki handbærar. Margt fólk virðist hafa tekið þetta óstinnt upp, og liklega sér i lagi þeir, sem jafnan leitast við að borga sérhver gjöld á réttum tima, auk þess sem þeim, er litt eru vanir viðskiptaumstangi, þykir það allalvarleg kveðja,þegar nauðungaruppboð ,,án frekari aðvörunar” er orðað i bréfum til þess. Það er sannast sagna, að við út- sendingu þessara kröfubréfa hafa orðið veruleg mistök, eins og raunar má sjá af þvi, er þegar hefur verið sagt. Það eru vita- skuld ekki annað en mannleg mistök, þótt stöku maður sé rang- lega krafinn um gjöld, sem hann hefur þegar greitt, en lakara er, þegar það gengur út yfir fjölda fólks, er lagt hefur kvittanir sinar til hliðar eða hreinlega fleygt þeim i trausti sinu á innheimtu- kerfi útvarpsins. Fjöldi afsökunarbréfa hefur nú þegar verið sendur fólki, sem vit- neskja hefur fengizt um, að var ranglega krafið um greiðslu, og mun þar stærsti hópurinn vera út- varpsnotendur, sem greiddu af- notagjöld i Vesturbæjarútibúi Landsbankans, en þar höfðu skil riki gleymzt inni i skap vegna veikinda starfsmanns. Svipaða sögu mun að segja um eitthvað af afnotagjöldum utan af landi, að seinkað mun hafa skila grein um þau. — Við tókum upp þetta nýja fyrirkomulag, að fólk gæti greitt afnotagjöld sin hjá Landsbankan- um i þvi skyni að auðvelda fólki skil, sagði innheimtustjóri út- varpsins við Timann i gær, en þarna hefur einmitt sú viðleitni komið okkur i koll i sumum tilvik- um. Ég þarf varla að taka það fram, hve okkur þykir leitt að valda skilvisu fólki og góðum og gegnum viðskipta vinum útvarpsins, leiðindum og fyrirhöfn. — JH Nauðsynleg þjónusta við fiskiðnaðinn Nýlega var opnuð rann- sóknastofnun fyrir fiskið- naðinn i Vestmannaeyjum. Það eru fiskiðjuverin I Vest- mannaeyjum, sem lagthafa fé tii rannsóknastofnunar, en starfsmenn Rannsókna- stofnunar fiskiðnaöarins starfrækja liana. Þeir Steingrimur Hcr- mannsson og Páll Þorsteins- son liafa nú endurflutt á Alþingi frumvarp til laga um, að stefnt skuli að þvi, að Rannsóknastofnun fiskiðnað- arins starfræki rannsókna- stofur, a.m.k. eina i hverjum landsfjórðungi og viðar, sam- kvæmt ákvörðun ráðherra og að fengnum tillöguin aðila fiskiðnaðarins. Skal leita sam- starfs við fiskiðnað og aðra matvælaframleiðendur og svcitarfélög á viökomandi svæðum um stofnsetningu og starfrækslu slikra rannsókna- stofa og athuga möguleika á að nýta aðstöðu og samstarf við menntastofnanir á staðnum. i framtiðinni verða gerðar siauknar kröfur um hreinlæti og hollustuhætti i fiskiðnaði, og Bandarikjamenn hafa þegar gert stórauknar kröfur i þessum efnum, en einnig til gæðaeftirlits og meðferðar á iillum fiski i fiskvinnslu- stöðvunum hér á landi. Þctta mun þýða stóraukna þörf á þjónustu við fiskiðjuver, og talið hefur verið sjálfsagt, að Rannsóknastofnun fisk- iðnaðarins annaðist það starf. Þcssi þjónusta verður aldrei af hcndi látin, svo viðunandi sé, nema sérfræðingar og að- staða sé a.m.k. i öllum lands- hlutum. Starfsemi fjórðungsstofn- unar af þessu tagi myndi beinast að gerlarannsóknum, söfnun upplýsinga, almennu gæöaeftirliti og leiðbeininga- starfsemi. Einnig væri sjálf- sagt, aö slikar rann- sóknastofur veittu öðrum matvælaframleiðendum, svo sem mjólkurbúum, sams konar þjónustu. Samstarf við heimaaðila i greinargcrð með þessu frumvarpi segja þeir Stein- grimur og Páll m.a.: i frumv. er lögð áherzla á, að leita verður samstarfs frainlciðendur og sveitar- stjórnir á viðkomandi stöðum. Er hér að nokkru farið að þvi fordæmi, sem skapazt liefur i Vestmannaeyjum. Þar er hafin starfræksla rann- sóknastofu með samvinnu Itannsóknastofnunar fiskiðn- aðarins og fiskvinnslustöðva i Vestmannaeyjum. Eðlilegt virðist, að einnig sé leitaö til sveitarstjórna um slikt sam- starf. Loks er sjálfsagt að nýta aðstöðu, sem fáanleg kann að vera við menntastofnanir á viðkomandi stað, báðum aöilum til hagsbóta. Sérfræð- ingar geta t.d. tekið að sér kennslu og nemendur kynnazt rannsóknastarfseminni. i þessu sambandi er rétt að vekja athygli á þvi, að rann- sóknastofur cin sog þær, sem um ræðir i þessu frumvarpi, geta, þótt litlar séu, haft ótrúleg áhrif til hagsbóta fyrir viðkomandi byggðarlag. Þær geta ásamt menntastofnunum myndað kjarna sérfróðra manna, sem er oft ótrúlcga fljótur að laða að ýmiss konar aðra starfsemi, sem ekki fengi þróazt án sliks samfélags. Þetta atriði eitt út af fyrir sig réttlætir myndarlegt átak hins opinbera og forustu til þess að koma umræddum rannsókna- stofum á fót hið fyrsta. Flutningsmenn þessa frum- Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.