Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 23

Tíminn - 13.12.1972, Blaðsíða 23
Miðvikudagur 13. desember 1972 TÍMINN 23 Alþingi Framhald af bls. 10. Magnús Kjartansson, heilbrigðis- og| tryggingamála- ráðherra, sagði, að þessi afbrot v æru ekki aðeins dæmi um sjúkdóm einstaklinga, heldur væri um sjúkdómsein- kenni i þjóðfél- aginu að ræða. Lausnmálsins væri ekki að byggja geðsjúkrahús, málið risti miklu dýpra og væri nátengt þvi þjóðfélagi, sem við lifum i. Hann kvaðst ekki sammála þvi, að þetta mál væri óskylt efna- hagsmálunum. Þar væru náin tengsl á milli. A siðustu áratugum hefði þjóðfélagið gjörbreytzt úr bændaþjóðfélagi, sem byggt hefði á ákveðnum siðferðilegum við- horfum, yfir i borgarþjóðfélag og neyzluþjóðfélag. Þessi mikla breyting hefði haft áhrif á hvert heimili á landinu. í stað siðferði- legs grundvallar bændabjóð- félagsins hefði komið kapp- hlaupið um veraldleg gæði, um að eignast sem flesta hluti. Á»n sið- ferðisgrundvallar gæti þjóðfélag ekki staðið lengi. Ráðherrann sagði, að frá striðslokum hefði allt verið á tjá og tundri i þjóðfélaginu efnahags- lega séð, gengisfelling eftir gengisfellingu o.s.frv. Fólk vissi ekki lengur við hvað það ætti að miða i hegðan sinni. Þetta hefði áhrif á unglinga og börn og þau tækju þátt i þessu kapphlaupi um hluti. Það er okkar stóra vandamál að gefa neyzluþjóðfélaginu sið- ferðileg markmið, sagði ráð- herra, og lagði áherzlu á, að komast yrði fyrir rætur þess, sem sjúkdómnum veldur. Jón Sólness (S> taldi, að hér væri fyrst og fremst um uppeldis- vandamál að ræða. Kæmi þar sérstaklega til það sambands- leysi, sem væri á milli eldri kyn- slóðarinnar og æskunnar. Unga fólkið væri svo upptekið við lifs- baráttuna, að það mætti ekki vera að þvi að sinna börnum og ung- lingum. Það væri raunhæf aðgerð i þessum málum að gera heimil- unum kleyft að viðhalda sam- bandinu milli æskunnar og elztu kynslóðarinnar á heimilunum. Halidór Blöndal (S)j laldi, að i máli I Jieilbrigðis- málaráðherra hefði gætt mik- illar þröngsýni. Ekki væri sér ljóst, hvernig hægt væri að tengja aukn- ingu afbrota þvi, að velmeg- un væri meiri en áður. Hins vegar væri sama um hvað þessi ráð- herra talaði, hann sæi allt i gegn- um sin rauðu gleraugu. Halldór ræddi siðan þátt skól- anna og þá staðreynd, að margir unglingar gæfust upp undan þeim miklu kröfum, sem þjóðfélagið gerði til þeirra i skólunum. Skyn- samlegra væri að veita slikum unglingum holl verkefni við störf til sjávar og sveita i stað þess að neyða þau til skólanáms, sem þeim væri ofvaxið. Guðiaugur Gislason (S) t a 1 d i u m - ræðurnar mjög athyglisverðar, og margt skyn- samlegt þar komið fram. Undantekning væri þó ræða heilbrigðis- málaráðherra. Kvaðst hann vilja mótmæla þvi að afbrotafaraldur þessi væri merkiumsjúkleika i þjóðfélaginu i heild. Vera kynni, að afbrota- vandamál þessi fylgdu þéttbýl- inu, en ef litið væri til strjálbýls- ins myndi koma i ljós, að ástandið þar væri allt annað, en tölurnar frá Reykjavik sýndu. Þá sagði þingmaðurinn, að Magnús Kjartansson hefði kennt gengisfellingum um þennan vanda. Kvaðst hann ekki skilja það, þar sem vandamálið hefði farið vaxandi nú alveg siðustu árin, en engin gengisfelling verið gerð siðan 1968. Magnús Kjartansson kvaðst kunna þvi illa, að menn skildu ekki mælt mál og snéru út Ur um- mælum sinum. Hann hefði rakið þá öru þjóðfélagsbreytingu, sem orðið hefði frá striðslokum — stökkið Ur bændaþjóðfélginu, sem hafði sina siðferðis- og menningarhefð, yfir i borgar- og neyzluþjóðfélagið. Þetta væri ekki sérstakt islenzkt vandamál, heldur vandamál allra neyzlu- þjóðfélaga. Þetta væri vanda- mál, sem hvert heimili og hver þegn yrði að taka þátt i lausn á, þvi stjórnvöld ein væru algerlega máttlaus. Hann kvaðst ekki harma bættan efnahag landsmanna, sið- ur en svo. Hans flokkur hefði bar- izt harðri baráttu fyrir þvi. Hins vegar yrði hann að játa, að hann felldi sig alls ekki við siðferðis- mat og viðhorf neyzluþjóð- félagsins, sem væri lifsþæginda- græðgi eins og Sigurður Lindal hefði eitt sinn kallað það. Það væri takmörk fyrir þvi, hvað eðli- legt væri, að menn söfnuðu i kringum sig af alls kyns hlutum i stað þess að sinna ýmsum öðrum verkefnum, andlegum og menningarlegum, sem gæfu mun meiri lifsfyllingu. Jóhann Haf- stein (S) taldi, að þungamiðja málsins væri hinn uppeldis- legi þáttur. I sumum þjóðfél- ögum væru börnin tekin af heimilunum i pólitiskum til- ga n gí, e n meginatriði væri að tengja æskuna og eldri kynslóðina saman á heimilinum. Þá nefndi hann, að i tillögum valkostanefndar væri gengis- lækkun nefnd sem ein þeirra leiða, sem tryggðu mestan kaup- mátt. Kvaðst hann vona, að um- mæli heilbrigðismálaráðherra stæðu ekki i samræmi við um- ræður i rikisstjórninni um lausn efnahagsvandans, og að gengis- fellingu yrði ekki hafnað á þeim forsendum, að hún fjölgaði af- brotaunglingum i landinu. Siðan ræddihann um þjóðfélag, sem hefði nóg af geðveikrahælum án þess siðferði leiðtoganna þar færi batnandi, og taldi, að menn gætu sparað sér siðferðismát heilbrigðismálaráðherra. Hveravellir Framhald af bls. 1. Forréttindi Framhald af bls. 1 Islendingar, sem fyrstir Norð- urlandaþjöða studdu þessa hug- mynd, látið uppi, að þeir hafi hug á að bjóða visinda- og rann- sóknarstofnun þessa háskóla i haf- og fiskifræðum aðsetur á tslandi. Er fyrirhugað, að há- skóli þessi lúti sameiginlegri stjórn, en deildum hans verði dreift landa á milli. — Þess er enn fremur að geta, sagði Hannes, að likur eru tiJ þess, að Islendingar fái fulltrúa i umhverfisráðinu, sem nú á að koma á fót. Norðurlandaþjóðir vildu fá þrjá fulltrúa i þessu ráði, en þess reyndist ekki kost- ur, að þær fengju nema tvo. Norðmenn og Danir afsöluðu sér þegar rétti til fulltrúa i ráð- inu, en aftur á móti þótti sjálf- sagt, að Sviar fengju þar sæti, þar eð ráðið á upphaf sitt að rekja til umhverfisráðstefnunn- ar, sem haldin var i Stokkhólmi. Nú hafa Finnar látið uppi, að þeir muni ekki sækjast eftir full- trúa i ráðinu að þessu sinni. Virðist þvi liklegt, að Islending- um verði að ósk sinni. Mun kosning i þetta ráð fara fram I vikunni. Það er tslendingum aftur á móti mikilvægt sökum þess, þar eð umhverfisráðið verður áhrifamesti aðilinn i heiminum um öll náttúruverndarmál, þar með talin verndun og viðhald fiskstofna auk þess sem þeim gefst þar mjög gott tækifæri til þess að koma sjónarmiðum sin- um um fiskveiðimál á framfæri. — Hér á Ströndum innan verðum getur snjór ekki kallazt afar- mikill, sagði fréttaritari Timans á Hólmavik, Jón Alfreðsson. En það er óskaplegur snjór i Kaldrananeshreppi og Arnes- hreppi — feiknarmikil fönn strax og kemur norður i Bjarnarfjörð og fannfergi alls staðar þar norðan við, alveg óhemjumikill snjór, er mér sagt. Það má lika heita, að hér hafi verið sifelld norðanátt i hálfan annan, mánuð, svo að ekki er að furða, þótt fennt hafi. Jarðlaust með öllu á stóru svæði — Veit með fullri vissu, að snjór- inn var orðinn hálfur annar metri á dýpt úti i Svarfaðardal og hér inni i Eyjafjarðardölum, sagði Erlingur Daviðsson, á Akureyri, er við áttum tal við hann En sú fönn seig mikið og þiðnaði um tima, og nú er hér kerlingarbloti, en svo heitir, þegar rignir af norðri og búast má við,að frysti fljótt á ný. Það er jarðlaust með öllu innan úr Hjaltadal og út i Fljót, og i Ólafsfirði er feiknarlegur snjór. Þar hafa börn úr sveitinni ekki komizt i skólann i kaupstöðunum siðustu vikur nema með höppum og glöppum, sagði Erlingur. Fjórar ýtur i Kinninni — Hér austur um er firnamikill snjór sums staðar, hélt Erlingur áfram, einkum i Dalsmynni, Ljósavatnsskarði og Kinn. Þar eru viöa óskaplegar fanndyngjur. Fjórir vörubilar, sem fóru héðan um helgina, voru þrjátiu klukku- tima til Húsavikur, og voru þó ýtur þeim til aðstoðar. Ég veit ekki, hvað margar þær voru, en fjórar voru þær um tima að ryðja þeim slóð i Kinninni. Af þessu má marka, að talsvert. hefur fölvað þar. Mikill snjór, en ekki óskap- legur — Það er kannski of fast að orði kveðið, að hér sé gifurlegt fann- fergi, sagði Jón Kristjánsson, fréttaritari Timans á Egils- stöðum. En mikill er snjórinn, og mestur á Úthéraði og inn um Velli og Skriðdal — miklu minni i Skóg- um og Fljótsdal. öfært er út i Hróarstungu og Jökulsárhlið og inn i Jökuldal, og sömuleiðis til Seyðisf jarðar og Borgarf jarðar — þangað hefur ekki verið akfært á fjórðu viku. Aftur á móti er fært um Fagra- dal til Reyðarfjarðar og suður um alla firði. Viða er snjórinn mjög saman- barinn og samfrosta, svo að hann verður lengi að þiðna, þótt hláka komi, sagði Jón Kristjánsson að lokum. —JH Víðivangur Framhald af bls. 3. gera yfirleitt". Félagið á eigin rannsóknatjarnir, þar sem könnuð eru áhrif ýmissa teg- unda mengunar á ostrurnar. Arið 1971 fluttu Norðmenn út 10 tonn af þessum barnungu ostrum. A þessu ári hafa orðið stór- stigar franifarir í fóðrun Þórfríður frá Eyjum ASTAUSAGA Þessi hugijúfa saga um ástir, sumar og sól er komin í bókaverzlanir um allt land — útgefandi krabbadýra^áður en þau eru sett á markað. Hefur verið stefnt að þvi að koma i veg fyrir, að „tómir" krabbar væru boðnir fram sem sölu- varningur. Norska rikis- stjórnin hefur keypt af upp- finningamanninum Olaf Johansen réttindi til að beita nýrri aðferð til fóðrunar krabbadýra, og hefur hún verið tekin upp viða, þar sem krabbar eru ræktaðir i Noregi. Krabbarnir eru látnir vera i geymum með sjó i fimm til átta vikur, en á þeim tima er þeim gefin sérstök fæða, blanda af skeljum, fiski og bætiefnum. Sérstakt mælitæki er notað til að mæla fæðu- magnið i hverjum krabba. Siðan 1902 hefur norska fiskimálastjórnin látið ala 120.000 krabbadýr með þess- um hætti og hefur árangurinn verið mjög góður" —TK urðu að fara fáklæddir út. Sprengjuleitin stóð yfir i um hálf- tima, og á meðan varð fólkið að hima utan við hótelið. Tóku gest- irnir þessu misjafnlega, sumir urðu skelkaðir, en aðrir sögðust ekki trúa, að sprengja væri i hótelinu. Að þvi er starfsfólk hótelsins sagði, þá er þetta i fimmta sinn, sem sprengjuhótun berst Kennedy-hótelinu, og einnig hafa hótanir borizt til Euston- stöðvarinnar, sem er i ná- grenninu. Þakkar stuðning Framhald af bls. 3. Sprengjuhótun Framhald af bls. 1 yfirgefa hótelið á svipstundu, og höfðu sumir ekki einu sinni tima til að gripa með sér yfirhafnir, en endurskipulagning, sem hafin er innan sambandsins, megi verða öllum þeim, er að iðnfræðslu starfa, vakning til frekari dáða. Stjórn Sambands iðnskóla á tslandi skipa eftirtaldir menn: Þór Sandholt, skólastjóri, for- maður, Sigurgeir Guðmundsson, skólastjóri og Ingólfur Halldórs- son, skólastjóri. 1 varastjórn eru Sverrir Sverrisson, skólastjóri og Ásmundur Jóhannsson, kennari. Framkvæmdastjóri sam- bandsins er Magnús Þorleifsson. Fulltrúaráðsfundur Kulltrúaráð Framsðknarfélaganna i Reykjavik efnir til fundar um fjárhags- og framkvæmdaáætlun Reykjavikurborgar 1973. Fundurinn hefst kl. 20:30 að Hótel Esju næst komandi fimmtu- dag. Framsögumenn á fundinum verða Kristján Benediktsson, Guðmundur G. Þórarinsson og Alfrcð Þorsteinsson. Auk þess mæta á fundinum allir fulltrúar Framsóknarflokksins i nefndum ráðum og stofnunum borgarinnar og svara þeir fyrirspurnum.^ Alvar Björn Óskarsson Guðmundsson Daði Ólafsson Guðrún Guðbjartur Gerður Jón Flosadóttir Einarsson Steinþórsdóttir Snæbjörnsson Kári Jónasson Krist ján Friðriksson Páll Magnússon Sigriður Thorlacius Örlygur Hálfdánarson örnólfur Thorlaeius Þráinn Karlssoti

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.