Tíminn - 24.12.1972, Qupperneq 3
Sunnuclagur 24. desember 1972
TÍMINN
3
SKINNUM Á UPPBOÐI I LONDON
ALLT AÐ 60% HÆKKUN Á MINKA
Rafmagnsskömmtun
Ó-Reykjavík
Minkaskinn voru boðin upp á
vegum Hudson Bay og Annigs
Ltd. i London i þessari viku. Á
þessu desember uppboði voru
seld 885 þúsund minkaskinn, og
voru þau alls staðar að úr
heiminum. Frá Skandinaviu
komu um 300 þúsund skinn. Það
er mjög athyglisvert við þetta
uppboð, hvað verð 5
minkaskinnum hefur hækkað
mikið frá desember uppboðinu
i fyrra, og i sumum tilfellum
nemur hækkunin allt að 60% og
var hvergi minni en 15%.
Skúli Skúlason umboðsmaður
Hudson Bay á fslandi. sagði i
viðtali við blaðið, að iþettasinn
hefðu aöeins verið seld 1700
skinn frá Islandi, islenzku
skinnin færu ekki almennt á
markaðinn fyrr en á stærsta
uppboð ársins, sem haldið er i
febrúar.
Af svörtum skinnum voru 83
þúsund til sölu og seldust um
93% þeirra. Fyrir skinn af
karldýri fékkst 7.53 pund eða
um 1770 krónur samkvæmt
nýja genginu og er þaö um 15%
hækkun. Fyrir skinn af læðu
fengust 4.54 pund eða um 1067
kr, og er það hækkun, sem
nemur 40%
7700skinn af hvitminki voru til
sölu og seldust öll. Meðalverð á
karldýrsskinnunum var 8.84
pund, cða 2077, kr. ,sem er 35%
hækkun frá þvi i fyrra. Fyrir
skinn af læðu fengust 5.88 pund
eða 1380 krónur, og hér er
hækkunin frá þvi i fyrra hvorki
meira né minna en 60%.
49 þúsund safirskinnn voru til
sölu og seldust 79% af þeim,
Fyrir skinn af karldýri fékkst
7.43 pund eða 1746 krónur, og er
það svipað verð og i fyrra.
Læðurnar stððu sig öllu betur
þar, eins og raunar i öllum
skinnaflokkunum, en fyrir
skinn af læðu fékkst að meðal-
tali 4.42 pund eða 1039 krónur
og er það 12,5% hækkun. Af
tegundinni Black cross voru 20
þúsund skinn i framboði og
seldust þau öll. Fyrir skinn af
karldýrum fékkst að meðaltali
8.40 pund eða 1974 kr., sem er
25% hækkun og fyrir skinn af
læðu 5,20 pund eða 1222 kr.
sem er 35% hækkun.
Ein skinnategundin heitir
„perla” og á uppboðinu voru
14000 skinnaf þeirri tegund til
sölu, og seldust þau svo til öll.
Skinn af karldýri seldust fyrir
BSI
Afgreiðsla allra sérleyfis-
bifreiða sem aka
til og frá Reykjavík.
AAiðstöð allra hópferða
Pakkaflutningur
Söluturn - Veitingastofa
Nætursala - Næturbenzín
Bifreiðastöð íslands
Umferðamiðstöðin — Sími 22300
6.76 pund eða 1588 kr, en það er
15%) hækkun og skinn af læðu
seldust fyrir 4.65 pund, eða 1092
kr., og er það 45%> hækkun.
Þeir flokkar, sem hér eru að
framan taldir, eru allir fram-
leiddir á islandi og ætti þvi
hljóðið i islenzkum
minkaeigendum að fara
batnandi. Stærsta uppboð
ársins fer fram i febrúar og
verða þá á boðstólnum milli 10
og 15 þúsund skinn frá Islandi.
Stp—Reykjavik.
Um það bil, er blaðið fór i
prentun um hádegi i gær. barst sú
tilkynning frá Rafmagnsveitunni,
að i dag. aðfangadag, yrði
skömmtun á rafmagni á tima-
bilinu milli kl. 7.00 og 24.00. A
mesta álagstimanum, þ.e. milli
kl. 16.00 og 18.00jverður straum-
laust i 1 klst. i senn og straumur
látinn i té i 45 minútur þess á
milli. Á öðrum timum á aðfanga-
dag verður straumlaust i 1 klst. i
senn og straumur látinn i té 1 til 2
klst. þess á milli.
ttreka ber. að ekki er unnt að
láta vita fyrirfram á hvaöa
timum straumlaust verður i ein-
stökum hverfum.
Ekki var heldur kleift i gær að
segja til um, hvenær viðgerð lyki.
Stóð mest á þvi að koma línunum
þremur yfir Hvitá og getur það
tekið alllangan tima, jafnvel einn
dag með hverja linu. Eins og
komiðhefur fram áður, eru þyrlur
notaðar við þessar aðgerðir.
Þótt rafmagnsskömmtun verði
á jóladag, má búast við, að hún
verði nokkuð rýmri heldur en á
aðfangadag, þar sem jóladagur
er venjulega ekki mjög álags-
þungur.
KAUPFELAG
Vestmannaeyja
VESTMANNAEYJUM
óskar viðskiptavinum sínum
gleðilegra jóla
og farsældar
á komandi ári
Þakkar viðskiptin á liðnum árum
KAUPFÉLAG
Ólafsfjarðar
ÓLAFSFIRÐI
óskar viðskiptavinum sínum
gleðilegra jóla
og farsældar
á komandi ári
Þakkar viðskiptin á liðnum árum
Nesti h.f. er opið í dag
Bílveitingastofur kl. 9-4 — Benzínafgreiðsla kl. 9-3
Nesti i Fossvogi — Nesti við Elliðaár — Nesti á Ártúnshöfða
Nesti h.f. óskar öllum landsmönnum gleðilegra jóla
KOAAIÐ
í NESTI
VERZLIÐ
í NESTI