Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 16

Tíminn - 18.11.1972, Blaðsíða 16
16 TÍMINN Laugardagur 18. nóvember 1972 „Öðruvísi mér áður brá" Eftir Sæmund Lárusson bifreiðarstjóra Þriðjudaginn 26. jan. 1971 birtist eftir mig grein i tveimur dagblöðum borgarinnar. Timanum og Morgunblaðinu. Tilefni þeirrar greinar var, að ég hafði haft óljósan grun um, að við i þessari bifreiðastjórastétt hefðum búið við önnur kjör i tolla- málum en þeir, sem við gátum okkur við miðað, og þar til vil ég nefna langferðabilana, strætis- vagna Reykjavikur og vörubila. Eftir að Alþingi kom saman um haustið 1970 fór ég niður i Alþingi að leita eftir upplýsingum þar að lúlandi, og kom þá á daginn, að grunur minn hafði við rök að styðjast, þar sem áður nefndir bilar voru tollafgreiddir með 30% tolli, en okkar með 90% tolli, þó að siðar yrði smábreyting gerð þar á, þegar tollurinn var lækkaður i 70% með niðurfellingu, alrangri aðlerð. Þegar ég haði fengið fulla vissu um þennan mun, sem gerður var á okkar vinnutækjum og þeirra, sem ég hef hér að framan nefnt, hóf ég samræður við flokksmenn mina og þá.sem ég trúði til að flytja þetta mál fyrir okkur, og var vel undir það tekið, og var það Halldór E. Sigurðsson, sem gekkst l'yrir þvi að aíla þvi fylgis meðal þingmanna. 1 sambandi við þetta kom hvergi fram neitt, sem benti til þess að frammá- menn okkar félagsstéttar, félagsins ,,FRAMA”, hefðu sótt um, að við fengjum sömu toll- afgreiðslu og áður nefndir aðilar. Þeim hefur sennilega þótt sú aðl'erð betri að sækja heldur um niðurfellingu eða eftirgjöf eins og það var kallað. Nokkru el'tir að Halldór E. Sigurðsson hafði rætt við mig um þetta mál, tjáði hann mér, að það fengi góðar undirtektir og væri af mörgum taliö mjög sanngjarnt. Nokkrum dögum siðar fluttu fjórir mjög mætir menn tillögu um það frumvarp,sem miðaði að tollabreytingu á bifreiðum okkar eða lækkun á tollum niður i 30%. Þessir menn voru þeir Þórarinn Þórarinsson, Halldór E. Sigurðs- son, Magnús Kjartansson og Hannibal Valdimarsson. (þrir af þessum mönnum eru orðnir ráð- herrar nú). Eftir að málið var komið fyrir almenning og frumvarp flutt um það, fórum við bifreiðastjórar að fylgjast með meðferð þess á þingi og vorum oft margmennir á áheyrendapöllum. Og svo kom að þvi að atkvæðagreiðslan færi fram og var þá frumvarpið fellt, með eins atkvæðis mun, að mig minnir. Þetta endaði þá svona, þó svo að við værúm búnir að heyra á mönnum úr Sjálfstæðisflokk og Alþýðuflokk, að þeir teldu þetta mjög sanngjarna kröfu. Þarna hefur pólitfkin komið til skjal- anna. Nóg um það. En vera má,að Sjálfstæðisflokkur og Alþýðu- flokkur hafi tapað nokkrum atkvæðum i kosningunum vegna þeirra framkomu við afgreiðslu þessa máls. Eftir að kosningar höfðu farið fram og vinstristjórn verið mynduð, með Halld- E.. Sigurðs- syni sem fjármálaráöherra, góðum kunningja minum, frá þvi við vorum bændur í Dölum vestra, bjóst ég sannarlega við þvi,að þessi vandi okkar fengi betri fyrirgreiðslu, ef eftir væri leitaö, og fór á hans fund um þingtimann i fyrravetur, átti tal við hann oftar en einu sinni um þetta mál, og siðast með Daniel Pálssyni,og tjáði hann mér þá,að hann ætti mjög erfitt með að opna tollskrá fyrir þetta vegna þeirrar ásóknar, sem mundi koma frá fleirum og það tók ég mjög trúanlegt. Hins vegar gat hann þess,að tollskrá yrði senni- lega opnuð með haustinu þá, þótt svo að hann gæfi mér ekki neitt beint vilyrði fyrir breytingu. En svo kemur rúsinan i pylsuend- anum og hún er sú að, þeir grafa upp heimild frá fyrri rikisstjórn um 25% — tuttugu og fimm prósent- hækkun á öllum bilainn- flutningi, og þar með taldir vöru- bilar. Þessi hækkun var látin taka gildi strax og varð til þess,að þeir hækkuðu lægstu bilana Datsun, japönsku bilana um nálægt 75 þús. kr., þetta kom mjög illa við menn,þvi margir voru að endur- nýja sina bila. Ég mundi halda að verð á þessum atvinnutækjum okkar væru, eins og Jón Bergs, bifreiöaverkfræðingur i Hafnar- firði, sagði i sjónvarpsþætti nýverið, að bilverð hér á landi væri óheyrilega hátt, og það yrði að lækka. Hann sagði einnig um verkstæðin hér, aö þau væru fæst þannig úr garði gerð,að þau gætu veitt fullkomna viðgerðar- þjónustu, þau vantaði fullkomin verkfæri, húsrými o.fl. Þannig er saga þessa máls, og má segja um það eins og máltækið segir: svo bregðast krosstré sem önnur tré. Afkoma leigubifreiðastjóra og vinnutimi þeirra. Ég mun nú snúa mér að innan- félagsmálum okkar og vinnutima þeim, sem við verðum að fram- kvæma til þess að geta innt af höndum allar þær greiðslur, sem til falla vegna hækkana á tryggingakostnaði, viðgerða- kostnaði, smurnings o.fl. Allt þetta hefur hækkað og sumt all- verulega. Til dæmis við, sem höfðum tekið á okkur fyrstu tiu þúsundin hjá tryggingu áður, urðum að taka s.l. vor tuttugu þúsund. Verkstæðisvinna og smurning hækkaði um vinnu- launahækkun þeirra manna, sem unnu við þá vinnu, sem eðlilegt var. Þá mun ég vikja að aðgerðum stjórnar stéttarfélagsins okkar, „FRAMA”. Maður skyldi nú ætla, að þeir yröu nú vel á verði gagn- vart þessum hækkunum og legðu fram réttlátan taxtagrundvöll um hækkun launa okkar. Já, þeir gerðu það að visu, þeir báðu um 8% — átta prósent og fengu þau. Þetta voru þá öll ósköpin, sem okkur átti að duga í viðbót við 2%, sem við höfðum fengið þar áður, en þess skal getið, að við fengum þá taxtatöfluna gefna. Sennilega mun réttlát hækkun á taxta okkar hafa átt að vera i vor nálægt 29% — tuttugu og niu prósent- og allt frá árinu 1970 hefur þessi taxti verið alltof lágur, og hverjum er þar um að kenna? Auðvitað stjórn stéttarfélagsins okkar „FRAMA” og gjaldskrár- nefnd, sem eiga með þessi mál að fara. Það kom fram á fyrrihluta aðalfundarins s.l. vor, sem ég sat, að þeir mundu vera búnir að tapa grundvelli þeim,sem taxtinn átti að byggjast á og vissu ekkert hvað þeir áttu að gera. Ég lagði fram á fundinum tillögu um þetta efni og benti á, að hægt væri að leita til reiknistofu Háskólans eða einhverrar annarrar stofnunar, sem tæki að sér að umreikna taxtann ein fimm til tiu ár aftur i timann og finna út úr þvi það rétta. Þessu mun stjórnin ekki hafa sinnt frekar en öðrum ábendingum okkar, eða að minnsta kosti hefur maður ekki orðið var við neitt slikt. Eitt af þvi sem komið hefur fram við okkar stétt er hækkun stöðvargjalda. Auðvitað máttum við vita það, þar sem hækkandi kaup starfsfólks stöðvarinnar kom til greina tvivegis á þvi timabili, sem liðið er af þessu ári og mundi það koma fram við okkur og það af mjög eðlilegum ástæðum. En það var öðruvisi frágangur á þvi, sem fram- kvæmdastjóri stöðvarinnar okkar „Bæjarleiða” Þorkell Þorkelsson lagði fyrir verðlagsstjóra eða verðlagsráð i bæði skiptin, sem kauphækkun var hjá starfsfólki og sú réttláta hækkun fékkst strax að kalla. A fyrrihluta aðalfundarins i stéttarfélag'.nu „FRAMA” sem haldinn var 25. april, I972,lagði ég fram áskörun á rikisstjórnina i tillöguformi og birti ég hana hér. Aðalfundur Bifreiðafélagsins „FRAMA” haldinn 25. april, 1972 samþykkir að skora á rikis- stjórnina að taka nú þegar, eða A undanförnum árum hafa tslendingafélög i New York, London, Kaupmannahöfn, og víðar fengið til sin islenzka skemmtikrafta og hljómsveitir við hátíðlegustu tækifæri. Nú slæst Osló i hópinn og fær til sin eina þekktustu hljómsveit landsins, sem þar mun leika Um næstu helgi, en það er hin ný-endur- skipulaga hljómsveit Ólafs Gauks. Er vonandi að landarnir i Osló eigi skemmtilegt kvöld með islenzku hljómsveitinni á laugardaginn. Á myndinni eru frá vinstri: Ólafur Gaukur, Carl Möller, Svanhildur, Kristinn Sigmarsson og Er- lcndur Svavarsson. eigi siöar en á yfirstandandi þingi allt að 8 farþega leigubifreiðir i sama tollflokk og aðrar atvinnu bifreiðar til mannflutninga eru i, svo sem strætisvagnar og lang ferðabilar þ.e. 30% toll. Fundur- inn treystir því, að þetta verði gert, þar sem flutt var um það frumvarp á siðasta Alþingi af nú- verandi fjármálaráðherra og fleirum.” Þetta gerði ég sem sagt i beinu framhaldi af þvi, sem hér að framan er skráð um meðferð þessa máls. Og meðal annars af þvi að nú var komin ný rikisstjórn og menn úr henni höfðu verið málinu hlynntir, sem sýndi sig i þvi að þeir fluttu um það áður- nefnt frumvarp. Var ekki full ástæða til að vekja þetta mál upp að nýju, þar sem breyttar aðstæöur voru fyrir hendi og ein- mitt Alþingi yfirstandandi, og þurfti þvi að vinda bráðan bug að aðgerðum af okkar hálfu, þar sem búið var i marzmánuði að framkvæma nýja hækkun 25% — tuttugu og fimm prósent — og i öðru lagi | að vörubilstjórar voru búnir að mótmæla svo kröftug- lega,að á nokkrum hluta þeirra varð þó ekki nema 15% — fimmtán prósent- hækkun. Þetta allt hefði átt að færa okkur til sanninda, að eitthvað þyrfti að gera og það i fullri alvöru. Nú vill svo vel til að einmitt fyrr i þessum mánuði hélt Bil- greinasamband Islands aðalfund sinn, og þar mótmæla þeir harð- lega siðustu hækkun og gera kröfu um að rikisstjórnin endur- kröfu um að rikisstj. endurskoði nýjar bifreiðar og afnemi inn flutningsgjöld af þeim. Svo það hafa þá fleiri en ég séð þau einu úrræði, sem mundu færa okkur réttlátara verð á bifreiðum okkar, en verið hefur, þar sem þeir gera þessa kröfu og taka þeir fram, enda þótt verðstöðvun sé. Þannig held ég nú að okkar fé- lag komist ekki hjá þvi, að gera itrekaðar kröfur um bættan taxta okkur til handa þó svo að verð- stöðvun sé. Það verði ekki hægt að halda að sér höndum, meðal annars vegna vaxandi óánægju félagsmanna sjálfra. 1 sambandi við þetta langar mig til að skjóta hér inn i þvi, sem ég hef verið spurður að, eftir að grein Daniels Pálssonar birtist i „Visi” um daginn. Það eru einir fjórir aðil- ar, sem spurt hafa, hvort við vær- um búnir að fá lagfæringu, og hef ég svarað þvi til, að ég viti ekki hvort nokkuð hafi verið beðið um það og hitt sé nú vanalegra, að það þurfi stundum að endurtaka þá beiðni oftar en einu sinni áður en það fáist úrbætur. Ég vil svo að gamni geta þess, að ungur maður, sem vinnur hér á dekkjaverkstæði i borginni.sem hefur meira - bifreiðastjórapróf, hann segir mér frá þvi,að hann hafi hugsað sér i sumarfriinu að auka tekjur sinar með þvi að taka bil hjá kunningja sinum á Hreyfli og aka honum i hálfan mánuð og það gerði hann, en það sagðist hann aldrei myndi gera aftur, þvi sig hefði aldrei órað fyrir þvi að væri hægt að fara marga túra á dýrum bil og fá ekki nema 75 kr og 85 kr. fyrir suma túrana,og útkoman var sú,að hann hafði minna en að vera við vinnu á verkstæðinu. Svo segi ég frá ökuferð, sem ég fór nú fyrir fáum dögum að kvöldi til. Ég var sendur i Goð- heima að mig minnir númer 17. Farþeginn var Grimur læknir, og ók ég honum niður að Rauðalæk 59; þegar þangað kom,segir hann: hvað á ég að borga,og segi ég honum það. Þetta var kvöld- taxtinn. Þá segir læknirinn: hvernig getið þið veitt svona góða þjónustu og á svona dýrum og vönduðum verkfærum og fá ekki meira fyrir. Ég hafði sagt honum alveg réttan taxta og bauð honum að sjá á töfluna, hann skipaði mér að taka meira en taflan sýndi,og varð ég að gera það og svona fyrirbæri hafa komið oftar fyrir. Þetta sýnir.hvað fólkinu finnst og nóg um það. Á Alþingi i fyrravetur var lög boðinn 40 stunda vinnuvika hjá verkafólki og kauphækkanir i áföngum; ég er hræddur um að það dygði skammt sem við hefðum á svo stuttum vinnutima, og ég get fullyrt, að við hér á Bæjarleiðum erum með 70 stunda vinnutima á viku og sumir meira, ef það væri borið saman,þá mun af þeim tíma vera meira en helmingur nætur- og eftirvinnu- timi, og það gerir útkomuna enn þá iskyggilegri. Mér er kunnugt um,að sumir fjölskyldumenn^em keyptu nýjan bil fyrir rúmum þrem árum og þyrftu að fara að endurnýja, eru ekki búnir að ljúka greiðslu á þeim lánum, sem þeir stofnuðu til við þau bilakaup, enda engin undur þar sem verð bilanna er orðið fimm hundruð þúsund og allt upp i átta hundruð þúsund,og einn bill kom á stöðina til okkar i vor,sem mun hafa losað eina milljón kominn á götuna, en það er sjö farþega Benzbill. Það voru gefin út bráðabirgðalög á Alþingi i fyrra, sem áttu að vera til styrktar fyrir tryggingar- félögin og, eftir- þvi sem manni skildist.til að draga úr umferðar- óhöppum og slysum. Þessi lög áttu að heimila trygginar- félögum að innheimta 7.500,- — sjöþúsund og fimmhundruð — krónur af hverjum , sem tjóni veldur, ef hann dæmdist i órétti vera,- ég hygg , að tryggingar- félögin notfæri sér þessi lög, og kemur þá þarna eitt enn,sem þeir ólánsömu fá að greiða. Ekki held ég, að þessi lög hafi verkað á umferðina til neinna bóta, þvi ekki hefur, að ég hygg, dregið úr þeim umferðarslysum, að manni hefur heyrzt, nema siður sé. Það er min trú, að hefðu menn sameinazt um að knýja fram tollalækkun fyrir Alþingis kosningar, þá þyrftum við ekki að búa við þau kjör, sem við eigum nú við að búa,hvað verð á þessum vinnutækjum okkar snertir. Það er ekki nóg fyrir fjöldann i þessari bifreiðastjórastétt, þó við nokkrir bifreiðastjórar á bifreiðastöðinni Bæjarleiðum fengjum bila með afsláttarverði frá verksmiðjunni, aðeins fyrir dugnað og góða fyrirgreiðslu framkvæmdastjóra SIS, Jóns Þórs Jóhannssonar. þessir bilar fást ekki nema einstaka sinnum og mundu ekki fást svo að fjöldanum dygði. Þess vegna verðum vð að sameinast um kröfur okkar um lækkun á tollum og það sem um munar. Sömu- leiðis að finna réttan grundvöll að okkar launataxta. Eins og ástandið er nú,er það alveg óvið- unandi. Hvað gerir stjórn Landssam- bands Leigubifreiðastjóra? Ekkert. I Timinner | peningar | Auglýsítf | iTímanum OPIÐ LAUGARDAGA KLUKKAN 9-12 HÖGGDEYFAR sem hægt er að stilla og gera ,við ef þeir bila. TJfT ARMULA 7 - SIAAI 84450

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.