Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 3

Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 3
Miðvikudagur 13. desember 1972 TÍMINN Sembal og fiðla - einleikshljóðfærin á næstu tónleikum Sinfóníuhljómsveitar i.nnár Sinfóniuhljómsveit Islands heldur sina 6. reglulegu tónleika á þessu starfsári i Háskólabiói fimmtudaginn 14. desember og hefjast þeir kl. 20.30. Stjónandi verður Páll Pampichler Pálsson og einleik- arar Helga Ingólfsdóttir, sem leikur á sembal, og Konstantin Krechler, sem leikur á fiðlu. Flutt verða tónverk eftir Bach: Sembalkonsert i E-dúr og Fiðlu- konsert nr. 2 i E-dúr og konsert fyrir hljómsveit eftir Béla Bartok, sem fluttur verður I fyrsta sínn hérlendis. Stjórnanda tónleikanna, Pál P. Pálsson er óþarfi að kynna fyrir Islendingum, hann er þegar orðinn þjóðkunnur fyrir afskipti sin af tónlistarlifi hér á landi. -Hann er fæddur i Austurriki, en fluttist hingað árið 1949. Helga Ingólfsdóttir tók sembal- leik sem aukagrein i sambandi við píanónám og fékk mikinn áhuga á þvi. Er hún eini Islend- ingurinn, sem lokið hefur ein- leiksprófi i semballeik. Hún hélt sina fyrstu sjálfstæðu sembaltón- leika i Boston i Bandarikjunum árið 1968, en hérlendis ári siðar. Þá hefur Helga komið fram á kammertónleikum. Konstantin Krecler er fæddur i Tékkóslóvakiu og stundaði fiðlu- nám við rikistónlistarskólann i Prag, en þaðan útskrifaðist hann árið 1954. Siðan stundaði hann framhaldsnám i Moskvu, en eftir það starfaði hann sem fiðluleikari við hljómsveit rikisóperunnar i Prag. Hann hefur starfað með Sinfóniuhljómsveit tslands siðan 1970 og hóf kennslustörf við Tón- listarskólann i Reykjavik á þessu ári. Hamingjuleit HBA-Reykjavík Bókaútgáfan Hildur hefur ný- lega gefið út bókina „Hamingju- leit" eftir Ib Henrik Cavling I þýðingu Þorbjargar ólafsdóttur. Aðalpersóna sögunnar John Gordon hefur dvalið á heilsuhæli á Jótlandi og útskrifazt með klækjum. A heilsuhælinu hafði hann orðið ástfanginn af Mariu, ungri hjúkrunarkonu, og þegar hann þarf að velja sér samastað, verður Sóley.eyjan, sem Maria er fædd og uppalin á, fyrir valinu. Geirþrúður, dóttir sóknar- nefndarformannsins, fellur strax fyrir Gordon og sama er að segja um dóttur prestsins. En þær eru ekki einar um það. Sem sagt mjög spennandi ástarsaga. Bókin er prentuð i prentsmiðjunni Setberg og er 195 bls. að lengd. Hinleikarar og stjórnandi6. reglulegu tónleika Sinfónluhljómsveitarinnar á þessu ári. Talið frá vinstri: Konstantin Krechler, sem leikur á fiðlu, Helga Ingólfsdóttir, sem leikur á sembal og Páll P. Pálsson, sem stjórnar þessum tónleikum. Kísiliðjan í Mývatnssveit: Lá við framleiðslustöðv- un vegna ófærðarinnar JI—Reykjahlið I Mývatnssveit hefur verið svo til samfelld ótið i meira en mán- uð, og má segja, að vonzkuveður hafi komið einhvern tima á hverj- um einasta sólarhring. Kisilveginum hefur verið haldið opnum eftir þvi sem hægt er, og þegar fært hefur veriðy hafa flutningabilar Kisiliðjunnar ekið kisilgúrnum frá verksmiðjunni til Húsavikur, nótt og dag. Þegar vegurinn hefur teppzt. sem lengst, hefur legið við þurft hafi að stöðva verksmiðjuna vegna skorts á geymslurými. Eins og er, komast fjórhjóla- drifsbilar á milli bæja um sveit- ina. Rjúpnaveiðar hafa nokkuð ver- ið stundaðar að undanförnu i Mývatnssveit, og hafa þeir feng- sælustu fengið 30-40 rjúpur yfir daginn. „Stútar við stýrið" — Þegar búið að taka fleiri ölvaða ökumenn en allt árið í fyrra Klp—Reykjavík. Nú er sýnilegt að árið í ár mun verða enn eitt metárið i öivun við akstur hér á landi. Við höfðum i gær samband við nokkrar lög- reglustöðvar og fengum þær upplýsingar hjá þeim, að aukning hefði orðið hjá þeim flestum í handtöku fólks grunað um ölvun við akstur. Þær tölur, sem við fengum, eru miðaðar við þá, sem hafa verið teknirog standast þær nokkuð, þó svo að i einstaka tilfellum hafi maður eða kona verið tekin, sem siðan hafi ekki reynzt vera með það mikið vinmagn i blóðinu, að þau hafi fengið dóm. Samkvæmt upplýsingum lög- reglunnar i Reykjavik, hefur hún handtekið það sem af er þessu ári 886 grunaða um ölvun við akstur, en allt árið i fyrra handtók hún 835 manns. Næst i röðinni kemur lógreglan á Keflavikurflugvelli, sem hefur tekið 134 ökumenn á þessu ári, en hún tók allt árið i fyrra 146 ökumenn. Var þetta eini staðurinn — af þeim stóru — þar sem aukning hefur ekki orðið frá þvi i fyrra. Á eftir Keflavikurflugvelli kemur Hafnarfjörður með 128 ökumenn grunaða um ölvun við akstur, en þar voru teknir allt ár- ið i fyrra 115 ökumenn. Þar næst kemur Akureyri með 110 öku- menn og er þar einnig aukning frá þvi i fyrra, eíi þá tók Akureyrar- lögreglan 9l/mann. A eftir Akur- eyrarlögreglunni kemur Kópa- vogslögreglan með 107 ökumenn, þar sem af er þessu ári en hand- tók allt árið i fyrra 86 ökumenn. Hjá Keflavikurlögreglunni hefur aukningin orðið einna mest, en hún hefur handtekið 78 ökumenn á þessuári, en handtók 33alíí árið i fyrra. Okkur tókst ekki að fá nákvæmar tölur i Arnessýslu, en þar hafa verið teknir það sem af er þessu ári hátl i eitthundrað ökumenn og er það svipuð tala og i fyrra. Norðurtangi á Isafirði gaf 5 félagasamtökum 500 þús. kr, GS—Isafirði. Hraðfrystihúsið Norðurtanginn h.f. á Isafirði átti þrjátiu ára afmæli 11. desember, en fyrirtækið var stofnað þennan dag árið 1942 i Reykjavik, af þeim Hálfdáni Hálfdánarsyni, Búð i Hnífsdal, Guðbjarti Asgeirssyni, skipstjóra á tsafiröi, og Guðmundi M. Jónssyni, núver- andi verkstjóra I hraðfrystihúsi Norðurtangans, og Aðalsteini Pálssyni, skipstjðra i Reykjavik. Siðastliðinn laugardag hélt félagið hóf i kaffistofu fyrir- tækisins, og var þangað boð ið ólhim starfsmönnum, ás Samband iðnskóla þakkar bæjarfélögum stuðning ÞÖ—Reykjavik Samband iðnskóla á Islandi hélt aðalfund sinn laugardaginn 2. desember s.l. Samband iðnskóla var stofnað árið 1948, og höfuð- verkefni þessara samtaka hefur frá upphafi verið að samræma námsefni i iðnskólum og próf- kröfur þeirra, koma fram fyrir skólana út á við, reyna að bæta úr námsbókaþörfinni með hóflegu verði og bæta sérmenntun kennaraliðs. I Sambandi iðnskóla eru flestir starfandi iðnskólar á landinu. Þegar á öðru ári S.I.l. var hafizt handa um útvegun kennslugagna og jafnframt stofnað til útgáfu kennslubóka þýddra og frum- samdra. Siðustu árin hefur Samband iðnskóla á íslandi haft aðsetur i Iðnskólanum i Reykjavik, og annazt rekstur Iðnskólaút- gáfunnar og Iðnskólabúðarinnar, þar sem nemendur og kennarar allra iðnskóla i landinu geta fengið þau kennslugögn og tæki, sem notuð eru við iðnnámið. Þar sem þörf sérskólanna fyrir tæki og bækur fer stöðugt vax- andi, og þessir aðilar hafa ekki i önnur hús að venda um f járhags- legan stuðning en til hins opin- bera, þá hafa þau bæjar- og sveitarfélög, sem að rekstri iðn- skóla standa, svo og Reykja- vikurborg, nú nýverið veitt góðar undirtektir um fjárhagslega fyrirgreiðslu Iðnskólaútgáfunni til handa. Stjórn S.1,1. þakkar þessum aðilum fyrir skjóta og góða fyrir- greiðslu og væntir þess, að sú Frámhald á bls. 23 amt nokkrum öðrum. Við þetta tækifæri afhenti forstjóri Norður- tangans, Jón Páll Halldórsson, fimm félagasamtökum á Isa- firði, sem mikið hafa unnið að félagsmálum á Isafirði, þ.e. Knattspyrnuráði Isafjarðar, Tón- listarfélagi Isafjarðar, Hjálpar- sveit skáta Isafirði, Björgunar- sveit slysavarnarfélagsins á Isa- firði og Skiðalyftunni tsafirði. kr. 100 þúsund að gjöf til hvers félags. Þessi stórhöfðinglega gjöf, sem er framborin af miklum hlýhug til þessara samtaka, er með eindæmum, og léttir þessum samtökum mikið störfin og hvetur þau jafnframt áfram til áframhaldandi dáða. Stjórn Norðurtangans skipa nú Guðbjartur Asgeirsson, Eggert Halldórsson, Jón Páll Halldórs- son og Guðmundur M. Jónsson. Hraðfrystihús Norðurtangans er nú nýendurbyggt, og er nú með fullkomnustu hraðfrystihúsum landsins og stenzt allar kröfur, sem eru framsettar i þeim efnum. Hjá fyrirtækinu vinna daglega á milli sextiu og sjötiu manns, og gerir fyrirtækið út einn togbát og tvo linubáta, en tveir línubátar að auki leggja nú afla upp hjá fyrir ækinu, og á næstunni á fyrirtækið von á nýjum skuttogara frá Noregi. Fiskrækt Kilt af stefnumálum núver- andi rikisstjórnar er að stuðla að aukinni fiskrækt hér á landi. Fullyrða má, að mögu- leikar islendinga á þessu sviði eru gifurlega miklir bæði I söltu og ósöltu vatni. Okkur hefur gengið afbragðsvel við ræktun laxveiðiáa. Fyrir aðeins 7 árum veiddust 27 þúsund laxar i islenzkum la.v- veiðiám. A sl. sumri urðu þeir 62þúsund. Arðurinn af þessari laxveiði hefur þó aukizt mun meira, vegna aukinnar ásóknar i stangveiði, og æ stærri hluti heildarveiðinnar er veiddur á stöng. Norsk fyrirmynd i Frjálsri verzlun er skýrt frá þróun þessara mála i Noregi, en þar er nú rikjandi gifurlegur áhugi á fiskrækt. Þar eru nú milli 70 og 80 fisk- ræktarstöðvar og fást flestar við ræktun lax og silungs. Dótturfyrirtæki Norsk Hydro lagði 20 milljónir n. kr. i fisk- rækt og er nú orðið eitt stærsta fyrirtækið i Noregi i laxeldi. Khii' það laxinn i eldisstöðvum upp i seljanlega stærð. Vonast fyrirtækið tilrað innan fárra ára verði framleiðslan orðin 150(1 tonn af laxi árlega. Cr þessum eldisstöðvum er lax- inn seldur, þegar hann vegur um (i pund og hefur að meðal- tali þá lifað tvö ár i söltum sjó, fóðraður i sérstökum kerjum. Vm þessa starfsemi Norð manna segir FV ennfremur: ..öiinur laxeldisstöð I Noregi hefur náð athyglis- verðum árangri. Hún er í eigu (iröntvedt bræðra I Hitra. Þar er um að ræða tiltölulega einfaldan og ódýran útbúnað, scm hafði i för með sér fjár- feslingu upp á aðeins 375.000 norskar krónur, en árangur- inn hefur orðið prýðilegur. Hjá Orönlvedt er notazt við fljót- andi búr, fjögurra metra djúp og 120 fermetra stór. í þeim hefur tekizt að rækta á tæpum þrem áriiiu stórlax, sem seld- ur hefur verið á 25 norskar krónur hvert kfló, eða 315 krónur islenzkar að jafnaði. Þó hefur verðið á kilói farið upp i allt að 60 krónur norskar eða 780 krónur fslenzkar. Laxinn hjá Gröntvedt er fóðraður á loðnu. Christian Sommerfelt, for- stjóri Klkem-Springerverket I l Noregi, eins af stærstu iðnfyr- irtækjum landsins, mun láta af daglegri stjórnsýslu sinni hjá fyrirtækinu viö árslok, þó að hann muni gegna áfram embætti sem stjórnarfor- maður. i liausi skýrði hann svo frá, að hann hygðist stofna fiskiræktarmiðstöð á eynni Svaney við vesturströnd Nor- egs, þar sem hann ætlar að ala upp lax og silung og ýmsar aðrar fisktegundir og skeljar. „Það er nauðsynlegt fyrir okkur að kanna nýja mögu- leika til að treysta grundvöll- inn undir efnahagslífi þjóðar- innar, og einkanlega I sam- bandi við fiskiðnaðinn", sagði Sommerfelt. Smáostrur og krabbar Skeljarækt er lika I örri framför I Noregi. Stærsta ostruræktarstöðin er i eigu A/S Östers i VSgsstranda, skammt frá Alasundi. Auk þess eru þar ræktaðar 200.000 ostrur fyrir neytendamarkað i Skandinaviu, en eldi smáostra er ekki siður mikilvægt, þvi að þær eru fluttar út til ostru- ræktarstöðva erlendis, sem glatað hafa stofni sinum vegna mengunar vatns. Norska fiskifélagið, sem að- setur hefur i Björgvin, ætlar að rækta „úrvalsostrur, yfir- burðastofn, sem vex hraðar og eykur kyn sitt örar en ostrur Framhald á bls. 23

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.