Tíminn - 18.01.1973, Blaðsíða 8

Tíminn - 18.01.1973, Blaðsíða 8
8 TÍMINN Kimmtudagur 18. janúar I97:t HITUNARKOSTNAÐUR AAEÐALSTÓRT HÚS í AAEÐALÁRI FYRIR UAA 15 ÞÚS. KR. — rætt við hitaveitustjóra um óhrif veðróttunnar ó hitunarkostnað húsa Stp-Reykjavik Mörgum er eflaust kunnugt um, að Reykjavik hefur oft verið nefnd „hreinasta borg heimsins”. Ástæðan er einkum og sérilagi sú, að borgin er hituð upp að lang- mestu leyti (um 97%) með heitu vatni úr iðrum jarðar i stað oiiu, kola og annars sliks eins og viöast gerist i borgum heimsins, eða hefur gert fram til þessa, en nú færist notkun rafmagns til hitunar mjög i vöxt. Annars var ætlunin ekki aö fjalla um ágæti hitaveitnanna hér, þótt seint verði ofgert i þeim efnum, heldur að athuga árstiða- bundnar og ársbundnar sveiflur i hitakostnaði almennings vegna misjafnrar veðráttu. Við snérum okkur til Jóhannesar Zoe'ga hitaveitustjóra og inntum hann eftir þessum málum. Sagði hann, að munurinn milli ára i hitanotkun væri ekki mikill, venjulega undir 5%. Sé hins vegar athugað styttra tima- bil, t.d. einn ársfjórðungur, þá getur munað. allt áð 15% frá einu ári til annars. Hvað einstaka mánuði áhrærir, getur munurinn verið 20 til 25% . íyfirliti Hitaveitu Reykjavíkur siðastliðin 11 ár kemur fram að meðalhitakostnaður húsa var minnstur árin 1971 og 1966 eða l,72rúmmetrar vatns (tonn) fyrir hvern rúmmetra húss á ári. Sam- kvæmt yfirlitinu var kostnaðurinn mestur árið 1969, en þá var samsvarandi tala 1,88 rúmmetrar. Hlutfallslegur munur þessara ára reiknast vera um 6%. Þess skal getiö, að árið 1961 var talan 1,64 og 1,90 árið 1963, en að sögn Jóhannesar voru mælingar hitaveitunnar ekki orðnar nægilega nákvæmar á þessum árum, þannig að þessar siðastnefndu tölur gefa ekki rétta mynd. Fyrir meðalstórt hús sem reikna má með, að sé um 500 rúmmetrar, sagöi Jóhannes, að hitakostnaðurinn væri skv. núgildandi taxta Hitaveitunnar um 13.500 kr á ári. Við þá upphæð bætist svo mælaleiga, sem gerir um 1.500.00 kr. Heildar- kostnaðurinn yfir árið fyrir meðalstór hús er þannig um limmtán þúsund krónur. Það skal tekið fram, að þar er reiknað með meðalhitanotkun — 1,77 rúmmetrum vatns (tonnum) fyrir rúmmetra húss á ári. Um siöastliðið ár kvaö Jóhannes það helzt að segja, að veturinn hefði verið hlýr, en sumariö kalt. Það ár var hita- notkunin 7% undir meðallagi fyrsta ársfjórðunginn (jan.- marz), sá næsti (april-júni) nálægt meðallagi, þriðji ársfjórðungurinn (júli-sept.) um 8% yfir meðallagi og sá seinasti (okt.-des.) mjög nálægt meðal- lagi. Við höfðum einnig samband við eitt oliufélagiö, sem selur oliu til hiíshitunar, og spurðum sölu- stjórann, hvað hann hefði að segja um áhrif veðráttunnar á oliusöluna til húsa. Sagði hann, að 2 siðastl. ár hefði veðráttan siöastliðin ár hefði veðráttan verið hlýrri en venjulega og hefði það ótvirætt hai't sin áhrif á söluna. Hins vegar kvað hann mjög erfitt að segja til um bein áhrif veðráltunnar vegna þess, að svo margir aðrir þættir spiluðu þarna inn I. Bæri þar fyrst og fremst að nefna það, að æ fleiri tengja hús sin Hitaveitunni og hætta oliukyndingu húsa sinna. Hefði þessi aukning orðið hvað mest siðustu ár. Skerjafjörður tengdist Hitaveitunni i fyrra, Sel- tjarnarnesið nú nýverið og Kópa- vogur er farinn af stað. Nýtt umfcrðarmerki skaut upp kollinum á gatnamótum Miklubrautar og Rcykjanesbrautar fyrir nokkru. Meðfylgjandi mynd er af merkinu, scm aétlað er til að vekja athygli ökumanna á, hvar beygt sé út af. Merki þetta tiðkast i nágrannalöndunum, og með tilkomu stærri og nieiri gatnamóta, verður þörf á merki sem þessu. (Timamynd G.E.) Senn útskrifaðir dans- kennarar hérlendis Aðalfundur Danskennarasam- bands Islands var haldinn 4. jan. siðastliðinn. í skýrslu stjórnar kom fram, að á árinu sem leið hófust merkjapróí þau, sem fyr- irhuguð voru á vegum sambands- ins. Gerð hafa verið sérstök bronz- silfur- og gullmerki, sem teiknuð voru af Torfa Jónssyni auglýsingateiknara. Einnig kom það fram, að 5 stúlkur luku á sl. vori fyrri hluta prófi á vegum D.S.I., en eins og áður hefur komið fram hel'ur Danskennarasambandið stefnt að þvi að útskrifa danskennara. Ennfremur er ráðgert að hafa sýningar i ár eins og verið hefur fastur liöur i starfsemi sam- bandsins undanfarin 6 ár. Danskennarasambandið var stofnað 20. desember 1963 og verður þvi 10 ára á þessu ári. Stjórn sambandsins var ein- róma endurkjörin, en hana skipa : Ingibjörg Jóhannsdóttir for- maður, Ingibjörg Björnsdóttir ritari, Guðbjörg Pálsdóttir gjald- keri og Unnur Arngrimsdóttir og Iben Sonne Bjarnason meðstjórn- endur. Kosnir endurskoðendur eru Sigriður Ármann og Edda Scheving. þ’rá Danskennarasambandi ts- lands. Lögfræðingar ræða um fóstureyðingar fors 22. og 23. ágúst. Formaður félagsins sótti fundi þessa. Lögfræðingafélag tslands gerð- ist við þetta tækifæri aðili að samstarfsráðinu. Að lokinn'i skýrslu formanns, skýrði Ragnar Aðalsteinsson, hrl. frá starfsemi Bandalags háskóla- manna á liðnu starfsári, en félag- ið á aðild að bandalaginu. Kom þar m.a. fram, að vonir standa til, að endurskoðun sú á lögum um kjarasamninga opinberra starfsmanna oglfjgum um réttindi og skyldur starfsmanna ríkisins, sem nú fer fram, muni leiða til verulegrar aðstöðubreytingar fyrir samtök háskólamanna, að þvi er kjaramál varðar. Þá fór fram stjórnarkjör. Af fráfarandi stjórnarmönnum gáfu þeir Sigurður Hafstein og Friðrik Ölafsson ekki kost á sér til endur- kjörs, og voru þeim þökkuð störf þeirra i stjórn félagsins. Þessir hlutu kosningu: Formaður var endurkjörinn Þór Vilhjálmsson, (prófessor). Aðrir i stjórn: Jónatan Þór- mundsson, prófessor (varafor- maður), Hrafn Bragason, borg- ardómari (ritari), Stefán Már Stefánsson, borgardómari (gjald- keri), Hjalti Zophaniasson, stjórnarráðsfulltrúi, Knútur Bruun hdl. og Skúli Pálsson hdl.. I varastjórn: Auður Þorbergsdótt- ir, borgardómari, Helgi Agústs- son, stjórnarráðsfulltrúi, Magnús Thoroddsen, borgardómari, Sigurður Linsal, prófessor, Þor- valdur Grétar Einarsson hdl. og Þórir Oddsson, aðalfulltrúi fyir- sakadómara. Endurskoðendur: Ragnar Ólafsson, hrl. og Arni Björnsson, hdl.. Til vara: Helgi V. Jónsson, borgarendurskoðandi og Sigurður Baldursson, hrl... I fulltrúarárð B.H.M.: Bjarni K. Bjarnason, borgardómari, Hall- varður Einvarðsson, aðalfulltrúi saksóknara og Ragnar Aðal- steinsson, hrl.. Til vara: Bragi Steinarsson, deildarstjóri, Magnús Thoroddsen, borgardóm- ari og Þorleifur Pálsson, stjórnarráðsfulltrúi. 1 kjara- málanefnd: Bogi Ingimarsson, hdl., Haraldur Henrýsson, aðal- fulltrúi, Helgi Ágústson, stjórnar- ráðsfulltrúi, Kristján Torfason, skrifstofustjóri, Kristinn Ólafs- son, hdl., Steingrimur Gautur Kristjánsson, héraðsdómari, og Þorvaldur Grétar Einarsson, hdl.. Til vara: Þórarinn Arnason, hdl. og Þórhallur Einarsson, fógetafulltrúi. Hin nýkjörna stjórn hefur þeg- ar hafið störf sin og boðar til al- menns félagsfundar i kvöld (fimmtudagskvöld) kl. 20.30 að Hótel Sögu. Hefur stjórnin fengið Hjördisi Hákopardóttur cand. jur. til að flytja þar framsöguer- indi, en Hjördis stundar nú fram- haldsnám i Oxford og leggur fyrir sig réttarheimspeki. Erindi sitt nefnir hún: „Eru fóstureyðingar réttlætanlegar?” Að framsöguer- indi loknu verða umræður að vanda. Lögfræðingafélag Islands hélt aðalfund sinn 14. desember s.l.. Formaður félagsins, prófessor Þór Vilhjálmsson, flutti skýrslu liðins starfsárs. Kom þar m.a. fram: 1. Almennir félagsfundir höfðu verið 5 á starfsárinu, allt fræðafundir. Umræðuefni, fyrirlesarar, og fundardagar voru sem hér segir: Hjúskaparlögin (dr. Armann Snævarr) 27. janúar. örorku- mat (Gunnar M. Guðmundsson hrl. og Páll Sigurösson ráðu- neytisstjóri) 22. febrúar. Eingarréttur að almenningum (próf. Sig. Lindal) 21. marz. Endurkröfuréttur vátryggingafélaga (próf Arnljótur Björnsson) 27. april. Res judicata (Magnús Thoroddsen borgardómari) 26. október. 2. Austurrikisdeild Alþjóðanefnd- ar lögfræðinga hélt árlegt þing sitt hér á landi 1.-7. júni 1972. Fyrri hluti þingsins var ráð- stefna um „Verwirkung von Grundrechten im Falle des Misbrauches”. Lögfræðinga- félag Islands veitti aðstoð við undirbúning ráðstefnunnar, og félagsmönnum var gefinn kost- ur á þátttöku. Þágu það all- margir. Formaður félagsins var meðal framsögumanna á ráðstefnunni. 3. Dagana 20.-24. nóvember efndi Lögfræðingafélag Islands i samvinnu við Lögmannafélag Islands og lagadeild Háskólans til námskeiðs i skattarétti. Þar voru fluttir 5 fyrirlestrar, og var efni þeirra og fyrirlesarar sem hér segir: Skattframtalið og þýðing þess (Skúli Pálsson hdl.). Upp- lýsingaskylda þriðja manns (Ármann Jónsson hrl.). Viður- lög við skattlagabrotum og skattlagning eftir á (próf. Jónatan Þórmundsson). Réttarfar i skattamálum (Helgi V. Jónsson borgar- endurskoðandi). Vandamál i sambandi við gildistöku skatt- lagabreytinga, (Guðmundur Vignir Jósefsson gjaldheimtu- stjóri). Umræður og fyrir- spurnir voru eftir hvern fyrir- lestur. Umræðustjórar voru hæstaréttarlögmennirnir Jó- hannes L.L. Helgason og Egg- ert Kristjánsson. Þátttakendur voru 65. 4. Fundur starfsmanna norrænu lögfræðingasamtakanna og fundur i samstarfsráði þessara samtaka var haldinn i Helsing- Dýrtgabb Sliikkviliðið i Reykjavík var kallað að Kleppsspitalanum i fyrrinótt um kl. 2,00. Þar var eng- an eld aö finna þrátt fyrir ýtar- lega leit alls slökkviliðsins, en það var allt kallað út. I ljós kom, að reykur hafði með einhverjum liætti koniizt i sjálfvirkt að- vörunarkerfi hússins og hefði það þvi farið af stað. Þessi mynd var tckin við Kleppsspitalann um nóttina, en þarna hiður hluti liðs- ins, sem kallað var út, eftir þvi að vera skráður. Þegar allt liðið er kallað svona út, verður að skrá livern mann, þvi liann fær greiðslu fyrir að mæta jafnvel þó enginn eldur sé laus. Svona stórt gabh getur þvi veriö æði dýrt. (Timamynd GE)

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.