Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 6

Tíminn - 20.12.1972, Blaðsíða 6
6 TÍMINN Miövikudagur 20. desember 1972 Menntamálaráðuneytið, 19. desember 1972. Styrkir til háskólanáms í Frakklandi Frönsk stjórnvöld bjóða fram nokkra styrki handa is- iendingum til háskólanáms í Frakklandi námsárið 197:t-’74. Umsóknum um styrki þessa skal komið til mennta- málaráðuneytisins, Hverfisgötu 6, Reykjavik, fyrir 20. janúar n.k., ásamt staðfestum afritum prófskirteina og meðmælum. Umsóknareyðublöð fást i ráðuneytinu og erlendis hjá sendiráðum fslands. PIERPONT-úr/n handa þeim sem gera kröfur um endingu, nákvæmni ogfallegt útlit. Kven- og karl- manns úr af mörgum gerðum og verð- um. HALLDÓR ÓLAFSSON úrsmiður Akureyri Meírí yfirsýn GReN5ASV£GUR Til þess að gefa viðskipfavinum sín- um kost á því að skoða fjölbreytt úr- val teppa og feppadregla í rúmgóðu húsnæði- þar sem teppin geta fengið að njóta sín vel, hefur Persía h.f. opn- að Teppavöruhús í Skeifunni 11. Teppavöruhús Persíu veitiryður meiri yfirsýn og um leið betri þjónustu. Komið og skoðið úrvalið í ró og næði í hinu rúmgóða Teppavöruhúsi Persíu h. f., Skeifunni 11. persia SÍMI 85822 KÓPA AAAROS — eftir Þráin Bertelsson Kópamaros heitir nýútkomin bók eftir Þráin Bertelsson. Kópamaros gerist i Reykjavik á siðustu timum, segir á bókar- kápu. ,,1 upphafi greinir frá bernsku reykvisks drengs, frá fyrstu kynnum hans af heiminum og næsta fólki. Það er venjulegt fólk, eins og kallað er, faðir hans smákaupmaður. Frásögnin er lif- andi og blátt áfram, höfundurinn lýsir sambandi drengsins við fólk sitt af næmleik og auðugri at- hyglisgáfu án tilhneigingar til þess að gera þetta fólk stærra eða minna en efni standa til. Smám saman umlykur vitund drengsins heim þessa fólks, unz lesandinn sér lif þess fyrir sér. Siðan liða allmörg ár. Drengurinn er skólapiltur i sjötta bekk menntaskóla, forystumaður i fimm manna kliku ungiinga með bækistöð á kunnum veitingastað i borginni. Þetta er ungt fólk i upp- reisnarhug að stil timans, án sameiginlegs málstaðar, en ein- huga um nauðsyn þess að gera „eitthvað", sem gæti vakið fólk til umhugsunar um úrelt þjóðfé- lag, ófrelsi og skoðanakúgun. Þetta unga fólk talar i vigorðum, en hver að sinum hætti, þvi að hver hefur sinar óljósu ástæður til uppreistar, enda reynast félag- arnir illa samtaka, þegar á hólm- inn kemur. Þeir verða að lokum ásáttir um að „sprengja eitthvað i loft upp” og tekst að stela sprengiefni i Kópavogi. Um leið verður söguheitið ljóst. Kópa- maros er dregið af Tupamaros, uppreistarflokki i Suður-Ame- riku. Og þjófnaðurinn eftirmynd af frægum atburði, sem gerðist hérlendis ekki alls fyrir löngu. Áformið mistekst þeim félögum, en forystumaðurinn örvæntir ekki. ..Tirninn er hans megin,” ályktar hann. Um likindi þess lætur höfundurinn lesandanum eftir að dæma.” Bókin er gefin út hjá Helgafelli og er 237 bls. FÝKUR í SPORIN — þættir Tómasar og Sverris ,,Fýkur i sporin” heitir ný bók eftir þá Tómas Guðmundsson, skáld og Sverri Kristjánsson, sagnfræðing. 1 bókinni eru átta frásagniraf atvikum og mönnum liðins tima. Lengsta frásögnin er eftir Tómas og heitir Svipmyndir frá Sigurði málara. Þá er alllöng grein eftir Sverri, er hann nefnir Tvitýnd hempa og endurheimt. Aðrar greinar i bókinni eru: Skárastaðamálið, Viðskipti Árna Magnússonar og andskotans, Makt myrkranna, Islenzkur ævintýramaður, Horfallin tengdamóðir og Leyndarmál ör- æfanna. Fýkur i sporin er 248 bls. auk mynda, prentuð i Félagsprent- smiðjunni. Kápuna teiknaði Tóm- as Tómasson, en Prentmót sá um myndamótun. Útgefandi er Forni. Theger Birkeland KRUMMARNIR Söguhetjan, Mads^ kallaður Krummi, er tíu ára og býr í lítilli leiguíbúð ásamt öðrum í Krumborgfjöl- skyldunni: föðurnum, sem er kennari, móðurinni, sem er fóstra, stóru systur (fimmtán ára) og litla bróður (á öðru ári). Krummarnir eru fyrsta bókin í bókaf lokki eftir kunnan danskan barnabókahöfund, Thöger Birkeland. Hann hefur hlotið bókmennta- verðlaun danska menntamálaráðuneytisins — en mesta viðurkenningin er sívaxandi vinsældir hans meðal yngri lesenda. Bókina, sem er í ágætri þýð- ingu Skúla Jensonar,sprýða margar heilsíðumyndir eftir velþekktan teiknara, Kirsten Hoffmann. Kjörbók fyrir 9-14 ára. STEINHOLT AAinjagripir ensku 1. deildar-liðanna HRINGAR með félagsmerkjum — Kr. 95,00 LYKLAKlPPUR með myndum af leikmönnum — Kr. 75.00 LYKI. AKIPPUR með körlum — Kr. 35.00 TINMERKI flestra 1. deildar-félaganna — Kr. 20.00 BOLTAR til að hengja i bila — Kr. 95.00 FÁNAR flestra beztu 1. deildar-Iiðanna — Kr. 129.00 MYNDIR af flestum félögum og leikmönnum SKÓR til að hengja í bila — Kr. 75.00 og 135.00 LÚÐRAR ^CV Kr. 90.00 .A^ st*v Yoruve Ingólfs Óskarssonar Klapparstíg 44 — sími 11783 POSTSENDUM

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.