Tíminn - 18.01.1973, Síða 14
14
TÍMINN
Fimmtudagur 18. janúar 19711
brosti til hennar. Hún brosti á móti, hristi höfuðið efins og strauk hon-
um um vangann með lausu höndinni.
„Ætlar þú kannske að borða hann?”
„Nei, vina min, en það gætu verið sjúkdómar á honum.”
„Já, en ég er alls ekkert veik,” svaraði hún, „ég er alveg frisk, það
hefur þú sjálfur sagt!”
„Samt gætu vel verið sjúkdómar á honum.og ef þeir eru þar og ég set
mælinn i munninn án þess að þvo hann fyrst, gæti ég fengið sjúkdóm-
inn.”
„Ert þú hræddur við að fá sama sjúkdóm og ég gæti haft? ”
„Nei.”
„Settu hann þá i munninn núna,” sagði hún og hélt mælinum upp að
munninum á honum og tróö honum milli vara hans.
Hann opnaði munninn til að segja, að ekki væri nauðsynlegt að mæla
hita sinn, en um leið og hann opnaði munninn, stakk hún mælinum
alveg upp i hann. Hann lagði tunguna ósjálfrátt yfir þunnt svalt glerið,
og þegar hann hafði haft mælinn upp i sér um stund, sagði Nadia:
„Þú varst ekki hræddur viðsjúkdómana, sem þú gætir fengiðaf hvitu
stúlkunni”. Það rann allt i einu upp fyrir Paterson, að að baki bliðuhóta
hennar og brosa hafði búið reiði og ef til vill kviði.
Einhvers staðar langt i suöri heyrðist vélarhljóðið á ný. Paterson
sat með mælinn i munninum og sperrti eyrun til að reyna að reikna út,
hversu langt i burtu það mundi vera. Hann lagði sig svo fram um að
hlusta, að hann tók ekkert eftir, þegar Nadia sagði fyrst:
„Hvers vegna svarar þú mér ekki”? En þegar hún sagði það i annað
skipti, heyrði hann það og tók mælinn út úr sér.
„Ég get nú ekki sagt margt með þetta i munninum.eða hvað?” sagði
hann.
„Sértu hræddur um að smitast af mér, skaltu bara viðurkenna
það! ”.
„Nei vina min, ég er ekki hræddur um það”.
„Hafi verið sjúkdómur i munninum á mér, er hann þá kominn i
munninn á þér?”
„Já, það er óhjákvæmilegt”.
„Sjúkdómurinn, sem var i munninum á henni, gæti hann ekki verið
kominn i munninn á mér?”
„Nei.”
„Þvi ekki það?”
„Af þvi að hann var þveginn áður”.
„Ertu hræddur við að deyja”?
„Bg held nú ekki, að til þess komi!”
„Hvað sýnir mælirinn?” Hún tók hann af honum og hélt honum upp
að luktinni eins og hún hafði séð hann gera. „Hvað á hann að sýna, ef
maður er svo veikur, að maður deyr?”
„Fjörutiu og tvo, það er vist meira en nóg. Sérðu ljtlu hvitu nálina i
miðjunni?”
„Nei, hvað sýnir hann núna?”
Hann tók við mælinum oe hélt honum i birtuna. svo að liósið
glampaði á glerið og kvikasilfrið, en athygli hans beindist að vélar-
hljóðinu, sem nú heyrðist i þriðja sinn sunnan úr fjöllunum. Hann stein-
gleymdi mælinum, sem hann var með i höndunum.
„Hvað sýnir hann?”
Hann rankaði við sér við spurninguna. Þreytutilfinningin var á
undanhaldi og honum var á vissan hátt léttir i að vita, að hræðilegum
þjáningum Conniear var lokið. Hann renndi augunum snöggvast á
mælinn og svaraði til að striða henni:
„Fjörutiu og fimm stig! Það er úti um mig! Ég hlýt að deyja, og það
strax! Meðsvona mikinn hita getur maður ekki lifað lengi!”.
Hann hafði varla sleppt orðinu, þegar hún fór að hágráta. Paterson
langaði mest til að bita úr sér tunguna. Hann lagðist við hlið hennar án
þess að fara undir teppið og reyndi að róa hana. Hann var sjálfum sér
gramur fyrir ógætnina og sagði:
„Þetta er bara vitleysa vina min, ég sagði þetta aðeins til að striða
þér. Það er engin hætta á ferðum. Þetta var vitleysa i mér”. Hún
svaraði honum engu og vildi ekki horfa framan i hann. Litlu seinna tók
Paterson luktina og setti hana á aurbrettið á bilnum og fór siðan að
hátta sig. Hitamælinn settí hann i annan skyrtuvasann til að ekkert
kæmi nú fyrir hann, en áður en hann var búinn að ganga frá honum, rak
íorvitnin hann til að ganga úr skugga um, hvað hann i rauninni sýndi.
Hann komst að raun um, að kvikasilfurssúlan var rétt undir þrjátiu og
niu merkinu. Honum datt i hug, að hann hafði heyrt einhvern lækni
segja, að sjúklingar með blóðkreppusótt eða var það ef til vill tauga-
veiki, fengju venjulega ekki háan hita fyrr en alveg undir lokin. Hann
hratt þessum hugsunum frá sér og lét þær ekki ná tökum á sér.
Hann óskaði þess samt nú, að hann hefði aidrei samþykkt, að ungfrú
Alison yrði eftir. Hún hlaut að kunna skil á þess háttar,- hvort ráða
mætti af hitahækkun taugaveiki- eða blóðkreppusóttarsjúklinga, hvort
dauðinn væri á næsta leiti.
Úti i myrkrinu kvað vélarhljóðið við hærra en fyrr, og kom honum
strax til að gleyma ótta sínum við að verða veikur. Skömmu siðar
lagðist hann niður við hlið Nadiu. Hún var nakin undir teppinu og af
henni lagði þægilega þurra hlýju. Um leið og hann teygði fram hand-
leggina til að taka utan um hana, fór hann að hugsa um, að það væri
einmitt þessi nekt og eðlileg framkoma, sem honum hafði fallið svo vel
i fari þess fólks.sem hún tilheyrði, þann tima, sem hann hafði dvalið i
Burma.
1 fari Portmanshjónanna, Bettesons hjónanna, Conniear McNairn og
móður hennar var ekkert, er jafnaðist á við litlafingursnögl Nadiu, og
venjur þær, sem Evrópumenn höfðu innleitt i landið, hyrfu fljótt við
yfirráð Japana. En Burma, hið ósvikna, eðlilega og óbrotna Burma,
það átti og varð að þrauka. Sjálfur mundi hann gera allt, sem i hans
valdi stæði, til að geta verið meðal þess fólks, er lifði hörmungarnar af
og Tuesday og Nadiu skyldi hann vernda eins vel og hann gæti. Þau
flúðu þó ekki til annars en að bjarga lifi sinu. Það var ætlunin, að þau
þrjú skyldu einn góðan veðurdag snúa aftur til þessa dásamlega lands
og til hinna blátt áfram og viðkunnanlegu ibúa þess. Dauði og sjúk-
dómar skyldu ekki fá tækifæri til að koma i veg fyrir þá fyrirætlun.
Allan næsta morgun héldu þau áfram að aka upp bratta og krappar
beygjur. Fjöllin urðu sifellt hærri eftir þvi sem norðar dró. Viða var
vegurinn styrktur með limknippum, sem umferðarþungi siðustu daga
hafði næstum eyðilagt. Þegar þau seint og um siöir komust upp á
brúnina á brekku, sem virzt hafði endalaus, sáu þau yfir hvern fjall-
garðinn á fætur öðrum svo langt sem augað eygði. Þarna einhvers
staðar i norðri var Indland, en núna hillti það uppi i hitamóðunni.
Svo lá vegurinn niður i móti á löngum kafla, sums staðar mjög
brattur. Rykið þyrlaöist upp eins og það hafði gert alla leiðina. Þau
voru að nálgast á, sem Paterson hafði séð á landabréfinu. Hann var
ekki kominn langt niður i brekkuna, þegar hann varð að flauta sig
áfram gegnum umferðarþvöguna. Meðfram veginum og á honum voru
stórir hópar fólks, burmanskir bændur, fótgangandi eða með reiðhjól
og uxakerrur. Þarna voru Indverjafjölskyldur, sem setzt höfðu að á
miðjum veginum og voru ekki sérlega fúsar að rýma til fyrir bilnum.
Paterson ók i fyrsta gir og lét vélina halda aftur af bilnum til að komast
Lárétt
I) Vinnuvél,- 6) Stia.- 7)
Klaki,- 9) Titill - 10) Frelsar,-
II) Röð.- 12) Félag.- 13)
Ágjöf,- 15) Sölumenn.-
Lóðrétt
1) Ofnhiti,- 2) KK,- 3) Ung-
anna,- 4) Vá.- 5) Renndum.- 8)
Auð.- 9) Nam,- 13) An.- 14)
NN,-
Lóðrétt
1) Kaffibrauð,- 2) Keyr.- 3)
Kveinkun.- 4) Stativ.- 5) Err,-
8) Lita.- 9) Brún,- 13) Stafur.-
14) Röð.-
X
Ráðning á gátu No. 1310
Lárétt
1) Orkuver.-6) Kná.-7) Ná.- 9)
NN,- 10) Hugaðan,- 11) Ið,- 12)
MD,- 13) Ann,- 15) Innanum,-
D
R
E
K
I
[Voru oystrumiðin ykkar þarna Já, viðerum hræddir'Ég sem héi
úti, þar sem éjdur kviknaði? um, að þáu séu ónýt. að þarna
( g^væri m'kið dýpi.
mmmht
FIMMTUDAGUR
18. janúar
7.00 Morgunútvarp. Veður-
fregnir kl. 7.00, 8.15 og 10.10.
Fréttir kl. 7.30, 8.15 (og for-
ustugr. dagbl.), 9.00 og
10.00. Morgunbæn kl. 7.45.
Morgunleikfimi kl. 7.50.
Morgunstund barnanna kl.
8.45: Helga Hjörvar les
• áfram söguna um „Skútu-
Andrés með tréfótinn” eftir
Jörn Birkeholm (2) Til-
kynningar kl. 9.30. Létt lög á
milli liða. Ileilnæmir lifs-
hættir. kl. 10.25: Björn L.
Jónsson læknir talar um
megrunaraðferðir Morgun-
poppkl. 10.45: Eric Calpton
leikur og syngur. Fréttir kl.
11.00. II Ijóm plötusafnið
(endurt. þáttur G.G.)
12.00 Dagskráin. Tónleikar.
Tilkynningar.
12.25 Fréttir og veðurfregnir.
Tilkynningar.
13.00 A frivaktinni Margrét
Guðm undsdóttir kynnir
óskalög sjómanna.
14.15 Við sjóinn Jngólfur Stef-
ánsson ræðir við Hilmar
Bjarnason útgerðarmann á
Eskifirði (endurt.)
15.00 Miðdegistónleikar:
Gömul tónlist Michel
Piguet, Walter Stiftner og
Martha Gmiinder leika Són-
ötur fyrir blásturshljóðfæri
og sembal eftir Geminiani
og Veracini. Söngvarar og
félagar úr Little Orchestra i
London flytja stúdentalög
frá 17. öld eftir Adam
Krieger, Johann Rose-
muller o.fl. I Solisti Veneti
leika Concerti grossi eftir
Alessandro Marcello.
Maurice André og Marie-
Claire Alain leika Sónötur
fyrir trompet og orgel eftir
Ha’ndel og Corelli.
16.00 Fréttir
16.15 Veðurfregnir. Tilkynn-
ingar.
16.25 Popphorniö
17.10 Barnatimi i umsjá Olgu
Guðrúnar Árnadóttur a)
spjallað um réttlæti. b)
Arnar Jónsson les gamait
ævintýr frá Vietnam c) tón-
list d) útvarpssaga barn-
anna: Uglan hennar Mariu,
eftir Finn Havrevold, (7)
18.00 Létt lög. Tilkynningar.
18.45 Veðurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
19.00 Fréttir. Tilkynningar.
19.20 Daglcgt mál. Indriði
Gislason lektor sér um þátt-
inn.
19.25 Glugginn. Umsjónar-
menn: Guðrún Helgadóttir,
Gylfi Gislason og Sigrún
Björnsdóttir.
20.05 Lcikrit: „Þau eru súr,
sagði refurinn” cftir Guil-
herme Figueiredo. Þýðandi
og leikstjóri: Sveinn Ein-
arsson (Áðir útv. i jan.
1967) Persónur og leik-
endur: Xantos, heimspek-
ingur... Róbert Arnfinnsson,
Clea. kona hans ... Herdis
Þorvaldsdóttir, Melitta am-
bátt hennar ... Þóra Frið-
riksdóttir, Esóp, þræll og
sagnamaður ... Lárus Páls-
son, Agnostos, höfuðsmaður
... Gisli Alfreðsson.
22.00 Fréttir
22.15 Veðurfregnir Reykja-
vikurpistill Páll Heiðar
Jónsson fjallar um kvik-
myndun Brekkukotsannáls.
22.45 Manstu eftir þessu?
Tónlistarþáttur i umsjá
Guðmundar Jónssonar
pianóleikara.
23.30 F'réttir i stuttu máli.
Dagskrárlok.