Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 13

Tíminn - 30.11.1972, Blaðsíða 13
Fimmtudagur :10. nóvember 1972 TÍMINN 13 Aðalfundur Landssambands stangveiðifélaga: Veiðiréttindi verði ekki leigð útlendingum gæta þess, að veiðisvæðin séu ekki rányrkt, og beri samnings- aðilum að setja ákvæði um há- varksveiði á stöng á dag, ef nauð- syn krefur, til þess að koma i veg fyrir rányrkju. Jafnframt telur fundurinn æskilegt, að sett verði ákvæði um hámarksveiði, þar sem svo hagar til að óeðlilega mikil veiði berst á land einstaka daga, einkum á göngutimanum, til þess að stuðla að jafnari veiðimöguleikum veiðimanna. Fandssamband stangaveiði- félaga hélt aðalfund sinn nú fyrir helgina, og voru þar rædd marg- visleg mál, sem stangaveiðimenn láta til sin taka, og gerðar um þær samþykktir. Formaður landssambandsins var endurkjörinn Jón Finnsson hrl. Aðrir i stjórn eru Bergur Arn- björnsson forstjóri á Akranesi, Friðrik Sigfússon yfirtollvörður i Keflavik, Gunnar Bjarnason, fv. skólastjóri i Reykjavik, og Hákon Jóhannsson, stórkaupmaður i Reykjavik. Ályktanir fundarins fara hér á eftir. Réttur landsmanna til náttúruauðæfa Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga 1972 minnir á þá staðreynd, að fjöldi Islendinga, sem stunda stanga- veiði i meiri eða minni mæli, er milli 10 og 15 af hundraði þjóðar- innar. Þetta hlutfall gæti stækkað verulega, ef rétt og skynsamlega verður á málum haldið. Fundurinn minnir á þann þátt, sem stangaveiðifélög og áhuga- menn hafa átt i þvi að efla vatna- fiskarækt i landinu og auka verð- mæti veiðiréttinda. Aðalfundur- inn beinir þeirri áskorun til stjórnvalda, að þau missi ekki sjónar á þeim forgangsrétti, sem þegnar landsins eiga til hlunninda og náttúruauðæfa Jjess. Fundur- inn gerir þá eindregnu kröfu til stjórnvalda, að fullt tillit verði tekið til islenzkra stangaveiði- manna i sambandi við áætlanir um að auka gjaldeyristekjur af ferðamönnum með sölu á veiði- leyfum til þeirra. Jafnframt tekur fundurinn at- hygli á, að nauðsynlegt er, að könnun fari fram á þvi, að hvaða marki sé æskilegt að auka ferða- mannastraum til landsins með opinberum aðgerðum. og bendir á nauðsyn þess, að samráð verði haft viö þá aðila, sem vinna að umhverfisvernd og landvernd. Bann við leigu á veiðirétt- indum til útlendinga Samkvæmt lögum um eignar- rétt og afnotarétt fasteigna nr. 19/1966 1. gr., verða einstaklingar og félög að fullnægja ákveðnum skilyrðum um islenzkt rikisfang til þess að mega leigja veiðirétt- indi hér á landi. Ráðherra getur veitt undanþágu frá þessum skil- yrðum, en ekki þarf þó leyfi til leigu á slikum réttindum, ef henni er ætlað að standa um 3 ára tima- bil, eða ef uppsögn er áskilin með eigi lengri en árs fyrirvara. Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga 1972 bendir á, að ákvæði þessi bjóða heim þeirri hættu, eins og reynslan hefir þeg- ar leitt i ljós, að erlendir aðilar nái umráðum yfir veiðiréttindum um lengri eða skemmri tima. Fundurinn telur, að yfirráð er- lendra manna yfir veiðiréttindum samrýmist ekki hagsmunum isl. þjóðarinnar og séu henni ósam- boðin. bvi beinir fundurinn þeirri áskorun til hæstvirts Alþingis, að framangreind lagaheimild til leigu á veiðiréttindum til er- lendra aðila verði numin úr gildi. Eftirlit með netalögnum og stækkun friðunarsvæða Aðalfundur Landssambands Stórskemmtun til stuðnings Barnaheimili lamaðra og fatlaðra SB—Reykjavik Kiwanisklúbburinn Hekla gengst fyrir mikilli skemmtun i Háskólabiói i kvöld, fimmtudags- kvöld- Fram koma margir lands- frægir skemmtikraftar, sumir raunar enn frægari, og rennur allur ágóði skemmtunarinnar til liknarmála í þetta sinn til Barna heimilis Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra að Reykjadal i Mos- fellssveit. Skemmtunin, sem kölluð er kvöldskemmtun ársins, hefst kl. 23.00. Meðal skemmtikraftanna má nefna „Þúsundeyja Reviuna^sem er fólk úr Polynesiu og syngur og dansar söngva frá Tahiti, Hawai og fleiri suðrænum stöðum, þá Jónas og Einar, sem nýkomnir eru frá Japan, Þorvald Halldórson, Kristinu Lilliendahl, Svanfriði og Jörund. Jón B. Gunnlaugsson kynnir. Verð aðgöngumiða er 275 kr. og eru þeir seldir i Háskólabiói, Verzluninni Gluggatjöld, Lauga- vegi 66 og Týli, Austurstræti 20. stangaveiðifélaga 1972 ályktar, að nauðsyn beri til að herað eftir- lit með netalögnum og göngu- leiðum lax og silungs i nágrenni ósa i sjó og stækka þurfi þau svæði, sem friðuð eru á þessum slóðum. Fundurinn telur, að netalagnir á þeim svæðum, sem lax og sil»< ungastofna og komið i veg fyrir að fiskræktin beri tilætlaða* árangur. F'undurinn telur, að netalagnir á þeim svæðum, sem lax og sil- ungur gengur um, geti stórskaðað laxungastofna og komið i veg fyrir að fiskræktin beri tilætlaðan árangur. Verði nefnd þessi m.a. skipuð fulltrúum tilefndum af stjórnum Landssambands veiðifélaga og Landssambands stangaveiði- félaga. Afnám pndanþága til lax- veiöi i sjó Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga 1972 beinir þeirri áskorun til hins háa Alþingis, að það afnemi úr lögum þær undanþágur, sem enn gilda um laxveiðar i sjó, sbr. 3.-5. tölu- lið 14. gr. laga um lax- og silungs veiði nr. 76/1970. Fundurinn telur með öllu óvið- unandi, að á sama tima og stórfé er varið til laxaræktar, skuli slik- ar veiðar heimilaðar 40 árum eftir að laxveiðar i sjó voru bannaðar með lögum. Hámarksveiöi Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga 1972 telur, að eigendum og leigutökum veiði- réttinda sé bæði rétt og skylt að Takmarkanirá úthafsveið- um á laxi á Norðaustur-At- lantshafssvæöinu Aðalfundur Landssambands stangaveiðifélaga 1972 felur stjórn landssambandsins að koma þvi til leiðar við innlend yfirvöld, að þau feli fulltrúum Islands i Norðaustur-Atlants- hafsnefndinni um fiskveiðar að beita sér fyrir samkomulagi inn- an nefndarinnar um takmarkanir á úthafsveiðum á laxi, er leiði til algers banns við slikum veiðum á umræddu hafsvæði. Öryggisbúnuður á öll línuspil — samkvæmt kröfu Siglingamálastofnunarinnar Ráðstefna herstöðvar- andstæðinga Erl-Reykjavik Um næstu helgi munu Miðnefnd herstöðvarandstæðinga, 1. des nefnd stúdenta og Verðandi gangast fyrir ráðstefnu um her- stöðvarmálið og stöðu Islands i samfélagi þjóðanna. Ráðstefnan hefst kl. 14 á laugardag og verður fram haldið á sama tima á sunnudag. Fram- sögumenn verða: Vésteinn Ólason, lektor, Einar Karl Haraldsson, fréttamaður, Hjör- leifur Guttormsson, kennari, Cecil Haraldsson, form. SUJ, Vé- steinn Lúðviksson, rithöfundur.og Sigurður Lindal, prófessor. Þeir, sem sjá um umræðurnar, eru: Már Pétursson, lögfræðingur, Njörður P. Njarðvik, lektor, Vil- borg Harðardóttir, blaðamaður, og Hjalti Kristgeirsson, hag- fræðingur. Á ráðstefnunni verður fjallað um ýmis atriði, sem hæst ber i al- heimsstjórnmálum þessa dagana, þ. á.m. samningatilraunir i Viet-Nam og fyrirhugaða Oryggismálaráð- stefnu Evrópu. Þá verður og tekin fyrir herstöðin Keflavik, hernaðarleg og stjórnmálaleg þýðing hennar og áhrif hennar innanlands, efnahagsleg og menningarleg. Einkum verður rætt um sjónvarpið þar suður frá og lögmæti þess. Ráðstefnan er öllum opin, en hún verður til húsa i Félags- heimili stúdenta við Hringbraut. ÞÓ—Reykjavik Siglingamátastofnun rfkisins hefur nýveriö gert nýjar kröfur um öryggisútbúnað á linuspil fiskiskipa. Þessi krafa er gerð vegna tiðra slysa við linuspil og samkvæmt tillögu Rannsóknar- nefndar sjóslysa. Þess verður nú krafizt að á öllum nýjum fiski- skipum, sem búin eru linuspili til iinu- og / eða netaveiða, verði settur sérstakur öryggisút- búnaður, þannig að ef maður festist i linuspili komist hann ekki hjá að snerta arm, sem sam- stundis stöðvar linuspilið. Slikur öryggisútbúnaður er þegar fyrir hendi, hannaður af Sigmund Jóhannssyni, hinum kunna hugvitsmanni og teiknara i Vestmannaeyjum. Var þessi út- búnaður reyndur um borð i tveim Vestmannaeyjabátum á s.l. vetrarvertið og hefur Siglinga- málastofnun rikisins nú viður- kennt hann til notkunar á islenzkum skipum. öryggisút- búnaður þessi er þannig úr garöi gerður, að ekki er hægt að setja spilið af stað aftur nema uppi i brú skipsins. Siglingamálastofnunin hefur nú óskað eftir þvi við skipasmiða- stöðvar, að þær geri ráð fyrir þessum útbúnaði i öll ný fiskiskip, sem búin eru linuspili, og geri þannig ráð fyrir nauðsynlegum lögum og búnaði strax frá upphafi við smiði hvers skips. Þá ætlast Siglingamálastofn- unin til þess, að þessi útbúnaður verði einnig settur i eldri skip, eftir þvi sem frekast er fært. UR i URvali ÚR QG SKARTGRIPIR | KORNELÍUS JONSSON SKÓLAVÖRÐUSTlG 8 BANKASTRÆTI6 ^»18588-18600 Veljið yður í hag OMEGA Ursmíði er okkar fag Niuada ©BSS JUpina. pitflpom Magnús E. Baldvinsson Laugavcgi 12 - Simi 22804 Eins og áður liefur verið skýrt frá i blaðinu, opnaði Kaupfélag Eyfirðinga nýlega verzlun á Siglufirði vegna áskorana fjölskyldna þar. Verzlunin cr til húsa að Aðalgötu 2-4, þar sem áður var Kaupfélag Siglfirðinga, en það hætti störfum haustið 1970. Myndin er úr hinni nýju kaupféálgsverzlun. SANDVIK snjónaglar SANDVÍK SNJÓNAGLAR veita öryggi í snjó og hólku. Látið okkur athuga gömlu hjólbarðana yðar og negla þá upp. Skerum snjómunsl-ur í slitna hjólbarða. Verkstæðið opið alla daga kl. 7.30 til kl. 22, GÚMMIVNNUSTOFAN HF. SKIPHOLTI 35 REYKJAVÍK SÍMI 31055

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.