Tíminn - 18.01.1973, Síða 16
16
TÍMINN
Fimmtudagur 1S. janúar l!)7:i
Al.AN STKVKNSON — hinn snjalli markviirftur Burnley átti st'órkost-
lef'an leik f'ef'n Liverpool. Ilann bjai f'afti lifti sinu frá stórtapi.
Stevenson réði
ekki við skalla-
bolta Toshack
- Liverpool sigraði Burnley léttilega
á Anfield 3:0
Livcrpool-liðið sýndi
það og sannaði, að liðið
cr nú það allra be/.ta á
Knglandi, þegar það
sigraði loppliðið i 2.
deild, Burnley, 2:0 á An-
lield á þriðjudagskvöld-
ið i 2. umlerð bikar-
keppninnar. John Tos-
haek er nú búinn að ná
sér eftir meiðslin, sem
liafa háð honum að
undaniörnu, — hann
skoraði tvö lagleg mörk
með skalla. Þriðja
markið skoraði Peter
Cormack. Alan Steven-
son, hinn snjalli mark-
vörður Burnley og enska
landsliðsins undir 22ja
ára aldri, sýndi snilldar
leik og kom i veg fyrir
stórsigur ,,The Iled’s”
llvað eftir annað b'jarg-
aði hann snilldarlega.
í bikarkeppninni
Aðrir leikir i 3. umferðinni fóru
þannig:
Grimsby—Preston 1: :0
Huddersfield—Carlisle 0 : 1
Nott. Forest—W.B.A. 1: 1
Sunderland—Notts County 2: 0
Barnett—QPR 0 :3
Bristol City—Portsmouth 4: : 1
John Toshack, hinn snjalli leik-
maður Liverpool, sem var keypt-
ur frá Cardiff, er nú kominn i
fjórða sæti yfir markhæstu menn
á Englandi. Þess má geta, að
hann hefur ekki leikið alla leiki
Liverpool vegna meiðsla i hné.
Listinn yfir markhæstu leik-
mennina i 1. deild litur þannig út:
Martin Peters, Tottenham 19
J. Richards, Wolves 17
B. ,,Pop” Robson, West Ham 17
John Toshack, Liverpool 15
MacDonald, Newcastle 15
Don Rogers, Crystal Palace 15
John Radford, Arsenal 14
Bob Latcford, Birmingham 13
John Tudor, Newcastle 13
Martin Chivers, Tottenham 13
Rondey Marsh, Man. City 13
Markhæstu leikmennirnir i 2.
deild eru þessir:
Don Givers, QPR 18
Alf Wodd, Millwall 14
Bob Qwens, Carlisle 13
Brian Joicey, Sheff. Wed. 13
JOHN TOSHACK —er nú búinn að ná sér eftir meiðslin. hann skoraði
tvö mörk mcð skalla gegn Burnley og tryggfti lifti sinu góftan sigur.
Kristinn Jörundsson þjálfar og
leikur með Völsungum í sumar
- öll 2. deildarliðin búin að ráða sér þjálfara fyrir sumarið. Völsungar
fá góðan liðsstyrk, Kristinn og Magnús Torfason leika með Völsungum
Kristinn JÖrunds-
son, hinn kunni knatt-
spyrnumaður úr
Fram og körfuknatt-
leiksmaður úr ÍR,
mun ekki leika knatt-
spyrnu með Fram i
sumar, þvi að hann
hefur ráðið sig sem
þjálfara 2. deildarliðs
Völsunga frá Húsa-
vik. ,,Marka Kiddi”,
eins og hann er
kallaður i Ileykjavik,
mun einnig leika með
Völsungum. Það er
ekki að efa, að Krist-
inn kcmur til með að
styrkja lið Völsunga i
2. dcild. Kristinn er
marksækinn leikmað-
ur og hefur undanfar-
in ár verið markhæsti
leikmaður íslands-
meistara Fram.
Kristinn Jörundsson
Annar kunnur knattspyrnu-
maftur hefur einnig gengift i lift
Völsunga. Það er Magnús
Torfason, fyrrverandi lands-
liðsmaður frá Keflavik, en
hann er nú tannlæknir á Húsa-
vik. Þá leikur Arnar Guð-
laúgsson (áður Fram) með
Völsungum, og með liðinu
leika margir ungir og efnilegir
knattspyrnumenn.
Mikill áhugi er fyrir knatt-
spyrnu á Húsavik, og hafa
leikmenn Völsunga mikinn
hug á að vinna 2. deild i sumar
og tryggja sér sæti i 1. deild.
Það eina, sem skyggir á áhug-
ann hjá Húsvikingum, er það,
að knattspyrnurnenn staðar-
ins æfa og leika við slæmar að-
stæður. Knattspyrnuvöllur
staðarins er mjög slæmur, og
það hefur ekkert verið gert
fyrir hann i mörg ár.
Nú þegar lið Húsvikinga á
möguleika á að komast langt i
knattspyrnunni, má bæjar-
stjórnin taka það til athugunar
að skapa viðunandi aðstöðu
fyrir knattspyrnumenn sina.
öll 2. deildarliðin eru nú bú-
in að ráða þjálfara fyrir
sumarið. örn Steinsen verður
með FH, Þorsteinn Friðþjófs-
son verður með Hauka, Steinn
Guðmundsson þjálfar Selfoss,
Jóhannes Eðvaldsson þjálfar
Þrótt, Neskaupstað, Eggert
Jóhannesson verður með Ar-
mann , Guðbjörn Jónsson
þjálfar Þrótt Rvk. og Teodór
Guðmundsson og Pétur
Bjarnason verða með Viking.
Nokkrir af islandsmeisturum i borfttennis 1971.
STÓRMÓT í BORÐTENNIS
HALDIÐ Á LAUGARDAG
— búast má við mjög skemmtilegri keppni
Laugardaginn næstkomandi
þann 20. verður fyrsta stórmót
ársins i borðtennis. Mót þetta,
ARNARMÖTIÐ, er nú haldið i
annað sinn, en það er upprunið að
tilhlutan þeirra Grétars Norðfj.
og Georgs Braithwait, sem báðir
eru starfsmenn hjá Sameinuðu
I I
h..........................
þjóðunum. Að þessú sinni eru
skráðir 40 keppendur til leiks, en
aðeins er keppt i einliðaleik karla.
Upphaflega var aldurstakmarkið
til þátttöku 18 ár, en vegna þess,
hve margir góðir og upprennandi
piltar eru yngri, taldi stjórn
Arnarins ekki rétt að útiloka þá
frá keppni, þar sem ennerekkert
sérmót fyrir unglinga. Eru þvi 2-3
frá hverju félagi þátttakendur nú.
t fyrra sigraði Gisli Antonsson
Armanni, óvænt en glæsilega, i
Arnarmótinu en hann var aðeins
17 ára.
Gisli lagði að velli marga
þeirra, sem fremstir hafa staðið i
iþróttinni hér, og verður gaman
að fylgjast með honum nú, en
hann mun reyna að verja titil sinn
að þessu sinni. Af þeim 40, sem
skráðir eru til leiks, eru allir
sigurvegarar frá siðasta tsl.
móti, bæði i einliðaleik og tviliða-
leik karla og unglinga, t.d. þeir
Björn Finnbj. Ragnar Ragnars,
Ólafur Ólafs. og Gunnar Þór
Finnbj. úr Erninum og Hjálmar
Aðalsteinsson KR, svo einhverjir
séu nefndir. Má reikna með
skemmtilegri keppni, og viðbúið
er, að ungu mennirnir, t.d.
Hjálmar og Gunnar Þór komi til
með að setja strik i reikninginn
hjá eldri kempunum. Hjálmar og
Gunnar voru báðir á borð-
tennisskóla erlendis í sumar sem
leið og hafa tekið gifurlegum
framförum. Mótið hefst i Höllinni
(aðalsal) kl. 3.30 stundvislega og
mun standa fram til 6.30. Spilaðir
verða 3-5 leikir i hvert sinn, eða
þar til annar aðilinn hefur unnið
þrjá leiki, og verður útsláttar
fyrirkomulag, þ.e. keppandi hef-
ur lokið keppni eftir eitt tap. Hús-
ið verður að sjálfsögðu opið fyrir
áhorfendur á meðan keppni
stendur yfir.
AUGLÝSINGA
símar Tímans