Tíminn - 06.12.1972, Page 10

Tíminn - 06.12.1972, Page 10
10 TÍMINN MiAvikudagur l>. deseinbcr 1972 Miövikudagur (i. desember 1972 TÍMINN 11 „Idnnámið inn í skólana" — rætt við Rúnar Bachmann og Jón B. Pólsson um Iðnnemasamband íslands lönnemar hafa fyrir stuttu haldiö sitt :i(). þing, og að sögn margra, þá markaði þetta þing timamót — svo vel tókst þingið, enda var einhugur mikill á þing- inu. Okkur fannst þvi ekki úr vegi að ræða litillega við tvo pilta, sem hala staðið framarlega i iðnnemahreyfingunni undanl'ar- in ár, en það eru þeir Kúnar llachmann nýkjörinn formaður Iðnnemasambands islands og Jón lialdvin Pálsson, lormaður nema i rafmagnsiðnaði. Fyrst spurðum við þá l'élaga, á hvaða sviði Iðnnemasambandið hefði starfað mest siðastliðið ár? Á siðasta ári hefur starl' sam- bandsins einkum beinzt að kjara- málunum, en þá tókst að gera kjarasamninga, sem gilda út næsla ár, og var þetta i lyrsta skipti i sögu Iðnnemasambands- ins, sem það samdi við meistara, sem sjálfstæður aðili. Á þessu ári hel'ur starf sambandsins einkum bein/.t að iðnlræðslulögunum, en það mál var cinnig stærsta málið á nýafstöðnu Iðnnemasambands- þingi. I'egar þingið hófst, var lagt fram nefndarálit lrá nelnd, sem slarlað hal'ði á vegum Iðnnema- sambandsins i eitt ár lil að gera drög að nýjum iðnlræðslulögum. i tillögum nefndarinnar, er gert ráð l'yrir, að menntamálaráð- herra og menntamálaráðuneytið og verknámsdeild þess, fari óskipt með yfirstjórn iðnfræðslu- mál og iðnlræðsluskóla, i stað iðnfræðsluráðs. Ká er og gert ráð lyrir þvi, að haldin verði nám- skeið i nýjungum og til endur- menntunar, en Iram lil þessa hel'- ur litið sem ekkert verið hugsað um endurmenntun iðnaðar- manna. l>egar nelndin halði lokið störl'- um, gengu fulltrúar hennar á fund mennlamálaráðherra og inntu hann eftir hvað liði endur skoðun á iðnfræðslunni, en loforð hölðu verið fengin um, að i endur- skoðun yrði ráðizt á kjörtimabili núverandi rikisstjórnar. Káð- herra tjáði nefndinni, að skipuð yrði nel'nd i málið fyrir áramót og væri ætlunin, að Iðnnemasam- band islands ætti þar fulltrúa. Við vonumst til að þessi nefnd verði skipuð 11 jótlega og þar mun fulltrúi Iðnnemasam- bandsins leggja fram tillögur þær, sem samþykktar voru á Iðn- nemaþinginu. Við munum reyna að lylgja okkar máli cftir og leggja mikla áherzlu á, að allt iðnnám verði algjörlega flutt inn i skólana, en það teljum við, að verði framtiðarskipan iðnfræðsl- unnar. Hvaða önnur mál bar mest á góma á Iðnnemaþinginu? I>að má nefna mál eins og hina lélagslegu uppbyggingu Iðn- nemasamtakanna, en þau hafa verið látin sitja á hakanum oft á tiðum. Á þinginu náðist góð sam- slaða um þessi má, og nú höfum við hafið samstarf við Menn- ingar- og fræðslusamband al- þýðu, en það mun aðstoða okkur við að skipuleggja námskeið og lclagslegu hliðina. Ný tekjulind auöveldar störfin llelur ekki Ijárhagur Iðn- nemasambandsins veriö mjög bágborinn fram til þessa? - Jú, ekki er hægt að segja annað. Yfirleitt helur sambandið verið rekið með lánum, og að jafnaði hefur reksturinn farið þannig fram, að skuldasúpunni helur verið velt á undan sér. Nú má hinsvegar búast við að ein- hver breyting verði á þessum málum, þvi að á siðasta alþingi voru sett ný lög um náms- samningsskatt, sem mun færa sambandinu drjúgar tekjur. Áður höl'um við fengið 230 þúsund krón- ur á ári frá rikinu, en með þessum nýja námssamningsskatti gerum við ráð fyrir að fá allt að eina milljón kr. á ári, en þá gerum viö ráð fyrir að 600 námssamningar séu undirritaðir árlega. Meistaranir oft erfidir — Er ekki oft erfitt fyrir Iðn- nemasambandið að eiga viðræður við hina einstöku meistara og/eða meistarafélög? Jú, vist er það. Sumir meist- arar viröa okkur ekki viðlits. Til dæmis neituðu rafvirkjameistar- ar að eiga nokkrar viðræður við okkur varðandi kjarasamningana á siðasta ári. Kjarasamningarnir urðu að fara i gegnum Alþýðu- samband islands. Rafvirkja- meistarar vildu með engu móti viðurkenna okkur, sem sjálfstæð- an samningsaðila. Sem betur fór eru ekki öll meistarafélög eins. Húsgagnabólstrarar t.d. undirrit- uðu kjarasamningana við I.N.S.Í. og viðurkenndu sambandið sem beinan samningsaðila. — En hvernig eru þá laun iön- nema? — f>au eru ákaflega misjöfn. i mörgum tilfellum ná árslaun þeirra ekki persónufrádrættin- um. sem er um 145 þúsund krón- ur, og meðallaun iðnnema þau ár, sem námið tekur, en það eru venjulega fjögur ár. er á bilinu 140-150 þúsund krónur, og sér þá hver maður^hvað þeir hafa mikið fé á milli handanna. Þá urðu iðn- nemar fyrir kjaraskerðingu á þessu ári, þegar nefskattarnir voru felldir niður. Þessa skatta höfðu meistarar greitt áður fyrir iðnnema, en nú eru þeir teknir i öðru formi. af þessum sökum hafa iönnemar orðið fyrir 400-500 króna kjaraskerðingu á viku. Á þessu mun þó verða ráðin bót á næstunni. — Er það rétt, sem sagt er, að það sé betra að vera iðnnemi úti á landsbyggðinni en á höfuðborgar- svæðinu? — Það mun vera rétt. Úti á landi fá iðnnemar yfirleitt verka- mannakaup um leið og þeir hefja nám, en þeir kosta hinsvegar þá skólann sjálfir, og þar fá nemar yfirleitt fljótlega sveinskaup. Þess ber þó að gæta, að úti á landi er ekki úr jafn mörgum iðngrein- um að velja. En hvað sem þvi lið- ur þá hafa landsbyggðarmenn betr.i kjör þann tima, sem þeir eru við nám. Og oft á tiðum fá þeir miklu meira út úr sinu námi en nemar á Reykjavikursvæðinu, þar sem þeir fást við öll störf, sem lúta að viðkomandi iðngrein. Hér kemur það oft fyrir, að nemi, sem er t.d. i rafvirkjun, fæst við raflagnir mest allan þann tima, sem hann er við nám. Þá kemur það oft fyrir. að húsasmiðanemi er stóran hluta sins námstima við mótauppslátt. — Það er meðal annars af þessari ástæðu, sem við viljum láta flytja allt iðnnám inn i skólana, þar sem við teljum,að i mörgum tilfellum fái viðkomandi ekki nógu mikla innsýn i sina starfsgrein. Þrælahald — Er ekki oft erfitt að vera nemi i iðngreinum, þar sem eftir- sóknin er mikil? — Þvi er ekki að neita. Það má til dæmis benda á nema i hár- greiðslu. Meistararnir eiga að borga skólakostnað nemanna. Það kemur oft fyrir,að þeir neita að borga stúlkunum skóla- kostnaðinn, og þar að auki hafa þessar stúlkur ekki meira en sjö þúsund krónur i mánaðarkaup, þrátt fyrir það,að þær vinna einn- ig á laugardögum, og i mörgum tilvikum fá stúlkurnar ekkert borgað fyrir eftirvinnuna. Ef stúlkurnar láta sér detta i huga að kvarta við meistarann. þá er svarið oft á tiðum. — ,,Þú getur farið. ef þú þarft eitthvað að vera að kvarta." Þetta köllum við þrælahald. Þá getum við lika minnzt á verkfall hárgreiðslusveina — og nema i fyrravor. Ég kem meðal annars svolitið við sögu þar. seg- ir Rúnar. Þannig var. að ég hafði sæmilegan fritima um þessar mundir og aðstoðaði ég við að standa verkfallsvörð. Einn dag- inn var ég kallaður á ónefnda hárgreiðslustofu i Vesturbænum. þar sem tilkynnt hafði verið. að bæði neminn og sveinninn væru við vinnu. Ég og annar verkfalls- vörður til komumst inn á stofuna eftir mikla fyrirhöfn. Við fórum i gegnum bakdyrnar. og i bakher- bergi fundum við sveininn og nema að vinnu. Við bentum þeim á. að þeir væru ólöglega við vinnu. Þeir játuðu þvi báðir, en sögðu, að meistarinn hefði hótað öllu illu. Neminn, sem var ung stúlka var hálígrátandi, svo hrædd var hún við meistarann. Það var heldur engin furða, þvi að meistarinn. sem hafði verið i öðru herbergi og heyrt orðaskipti okkar kom nú inn i herbergið. Og það voru ljót orð, sem við verk- fallsverðirnir fengum. Og það var ekki nóg, þvi að meistarinn, sem var kona á bezta aldri, ætlaði nú að leggja hendur á mig og henda mér út. Hún gat það hinsvegar ekki. En við stóðum þarna lengi i þrasi. og seinna sagði sveinninn okkur það, að meistarinn hefði hringt i sig snemma morguns og skipaði sér að koma til vinnu. Lætin voru svo mikil i konunni i simanum, að sveinninn þorði ekki annað en að mæta til vinnu. Annars er það svo, að það er verst að vera nemi i svokölluðum þjónustugreinum.. i þessum .lón lialilvin I’álsson greinum virðast meistararnir leyi'a sér ólrúlegustu hluti gagn- vart nemanum. Að lokum viljum við segja. að iðnnemum finnst, að Iðnfræðslu- ráð ekki hafa staðið i sinu stykki sem skyldi, og*þess vegna viljum við að menntamálaráðuneytið yfirfari starfsemi þess. Þá viljum við hvetja iðnnema til að veita stéttarvitund sinni út- rás i sinum stéttarsamtökum. Taka virkan þátt í starfi Iðn- nemasambandsins. Berjast fyrir betri kjörum og betra námi. — ÞÓ. JON EIRIKSSON: Vitar og hafnir á íslandi og yfirstjórn þeirra ICftir rétt (i ár eiga vitar á ís- landi aldarafmæli. Ilinn 1. desember 1117» var kveikt á fyrsta vita landsins. Það var vitinn á Valahnúk á Reykjanesi. Ileita má, að þetta væri eini vilinn á landinu næstu 20 árin. Bergið i Valahnúk er snarbratt i sjó niður og grjótið i þvi er laust, svo að siiiðugt molnar úr þvi undan átökum brimiildunnar. Kom svo um siðir. að ekki voru el'tir nema l'áir metrar Irá vitanum úl á yztu brún bergsins. Var þá byggður nýr viti árið 190» á Bæjarfelli, þar scm hann stendurenn. Sá galli er á þessu vilastæði, að vitinn sést ekki úr suðausturált vegna þess að Skálafell skyggir á hann. Arið 1909 var þvi reistur lítill viti niður við sjó á svokölluðu Skarfaseti, sem er suðvestasti tanginn á Reykjanesi. Na'st á eltir Reykjanesvita voru reistir vitar á Garðskaga og Gróttu 1K97, og sama ár var kveikt á vita i Skuggahverfinu i Reykjavik. Um svipað leyti, eða rétt fyrir aldamótin, lét Otto Wathne. kaupmaður og útgerðar- maður á Seyðisfirði. reisa vita á Dalatanga með lilstyrk vitamála- stjórnar Dana. islen/.ka vita- málastjórnin yfirtók þennan vita l'ljótlega og sá um rekstur hans. Á fyrstu áratugum aldarinnar komst nokkur skriður á vitabygg- ingar. og komu þá fyrst Stórhöfði i Vestmannaeyjum. Elliðaey. Arnarnes, Siglunes, Dyrhólaey. Langanes, Rifstangi og svo hver af öðrum. -(ég er ekki alveg viss um,að röðin sé rétt). Fyrirrennarar margra þessara vita voru vörður með Ijóskeri. Slik sjómerki hafa á sið- ari árum aðeins verið reist sem innsiglingarmerki, og oftast ekki kveikt á þeim nema skipa væri von. Auksjálfra vitanna, sem reistir eru sjófarendum til leiðbeiningar. hafa verið reistar ljóslausar vörður og ýmisleg önnur merki, svo og lögð út dufl. ljóslaus og með Ijósi. Þetta ber allt samheitið „sjómerki", og er einnig. eins og vitarnir, til leiðbeiningar lyrir sjófarendur, einkum á þröngum leiðum og innsiglingu á hafnir, og sem legumerki. l>okulúðrar eru viðvörunármerki i dimmviðri. Fyrsti þokulúðurinn á islandi var á Dalatanga. Engir aðrir en sjólarendur hafa not af vitum og sjómerkjum. Þetta eru hjálparta'ki lyrir sigl- ingar i nánd við land. Oiyggis- ta'ki. Þau flýta fyrir siglingu og Iryggja örugga lcið lil áætlunar- staðar. Á þessari tækniöld, sem nú triillriður heiminum. eru komin miirg rafmagns- og rafeindatæki, bæði um borð i skipin sjálf og i landi. og þjoiía morg þeirra þvi tviþætta hlutverki. að vera i senn öryggis- og siglingatæki. Má þar nelna miðunarstöðvar, berg- málsdýptarmæla, girokompás, deeca. loran. consol. radar o.l'l. Efalaust hefur margt bætzt i þennan hóp siðan ég hætti sigling- itm fyrir ta'pum háll'um öðrum áratug. Vegna þessara nýtizku galdra- ta'kja hala ntenn haft við orð. að gamaldags ljósvitar ættu ekki lengur rétt á sér. Þetta tel ég mikinn misskilning. Þessi hárfinu nýtizku rafeindatæki eru við- kva'in, og þarf ekki annað en að mjór virþráður slitni. eða smá- skrúfa losni til að gera tækið óvirkt. Auk þess er fjöldi minni skipa og báta. sem ekki getur haft öll þessi ta'ki. og verða þvi að treysta á vita og önnur sjómerki og kcnniieiti i landi. Ánnað er það. sem sjómenn nota mikið og geta ekki án verið. Það eru brvggjur og hafnir. Bryggjur á tslandi eru að öllum likum jalngamlar byggð lands- ins. Ég minnist þess að visu ekki. að islendingasögurnar geti um bryggjur hér. en oftar en einu sinni er sagt. að skipi hafi verið lagt að bryggju i Noregi. Tel ég þvi enga goðgá að ætla, að land- námsmenn og farmenn þjóðveld- istimabilsins hafi byggt eitthvað. er kallast mætti bryggjur, sem þeir svo gátu lagt skipum sinum að. meðan vörum var skipað út og upp. Skip leita hafna fil að fá hina og þessa fyrirgreiðslu, losa og lesta vörur, landsetja og taka farþega, fá valn og vistir, fá viðgerðir á skipi og vélum, leita sjúkum mönnum la'kninga, og siðast en ekki sizt. að leita skjóls i óveðr- um. í daglegu tali heitir þessi fyrirgreiðsla, að skip fái af- greiðslu. Afgreiðslan fer að miklu leyti Iram á landsvæði hafnanna. ’I'il þess að afgreiðsla geti gengið fljótt og vel, er mikið undir þvi komið. að aðstæður i landi séu sem beztar. Vöruhús og liskiðju- verséu sem næst viðleguköntum, svo að flutningur milli skips og húss verði greiður og sem kostn- aðarminnstur, áhöld séu næg og i góðu lagi, höfnin vel lýst, vatns- leiðslurá viðleguköntum o.fl.o.fl. Og svo er það vatnssvæði hafna og sú hliðin, sem að skipum og sjómönnum snýr. Vatnssvæðið takmarkast af hafnargörðum og ljöruborði. en nothæft vatnssvæöi takmarkast auk þess af grunnu vatni inni i höfninni (þar sem skip lljóta ekki). Sama er að segja um bryggjur. sem byggðar eru út frá ströndinni. Notagildi þeirra tak- markast af grunnu vatni með- fram þeim og til hliðar við þær. Það er mjög áriðandi. að sigl- ing inn i og út úr hölnum sé auð- veld. Ra'ður þar miklu um hvern- ig hafnarmvnni eru staðsett. Það er einkum útsiglingin, sem miklu máli skiptir. vegna þess að fáar halnir á landinu eru það tryggar, að skipum sé óhætt að liggja þar inni i hvaða veðri sem er. Á skammri stund skipast veður i lofti. A það ekki sizt við hér á landi. Það getur beinlinis verið lifsskilyrði fyrir skip og skips- höfn að komast út úr höfn. þegar óveður skellur s'nögglega ýfir. og annað hvort að leita ann- arrar nálægrar og öruggrar hafn- ar. eða að halda sjó úti fyrir. En til þess að skip eigi auðvelt með að komast út úr höfn eftir að óveður er skollið á. verður það nt.a. að liggja útum og til þess að gela legið útum verður það að geta snúið við inni i höfninni. Þvi miður vantar mikið á, að hafnir á islandi uppfylli þau skil- yrði, sem krefjast verður af góðri og öruggri höfn, og vil ég leitast við að færa nokkur rök að þvi. Langflestar hafnir virðast vera byggðar upphaflega með það eitt fyrir augum, að fiskiskip gætu at- hafnað sig i þeim og skipað þar upp afla sinum, og eru þá kallað- ar fiskihafnir. Þegar nothæft vatnssvæöi i þessum höfnum er ákvarðað, er reiknað með stærð fiskiskipa, og virðist það þá vilja gleymast, að hafnirnar þurfa að koma aflanum frá sér á erlenda markaði og að nauðsynjavörur fyrir útgerðina og fólkið, sem á staðnum býr, verður einnig að skipast upp i þessari sömu fiski- liöl'n.og að það eru stærri skip en fiskiskipin. sem þessa flutninga annast. Það, sem veldur þrengslum i mörgum þessum höfnum og ger- ir þær i raun og veru minni en efni standa til, er einkum þrennt. i fyrsta lagi er haft of stutt bil á milli hafnargarðanna, þar sem þeir koma út frá ströndinni. 1 öðru lagi eru garðarnir ekki látnir ná nógu langt út, áður en byrjað er að beygja þá hvorn á móti öðr- um (eöa annan þeirra). i þriðja lagi er grunnsævi inni i höfninni næst fjörunni fyllt upp. i stað þess að dýpka það og byggja þar bryggjur. sem skip geta legið upp með. og grunnsæviannars staðari höfninni er heldur ekki dýpkað. Flestar bryggjur og hafnar- garðar eru með beygjur og króka. sem eru til mikilla óþæginda fyrir stærri skip. og ná oftast ekki þeim tilgangi, sem þeim mun ætlað að hafa. að veita meira skjól. Skörp óvarin horn á bryggjum og hafn- argörðum og óvarðir steypu- og járnviðlegukantar eru stórhættu- legir fyrir skip og hafa oft valdið skemmdum. og þó sjaldnar en ætla mætti. Sog og sjógangur inni i höfnum fer oft mikið eftir þvi. hvernig hafnarmvnnum er fvrir- komið. og hve við þau eru. Skjól og kyrrð við hafskipabryggjur fer eftir þvi, hvar þær koma út frá fjöruborðinu og hvernig stefna þeirra er, og þegar stefna þeirra er ákveðin þarf einnig að taka til- littil þess, að auðvelt sé fyrir skip að fara frá bryggjunni, ef veður versnar snögglega. Þessa hefur ekki alltaf verið gætt sem skyldi. Straumar liggja viða meðfram ströndinni, þar sem bryggjur og hafnir hafa verið gerðar. Þessir straumar, svo og sjógangur, bera með sér möl og sand, sem hleðst upp að bryggjum og görðum og inn i hafnir. Hefur þessi aðburður orðið svo mikill á nokkrum stöð- um, að þessi dýru mannvirki urðu ónothæf. Er svo að sjá, að engin athugun hafi verið gerð áður en framkvæmdir voru hafnar á þvi, hvaða áhrif straumarnir gætu haft. Varnargarðar eru margir allt of veikbyggðir. Viða hafa þeir brostið og hrunið úr þeim, eða jafnvel hrunið alveg, stundum i fyrstu hrinu, sem gert hefur, eftir að þeir voru byggðir. Viðast hvar er görðunum ætlað það tvöfalda hlutverk, að vera i senn brim- brjótar og viðlegugaröar, þar sem afgreiðsla skipa fer fram. Margir þessara garða liggja svo að segja fyrir opnu hafi. Brjóta þvi hafsjóar á sjálfum garðinum og ganga yfir hann, svo mönnum er ekki fært að ferðast um garð- inn. hvað sem við liggur. Hafa orðið slys af þessum sökum, og oft legið nærri. Það er alls staðar viðurkennt, að þar sem svona hagar til, sé eina vörnin, að hafa öldubrjót hæfilega langt fyrir ut- an garöinn. þar sem sjórinn getur brotið, svo hann verði þvi sem næst kraftlaus. þegar hann nær sjálfum garðinum. Sá leiði ósiður tiðkast hér við hafna- og bryggjugerðir. að hlaupið er frá verkinu ófullgerðu. Fjárskorti mun oft vera kennt um. og vill þá gleymast. að með þessu móti er fé bundið i óarðbær um mannvirkjum árum saman. auk þess óhagræðis og fjárhags- legs tjóns. sem útgerð og fólk á staðnum verður fyrir af þessum sökum. Er það augljóst mál, að framkvæmd verksins verður miklu fjárfrekari með þessu móti, þegar til lengdar lætur. Heimamenn reyna þó oft að bjargast við þessi ófullkomnu mannvirki, svo að útgerð stöðvist ekki, og fá bæði fiskiskip og flutningaskip til að leggjast upp að bryggjustúfum, þar sem við- legukanturinn er aðeins örfáir metrar, alveg óvarðir, með grjót- urð við enda þeirra, engin eða lé- leg festarhöld til að bindá skipin, nema þá helzt stórgrýti uppi i fjöru. Skip eru lögð i mikla hættu með þessu, en allir vita, að það er miklu ódýrara og fljótlegra að afgreiða skip við bryggju en úti á skipalegu. Þetta skilja skipstjór- ar flutningaskipanna og láta þvi tilleiðast að leggja skip sin i nokkra hættu til að flýta af- greiðslu. Dýpi, sem upp er gefið við bryggjur eða i nánd við þær, er vart treystandi. Eins og áður seg- ir, bera straumar og sjógangur með sér möl og sand upp að bryggjum og i nánd við þær. Dýptarmælingar eru ekki gerðar reglulega til að fylgjast með dýp- isbreytingum af þessum sökum, og þegar þær eru gerðar, fá hafn- aryfirvöld á staðnum þær ekki i hendur, og þvi siður eru þær til- gengilegar fyrir skipstjórnar- menn. Stórir grjólhnullungar liggja á sjávarbotni á siglingar- leið að og frá bryggju, þar sem grunnsævi er. en skipstjórar full- vissaðir um, aö þar sé ekkert nema ægisandur. Skip hafa orðið fyrir tjóni af þessum sökum. Allir slikir skaðar, sem skip verða fyrir eða þau valda, og heimfæra má til þess.semhér hefur verið getið (ófullgerðar bryggjur, óþekktar grynningar, grjót á sjávarbotni grunnra siglingaleiða o.s.frv.í, eru venjulega skrifaðir á syndareikning skipstjóranna. Þeir hafa farið klaufalega eða ógætilega að. Allir aðrir eru sak- lausir eins og hvitvoðungar. Mönnum hefur ekki tekizt að komast að neinni niðurstöðu, þrátt fyrir mikil heilabrot um það, hvernig á þvi getur staðið, að vitamálastjóri afhenti vitaeftir- litsskipið Árvak i hendur óvið- komandi aðila. Skipið gegndi mikilvægu hlutverki i þágu vita mála. Það var smiðað og útbúið tækjum með það fyrir auga að gegna þessu ákveðna starfi, og, að þvi er ég bezt veit, reyndist skipið ágætlega. Það hafði skip- stjóra og skipshöfn, sem var þaulæfð við þetta starf. Já, það væri sannarlega fróðlegt að vita, hvaða hulin öfl voru þarna að verki. Ég hefi reynt hér að framan, að bregða upp mynd af þvi ástandi, sem hafnir og hafskipabryggjur eru i, og af þvi, hvernig fram- kvæmdum við hafna- og bryggju- gerðir hefur verið háttað. Þessi mynd er þó ófullkomin og sýnir ekki nærri allt.en það yrði of langt mál i einni blaðagrein að lýsa þessu nánar. Ég tel mikið vanta á, og að mörg óbætanleg mistök hafi átt sér stað og eigi sér ennþá stað. Nú er eðlilegt að menn spyrji, hvernig á þessu standi, og jafn eðlilegt er, að visa þeirri spurn- ingu til þeirra, sem þessum mál- um ráða og framkvæmdum stjórna. Ýmislegt hefur þó gerzt og gerist enn, sem nokkuð má af ráða, hversvegna þetta er svona. Má þar m.a. benda á, að menn i hinum ýmsu sjávarþorpum reyna hver um sig að ota sinum tota og vilja fá sinar fiskihafnir og bryggju hér og bryggju þar. Af skiljanlegum ástæðum er ekki hægt að sinna öllum þessum beiðnum i einu. Þetta hefur þó verið reynt, og afleiðingin auðvit- að orðið eintómt kák, þ.á.m. hin- ar áður nefndu ófullgerðu og hættulegu bryggjur og hafnir. Það hlýtur að vera skylda hafna- málastjóra að meta, hvað er mest aðkallandi, og ljúka þvi verki áður en byrjað er á öðru. Það skal játað, að hér á Alþingi einnig mikla sök. Það sker allar fjár- veitingar til hafna og hafnabóta við nögl sér, og dreifir smáupp- hæðum á tugi staða, sem oft nægja tæplega til flulnings á verkfærum, verkamönnum og efni. Ég hefi áður bent á, að það eru eingöngu skipsljórnarmenn, sem hafa not af vitum og sjómerkjum. og að mestu leyti af höfnum og bryggjum. Þrátt fyrir það hafa þeir aldrei fengið neina hlutdeild i stjórn þeirra mála eða fengið neinu að ráða um framkvæmd þeirra. Sá veit gerst.er reynir, segir málshátturinn, en reynsla skipstjórnarmanna i þessum efn- um hefur alltaf verið léttvæg lundin. Þeir hafa ekki veriö spurðir, og hafi þeir óspurðir látið i ljósi álit sitt, hefur vita- og hafnamálastjóri látið orð þeirra eins og vind um eyru þjóta. Mér kemur ekki til hugar að halda þvi lram, að allt hefði verið óaðlinn- anlegt i vita- og hafnamálum, þótt skipstjórnarmenn hefðu þar mestu um ráðið. En ég held þvi hiklaust og ákveðið fram, að mörg mistök hefðu ekki átt sér stað ■ og margir og hættulegir ágallar, sem á bryggjum og höfn- um eru, hefðu þá ekki viðgengizt. Þeir hefðu aldrei leyft að hafa skörp horn á bryggju- og garö- endum, þeir hefðu ekki skilið viö steypta eða járnklædda viðlegu- kanta óvarða. Þeir hefðu ekki skilið eftir grjóthrúgur við garð- enda. Þeir hefðu ekki látið nægja að grafa mjóar rennur meðfram viðleguköntum, svo að skip hafi þar ekkert athafnasvæði. Þeir hefðu sennilega aldrei látið Árvak af hendi sér, sem getur orðið, og hefur að einhverju leyti oröið til að tefla viögerðir á vitum og sjó merkjum. Þeir verkfræðingar, sem verið hafa vita- og hafnamálastjórar, hafa efalaust verið hinir ágætustu menn og kunnað vel sin bóklegu Iræði. En þeir hafa ekki haft hina gullvægu reynslu skipstjórnar- mannsins. Og þegar ég tala um skipstjórnarmenn i þessu tilliti, þá á ég við reynda skipstjóra, Framhald á bis. 19 Kúnar Itacliinaiiii AUGLYSINGAbTOFA KRISTINAR I-CW29.1 bjóðum við MELKA skyrtur Því MELKA býður mesta úrvalið af litum. sniðum oq mvnstrum. Einnig fleiri en eina bolvídd, til þess að ein þeirra hæfi einmitt yður. Fallegur flibbi svarar einnig kröfum yðar og ekki sakar að hann haldi alltaf formi. MELKA skyrta er vel slétt eftir hvern þvott og frágangur alltaf fyrsta flokks. Við bjóðum yður MELKA skyrtur vegna þess að þær eru klæðskerahönnuð qæða- vara á hóflequ verði.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.