Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 7

Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 7
Fimmtudagur 30. nóvember 1972 TÍMINN 7 hljóti að eiga við um aðra þorsk- stofna i N.-Atlantshafi. Eðlileg notkun orðsins „fullnýttur” i þessu sambandi merkir, að tekið sé úr stofninum hámark þess, sem stofninn gefur af sér, án þess að stofninum sé stefnt i hættu. 1 umræðum um hagnýtingu þorskstofnsins virðist eðlilegt að ganga út frá, að um veruleja minnkun sóknar er lendra veiðiskipa verði að ræða vegna útfærslu landhelginnar i 50 sjómilur. Tillögur starfsmanna Hafrann sóknastofnunarinnar um að allar veiðar aðrar en með linu og handfærum, verði háðar leyfum, falla útvegsmönnum ekki i geð, þvi nægileg er nú skriffinnskan fyrir, þótt þessu verði ekki bætt við. Starfsmennirnir telja, að með leyfafyrirkomulagi sé hægt að auka aðhald að veiðunum, með þvi að svipta fiskiskip leyfi, ef það brýtur settar reglur. Misskilning- ur þeirra byggist á þvi, að það eru þeir sem stjórna skipinu, sem reglurnar brjóta, en ekki skipið sjálft. Hvað á að gera við skip, sem svipt hefur verið leyfi? I islenzkri löggjöf er gert ráð fyrir, að skipstjórnarmenn sæti ábyrgð fyrir brot á settum reglum og um slik mál sé fjallað af dómstólum. Með tillögu sinni leggja starfs- menn Hafrannsóknastofnunar- innar til að dómsvaldið sé flutt inn i viðkomandi ráðuneyti. Fleira er athugunarvert i um- ræddum tillögum, og vil ég þar sérstaklega nefna tillögu um, að bátum, sem veiðar stunda með netum, skuli skylt að koma ávallt með veiðarfæri að landi. Tillaga þessi, ef til framkvæmda kæmi, myndi draga svo stórlega úr afla- möguleikum þessara skipa, að enginn möguleiki væri til útgerð- ar þeirra, en þau hafa aflað um 60% af vetrarvertiðaraflanum. Þetta myndi einnig auka stórlega vinnuálag á sjómenn og valda þvi að mjög fáir sjómenn fengjust til að vinna við þessi störf. Siðast en ekki sizt myndi það fyrirkomulag stórauka slysahættu, ef skip ættu að flytja öll veiðarfæri að landi i hverri veiðiferð. Tillögur eins og þær, sem hér hefur verið lýst, eru svo fjarri öllum raunveruleika, að menn undrast það sambands- leysi, sem virðist vera milli starfsmanna Hafrannsókna- stofnunarinnar og þeirra aðila, sem að sjávarútvegi starfa. Á undanförnum árum hafa út- vegsmenn og samtök þeirra margoft gert tillögur um aukið eftirlit, til að koma i veg fyrir seiða- og ungfiskadráp i einstöku veiðarfæri, eins og t.d. humar- og rækjuvörpur, en litlar undirtektir fengið. Einnig hafa þeir lagt til að friðuð verði ákveðin hrygningarsvæði fyrir öllum veiðarfærum á hrygningartiman- um. Þær tillögur hafa engar undirtektir fengið hjá starfs- mönnum Hafrannsókna- stofnunarinnar og þeim jafnvel verið sýnd andstaða, eins og frið- un innanverðs Breiðafjarðar fyr ir þoskanetum. Veruleg endurnýjun fer nú fram á fiskskipastólnum og ber þar hæst endurnýjum togaraflot- ans, eins óg ég hefi áður vikið að. Fyrsti skuttogarinn, sem smiðað- ur er fyrir okkur Islendinga, kom til landsins i siðasta mánuði og er farinn til veiða. t smiðum eru 6 togarar, sem eru um 1.000 rúm- lestir að stærð, 6 togarar um 800 rúm. Alls eru þetta 37 skip, sem ætla má að verði um 22 þúsund rúml. A árinu hafa verið keypt til landsins 7 notuð fiskiskip og er eitt af þeim 800 lesta skuttogari og tveir aðrir 400 og 460 rúmlest- ir. Alls hafa 59 ný þiljuð fiskiskip verið skráð á árinu, og skiptast þau þannig eftir stærð: Undirlðrúm. 32skip 16-50 rúml 14skip 51-100 rúml. 2skip 100-160 rúml. Uskip Innanlands eru 48 þiljuð fiski- skip i smiðum og skiptast þau þannig eftir stærð: Undirl5rúml. 15skip 16-50 rúml. 20skip 51-100 rúml. 5skip 100-160 rúml. 8skip Auk þess eru tveir 400-500 rúml. togarar i smiðum innanlands, en þeir voru taldir með þeim 24 minni togurum, sem ég gat um fyrr. Alls hafa 10 þiljuð fiskiskip ver- ið strikuð út af skipaskrá, það Frá aðalfundi LÍO. Kristján Ragnarsson, framkvæmdastjóri samtakanna, i ræðustóli. Timamynd Gunnar. sem af er árinu og voru þau 642 rúml. að stærð. Af þessari upptalningu er ljóst, að endurnýjun fiskiskipaflotans er nú meiri en nokkru sinni fyrr, nema ef til vill á nýsköpunarár- unum fyrir 1950. Ég tel vafasama þá miklu fjölgun litilla báta, sem nú á sér stað, eins og sést á þvi, smiðum eru 81 bátur, sem er minni en 50 rúml. Flestum þess- ara báta er ekki haldið til veiða nema takmarkaðan hluta úr ári og það fjármagn, sem i þá er lagt, skilar ekki þjóðarbúinu nema hluta af þvi, sem hin stærri skip gera. Þessir bátar veita heldur ekki sjómönnum það öryggi, sem ætlazt verður til, og þeir draga að sér mannafla, sem afkastar að meðaltali mun minna, en sjó- menn á hinum stærri skipum. Mjög alvarlega horfir um af- komu Vátryggingasjóðs 'fiski- skipa, en hann greiðir að veru- legu leyti vátryggingariðgjöld fiskiskipanna. Fjár til hans er afl- að með útflutningsgjaldi og fær sjóðurinn 82% af þvi fé, sem út- flutningsgjöldin gefa. Frá þvi sjóðurinn var stofnaður á árinu 1960 hefur hann ávallt verið nokkrum mánuðum á eftir með greiðslu iðgjaldanna vegna fjár- skorts. Afkomu sjóðsins er nú þannig háttað, að um 54 milljón króna halli varð á sjóðnum á árinu 1971 og horfur eru á, að halli þessa árs verði 96 milljónir króna, eða samtals á tveimur árum 150 milljónir króna. Tekjur sjóðsins á þessu ári eru áætlaðar um 334 milljónir, en út- gjöld um 430 milljónir. Hefur þessi fjárskortur leitt til þess, að bilið milli gjaldfallinna iðgjalda og greiðslu sjóðsins lengist og er nú um 10 mánuðum á eftir, þrátt fyriraðfullnotuð erum 60milljón króna yfirdráttarheimild. Má af þessu ljóst vera, að auka verður verulega tekjur sjóðsins þvi ekki leyfir rekstrargrundvöllur fiski- skipaflotans, að á hann verði lögð ný útgjöld. 1 stað þess að auka tekjur sjóðsins hafa tekjur hans veriðskertar tvivegis á þessu ári. A ég þar við ákvörðun um, að út- flutningsgjöld af niðurlögðum sjávarafurðum og söltuðum grásleppuhrognum skuli renna til Sölustofnunar lagmetisiðnaðar- ins og ákvörðun um að innheimta ekki útflutningsgjöld af karía- flökum á timabilinu frá 1. júni til 30. september á þessu ári. Skerð- ing þessi nemur um 15 milljónum króna. Ég tel, að þessi fundur verði að krefjast þess, að fá ákveðið svar við þvi á hvern hátt þessi vandi verður leystur fyrir næsta ár svo og hvernig halla þessa og siðasta árs verði mætt. Hinn 1. október i haust tóku gildi lög, sem samþykkt höfðu verið á Alþingi i vor, og hlutlæga ábyrgð útgerðamanna á mönn- um, sem starfa i þeirra þágu. Með þessari breytingu verður nánast um takmarkalausa skaða- bótaábyrgð með ótakmarkaðri greiðsluskyldu fyrir útgerðar- menn að ræða vegna lifs- eða likamstjóns skipverja eða ann- arra, er starfa i þeirra þágu. Það er óþekkt að leggja slika ábyrgð á vinnuveitendur og for- dæmi fyrir þessari lagasetningu mun hvergi vera finnanlegt hjá öðrum þjóðum, enda nefndi prófessor við Háskóla Islands grein, sem hann ritaði um þetta mál „Bylting i bótarétti”. Það er torskilið venjulegu fólki, hvernig það megi vera, að Alþingi samþykki með samhljóða at- kvæðum lög um þetta efni, án nokkurrar undangenginnar at- hugunar um áhrif og framkvæmd þeirra, þegar fyrir liggja ákveðin mótmæli þeirra, sem við þau eiga að búa. Með þvi að leggja hlutlæga ábyrgð á útgerðarmenn á lifs- og likamstjón skipverja, er sjómönn um stórlega mismunað eftir þvi hvort þeir eru eigendur að skipi eða ekki. Faristskip i óveðri, sem skipstjóri á skipinu er eigandi að, ber ekkja hans, ef hann er kvænt- ur maður, skaðabótaábyrgð, þar sem hún er sameigandi bátsins og þar með útgerðaraðili. Yrði hún væntanlega að greiða milljónir króna i skaðabætur vegna dauða manns sins, þar sem hún er út- gerðarmaður bátsins og ber ábyrgð á dauða hans. Þessi ólög verður að afnema, þvi engar tryggingar er hægt að viðhafa til að tryggja fyrir sliku ranglæti. Stjórn Llú féllst á að draga til baka viðvörun, sem i sjálfu sér er i fullu gildi, meðan þessi ólög gilda um að menn haldi skipum til veiða, meðan kannað er hvort hægt sé að hækka bætur til sjómanna i slysatilfellum. Meðan sú athugun fer fram, hafa útvegsmenn keypt slysa- tryggingu, sem minnkar ábyrgð þeirra, ef slys ber að höndum. Þessi bráðabirgðatrygging kostar að meðaltali á mánuði um 6.7 milljónir króna fyrir fiski- skipaflotanna eða um 80 milljónir á ársgrundvelli. Rikisstjornin lofaði þvi að tillögur til lausnar þessu vandamáli kæmu fram i haust og þær lögfestar fyrir áramót, en ekki er enn fram komið hverjar þær tillögur eru, Framhald á bls. 19

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.